Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 8
8 D MIÐVIKURDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓTASP URNINGAR TIL STJÓRNMÁLAMANNA Morgunblaðið hefur beint spurningum til forystumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Samtaka um kvennalista og Þjóðvaka í tilefni áramóta. Spurningarnar og svörin fara hér á eftir: IHver telur þú líkleg áhrif Kyoto-samþykktarinnar á • þróun efnahags- og atvinnu- mála á Islandi, svo og umhverfis- mála? Niðurstaða fæst væntanlega árið 1998 í viðræðum vinstri- • manna um sameiginlegt framboð í þingkosningum vorið 1999. Hvaða áhrif telur þú að slíkt framboð hafi á stjórnmálaþróun í landinu? Hvað gerist ef sameining vinstrimanna fer út um þúfur? 3Hver telur þú að verði þróun í kvótamálum eins • og nú horfir? 4Rætt hefur verið um að ís- land þurfi að endurskilgreina • stefnu sína í öryggis- og vamarmálum. Hver telur þú að eigi að vera markmið slíkrar endurskil- greiningar? Á árinu 1997 var tekin ákvörðun um að bjóða þremur ríkjum í • austurhluta Evrópu, Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi, aðild að Atlantshafsbandalaginu. Jafnframt hef- ur Evrópusambandið boðið hópi Aust- ur-Evrópuríkja að hefja viðræður um aðild að sambandinu. Hvernig metur þú þessa þróun og hvaða áhrif telur þú að hún muni hafa á pólitíska stöðu Is- lands í alþjóðlegu samstarfi? Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, formaður Framsóknarflokksins: Utanríkismál örlagavaldur um innanlandsmál í. ÞAÐ FER ekki á milli mála að Kyoto-samkomulagið er sögulegur viðburður, þótt margt sé enn óljóst um framkvæmd þess og áhrif. Sum framkvæmdaratriðin geta skipt Is- land miklu, s.s. reglur um bindingu með landgræðslu, kvótaviðskipti og önnur sveigjanleikaákvæði og hvernig tekið verður tillit til ríkja eins og Islands, þar sem einstök verkefni geta leitt til verulegrar aukningar á losun. Vonandi skýrast þessi atriði á fundi samningsaðila í Buenos Aires í nóvember 1998. Ennfremur er frestur til undirrit- unar fram á vor 1999, þannig að væntanlega verður ekki uin mikil áhrif bókunarinnar á efnahagslífið að ræða á næsta ári. Þótt setja verði slíka fyrirvara er líklegt að Kyoto-samkomulagið sé einungis fyrsta skrefið í þá átt að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda á heimsvísu og getur margt gerst í þessum málum áður en fyrsta tímabil takmarkana - árin 2008 til 2012 - gengur í garð. Langtímaáhrifm geta því orðið veruleg. Þetta samkomulag er ný vídd í alþjóðasamstarfi, sem mun án efa setja æ sterkari svip á um- gjörð efnahags- og atvinnumála einstakra ríkja í framtíðinni. I þessu ljósi er afar mikilvægt að fram fari vönduð greining og um- ræður um stöðu Islands. Hér þarf að vanda til verka því mikið er í húfi. Þannig þarf meðal annars að vinna að farsælli lausn stóriðjumála fyrir Island innan samningsins og ef slík lausn finnst ekki þarf að vega og meta kostnaðinn við að standa utan hans. Er sá kostnaður meiri eða minni en hagur landsins af nýrri stóriðju? Þetta þarf að meta fordómalaust og á grunni bestu þekkingar og yfirsýnar. Ekki er auðvelt að spá fyrir í ein- stökum atriðum um áhrifin hér á landi. Að sönnu verða stóriðju sett- ar þrengri skorður en áður, þótt benda megi á að það sé í þágu jarðarbúa allra að nýta hreina innlenda orkugjafa. Því sjónar- miði þarf að sjálfsögðu að halda á lofti. Einnig liggur í augum uppi að mikið fjármagn og þekking verður sett í að þróa nýja orkugjafa sem getur haft marg- vísleg áhrif hér á landi. Líklegast er þó að þeg- ar á allt er litið verði hreinar orkulindir verð- meiri í framtíðinni og því ætti staða Islands að geta styrkst ef vel er haldið á málum heima fyrir. Skipulagður undirbúningur, glögg greining á stöðu landsins og vandaður málflutningur geta hér skipt sköpum. Við höfum góðan málstað til að standa vörð um í þessu máli. Við getum af fullri reisn og einurð staðið vörð um hagsmuni íslands í því skyni að nýta til fulls orkulindir landsins. 2. Sundrang á vinstri væng stjóm- málanna á íslandi hefur mjög sett svip á stjórnmálasögu þessarar ald- ar. Ég tel mjög eðlilegt, almennt séð, að fólk með sömu megináhersl- ur í stjórnmálum skipi sér saman í flokk. Milli A-flokkanna hefur hins vegar hingað til verið himinn og haf í fjölmörgum mikilvægum málum og munu næstu mánuðir skera úr um hvort tekst að samræma þau sjónarmið öll í einni stefnuskrá. Til að ná saman má búast við, að svo miklar málamiðlanir þurfi að gera, að erfitt verði að fá marga stuðn- ingsmanna viðkomandi flokka til að gera þann málstað að sínum. Það er hins vegar grandvallaratriði lýð- ræðisins að fólk myndi með sér stjórnmálaflokk, hvort sem hann er búinn til úr tveimur eldri flokkum, flokksbrotum eða á annan hátt. Það sem A-ílokkarnir hafa tekið í sam- eiginlegan arf er sósíal- ismi, sem þeir í áratugi höfðu að leiðarljósi, þó hvor á sinn hátt. Hugs- anlega er þetta sameig- inlegt uppgjör þeirra við fortíðina, sem hefði verið of sársaukafullt fyrir hvorn um sig. Mér sýnist þó ýmsar óheillakrákur vera mjög áberandi á svið- inu, og tel ekki ólíklegt að áhugi þeirra sé meiri á völdum, sem nýjum flokki gætu hlotnast, en á málefn- unum. Má því líklegt teljast að slíkir menn gerist nokkuð stóryrtir í samein- ingarferlinu. Nýtt framboð fækkar ekki flokk- um endilega og líklegt er að bak- borðsmegin við nýjan fiokk komi annað framboð. F*ví er mjög erfitt að spá fyrir um fylgi flokks, sem enn hefur hvorki stefnu, stuðnings- menn né frambjóðendur. Fram- sóknarflokkurinn mun ekki sitja með hendur í skauti meðan þessu fer fram, því milli okkar og margra kraftmikilla einstaklinga í þessum flokkum er ágætt samband og tölu- verð málefnaleg samstaða. Ég vil á þessu stigi ekki vera með neinar hrakspár um samein- ingartilraunirnar, heldur óska mönnum góðs gengis. Nái flokkarn- ir hins vegar ekki saman, þá mun það hafa í för með sér skarpari skil milli miðjunnar og þeirra flokka sem standa sín hvora megin við hana og gæti það orðið til að auð- velda kjósendum valið. 3. Ekkert eitt mál vekur meiri um- ræðu í þjóðfélaginu en staðan í sjávarútveginum og sú mikla hag- ræðing sem þar hefur átt sér stað. Það er enginn vafi í mínum huga að ef ekki hefði verið farið út í nauð- synlegar breytingar í sjávarútvegi Halldór Ásgrímsson væri ástandið í greininni skelfilegt, með tilheyrandi byggðaröskun og versnandi lífskjöram allra lands- manna. Þess í stað höfum við eign- ast sjávarútveg sem er ekki aðeins öflugur hér innanlands heldur framsækinn á alþjóðavettvangi. ís- lenskur sjávarútvegur er háður því að geta selt vörur sínar á góðu verði á erlendum mörkuðum og því fylgir sú nauðsyn að hann hasli sér völl á erlendum vettvangi. Þetta er sem betur fer að gerast og það á eftir að styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar til langframa. Tak- markaður aðgangur að auðlind, sem margir vilja komast í, verður ávallt vandamál. Fiskveiðistefnan þarf stöðugt að vera í endurskoðun og mótun og það hefur hún verið á þessu kjörtímabili og mun verða um langa framtíð. Þetta mikilvæga mál þarf að ræða af raunsæi og sanngirni og við framsóknarmenn þurfum að taka virkan þátt í þeirri umræðu. Við verðum líka að gera þá kröfu að pólitískir andstæðingar okkar axli ábyrgð í einu mikilvæg- asta máli þjóðarinnar en geri ekki út á sleggjudóma og múgæsingu eins og kratarnir era því miður vanir að gera, bæði í málefnum sjávarútvegs og landbúnaðar. Stóra ágreiningsmálið hvað fisk- veiðistjórnunina varðar er hvort innheimta eigi almennt veiðileyfa- gjald í sjávarútveginum. Þeir sem fara fremstir með þær kröfur eru almennt þeir sömu sem hafa barist gegn kvótakerfinu á undanförnum áratug. Ef grundvöllur verður til að innheimta almennt veiðileyfagjald í framtíðinni er það vegna þess að kvótakerfinu vai- komið á. Það er jafnframt athyglisvert, að margir þeir sem barist hafa gegn því, eru jafnframt andstæðingar endurbóta á kerfinu. Sem dæmi má nefna þá var stigið það mikilvæga skref á Ál- þingi fyrir jól að breyta skattalegri meðferð veiðiheimilda þannig að þær má ekki lengur afskrifa. Það verður áreiðanlega til þess að lækka verð á veiðiheimildum og draga úr hinu svokallaða braski. Jafnaðarmenn stóðu ekki að því og virðast vilja halda sem flestu óleystu til að magna deilur. Vegna þeirrar miklu hagræðing- ar sem orðið hefur í sjávarútvegin- um hefur reynst mögulegt að at- vinnugreinin taki mun meiri þátt í sameiginlegum kostnaði en áður var. Launatengd gjöld hafa verið hækkuð til samræmis við aðrar at- vinnugreinar. Utgerðin greiðir kostnað vegna veiðieftirlits og vera- legt fjármagn rennur í Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Atvinnugreinin hefur jafnframt gengið bærilega þrátt fyrir mikla friðun og upp- byggingu fiskistofna og hún hefur getað staðið fyrir miklum tækni- framförum. Það hefur verið skoðun okkar framsóknarmanna að þá miklu hagræðingu sem átt hefur sér stað í sjávarútveginum beri að nýta til að bæta kjör fólksins í landinu, byggja upp fiskistofnana og standa fyrir sókn hans á alþjóðavettvangi. Veiðileyfagjald af þeirri stærð- argi-áðu sem Alþýðuflokkurinn hef- ur verið að viðra í umræðunni myndi rústa mörgum af öflugustu útgerðarfyrirtækjum landsins. Þetta hefði mjög alvarlegar afleið- ingar í for með sér í atvinnulegu til- liti fyrir flest sjávarútvegspláss landsins og um leið hagkei’fið í heild og afkomu þjóðarinnar allrar. Þetta er því algjörlega ábyrgðarlaus mál- flutningur. Með vaxandi fiskistofn- um og sterkari stöðu sjávarútvegins er alveg ljóst að greinin getur um lengri framtíð tekið meiri þátt í sameiginlegum kostnaði þjóðarinn- ar. Það á alls ekki að útiloka um alla framtíð en það verður að gerast af einhverju raunsæi. Ég hélt að menn hefðu fengið nóg af því að hafa sjáv- arútveginn á hausnum áram saman og aðalatvinnugrein þjóðarinnar væri nokkurs konar þurfalingur á sameiginlegum sjóðum. Ég hef sérstaklega nefnt í þessu sambandi að veiðai-nar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum hafi sér- stöðu, þar sem þar er um nýja auð- lind að ræða og til greina komi að þar verði farið öðra vísi að en með aðra hefðbundna fiskistofna þar sem kvótarnir byggjast á veiði- reynslu. Ég tel því að kvótakerfið muni standa og eftir því sem sjáv- arútvegurinn verði öflugri geti hann tekið meiri þátt í sameiginleg- um kostnaði þjóðarinnar. Hann greiðir nú þegar mun meira en áð- ur var gert og hlutdeild hans á eftir að vaxa nokkuð í þeim efnum þegar fram líða stundir. Áfram verður haldið á þeirri braut að sníða agnúa af kerfinu og næsta breyting sem gerð verður mun líklega ganga í þá átt að takmarka framsal aflaheim- ilda meira en nú er gert, jafnvel þótt það geti dregið úr möguleikum á hagræðingu í einstaka tilfellum. 4. Það er ein höfuðskylda stjóm- valda á hverjum tíma að tryggja ör- yggi og varnir landsins á viðeigandi hátt. Þó að friðvænlegt sé nú um að litast í okkar nánasta umhverfi er ljóst að friður getur verið hverfull. Það væri því ábyrgðarlaust að gefa þessum málum ekki góðan gaum. Meta þarf reglulega varnarþarfir landsins og hvernig þeim þörfum verður best mætt. Mörg önnur ríki, og Atlantshafsbandalagið sjálft, eru um þessar mundir að endurskoða varnarstefnu sína. Markmið endur- skilgreiningar á öryggis- og varn- arstefnu Islands eiga að vera eftir- SJÁ NÆSTUR OPNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.