Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBERÍ 1997 D 37 1 væri ekki tímabær en kæmi hins vegar til greina í framtíðinni ef raunverulegur umframarður mynd- aðist í atvinnugreininni. Segja má að umræðan um málið hafi nokkuð breyst í kjölfar þessa og farið yfir á faglegri grunn. Er það von mín að þessi hugmyndavinna geti átt þátt í að lausn finnist á þessu við- kvæma deilumáli þjóðarinnar. Hagsmunasamtök alls atvinnulífsins Það er engin tilviljun að skýrsla um auðlindagjald var unnin á veg- um Verslunarráðs íslands. Verslun- arráðið, sem fagnaði 80 ára af- mæli sínu á árinu, er heildarsamtök fyrirtækja úr ölíum blokkum og greinum atvinnulífsins. Þar er unn- ið í nánu samráði við félagsmenn að því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og ná fram margvís- legum hagsmunamálum. Verslun- arráðið er fijálst félag og nýtur því þess markaðsaðhalds að verða að starfa á hagkvæman hátt og sýna félagsmönnum sínum fram á að það skili árangri. Þetta hafa fyrirtæki skynjað og á afmælisárinu hefur félögum í ráðinu fjölgað verulega. Kostnaður við hagsmunagæslu Þrátt fyrir að vel hafi gengið hjá Verslunarráðinu á síðasta ári er nauðsynlegt fyrir ráðið og önnur hagsmunasamtök atvinnurekenda að endurmeta reglulega starfsemi sína. Kostnaður við hagsmuna- gæslu er verulegur og kanna þarf hvort ekki megi ná fram hagræð- ingu í rekstri samtakanna. Slíkt kynni að vera mögulegt annars vegar með sameiningu einstakra samtaka eða með skýrari verka- skiptingu og auknu samstarfi þeirra á milli. Það hlýtur að vera sameigin- legt hagsmunamál allra að barátta fyrir hagsmunum atvinnulífsins sé sem ódýrust og árángursríkust. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands Islands Fjölskyldu- vænt sam- félag, bætt lífskjör, styttri vinnutími FYRIR íslenska verkalýðshreyfingu hefur árið 1997 verið ár átaka og stórverkefna. Nærtækast er að rifja upp endurnýjun kjara- samninga. Af hálfu samtaka innan Alþýðu- sambands íslands var vandað mjög til alls undirbúnings og settar fram skýrar áherslur: Markmiðið var að tryggja að lífskjör hér á landi verði sambæri- leg því sem best gerist í nágrannalöndum okk- ar á næstu árum. Lögð var mikii vinna í samanburð á kjörum milli landa og sá sam- anburður var m.a. lagð- ur til grundvallar kröfugerðinni. Lands- sambönd ASÍ voru mjög samstiga í undirbúningnum og settu m.a. fram sameiginlega kjarastefnu. Nokkur stór félög fóru sjálf með sína samningsgerð en voru í öllum aðalatriðum samstiga landssamböndunum. Tímamótasamningar Samningarnir skiluðu okkur áleiðis og marka að ýmsu leyti tíma- mót: Við stigum stórt skref í sér- stakri hækkun lægstu iauna og treystum þannig það öryggisnet sem lágmarkslaun eru launafólki. Kjarasamningarnir hafa tryggt umtalsverða aukningu kaupmáttar umfram það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar án þess að stöðugleika í verðlagi sé raskað. Kauptaxtar voru færðir nær greiddu kaupi. Settur var rammi um gerð vinnustaðasamninga þar sem starfsfólki var tryggður stuðn- ingur og ráðgjöf stéttarfélags síns við að semja um aukinn hlut um- fram aðalkjarasamningana. Vegna þess öfugsnúna skattkerfís sem við búum við þurfti verkalýðshreyfíngin líkt og áður að beita saftítakamætti sínum til að knýja fram sérstakar aðgerðir stjórnvalda svo ávinning- urinn af kjarasamningunum skilaði sér til launafólks en hyrfi ekki að mestu leyti til ríkissjóðs í formi jað- arskatta. Af hálfu ASÍ var lögð áhersla á að svigrúmið sem efna- hagsbatinn skapaði hjá ríkissjóði yrði nýtt til að skila fóiki með lágar tekjur og meðaltekjur til baka skattahækkunum síðustu ára. Það gekk að mestu eftir þótt útfærsla stjórnvalda hafi ekki haft þau tekju- jöfnunaráhrif sem verkalýðshreyf- ingin vildi og skilaði hinum tekju- hæstu miklum skattalækkunum í leiðinni. í framhaldi af samningsgerðinni ákvað ASÍ að beita sér í verðlags- málum og gekk til formlegs sam- starfs við BSRB og Neytendasam- tökin um verðlagseftirlit. Fjölskylduvænna samfélag Á undanförnum árum hefur verkalýðshreyfingin lagt vaxandi áherslu á fleiri þætti lífskjaranna. Hæst ber e.t.v. áhersluna á stytt- ingu vinnutímans en með því að draga úr óhóflegri yfirvinnu erum við að skapa fjölskylduvænna sam- félag. Á þessu sviði höfum við náð árangri m.a. með samningum um gildistöku vinnutímatilskipunar ESB og nýjum ákvæðum um vinnu- tíma og vinnuvernd í kjarasamning- um. Okkar bíða Qölmörg verkefni á þessu sviði: I farvatninu eru regl- ur og samningar um aukinn rétt þungaðra kvenna og rétt foreldra til að vera samvistum við börn sin; aukin réttindi hlutavinnustarfsfólks og fólks sem ráðið er tímabundið; réttindi starfsmanna sem sendir eru til starfa erlendis og rétt starfs- manna í fyrirtækjum til upplýsinga og samráðs, sem m.a. á að geta styrkt mjög stöðu starfsmanna við gerð vinnustaðasamninga. Margt af því sem áunnist hefur á undanförnum árum og þær fram- farir í réttinda- og vinnuverndar- málum sem við væntum nú, eru afrakstur af starfí alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar, ekki síst Nor- rænna samtaka launafólks og Evr: ópusambands verkalýðsfélaga. ASI leggur sífellt meiri áherslu á þátt- töku í þessu starfi. Samstaða í lífeyrismálum Eitt mikilvægasta hagsmunamál launafólks í nútíð og framtíð, lífeyr- issjóðamálið, setti mark sitt á árið. Þá niðurstöðu, sem náðist eftir margra mánaða átök og var innsigluð með setningu nýrra laga um skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða nú rétt fyrir jól, má fyrst og fremst þakka órofa samstöðu verkalýðshreyfingar- innar og þeirri stað- reynd að leiðir okkar og samtaka atvinnu- rekenda, bæði VSÍ og Vinnumálasambands- ins, lágu saman í þessu mikilvæga máli. Ný lög eru um margt til bóta og sú víðtæka sátt sem náðist bæði innan nefndar fjármálaráöherra og á Alþingi er afar mikilvæg og vek- ur vonir um að tryggður sé friður um uppbyggingu lífeyriskerfisins. Skipulag hreyfingarinnar Skipulagsmál verkalýðshreyfing- arinnar hafa verið ofarlega á baugi. Við sjáum verkalýðsfélög um land allt efla starf sitt með því að sam- einast í stærri einingar eða reka saman þjónustuskrifstofur. Þessi Grétar Þorsteinsson geijun sýnir að verkalýðshreyfíngin er lifandi afl sem gerir sér grein fyrir því að breytingar í umhverfínu kalla á breyttar áherslur, vinnu- brögð og skipulag. Það má aldrei gleymast að verkalýðsfélög urðu til af því að verkafólk er sterkara þeg- ar það stendur saman í félagi en hvað fyrir sig. Samtök stéttarfélaga urðu til af sömu ástæðu: Stéttarfé- lögin eru sterkari þegar þau koma fram í krafti heildarsamtaka sinna. Sá veruleiki sem verkalýðshreyfing- in stendur frammi fyrir er marg- breytilegur og snertir mörg svið önnur en samninga um kauptaxta. ASI er m.a. tæki íslensks launafólks í glímu við stjómvöld landsins um margvísleg hagsmunamál sem varða alla landsmenn; lífskjara- stefnuna í víðum skilningi, framtíð velferðarkerfísins, menntamálin og baráttuna gegn atvinnuleysinu. Við beijumst fyrir öflugri starfsmennt- un, betri réttindum launafólks, auk- inni vernd trúnaðarmanna og vinnuvernd. Verkefnin framundan Framundan er frekari sókn í rétt- indamálunum, bæði hér heima og ásamt systursamtökum okkar í Evrópu. Við viljum að samtök launafólks hafi áhrif á mótun menntastefnunnar í landinu, ekki síst til að tryggja aukið vægi starfs- og verkmenntunar í landinu. Við viljum fjölskylduvænna samfélag með bættum lífskjörum og styttri vinnutíma. Við viljum fylgja eftir niðurstöðu síðustu kjarasamninga og tryggja áframhaldandi aukinn kaupmátt. Þær leiðréttingar sem ASÍ fékk í gegn á skattkerfinu í tengslum við kjarasamningana eru engin framtíðarlausn. ASÍ bíður því það verkefni að knýja á um gagngerar lagfæringar á skattkerfinu með upptöku fjölþrepa skattkerfis líkt og tíðkast í nær öllum öðrum ríkjum OECD. Við hljótum að ætla samtök- um íslensks launafólks það verkefni að taka virkan þátt í mótun nýs og réttlátara skattkerfis. Hagsmun- ir íslensks launafólks - heimilanna í landinu - krefjast þess að við tökumst á við verkefnin af öllum þeim styrk sem samtök launafólks geta haft yfir að ráða. Verkefnið er því ætíð öðrum þræði að finna starfi okkar og skipulagi þann far- veg sem tryggir hámarksárangur. Þótt komið sé að áramótum er aldrei settur punktur í starfi sam- taka launafólks. Áramót eru miklu fremur áminning um þau verkefni sem bíða okkar í framtíðinni. Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ Göngum um hægt gleð- innar dyr SÍÐUSTU þijú árin hafa lífskjör landsmanna batnað til muna og kaupmáttur launa farið ört vax- andi. Skattframtöl fyr- ir árið 1996 sýna að kaupmáttur atvinnu- tekna í heild hafi auk- ist um rúm 6% og verð- ur að fara áratug aftur í tímann til að finna sambærilega hækkun. Nýjustu upplýsingar Kj ararannsóknar- nefndar benda til þess að kaupmáttaraukinn verði enn meiri á þessu ári. Á þremur árum hefur því kaupmáttur tekna landverkafólks hækkað um 15-20%. Þetta eru miklu meiri breytingar launa og kaupmáttar en í öðrum Evrópuríkjum. Þar eru tekju- breytingar um þessar mundir Ólafur B. Ólafsson 3,5-4% að jafnaði og árleg kaup- máttaraukning um 2%. Kaupmátt- araukningin er mun meiri en búist var við fyrirfram. Laun hafa hækk- að nokkuð umfram samninga en miklar kostnaðarhækkanir hafa ekki leitt til samsvarandi hækkunar á verði vöru og þjónustu. Verðbólg- an hefur með öðrum orðum verið mun minni en vænta mátti. Skýr- ingin liggur í aukinni framleiðni sem orsakast m.a. af harðri sam- keppni, svo og miklu betri nýtingu afkastagetu í atvinnurekstri sam- fara mikilli veltuaukningu. Fyrir- tækin hafa þannig brugðist við af mikilli snerpu og staðið undir miklu meiri vexti en vænst var. Til viðbótar mikilli hækkun at- vinnutekna kemur síðan á næsta ári lækkun á tekjuskatti einstakl- inga sem veldur enn meiri aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna. Skattalegum aðgerðum til styrking- ar kaupmáttar er í raun algerlega ofaukið við þessar aðstæður og full- víst að ríkisstjómin hefði tekið aðr- ar ákvarðanir í tengslum við kjara- samninga hefði þróunin verið séð fyrir. Samkeppnisstaða íslenskra fyrir- tækja hefði versnað til muna og afkoman að því marki sem þeim hefur ekki tekist að vega upp við- bótar kostnaðarauka hér á landi með aukinni framleiðni. Til þess eru misjafnir möguleikar milli atvinnu- greina og fyrirtækja og fyrir at- vinnulífið í heild verður að viður- kenna að afkoman verður lakari en á fyrra ári þrátt fyrir mikinn hag- vöxt og veltuaukningu. Hún verður þó að teljast viðunandi en jafnframt er ljóst að hin öra hækkun raun- gengis undanfarin misseri getur ekki haldið lengi áfram án þess að það hafi skaðlegar afleiðingar. Vextir gætu enn hækkað, fjár- magnsstreymi aukist úr landinu og þrýstingur myndast á gengi krón- unnar ef ekki tekst að hamla gegn kostnaðarhækkunum á næstu miss- erum. Þótt kjarasamningunum í upp- hafi árs hafi fylgt meiri kostnaðar- hækkanir en æskilegt er og lág- markshækkanir á næstu tveimur árum verði meiri en meðal sam- keppnisaðila okkar gáfu þeir þó fyrirheit um sæmilegan stöðugleika næstu árin. Meginkostirnir eru þeir að atvinnulífið býr við festu í á þriðja ár enn og þess má vænta að meiri kyrrð verði á launamarkaði þegar allir starfshópar verða komn- ir með gildandi samninga. Það er raunar mjög tímabært því kjaradeil- ur hafa einkennt allt þetta ár og enn sér ekki fyrir endann á þeim því vinnustöðvun hefur verið boðuð á fískiskipum í upphafi nýs árs. Heilt ár nægði ekki til að Ijúka gerð kjarasamninga við alla starfs- hópa. Það er því orðið nokkuð ljóst að það markmið endurskoðaðrar vinnulöggjafar að ljúka megi kjara- deilum samtímis eða á svipuðum tíma við alla starfshópa hefur ekki náðst. Það þarf þó tæpast að koma á óvart því Alþingi breytti í grund- vallaratriðum ákvæðum frumvarps félgsmálaráðherra um samninga- mál þannig að ekkert í löggjöfinni þrýstir á um samtíma uppgjör á vinnumarkaði. Það var slys sem veldur því nú að verkföll hafa geng- ið í einhverri grein í nær öllum mánuðum ársins og þetta ferli get- ur auðveldlega hrundið af stað gam- alkunnum veðbólgusamningum á nýjan leik. Áherslur í þeim samningum sem ríki og sveitarfélög hafa gert á haustmánuðum minna mjög ákveðið á þessa hættu og ættu að vera aðilum vinnumark- aðarins tilefni til við- ræðu um endurskoðun á vinnulöggjöf fyrir næstu samninga. Ánægjuleg umskipti hafa orðið um margt í atvinnu- og efnahgslífi landsmanna síðustu misserin. Sá samdráttur í kjaraþróun miðað við önnur Evrópulönd sem varð á erfiðleikaskeið- inu frá 1989 er nú að fullu unninn upp. Um þessi áramót er kaupmáttur launa að líkindum meiri en hann hefur nokkum tíma áður verið í sögunni - jafnvel meiri en hann var í skamman tíma fyrir áratug þegar ofþensla var um það bil að keyra íslenskt efnahagslíf í þrot. Önnur tímamót birtast í því að fullri atvinnu hefur á ný verið náð. Frá nóvember í fyrra til jafn- lengdar í ár hefur atvinnuleysi minnkað úr 4% af mannafla í 3%. Þetta er gríðarleg breyting og er þess ekki að vænta að þetta hlut- fall geti lækkað svo nokkru nemi. Þetta er enn ein vísbendingin um að hagkerfið sé við þenslumörk þar sem veruleg hætta sé á miklu launa- skriði, öðrum kostnaðarhækkunum og verðbólgu. Hagvöxtur er við efri mörk og launahækkanir hafa sann- anlega verið meiri en nokkurs stað- ar eru taldar samrýmanlegar stöð- ugu verðlagi. Við slíkar aðstæður reynir mjög á stjórnmálamenn. Þeirra hlutverk er að sporna gegn útgjaldaaukn- ingu til að veija þjóðfélagið gegn verðbólguhættu. Ríkisvaldið verður að beita áhrifum sínum til að hamla gegn þenslu og fylgikvillum henn- ar. Eðlileg viðbrögð væru að draga verulega saman seglin í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga, greiða niður skuldir og gefa atvinnulífínu tæki- færi til að dafna án hættu á of- þenslu og verðbólgu. Það voru því sár vonbrigði að Alþingi skyldi með afgreiðslu fjárlaga ákveða stórauk- in útgjöld hins opinbera og jöfnuði væri náð milli tekna og gjalda með sölu eigna. Ríkissjóður eykur þvi á þensluna en vinnur ekki gegn henni, það eru áhrifin af því að eyða meiru en aflað er. Það er þó sannanlega bæði mikil- vægt og lofsvert að ríkisstjórn hef- ur einsett sér að selja ríkisfyrirtæki og þá einkum banka á næsta ári. En tekjurnar á ekki að nota til að auka rekstrarútgjöldin heldur til að grynnka á skuldum. Þannig minnka vaxtagjöld ríkissjóðs og þjóðhags- legur sparnaður ætti að geta vaxið,- Raunar er fátt mikilvægara við núverandi aðstæður í efnahagslíf- inu en að efla sparnað og sparnað- arhneigð. Því var það fagnaðarefni að samkomulag náðist um lögfest- ingu á reglum um starfsemi lífeyris- sjóða og lýmkun heimilda til að draga iðgjöld til lífeyrissjóða frá tekjum fyrir skatt. Þótt 10% iðgjald í lífeyrissjóði eigi að geta tryggt afkomu aldraðra miðað við iðgjalds- greiðslur alla starfsævina er aug- ljóst að 1-2% viðbótarframlag til lífeyrismála gefur mönnum mun betri eftirlaunakjör, t.d. með flýtt- um starfslokum. Heimild til skatt- frestunar af þessum toga gagnast bæði einstaklingum og þjóðfélaginu, í heild. Slíkar heimildir þyrfti raun- ar að rýmka enn þannig að hvetti til margþættari sparnaðarforma en nú er, t.d. til undirbúnings að íbúð- arkaupum. Við íslendingar höfum fyrr lifað uppgang í efnahaglífí okkar og sannast mála er að okkur gengur betur að höndla hallærin en góðær- in. Reynslan frá árunum 1986 og 1987 var dýrkeyptur lærdómur sem vísar veginn. Ríki og sveitarfélög verða að draga saman á tímum uppgangs í atvinnulífinu. Efla verð- ur sparnað með öllu mögulegu móti og þar er myndarlegur afgang- ur í ríkisrekstri mikilvirkasta leiðin. Loks verða fyrirtækin að bregðast við þrýstingi á vinnumarkaði með áherslu á aukna framleiðni, m.a. með aukinni sjálfvirkni en aukin menntun og fjölhæfni starfsmanna skiptir líka miklu máli. Á fjölda sviða í atvinnulífí okkar er unnt að hagræða og ná betri árangri með minni tilkostnaði. Fyr- irtæki sameinast og sérhæfíng eykst, stærri hluti verkefna er leyst- ur með útboðum og yfirleitt er stækkandi hluti atvinnustarfsem- innar háður samkeppni. Þessi lög- mál eiga ekki einungis við einka-, rekstur því í opinberri þjónustu má án nokkurs vafa ná miklum ár- angri með útboðum á rekstrarþátt- um og sölu fyrirtækja og stofnana í eigu ríkis og sveitarfélaga. í hags- munagæslu á vinnumarkaði má líka spara og ná betri árangri með minni tilkostnaði. Verkalýðsfélög samein- ast og geta þannig veitt betri Jijón- ustu fyrir minna iðgjald og samtök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.