Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 20
20 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER1997
MORGUNBLAÐIÐ
Verðlaun:
1. Brennunjálssaga. Halldór Laxness annaðist útgáfuna. Útgefandi er Vaka-Helgafell.
2. Rætur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útgefandi er íslenska bókaútgáfan.
3. Konrad Maurer íslandsferð 1858 í þýðingu Baldurs Hafstað.
Útgefandi er Ferðafólag íslands.
Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af íjórum.
Merkið lausnina, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á:
Morgunblaðið - fornsagnagetraun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 19. janúar.
I
OG ER þeir sáu það, þá köstuðu
þeir böggunum sínum inn yfir skíð-
garðinn. En Guðríður sat í dyrum
inni með vöggu Snorra sonar síns;
þá bar skugga í dymar, og gekk
þar inn kona í svörtum námkyrtli,
heldur lág, og hafði dregil um höf-
uð og ljósjörp á hár, fölleit og mjög
eygð, svo að eigi hafði jafnmikil
augu séð í einum mannshausi.
Hún gekk þar að, er Guðríður
sat, og mælti: „Hvað heitir þú?“
sagði hún.
„Ég heiti Guðríður; eða hvert er
þitt heiti?“
„Ég heiti Guðríður,“ segir hún.
tír hvaða sögu er kaflinn?
a) Njálu
b) Eyrbyggju
c) Grænlendinga sögu
d) Bárðar sögu Snæfellsáss
II
Hver orti?
Liggjum báðir
í iamasessi
Halldórr ok ek,
höfum engi þrek;
veldr elli mér,
en æska þér,
þess batnar þér,
en þeygi mér.
a) Gunnar á Hlíðarenda
b) Egill Skallagrímsson
c) Hólmgöngu-Berssi
d) Þormóður Kolbrúnarskáld
III
Það var litlu fyrir fóstu, að
Snorri goði sendi út á Nes til
Ingjaldshvols; þar bjó þá maður sá,
er Þrándur stígandi hét. Hann var
sonur Ingjalds þess, er bærinn er
við kenndur á Ingjaldshvoli.
Þrándur var manna mestur og
sterkastur og manna fóthvatastur;
hann hafði verið fyrr með Snorra
goða og var kallaður eigi einhamur,
meðan hann var heiðinn, en þá tók
af flestum tröllskap, er skírðir
voru. Snorri sendi til þess orð, að
Þrándur skyldi koma inn þangað í
Tungu á fund hans og búast svo við
ferðinni, sem hann myndi nokkra
mannraun fyrir höndum eiga.
Og er Þrándi komu orð Snorra
goða, mælti hann við sendimann-
inn: „Þú skalt hvíla þig hér slíka
stund, er þér líkar; en ég mun fara
að orðsending Snorra goða, og
munum við eigi verða samfara."
Sendimaður kvað þá vita, er
reynt væri.
Hvar bjó Snorri goði lengst?
a) Tungu
b) Bjarkey
c) Helgafelli
d) Borg
IV
Hver orti?
Leitk, hvar rann hjá runni
runnr dökkmara Gunnar
ægiligr í augum,
a t glíki mér, víka;
kveða þreyjendr þeygi
þat barn vita Mörnar
Heita humra brautar
hlunns, sinn föður, kunna.
a) Njáll á Bergþórshvoli
b) Björn Hítdælakappi
c) Gísli Súrsson
d) Þorgeir ljósvetningagoði
V
Á dögum Haralds hins hárfagra
byggðist mest ísland, því að menn
þoldu eigi ánauð hans og ofríki,
einkanlega þeir, sem voru stórrar
ættar og mikillar lundar, en áttu
góða kosti, og vildu þeir heldur
flýja eignir sínar en þola ágang og
ójafnað, eigi heldur konungi en
öðrum manni. Var einn af þeim
Bjöm gullberi; hann fór úr Orka-
dal til Islands og nam Reykjardal
hinn syðri frá Grímsá til Flóka-
dalsár og bjó á Gullberastöðum.
Hans synir voru þeir Svarthöfði,
Geirmundur, Þjóstólfur, og koma
þeir ekki við þessa sögu.
Upphaf hverrar sögu er þetta?
a) Hrafnkels sögu Freysgoða
b) Kjalnesinga sögu
c) Heiðarvíga sögu
d) Harðar sögu Grímkelssonar
VI
Hver orti?
Börðumk einn við átta,
en við ellifu tysvar,
svá fengum val vargi,
varðk einn bani þeira;
skiptumsk hart af heiptum
hlífar skelfiknífum;
létk af Emblu aski
eld valbasta kastat.
a) Egill Skallagrímsson
b) Ólafur Ormsson
c) Gísli Súrsson
d) Guðrún Ósvífursdóttir
VII
Síðan stóð konungur upp úr
sæti sínu og gengur út og var í
skikkju dýrlegri og mælti: „Vel þú
kominn, Islendingur, og tak yfir
þig skikkju þessa og gakk inn.
fremð’s hann firrðr ok sæmðum,
flísandi rann Gísli.
Skal þér búa laug, og ver vel kom-
inn með hirðinni, og enginn skal
svo djarfur, að þér geri nokkuð
mein.“
Allir undruðust þetta. Síðan var
hann með hirðinni. Hann ar ein-
lyndur og fálátur.
Hvað hét íslendingurinn rétti-
Iega?
a) Styrbjöm
b) Þorsteinn
c) Ólafur
d) Kormákur
VIII
Hver orti?
Rinnr, sás rispar tönnum
raunlítt, es skal bítask,
marr, né mæðisk fyrri,
mest fyr öðrum hesti;
en fyr mér of Mýrar
margnenninn dag þenna,
a) Gísli Súrsson
b) Grettir Ásmundarson
c) Þorkell Þórðarson
d) Þórólfur Mostrarskegg
IX
Þorsteinn hafði spjót í hendi og
ullhött á höfði. Konan vakti Einar.
Hann spurði, hver kominn væri.
Hún sagði, að hann nefndist Sig-
urður. Einar stóð þá upp og kippti
skóm á fætur sér og tók skikkju yf-
ir sig og gekk út síðan. Og er hann
kom út, kenndi hann Einar, að þar
var kominn Þorsteinn, og varð Ein-
ar nokkuð fár við.
Þorsteinn mælti: „Því er ég hér
kominn, að ég vil vita, hverju er þú
vilt bæta mér, er þú gabbaðir skyr-
bjúg minn í hafi og hlóst að mér
með hásetum þínum, og mun ég
vera alllítilþægur að.“
í hvaða sögu er vitnað?
a) Þorsteins sögu Egilssonar
b) Þorsteins sögu svarts
c) Þorsteins sögu hvíta
d) Þorsteins þátt mjögsiglanda
X
Hver orti?
Veitk at vísu skreyti
víðlendr konungr sendi
nökðan hjör af nökkvi;
nú ák Sýrar mey dýra;
verða hjölt fyr herði,
höfum gi-amr kera framðan,
skölkving of þák, skjalga,
skrautlig, konungsnauti.
a) Bolli Bollason
b) Kormákur Ögmundarson
c) Gunnlaugur ormstunga
d) Hallfreður vandræðaskáld
!
Fornsagnage traun Aldur:
Heimili: Staður: Sími: