Morgunblaðið - 19.11.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 19.11.1997, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND Milli tveggja elda Borgari Ruth (Citizen Ruth) <> a iii a ii iii v ii d ★★★ Framleiðendur: Cary Woods og Cathy Konrad. Leikstjóri: Alexander Payne. Handritshöfundar: Alexander Payne og Jim Taylor. Kvikmyndataka: James Glennon. Tónlist: Rolfe Kent. Aðalhlutverk: Laura Dem, Swoosie Kurtz, Kurtwood Smith, Mary Kay - Place, Kelly Preston, Burt Reynolds. 101 mín. Bandaríkin. Skifan 1997. Út- gáfudagur: 12. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. RUTH er ein af þessum mann- eskjum sem virðast bara vera til vandræða. Hún er háð eiturlyfjum og sefur hjá hverjum sem er til þess að hafa þak yfir höfuðið. Dag einn er hún tekin eftir að hafa andað að sér málningarúða og við læknisathugun uppgötvast það að hún á von á barni. Dómarinn gefur henni þann kost að láta eyða fóstrinu og þá muni hann Þér er til Hi setunnar boöiö ! Traustur staflanlegur stóll meö níðsterku áklæðl ♦ ®S> SjferitocofeBMiiwðW' Áranila 'iO SínU aári SOOO __________ milda dóminn yfir ~ henni annars eigi hún von á hinu versta. Inn í mynd- ina blandast litríkir hópar tveggja öfga, annars vegar þeirra sem vilja láta Ruth halda bai'ninu en hins vegar þeirra sem telja það að það sé Ruth fyrir bestu að eyða fóstrinu. Brátt er æs- ingurinn í kringum greyið Ruth orð- inn svo mikill að hún veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það er erfitt að ímynda sér gam- anmynd þar sem umfjöllunarefnið er fóstureyðing, en í Borgara Ruth tekst að skapa andrúmsloft sem er virkilega fyndið og um leið hárbeitt ádeila. Handritið fer aldrei út í neina vellu og persónurnar eru allar virki- lega vel skrifaðar. Laura Dern er frábær í hlutverki hinnar glórulausu Ruth og er jafnvíg á líkamlega tján- ingu og flutning textans. Kurtwood Smith, í hlutverki mannsins sem- leysir Ruth út úr fangelsinu, er einn þeirra leikara sem maður er alltaf að sjá en man ekki í hvaða myndum en hérna tekst honum að skapa ógleym- anlega persónu. Gamla hörkutólið Burt Reynolds er einnig stór- skemmtilegur í hlutverki trúarofs- tækismanns. Leikstjórn Alexander Payne er mjög góð og hefur hann sérstaklega góð tök á leikurunum. Ólíkt mörgum gamanmyndum sem gleymast eftir áhorfun situr Borgari Ruth sem fastast í huganum. Ottó Geir Borg MeXlkOskir lampar, Bfrískir púðar og dúkar, húsgögn & gjafavara Nýbýlavegi 30. Sími 554 6300. Opið sunnudag 13-17 TÍZKAN Glæsilegt tímarit um tísku og útlit tbl. er kúmið út Fæst á næsta blaðsölustað FÓLK í FRÉTTUM Vinkonur James Bond f ►BOND-stúIkurnar eru ekki síður vinsælar en njósnarinn sjálfur James Bond. A þeim 35 árum sem myndirnar hafa ver- ið framleiddar hefur hver fegurðardísin á fætur annarri leikið aðalkvenhlutverkið í Bond-myndunum. Margar hafa skotist upp á stjörnuhimininn í kjölfarið en aðrar fallið í gleymskunnar dá. Á myndunum má sjá nokkrar af Bond-stúlkunum vinsælu. AGLORIA Hendry lék Rosie Carver eina af fáum blökkuvinkon- um Bond í myndinni „Live And Let Die.“ ASHIRLEY Eaton lék Jill Masterson vin- konu Goldfmger í samnefndri mynd sem var gerð árið 1964. ALYNN-HOLLY Johnson lék hina saklausu skauta- drottningu Bibi Dahil í myndinni „For Your Eyes Only“ sem var gerð árið 1981. YURSULA Andress lék Ho- ney Rider á móti Sean Connery í myndinni „Dr No“ sem var gerð árið 1962. AJANE Seymour lék hina skyggnu Solitaire í myndinni „Live and Let Die“ sem var gerð árið 1973. ► KIM Basin- ger lék Dom- ino Petachi sem dansaði tangó við Bond í mynd- inni „Never Say Never Again“ sem var gerð árið 1983. ► BARBARA Bach, eigin- kona Ringo Starr, lék njósnarann Triple X á móti Roger Moore í mynd- inni „The Spy Who Loved Me“ sem var gerð árið 1977. MYNPBÖNP_______ Syndir föðurins Hættuleg eftirför (Deadly Pursuit) S » p n n ii m y n (1 Vz Framleiðendur: Frank Konigsberg og Robet Levison. Leikstjóri: Felix Enriquez Alcala. Handritshöfundar: Michael Ahnemann. Kvikmyndataka: Herbert Davies. Tónlist: Tom Brice. Aðalhlutverk: Tori Spelling, Patrick Muldoon, Richard Belzer, Reginald Veljohnson. 92 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 4. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. TVÆR hallærislegustu sjón- vapsseríur Bandaríkjanna mætast hér í þessari ótrúlega hallærislegu kvikmynd. Myndin fjallar um ungan mann, Tim, (Pat- rick Muldoon úr „Melrose Place“) sem kemur einn daginn heim til sín eftir að hafa verið á skokki og finnur þar móður sína og systur látnar eftir skotárás og fað- irinn er hvergi sjáanlegur. Hann hefur mikla leit að föður sínum og nýtur aðstoðar og seinna ástar svalrar og dularfullrar stúlku (Tori Spelling úr „Beverly Hills 90210“). Skötuhjúin komast brátt að því að faðir Tims hefur margt rotið í pokahorninu og skapar það mikla hættu fyrir þau. Það eru engar ýkjur þegar það er sagt að Tori Spelling sé ein lé- legasta leikona sem uppi hefur ver- ið. Hún getur ekki tjáð neitt á sann- færandi hátt nema heiladeyfð sína. Patrick Muldoon er ekki mikið skárri en þegar hann er í nálægð við ungfrú Spelling virðist hann vera stórleikari. Richard Belzer, sem er betur þekktur sem Munch í sjónvarpsþáttunum „Homicide: Li- fe on the Streets“, er hlægilega lé- legur sem illmennið í myndinni. Spennan er engin og handritið er ömurlega skrifað og leikstjórnin er viðvaningsleg. Þetta er ein af þeim myndum sem láta mann hugsa sig tvisvar um hvort maður eigi að halda áfram gagnrýnendaferli sín- um. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.