Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 34
84 D SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ (21. mars-19. apríl) HRÚTURINN er allra stjörnumerkja ólíklegastur til að láta dægurþras hafa áhrif á dagsformið. Hrútnum er nefnilega eiginlegt að vera jákvæður og glaður. Hann vinnur í tömum og er stundum heldur fljótfær. Óþolinmæðin er hans helsti löstur og stundum verður honum á að láta út úr sér vanhugsuð orð. Hrúturinn er í eðli sínu frjáls og lætur fátt aftra sér frá því að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum. Hrúturinn hefur meiri metnað til að taka á sig aukna ábyrgð í vinnunni en undanfarin ár. Honum er ráðlegast að vera rólegur og skipulagður í vinnu sinni. Hver veit nema honum gefist tækifæri til að sanna sig! Ef hrúturinn á hinn bóginn ákveður að skipta um starf ætti hann að huga vel að smáa letrinu í ráðningarsamningnum. Ekki er óhugsandi að hrúturinn fái kauphækkun og ætti að vera forgangsverkefni að grynnka á skuldum heimilisins. Ekki er óráðlegt að minnka greiðslubyrðina með því að sameina lítil lán í stórt lán. Með því móti gæti hrúturinn haft svolítinn afgang fyrir sjálfan sig. Vel stæðir hrútar ættu að huga að arðbærri fjárfestingu. Ailir hrútar hafa yndi af ferðalögum og ferðast meira á árinu en áður. Mest ferðast hrúturinn á vegum vinnunnar og gætu ferðalög tengst nýjum viðskiptasamböndum í útlöndum. Ferðalög á eigin vegum gætu tengst heimsóknum til ættingja á erlendri grund. Hrúturinn ætti einmitt að gefa sér góðan tíma til að sinna fjölskyldunni. Hrútar í sambandi ættu að leggja áherslu á að veita maka sínum andlegan og veraldlegan skilning. Einhleypir hrútar og alveg sérstaklega ef hrútar er nýkomnir úr sambandi gætu viljað fá að vera út af fyrir sig fram eftir ári. Á bilinu 21. ágúst til 7. október á hins vegar eftir að draga til tíðinda. Þegar líður á árið á eftir að skýrast hvort þarna er fundinn hinn eini rétti lífsförunautur. Hrúturinn á auðvelt með að nálgast fólk og myndar einlægt vinasamband með haustinu. Snurða hleypur á þráðinn í öðru vinasambandi þegar líða tekur á veturinn. Úm áramót ætti hrútumn svo að slaka á og reyna eftir bestu getu að sýna öðrum þolinmæði og skilning. Frægt fólk í hrútsmerkinu er meðal annars: Vigdís Finnbogadóttir, Marlon Brando, Billi Holiday, Miró, Diana Ross, Leonardo da Vinci, Descartes, Þórhiidur Þorleifsdóttir, Spencer Tracy og Betty Davis. (20. apríl-20. maí) NAUT eru alla jafna hjartahlýjar og góðar manneskjur. Einn aðal- gallinn felst hins vegar í því að naut geta verið afar þrjósk og vilja ráðskast með líf annarra. Jákvæðari hlið þrjóskunnar getur komið sér vel á starfsvettvangi nautsins. Naut eru þolinmóð, félagslynd og kunna að slakað á. Nautið ætti að leggja áherslu á að fara vel með sig á árinu. Að huga að mataræðinu og stunda holla hreyfingu. Góð hvíld er mikilsverð að ekki sé talað um eðlilegan nætursvefn. Nautið skyldi því gæta hófs í skemmtanalífinu og ekki vera að fram á morgun. Með heilbrigðu líf- erni á nautið eftir að blómstra á árinu. Flestir og bestir möguleikarn- ir bíða nautsins á sviði atvinnulífsins og alveg sérstaklega ef nautið er tilbúið til að söðla algjörlega um og byrja á nýjum starfsvettvangi. Nýja starfinu gæti tengst stöðuhækkun og öðrum jákvæðum mögu- leikum. Ástarsambönd eiga eftir að vera í jafnvægi og dýpka á árinu. Mak- ar nauta ættu að leggja sig fram um að gera sambandið enn betra með því að sýna áhugamálum makans enn meiri áhuga. Einhleyp naut þurfa ekki að vera hnuggin. Sá möguleiki er nefnilega alls ekki fjar- lægur að nautin hitti einhvern jafn staðráðin og þau sjálf í að vilja gefa og þiggja. Rómantísk kynni eru vænlegust á bilinu 21. ágúst og 7. október og 28. nóvember og 31. desember. Nautið er félagslynt og verður mun lengur að halda upp á áramótin en aðrir. Eftir öll skemmtanahöldin nær nautið að slaka á undir lok mánaðarins. Nautið er í góðu jafnvægi og sumir gætu átt von á bón- orði! Undir vorið fara hjólin að snúast í vinnunni og tækifæri gefst til að blása lífi í eigin hugmynd. Nautið hugar að vinum sínum næstu mánuði. Ekld er þar með sagt að nautið kalli sjálft á athygli heldur lætur þvi betur og hlusta. Sumarið verður gott og alveg sérstaklega ef farið er í frí í júní. Með haustinu hafa nautin unun af því að gera upp ný eða gömul húsakynni, njóta útiveru og fjölskyldulífs. Síðasti mán- uður ársins gæti orðið erfiður og því reynir á þolinmæði nautsins. Frægt fólk í merkinu er meðal annars: Elizabeth II, Cher, Daniel Day Lewis, Jóhannes Páll páfi, Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Laxness, Florence Nightingaie, Eva Peron, Ingólfur Margeirsson og Saddam Hussein. (21. maí-20. júnQ TVÍBURAR hafa ríka tjáningarþörf og eiga auðvelt með að hrífa aðra með sér. Ekki skaðar að tvíburamir eru alla jafna heillandi og skemmtilegt fólk. Aðrir sækjast eftir félagsskap tvíburans og verða sjaldnast fyrir vonbrigðum. Tvíburinn ann sér sjaldan hvíldar og á því miður oft til að vera með alltof mörg járn í eldinum. Ein afleiðingin af því er að honum hættir til að lofa upp í ermina á sér. Sumir myndu meira að segja ganga svo langt að segja að tvíburinn geti verið ger- samlega ábyrgðarlaus. Tvíburar eiga eftir að standa frammi fyrir spennandi atvinnutæki- færum á árinu. Ekki er útilokað að tvíburanum finnist mest spenn- andi að reyna fyrir sér í framandi landi. Hvemig sem fer er hins veg- ar víst að hann á eftir að ferðast meira á árinu en árið 1997. Fyrir tví- bura í heimi viðskiptanna er víst að töluverð ferðalög verða í tengslum við erlend viðskipti. Tvíburinn ætti að hafa í huga að þolinmæði borg- ar sig. Hann þarf heldur ekki að örvænta því að með heillandi fram- komu og einbeitni era honum flestir vegir færir á árinu 1998. Sjaldan eða aldrei er tvíburanum mikilvægara að taka sér gott sumarfrí. Nú er kominn tími til að tvíburinn taki á fjármálunum og reyni að leggja til hliðar fremur en að safna upp skuldum. Honum gæti fundist erfitt að horfa upp á makann eyða og eyða án nokkurar framsýnar og stundum jafnvel án þess að láta sig vita. Góður timi til að setjast niður og ræða málin er í ársbyrjun. Annars ætti tvíburinn að vera sérstak- lega natinn við maka sinn á árinu. Einhleypir tvíburar gætu fundið lífsfyllingu í andlegri ást. Með vorinu á tvíburinn eftir að vera sérstaklega virkur í félagslífinu og hafa mesta ánægju af því að rifja upp gömul kynni með æskuvini. Hann gæti átt eftir að þurfa að tjá sig opinberlega og þarf að huga vel að undirbúningnum. Ánnars fer allt í vaskinn. Tvíburinn þarf á öllu sínu að halda í vinnunni í maí. Hann býr yfir sérstöku aðdráttarafli og þarf að huga vel að fjármálum sínum undir lok ársins. Frægt fólk í tvíburamerkinu er meðal annars: Bob Dylan, Kristján Jóhannsson, John Wayne, Guðrún Agnarsdóttir, Paul McCartney, Bubbi Mortens, Hrafn Gunnlaugsson, Thomas Mann, Tom Jones og Josephine Baker. VOGIN (23. september-22. október) VOGIN hefúr ríka þörf fyrir að deila tilfinningum og skoðunum sín- um með öðra fólki. Hún kallar á jöfnuð, heiðarleika og réttlæti og er þekkt fyrir elsku sína á fógram hlutum. Svo upptekin getur vogin orð- ið af fegurðinni að innihaldið fellur í skuggann. Vogin vill engan særa og getur stundum átt afar erfitt með að taka óumflýjanlegar ákvarð- anir. Vogin á eftir að takast á við ögrandi verkefni i vinnunni. Lykillinn að því að vel takist til er að lita fremur til heildarinnar en einkahags- muna. Vogin þarf að geta gengið á milii og miðlað málum. Andinn í fyrirtækinu þarf að vera góður og góð hugmynd gæti falist í því að sækja endurmenntun á árinu. Voginni gengur ágætlega að skipu- leggja sig og tekst að finna tíma til að sinna hugðarefnum sinum. Hún á eftir að mynda vinasambönd og treysta sambönd við gamla vini á árinu. Framlag vogarinnar til ástarsambands á eftir að bera ríkuleg- an ávöxt. Ástarsambönd vogarinnar verða innileg og djúp á árinu. Einhleypar vogir verða að vera afslappaðar til að eiga von til að finna sér lífsföruneyt. Heppilegast er að leita hófanna á timabilinu 5. febrú- ar-13. apríl. Vogin ætti að skipuleggja fjármálin og missa ekki stjóm á eyðsl- unni við óvænt happ í fjármálum á árinu. Góð hugmynd er að reyna að spara svolítið til mögra áranna. Ferðalög verða fremur tengd vinn- unni en einkalífinu. Lítið svigrúm gefst til að skoða sig um en nýtt umhverfi hefur endumærandi áhrif. Þrátt fyrir að vera í þokkalegu formi ætti vogin að huga að heilsunni. Vogin verður upptekin af starfsframa með vorinu. Sumarið er góð- ur tími til að huga að kaupum á fasteign og sérstaklega sumarhúsi. -Vogin verður að huga að þvi í tíma ef hún ætar að setjast aftur á skólabekk með haustinu. Undir lok ársins verður annriki hjá voginni og alveg sérstaklega fyrir hátíðimar. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að óvæntir og jákvæðir atburðir setji svip sinn á jólamán- uðinn. Frægt fólk í Vogarmerkinu er meðal annars: John Lennon, Julio Iglesias, Doris Lessing, Cervantes, Tim Robbins, Siija Aðalsteins- dóttir, Ólafur Jóhann Ölafsson, Bera Nordal, Ben Gurion og Buster Keaton. SPORÐDREKI (23. október-21. nóvember) SPORÐDREKINN er tilfinninganæmur og býr yfir djúpu innsæi. Hann heillast af leyndardómum og ófáir sporðdrekar hafa áhuga á sál- arfræði. Ekki er sporðdrekinn alltaf í jafn góðu jafnvægi og varast skal að reita sporðdrekann til reiði. Hann gleymir ekki gömlum erjum og á það til að ráðast til atlögu með niðurrífandi athugasemdum. Þegar allt er tekið saman geta sporðdrekar verið erfiðir og spenn- andi í senn. Sporðdrekakarlinn hefur sérstakt aðdráttarafl og er tal- inn sá kynþokkafyllsti í dýrahringnum. Sporðdrekakonan er marg- brotin. Á yfirborðinu virðist hún köld og yfirveguð en undir niðri ólga ástríður. Karlar ættu ekki að reyna að leika sér með tilfinningar henn- ar enda er hún afar fljót að átta sig á hvers kyns tvískinnungi. Ást verður einmitt drifkrafturinn í lífi sporðdrekans á árinu. Ástin í kringum sporðdrekann eflir hann svo til dáða að sjaldan eða aldrei hefur honum vegnað jafn vel í opinbera og einkalífi. Ef sporðdrekinn hefur verið að velta því fyrir sér að festa ráðið sitt er kjörið að taka af skarið í ár enda er árið kjörið fyrir hvers kyns rómantískar skuldbind- ingar. Einhieypir sporðdrekar ættu að leita fyrir sér úti á lífinu og varast að gera kröfur um fullkomnun. Sporðdrekinn ætti að fara var- lega í ástum í febrúar. Hins vegar á ástin eftir að blómstra i hauströkkrinu í september. Ekki virðist ætla að draga til tíðinda í vinnunni hjá spordrekanum. Heilsan verður í ágætu jafnvægi og sjálfskilningur eykst á árinu 1998. Sporðdrekinn ætti að gæta að því að glopra ekki niður peningum, sér- staklega í skemmtanalífinu, og ráðlegast er að fara í frí í júlí eða ágúst. Sporðdrekinn á væntanlega eftir að sækjast eftir að fara til fjarrænna og spennandi landa. Sporðdrekans bíður sérstakt happ, annaðhvort í tengslum við fjöl- skylduna eða viðskipti, í byrjun ársins. Hann á eftir að þurfa að leysa úr erfiðum verkefnum á öðrum ársfjórðungi. Sporðdrekinn verður í bestu jafnvægi fyrstu fjóra mánuði ársins og í lok október. Frægt fólk í sporðdrekamerkinu er meðal annars: Þorsteinn Páls- son, Charles Brosnan, John Cleese, Kevin Kline, Valdís Gunnarsdótt- ir, Flosi Ólafsson, Björk, Danny Devito, Goldie Hawn og Demi Moore. BOGMAÐURINN (22. nóvember-21. desember) BOGMADURINN er ákafur og sækist sífellt eftir nýrri lífsreynslu. Bogmaðurinn hefur yndi að því að kynnast öðrum menningarheim- um enda er hann forvitinn og víðsýnn. Hann er í eðli sínu hress og jákvæður og í sífelldri leit að sannleikanum. Bogmaðurinn getur iok- að á eftir sér fortíðinni eins og bókarkafla og litið á framtíðina eins og óskrifað blað. Helstu gallar bogmannsins eru eirðarleysi og ábyrgðarleysi. Bogmaðurinn á fyrir höndum ákaflega ánægjuríkt og friðsælt ár. Bogmaðurinn ætti að einbeita sér að fáu í einu og gefa sér góðan tíma til að leysa verkefni. Hann slær með því móti tvær flugur í einu höggi, gefst tækifæri til að slaka á og vinna verk sín af stakri kost- gæfni. Þau vinnubrögð eiga eftir að skila sér á árinu. Bogmanninum á eftir að vegna ágætlega í vinnunni og alveg sérstaklega ef hann hlustar á óskir og skoðanir annarra. Ef hann ákveður að fá sér nýja vinnu er 14. apríl-24. maí rétti tíminn. Bogmaðurinn á erfitt um vik að komast til fjarlægra landa vegna tíma- og peningaskorts á árinu. Góð hugmynd væri að reyna að tengja ferðalög verkefnum í vinnunni. Þó svo sú hugmynd gangi ekki upp þarf bogmaðurinn ekki að örvænta því að útlit er fyrir að hann komi til afskekktra og spennandi landsvæða á árinu. Bogmenn í sambandi/sambúð mega eiga von á sérstaklega rólegu og hamingjuríku ári. Bogmaðurinn gæti þurft að axla meiri ábyrgð gagnvart börnum í kringum sig. Honum gæti í fyrstu ekki litist á blikuna en uppgötvar síðan hversu mikil gleði og lífsfylling fæst með því að fylgjast með vexti og þroska ungra barna þó svo börnin séu kannski ekki endilega hans eigin. Fjölgað gæti í fjölskyldunni og jafnvægi ríkir í heimilislífinu. Lykillinn að því að einhleypir bog- menn hitti lífsfórnuaut felst í því að slaka aðeins á kröfunum. Hver veit nema sá/sú rétti/rétta bíði handan hornsins. Bogmaðurinn er í sérstaklega góðu formi og ætti að gefa sér tíma til skapandi starfa með vorinu. Sumarið verður ágætt og með haustinu vill bogmaðurinn gjarna leggja áherslu á að vera með fjöl- skyldunni. Frægt fóik í bogmannsmerkinu er meðal annars: Guðrún Gísla- dóttir, Nostradamus, Maria Callas, Julie Harris, Hermann Gunn- arsson, Jeff Bridges, Steven Spielberg, Woody Állan, Einar Kára- son og Frank Sinatra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.