Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 22
22 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ I rdinsge Verðlaun: 1. Vöruúttekt að eigin vali frá IKEA að andvirði 20.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Auk þess fá allir vinningshafar flísderhúfu merkta Morgunblaðinu. Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Merkið lausnina, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á: Morgunblaðið - fullorðinsgetraun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Urlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 19. janúar. 1Á aðeins sex dögum í mars ■ urðu þrjú alvarleg sjóslys hér við land og var fjölda manna bjarg- að um borð í þyrlu Landhelgisgaesl- unnar, TF-LIF. Hve mörgum mannslífum alls var bjargað þessa daga? a) 36 b) 39 c) 19 d) 27 2Hvaða einkennisklæddu ■ menn sjást hér á mynd og hvað er í bögglunum sem þeir bera? a) Pýskir hermenn með gögn úr skjalasafni STASI, sem afhent voru Háskólabókasafninu í sumar. b) Danskir póstmenn með afmælis- gjafir frá Margréti Þórhildi drottn- ingu og hirð hennar til Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra, sem varð fimmtugur á dögunum. c) Danskir sjóliðar bera á land nokkur af síðustu handritunum sem Danir afhentu íslendingum sl. vor. d) Prúðbúnir skipverjar á Herjólfi bera nótur og upptökur af Stór- höfðasvítu Árna Johnsen á land í Vestmannaeyjum. 3íbúar tveggja sveitarfélaga ■ á höfuðborgarsvæðinu sam- þykktu sameiningu í atkvæða- greiðslu á árinu. Sveitarfélögin sem verða sameinuð eru: a) Kópavogur og Hafnarfjörður. b) Kjalarnes og Mosfellsbær. c) Garðabær og Bessastaðahreppur. d) Reykjavík og Kjalarnes. 4Hverjum voru afhent ís- ■ lensku bókmenntaverðlaun- in í flokki skáldrita í janúar siðast- liðnum? a) Steinunni Sigurðardóttur. b) Böðvari Guðmundssyni. c) Einari Má Guðmundssyni. d) Vigdísi Grímsdóttur. Þessi fína dama tók þátt í ■ miklum hátíðarhöldum í Reykjavík í sumar þar sem á dag- skránni voru meðal annars tónleik- ar fjölda einsöngvara í Borgarleik- húsinu og flugeldasýning. Hvert var tilefnið? a) Minnst var 200. ártíðar Beet- hovens. b) Efnt var til hátíðar vegna 211 ára afmælis Reykjavíkur. c) Haldið var upp á 40 ára afmæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra. d) Menningarnótt var haldin hátíð- leg í annað sinn. 6Bandaríska sjónvarpsstöðin ■ ABC sendi einn af þáttum sínum beint út frá íslandi í maí. Hvað heitir þátturinn? a) Good Evening Los Angeles. b) Good Morning America. c) Good Bye Seattle. d) Good Moming Vietnam. 7Handhafar forsetavalds ■ ásamt biskupsritara urðu fyrir töfum á leið sinni af fundi kristnihátíðamefndar í sumar. Hvað tafði þá félaga? a) Aðaldyrnar vom læstar að utan- verðu og þeir komust ekld út. b) Þeir lokuðust inni í lyftu á leið- inni niður. c) Á vegi þeirra varð allsherjargoði ásatrúarmanna, sem vildi ræða um þátttöku heiðinna manna í hátíða- höldunum á Þingvöllum árið 2000. d) Þeir lentu í umferðarteppu á leið frá Þingvöllum, þar sem fundurinn var haldinn. 8Hvaða íslenskur handknatt- ■ leiksþjálfari stýrði kvenna- liði Larvik til sigurs í norsku úrvals- deildinni í handknattleik sl. vor? a) Gunnar Gunnarsson. b) Ingibjörg Pálmadóttir. c) Kristján Halldórsson. d) Jón Baldvin Hannibalsson. 9Hver er maðurinn sem hér ■ sést ásamt Halldóri Ás- grímssyni að baða sig í Bláa Lón- inu? a) Gerhard Schröder, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands. b) Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands. c) Oskar Lafontaine, leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. d) Johnny Weismúller leikari. Séra Auður Eir Vil- ■ hjálmsdóttir stjómaði kvennamessu úti undir berum himni á jafnréttisráðstefnu í Valmi- era í Lettlandi í sumar, þar sem henni var ekki leyft að messa í kirkjunni þar. Hver voru rök lett- neska erkibiskupsins fyrir því? a) Að það samrýmdist ekki helgisið- um lettnesku lúthersku kirkjunnar að kalla guð móður. b) Að útlendingar væra ekki vel- komnir í kirkjuna. c) Verið var að mála kirkjuna að innan og bólstra bekkina. d) Messan var aðeins ætluð konum og það þótti erkibiskupi ekki góð latína. I^j Þegar John F. Kennedy I ■ yngri og félagar ferðuð- ust um Vestfirði í sumar vakti mat- arsmekkur Kennedys sérstaka at- hygli. Hvers vegna? a) Hann var sólginn í harðfisk með sméri og drakk brennivín með. b) Hann lifði eingöngu á vatni og brauði. c) Kók og Prins Póló var hans aðal- fæða. d) Hann blandaði saman rabarbara- graut, skyri og rjóma. Ný samtök jafnaðar- ■ manna og félagshyggju- fólks voru stofnuð snemma á árinu. Hvað heita samtökin? a) Röskva. Fullordinsgetraun Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Sími:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.