Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 12
12 D MIÐVIKURDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ áfram. Auk fjölbreyttari atvinnu- tækifæra þarf að tryggja atvinnu betur með því að gera vistvænar veiðar smábáta á grunnslóðinni frjálsari og/eða koma á byggða- kvóta af einhverju tagi. 4. Það er mikilvægt að stefnan í ör- yggis- og vamarmálum verði í samræmi við þá heimsmynd sem varð til 1989 þegar Berlínarmúrinn féll. Þá upphófst mikil umræða um tilvist og breytt hlutverk Atlants- hafsbandalagsins. Mín von var og er enn sú að þíðan í samskiptum stórveldanna verði notuð til að efla friðarstarf og unnt verði að draga úr fjármagni til hervæðingar og stríðsátaka. Ef taka á mark á fyrir- ferð umræðunnar mætti ætla að mikilvægi NATÓ fari vaxandi, sem er vandséð þar sem ekki er ljóst að hlutverk þess eigi að breytast í meginatriðum. Þó að NATÓ sé að skapa sér nýja ímynd með al- mannavamaræfingum friðarsam- starfs NATÓ og þátttöku í friðar- gæslusveitunum í Bosníu, verður ekki séð að draga eigi úr hemaðar- hlutverkinu, umfangi þess eða kostnaði, samanber umræðuna um stækkun samtakanna og endurskil- greiningu á óvinum. Eg tel það rétta stefnu að skil- greina öryggishlutverkið þannig að það tengist betur borgaralegu ör- yggi því náttúruhamfarir, mengun- arslys, fíkniefni og ofbeldi í víðustu merkingu eru að mínu mati stærstu ógnvaldarnir sem steðja að okkur Islendingum. Við þurfum að endurskilgreina okkar varnarþarf- ir, óháð efnahagslegum hagsmun- um, í samræmi við breytta heims- mjmd og í góðu samstarfi við granna okkur á Norðurlöndum og bandalög eins og ÖSE, VES og NATÓ. 5. Viðbrögð NATÓ og ESB að færa út kvíamar inn í Austur-Evrópu eru eðlileg eftir þróunina þar frá 1989. Með því að tengjast nánar þeim löndum sem næst liggja Vest- ur-Evrópu er verið að festa betur í sessi þær breytingar sem hafa orð- ið og stuðla að þróun lýðræðis í þessum löndum. Með inngöngu í NATÓ treysta þessi lönd varnir sínar gagnvart sínum fyrrum bandamönnum og með inngöngu í ESB opnast þau sem markaðir fyr- ir ESB og EES löndin, auk ann- arra áhrifa. Því virðast fara saman í þessari þróun öryggis- og vamar- hagsmunir þessara þjóða og Vest- urlanda yfirleitt og efnahagslegir- og pólitískir hagsmunir þeirra og a.m.k. landanna innan ESB. Ahrifin á Island verða hugsan- lega þau að miðpunktar ESB og NATÖ færast austar, ef ekki land- fræðilega þá merkingarlega. Þannig vaxa líkurnar á því að Is- land verði jaðarsvæði í útkanti Evrópu, með þeim kostum og göll- um sem því fylgir. Okkar svar við því hlýtur að vera það að mennta okkar fólk sem allra best og að halda sem bestum alþjóðlegum samskiptum, ekki bara í austur og vestur, heldur einnig í norður og suður. Þá þurfum við að endur- skoða reglulega hvernig tengslum okkar við ESB verði best háttað. Afstaðan til Schengen verður næsta tilefmð í því sambandi. Eg vil að lokum nota tækifærið og óska landsmönnum gleðilegs árs fyrir hönd Kvennalistans, með von um að nýtt ár verði þjóðinni gjöfult og einstaklingunum hamingjuríkt. J.RSTVWDSSONHF. ^á= Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535. Skurðarsox Sleöahmfar Sighvatur Björgvinsson, formaður AlþýðuflokksinsJafnaðarmannaflokks Islands: Almannahags- munir ríki - sér- hagsmunir víki 1. ÁRSINS 1997 verður í framtíð- inni ekki síst minnst fyrir Kyoto- samþykktina. Hún er án efa í hópi merkustu alþjóðasamþykkta, sem gerðar hafa verið og markar þátta- skil í baráttu mannkynsins gegn mengun náttúrunnar og fyrir heil- brigðara og farsælla mannlífi. Fyrir íslendinga er samþykktin einkar mikilvæg. Áframhaldandi loftslagsmengun gæti haft í för með sér uggvænlegar breytingar á lífsafkomu Islendinga - jafnvel svo uggvænlegar, að búseta í land- inu ætti sér ekki framtíð. Mengun- in hefur ekki aðeins áhrif á loftslag og lofthjúp jarðar, ekki síst á norð- urslóðum, heldur getur einnig breytt straumafari í höfunum þannig, að fiskur hyrfi af íslands- miðum, höfin umhverfis landið kólnuðu og landið sjálft hyldist snjó og ís. Það er því ekki síst í þágu íslensku þjóðarinnar, sem þessi samningur var gerður og því undarlegt, að sumir ráðamanna þessarar þjóðar skuli draga í efa að Islendingar eigi að fullgilda samn- inginn. Samningurinn mun að sjálfsögðu breyta mörgu í þróun efnahags- og atvinnumála með þeim þjóðum, sem eiga að honum aðild, einkum hjá iðnríkjunum - ella væri hann gagnslaus með öllu. Hvað okkur Islendinga varðar felur fullgilding þessa samnings það m.a. í sér, að öll áform um frekari uppbyggingu stóriðju í landinu, sem iðnaðarráð- herra kynnti í skýrslu á Alþingi á liðnu hausti, verður nú að endur- meta. I þær framkvæmdir verður ekki ráðist nema takist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni eða nýju brennsluefni. Þó að tækninni fleygi ört fram verða slíkar breytingar þó án efa kostnaðarsamar fyrir Islendinga ekki síður en aðra. Þar draga menn enga kanínu upp úr hatti. Kyoto-samþykktin mun hins vegar auka á þrýsting um að menn losi sig sem mest við loftslags- mengandi orkugjafa og þiýsta enn frekar á um að lagðir verði á meng- unarskattar sem geri slíka orku- gjafa óhagkvæmari. Að sama skapi eykst verðmæti og batnar sam- keppnishæfni þeiiTa „grænu“ orkugjafa, sem Island á óvirkjaða - orku fallvatna og jarðhita. Sala orku um sæstreng frá íslandi verð- ur þannig vænlegri kostur, en auk þess ávinnings, sem af slíku má fá, eykur sæstrengur stórlega öryggi í raforkumálum á íslandi sjálfú Þannig mun Kyoto-samþykktin hafa umtalsverð áhrif á þróun at- vinnu- og efnahagsmála á íslandi. Hún mun kosta okkur fjármuni og koma í veg fyrir úrræði, sem við Efni og tæki fyrir iuireð járngorma innbindingu. ella hefðum getað grip- ið til, en hún getur einnig fært okkur fjár- hagslegan ábata og flýtt fyrir þróun, sem ella hefði tekið lengri tíma. Hvor vega mun þyngra, debet- eða kredithliðin, þegar reikningar eru gerðir upp í beinhörðum pen- ingum er illmögulegt að segja nú á þessari stundu, en kjarni máls- ins er þessi: Hvers virði er framtíðin? Hvers virði er það, að Islendingar geti áfram búið í landi sínu án þess að lífsskilyrði þeirra spillist eða eyðileggist af völdum mengunar? Eru ekki landsmenn sjálfír reiðu- búnir til þess að kosta einhverju til í samstarfi við aðrar þjóðir svo tryggja megi framtíð byggðar í þessu landi? 2. Sameiginleg framboð undir merkjum jafnaðarstefnu, félags- hyggju og kvenfrelsis verða í flest- um ef ekki öllum þéttbýlissveitar- félögum landsins í sveitarstjómar- kosningum á komandi vori. Það er til marks um útbreiddan áhuga vinstri manna á því að standa sam- an. Á sama tíma og A-flokkarnir eru á hefðbundnu róli um fylgi í skoð- anakönnunum segjast um eða yfir 40% landsmanna í skoðanakönnun eftir skoðanakönnun myndu kjósa sameiginlegt framboð jafnaðar- manna í þingkosningum. Þar tala raddimar úr þjóðardjúpinu. Hreyfingin til sameiginlegs framboðs er orðin svo sterk, að hún verður ekki stöðvuð. Jafnaðar- menn munu ganga saman til al- þingiskosninganna vorið 1999. Hvaða áhrif hefur það? í þeim kosningum munum við breyta því pólitíska landslagi, sem verið hefur við lýði í 70 ár og einkennst af því, að öll raunveruleg pólitísk völd hafa verið í höndum tveggja flokka, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Helmingaskiptaflokkanna svokölluðu, sem hvor um sig hefur gengið erinda ákveðinna sérhags- munahópa á kostnað almannahags. Með því að jafnaðannenn nái loks- ins þeim styrk á Islandi, sem þeir eiga með réttu lagi að hafa og hafa náð í öllum grannlöndunum, mun- um við efla almannahag á kostnað sérhagsmunanna, auka raunveru- legt lýðræði og völd almennings í landinu - hins venjulega fólks - leggja höfuðáherslu á aukna og bætta menntun og festa í sessi fé- lagslegt réttlæti og jafnrétti kynj- anna. Hvað gerist, fari sameining jafn- aðarmanna út um þúfur? Þá gerist ekkert af þessu. Þá heldur hið póli- tíska landslag áfram að vera óbreytt á íslandi inn í nýja öld. Þess vegna fer sameining jafnaðar- manna ekki út um þúfur. Allt of mikið er í húfi til þess að svo megi fara. 3. Samkvæmt nýlegri úttekt DV skrá 5 einstaklingar á Islandi sig nú íyrir samanlagt ellefu þúsund milljóna króna „eign“. Sú verð- mæta „eign“ felst fyrst og fremst í veiðiréttindum, „kvóta“, úr sam- eiginlegri auðlind þjóð- arinnar, sem ráða- menn hafa úthlutað einkaaðilum ókeypis en þeir, sem fengu kvótann íyrir ekkert meta með þessum hætti í viðskiptum sín á milli. Þjóðinni blöskrar hvernig með er farið. Þjóðinni blöskrar, þeg- ar heilu byggðarlögin - íbúðarhús og at- vinnutæki - verðfalla niður í ekki neitt við kaup og sölu einstak- linga á réttinum til þess að nýta sameigin- legar auðlindir. Þjóðinni blöskrar, þegar einstaklingar ganga burtu með fullar hendur fjár á sama tíma og þeir selja burtu lífsafkomu fólksins. Almenningur í landinu á fullan rétt á því að njóta hlutdeildar í arði af nýtingu sameiginlegra auð- linda. Þess nýtur almenningur ekki nú. Hagsmunir fjöldans eru látnir víkja fyrir sérhagsmunum fárra. Á þessu verður að verða breyt- ing. Almannahagsmunir eiga að ríkja, sérhagsmunir að víkja. Festa á í lögum með ótvíræðum hætti, að auðlindir íslands séu sameign þjóðarinnar. Festa á í lög- um, að fólkið í landinu njóti hlut- deildar í arði af nýtingu þessara auðlinda. Ein þessara auðlinda er fiskurinn í sjónum en líka orka fallvatna og jarðhita. Því verður að hætta ókeypis úthlutunum á rétt- indum til nýtingar á þessum sam- eiginlegu auðlindum. Auðlinda- gjald, þ.á m. veiðileyfagjald, er lausnin. Mikill meirihluti þjóðar- innar er því fylgjandi. Það á að vera eitt af höfuðstefnumálum sameiginlegs framboðs jafnaðar- manna í komandi þingkosningum. Því máli þarf að ráða til lykta við kjörborðið. Aðeins þar getur þjóð- arviljinn náð fram að ganga í þessu stærsta hagsmunamáli almennings í landinu. 4. Öryggis- og varnarmál verða ekki aðskilin frá mörgum öðrum þáttum í utanríkisstefnu Islend- inga. Þátttaka í starfi Sameinuðu þjóðanna er hluti þeirra mála. Með sama hætti þátttaka landsins í samstarfi norrænna þjóða og, ekki síst, þátttaka íslands í samstarfi og samrunaferli Evrópuþjóða. Þó að hrun kommúnismans í Austur-Evrópu, upplausn sovéska ríkjasambandsins og vinsamlegi’i samskipti Vesturlanda við hið nýja Rússland hafi breytt mörgu og m.a. orðið þess valdandi, að hern- aðarlegt mikilvægi íslands í varn- arsamstarfi vestrænna þjóða er ekki lengur hið sama og það var, ber Islandi áfram að skipa sér í sveit með þjóðum Norður-Atlants- hafsbandalagsins og taka virkan þátt í því endurskoðunar- og end- urskipulagningarstarfi, sem þar fer fram. „Fjarlægðarvernd“ er engin vernd lengur í heimi, þar sem tæknin, þ.á m. hernaðartækn- in, hefur gert allar þjóðir og öll þjóðarbrot að nágrönnum. Land- varnir eru enn nauðsyn en öryggi verður ekki tryggt með vopnum einum. Áherslan verður að vera á friðsamlega sambúð en þó fyrst og Sighvatur Björgvinsson fremst á samkennd og samábyrgð með því fólki, sem berst við fátækt og skort, harðræði og grimmd ein- valdsherra, menntunarskort, sjúk- dóma og sult. Tilgangurinn með þeirri endui'- skoðun og endurskipulagningu, sem nú fer fram innan NATO svo og markmiðið með stækkun og efl- ingu Evrópusambandsins eru fyrst og fremst þess eðlis að tryggja ör- yggi í okkar heimshluta og annars staðar með slíkum aðferðum frem- ur en með styrkingu vamarkerfa. íslendingar eiga að taka virkan þátt í því starfi. Láta sér annara um örlög, umhverfi og aðbúnað fólks utan okkar þrönga hrings, en við höfum gert. Slíkt gerum við best með því að taka þátt í fjöl- þjóðlegu starfi í því augnamiði með samstarfsþjóðum okkar og með því að beita okkur fyrir því, að fleiri þjóðríki geti tengst því sam- starfí svo sem innan NATO, sem við eigum aðild að, eins og t.d. Eystrasaltsþjóðirnar allar. 5. Það er án efa tímabært og af því góða að opna hlið Atlantshafs- bandalagsins fyrir Póllandi, Tékk- landi og Ungverjalandi. Eystra- saltsríkin hefðu auk þess gjarna mátt vera með í þeim hópi fyrrum austantjaldsþjóða, sem fyrst var boðin aðild. Beiðni þessara þjóða og raunar fleiri um inngöngu er engin tilviljun. Sjálfar telja þær, að með aðild að Atlantshafsbandalag- inu geti þær best tryggt öryggis- hagsmuni sína. NATO-ríkin hafa með svari sínu jafnframt lýst þeitri skoðun, að þannig megi auka ör- yggi í Evrópu og er það rétt. Akvörðun Evrópusambandsins um að bjóða nokkrum ríkjum í Austur-Evrópu að hefja aðildarvið- ræður er sprottin af sömu ástæðu. Ekkert þessara ríkja býr yfir svo öflugu hagkerfi, að Evrópusam- bandinu þyki af þeim sökum eftir- sóknarvert að opna fyrii- þeim dyr sínar. Þvert á móti mun aðild þeirra að Evrópusambandinu hafa í fór með sér mikil útgjöld Evrópu- sambandsríkjanna og ýmsa aðra erfiðleika. Séu málin skoðuð frá sjónarmiði Austur-Evrópuríkjanna, sem innan skamms hefja viðræður við Evr- ópusambandið um aðild, vega ör- yggissjónarmið þeirra einnig mjög þungt á metaskálunum þótt vissu- lega sé þar að auki efnahagslega eftirsóknarvert fyrir þau að gerast aðilar. Þarimg eru öryggis- og varnarmálin samofin efnahagslegri og póhtískri samvinnu í heiminum og verða ekki aðskilin frá þeim. Þetta aukna samvinnu- og sam- starfsferli innan NATO og ESB er liður í þróun, sem efalaust mun halda áfram og verða til góðs. Ríku þjóðirnar í heiminum, forréttinda- þjóðirnar, eru að opna dyr sínar fyrir öðrum og fátækari ríkjum - ekki til þess að efla efnahag sinn eða styrkja forréttindastöðu sína heldur til þess að gefa öðrum þjóð- um hlutdeild og aðkomu og stuðla þannig að framíorum og auknu ör- yggi. Við íslendingar eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þeirri þróun, heldur þvert á móti. Til lengri tíma litið er það ekki eftir- sóknarvert fyiár neina þjóð að verja áhrif sín í hópi forréttinda- þjóðanna með því að hlaða um sig múra og neita öðrum um aðkomu. Mannkynið er aðeins eitt og að- gerðir til þess að bæta lífskjör mannfólksins, eyða tortryggni, auka öryggi og treysta samskipti eru öllum til góðs. Pólitísk staða Is- lands í fjölþjóðasamstarfi, sem stefnfr að slíku markmiði, er miklu sterkari en hún gæti nokkru sinni orðið væri landið eitt á báti eða lok- að af í samstai’fi hinna fáu, ríku. Allt fjölþjóðasamstarf er hinum smáu í hag. Reglur og siðir í slíku samstarfi eru fyrst og fremst þeirra vörn því í heimi, þar sem hnefarétturinn ríkir, er rétturinn hinna stóru og sterku en réttleysið þeirra smáu. „Próvinsjónalisminn" er ekki pólitík - hann er heimsku- leg vanmetakennd í besta falli en hættulegur í því versta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.