Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 44
44 MIÐYIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÞYRNIR - verulegt augnayndi.
Kristþyrnir
- Ilex aquifolium
EITT af eftirtekt-
arverðu lauf- og
aldinskrúði gróð-
urríkisins sem not-
að er víða á heimil-
um um jól til há-
tíðabrigða tilheyrir
KRISTÞYRNI.
Nafnið er bein þýð-
ing á danska,
norska og reyndar
sænska heitinu á
trjátegundinni Ilex
aquifolium. Á
ensku nefnist tijá-
tegund þessi
HOLLY, en á Bret-
landi og eins í
Ameríku er það rótgróinn siður
að prýða heimili á jólum með
kristþyrni. Og í Ameríku er
hann ræktaður í ríkum mæli í
þeim eina tilgangi að gleðja
augun um jól. Hér á landi eru
greinar kristþyrnis mjög fá-
gætar á þessari stórhátíð. Eigi
að síður mun hvert mannsbarn
kannast við hann, því svo al-
geng er mynd gljáandi, stór-
þyrnóttra blaða hans og fagur-
rauðra aldina á jólakortum og
alls kyns skrautpappír. Ætt-
kvíslinni Ilex tilheyrir stór hóp-
ur sígrænna eða sumargrænna
viðartegunda, en aðeins örfáar
þeirra vaxa á norðurslóðum.
Hinn venjulegi kristþyrnir,
sem er sígrænn, vex þó villtur
í vesturhluta Evrópu, við Mið-
jarðarhaf og á víð og dreif all-
ar götur austur til írans. Hann
er afar algengur í Englandi,
bæði villtur og ræktaður. Eins
er hann á víð og dreif í Dan-
mörku og aðeins vottar fyrir
honum á blettum meðfram
strönd Noregs.
Uex er hið upprunalega heiti
fom-Rómveija á steineikinni,
Quercus iles, sem er sígræn,
suðræn tegund, er getur þó
þrifist t.d. hér og þar í Eng-
landi. Nafnið er síðar fært yfir
á kristþyrni vegna þess að lauf
hans líkist steineikarlaufi.
Bæði menningar- og sögulega
er kristþyrnirinn athyglisvert
tré. Hann gegndi greinilega
einstæðu hlutverki á heima-
svæðum sínum eins og eftirfar-
andi dæmi sýna, en þau eru
lauslega þýdd úr danskri bók.
Drúídarnir, sem voru uppi fyr-
ir 2000 árum, trúðu því að
sólin yfirgæfi aldrei kristþymi,
því var litið á hann sem heilagt
tré. Frá fornöld var tréð kunn-
ugt sem tákn verndar gegn
ógæfu og ófarnaði. Það var
siður hjá Rómveijum til forna,
við hátíðarhöld til heiðurs guð-
inum Satúrnusi, sem nefndust
Saturnale hátíðahöldin, að
senda vendi, sem
vafðir voru úr
sprotum krist-
þyrnis, með gjöf-
um til vina til þess
að láta í ljósi góðar
óskir og virðingu.
Einnig tíðkaðist sú
venja, sem varð-
veist hefur fram á
þessan dag, þó í
nokkuð breyttri
mynd, að skreyta
híbýli manna,
kirkjur og pen-
ingshús um jól,
sem tákn um vel-
vilja og vernd.
I Kína var Ilex chinensis
notaður til skreytinga á inn-
gönguhliðum og hofum við
nýjárshátíðahöldin í febrúar
hér áður fyrr. Hjá ýmsum ætt-
flokkum indíána í N-Ameríku
gegndi Ilex mikilvægu hlut-
verki til verndar og hjálpar í
framhaldslífinu og þyrnar
laufsins táknuðu grimmd
stríðsins. í baráttunni gegn
sjúkdómum og í ýmsum spám
hafði kristþyrnirinn einnig
augljósa þýðingu. í Englandi
mun enn þekkjast gamansamt
próf, til að skera úr um rétt-
mæti framtíðaráforma. Það
var fólgið í því að láta blöð
kristþyrnis, með litlum kerta-
ljósum, fljóta í vatnskeri. Blað,
sem tók að sökkva, varaði við
áforminu. Notkun á laufi
ýmissa Ilex-tegunda, annarra
en kristþyrnis, í te er víða
þekkt frá gamalli tíð. Í því
skyni mun indíaánaþyrnir (I.
paraguaiensis) í S-Ameríku
vera þekktastur og nefnist sá
drykkur Maté eða Paraguay-
te.
Kristþyrnir verður varla
ræktaður hér utan dyra, til
þess er ársveðráttan ekki
nægilega blíð. Þó finnast þess
dæmi að hann hafi verið rækt-
aður hér úti, en þá með ærnum
vetrarumbúnaði. Hins vegar
væri ekkert því til fyrirstöðu
að fást við ræktun hans í gróð-
urskála þar sem rými leyfir.
Sjálf tegundin verður stórt tré,
en það þolir eindæma vel tíða
afkvistun greina. Einnig er til
heill fjöldi mjög lauffagurra
afbrigða. En eigi að reyna við
tréð og tryggja „beijaskraut"
skal bent á að það er tvíbýlis-
planta með kven- og karlblóm-
in á sitthvorum einstaklingi.
Það þarf því hvort tveggja til
ef rækta á allt skrautið fyrir
jól., þ.e. bæði lauf og aldin.
Trúlega fyndist flestum það
einum of plássfrekt.
Óli Valur Hansson.
BLOM
VIKUNNAR
375. þáttur
Umsjón Ágústa
Björnsdóttir
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
; i 1
I t
.
Kannast einhver við fólkið á myndinni?
ER einhver sem kannast við fólkið á þessari mynd? Myndin er tekin við kirkjuna
á Sauðárkróki, líklega um aðkomufólk að ræða. Ef svo er hafið samband við Svein
Guðmundsson, Sauðárkróki, í síma 453-5192.
Gerd leitar
Hrefnu
Gerd Fellslad, nú búsett
í Gjavik, óskar að hafa
samband við Hrefnu Guð-
mundsdóttur. Þær bjuggu
saman á Fjellhammer í
Ósló og unnu saman í
Radionette árið 1962.
Hrefna flutti til íslands
og fyrstu árin héldu þær
sambandi. Meðal annars
sendi Hrefna myndir af
sér ásamt manni og 2
bömum til Gerd. Gerd
flutti síðan til Ítalíu og
þá rofnaði sambandið. Nú
er hún flutt heim aftur
og vill gjaman hafa sam-
band við Hrefnu.
Heimilisfangið er:
Breiskallkolonien 28
2834 Hunndalen
Síminn er:
(0047)61172511.
„Fátæk börn
á íslandi“
„FÁTÆK böm á íslandi"
er félag með söfnunar-
átaki, er t.d. með síma-
sölu á geisladiskum og
vídeóspólum. Ég er að
leita mér upplýsinga um
þetta félag því mér finnst
þetta gott málefni. _
Ásdís.
Tapað/fundið
Svart leöurveski
týndist
SVART leðurveski týndist
í Garðabæ fyrir ca 2 vik-
um. Uppl. í síma
565-7828.
Microma úr týndist
MICROMA armbandsúr
týndist við Safamýri í síð-
ustu viku. Skilvís finnandi
hafi vinsamlegast sam-
band í síma 568-5004 síð-
degis eða við bréfbera við
Safamýri í síma
550-7087 fyrir hádegi.
Fundarlaun.
íþróttaskór
í óskilum
ÍÞRÓTTASKÓR fundust
á veginum sem liggur
milli Flugvallarvegar og
Vatnsmýrarvegar fyrir
framan Valsheimilið.
Uppl. í síma 557-9096.
Dýrahald
Tveir páfagaukar
fást gefins
TVEIR páfagaukar fást
gefins án búrs. Uppl. í
síma 565-1571.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Svartur leikur
og vinnur.
STAÐAN kom upp á Investbanka-mótinu
sem nú stendur yfir í Belgrad í Júgó-
slavíu. Alexander Beljavskí (2.710) var
með hvítt, en Vladímir Kramnik (2.770)
hafði svart og átti leik.
34. - Hxc3! og hvítur gafst upp. Eftir
35. bxc3 - Bb5+ er hann alveg vamar-
laus. 36. Kgl - Dh2 er þá mát og ekki
lítur 36. Kel - He7+ mikið betur út.
Staðan á þessu öfluga móti eftir sex
umferðir er þessi: 1. ívantsjúk, Úkraínu
4‘A v., 2.-3. Shirov, Spáni og Anand,
Indlandi 4 v., 4.-5. Lautier, Frakklandi
og Kramnik, Rússlandi 3'A v., 6. Gelf-
and, Hvíta-Rússlandi 3 v., 7. Kiril Georg-
iev, Búlgaríu 2‘A v., 8.-9. Ljubojevic,
Júgóslavíu og Beljavskí, Slóveníu 2 v. og
10. Kovacevic, Júgóslavíu 1 v.
Aster...
10-15
TW Reg. U.S. P«t. Off — all right« re«erved
(c) 1097 Los Angelea Times Syndicato
Yíkveiji skrifar...
AÐ vakti sérstaka ánægju
Víkveija á sunnudagskvöldið,
hversu fljótt Ríkissjónvarpið brást
við og tryggði sér sýningarrétt á
þætti bresku sjónvarpsstöðvarinn-
ar ITV um Björk Guðmundsdóttur.
Einatt hefur það gerst að íslenskir
sjónvarpsáhorfendur hafa þurft að
bíða vikum og mánuðum saman
eftir að fá að sjá erlenda þætti sem
gerðir hafa verið um ísland eða
nafntogaða íslendinga. Þarna voru
svo sannarlega slegnar tvær flugur
í einu höggi, því þótt þátturinn
væri að sjálfsögðu um Björk, tón-
smíðar hennar, skoðanir og lífsvið-
horf, varð niðurstaðan sú að hann
var ekki síður um ísland, íslenska
menningu, sögu, einkenni og nátt-
úru. ísland, saga þess og menning
er einfaldlega óijúfanlegur hluti
af Björk, eins og hún skýrði sjálf
svo einkar vel í þessum vandaða
þætti. Björk er mjög sérstakt fyrir-
bæri, ef svo má að orði komast.
Persónutöfrarnir beinlínis geisla
af henni og hún skýrir út hvað hún
er að gera og hvers vegna, á frum-
legan og skemmtilegan hátt, sem
aldrei verður klisjukenndur. Það
hefur í gegnum árin verið skemmti-
legt að fylgjast með Björk og af-
rekum hennar á erlendri grund,
sem aldrei virðast hafa stigið henni
til höfuðs. Það þarf sterk bein til
þess að bera frægð eins og þá sem
Björk hefur áunnið sér - hún hef-
ur sýnt að þau hefur hún, þrátt
fyrir fínlega beinabyggingu! r
xxx
*
UR þessu fer líklega að verða
óveijandi að þijóskast lengur
við að skipta yfir á vetrardekkin.
Víkveiji er lítill aðdáandi vetrar-
dekkja, þótt hann viðurkenni vissu-
lega gagnsemi þeirra. En það er
alltaf leiðinlegra að keyra, þegar
vetrardekkin eru komin undir bíl-
inn og hávaði og hvinur sem fylgir
því þegar naglarnir skella á mal-
bikinu er hvimleiður. Þrátt fyrir
leiðindin sem fylgja vetrardekkj-
um, eru þau nauðsynleg öryggisins
vegna, yfir háveturinn. Annað sem
Víkveija leiðist í þessum efnum er
örtröðin sem myndast á dekkja-
verkstæðum þegar svo ótrúlega
margir bílaeigendur fá hugljómun
á sama tlma og ákveða að láta
skipta um dekk. Á hveiju hausti
ákveður Víkverji að hann ætli nú
að forðast það að ári að lenda í
örtröðinni, en uppgötvar svo ári
síðar, að hann er í miðri ösinni -
og ekkert hefur breyst.
xxx
LIÐ Aftureldingar úr Mos-
fellsbæ fór á kostum á sunnu-
dagskvöldið, þegar það keppti í
seinni leik sínum um sæti í átta
liða úrslitum Evrópuborgakeppn-
innar í handknattleik við norska
liðið Runar. Norðmennirnir höfðu
unnið fyrri leikinn með fimm
marka mun, þannig að ljóst var
að á brattann yrði að sækja fyrir
Mosfellinga. En dyggilega studdir
af frábærum áhorfendum náðu
Mosfellingar að sýna afbragðsgóð-
an leik og í leikslok var staðan sú
að þeir höfðu tryggt sér átta marka
sigur 34 - 26. Bergsveinn Berg-
sveinsson, landsliðsmarkvörðurinn
góði, var í banastuði og varði hin
ótrúlegustu skot. Þá sýndi Páll
Þórólfsson hreint ótrúlega góðan
leik og skoraði hvorki meira né
minna en tólf mörk. Það fer ekk-
ert á milli mála, að Páll á fullt
erindi inn I herbúðir íslenska lands-
liðsins.