Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 42
42 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Nærri helmingur okkar erlendu
sumargesta kaupir nú t.d. sína ferð
á síðustu sex vikum fyrir brottför.
Netið er sá kynningarmiðill sem
er í mestri sókn. Þar er kynningin
aðgengileg kaupandanum nær
hvar sem er í heiminum á þeim
tíma sem hann er að taka sínar
ákvarðanir um ferðakaup. Og hér
er ekki eingöngu um upplýsinga-
og kynningarmiðil að ræða. Netið
sem gagnkvæmur miðill er í vax-
andi mæli hluti sölukerfis þar sem
hægt er að kaupa miða hjá fjölda
flugfélaga og bóka beint dvöl á
gististöðum um allan heim svo
dæmi sé tekið. Kaupandinn sjálfur
ákveður hvaða einingar hann kaup-
ir og velur þær í vaxandi mæli í
hinni rafrænu kjörbúð, Netinu, og
' raðar saman sínum eigin ferða-
pakka.
Því er spáð að þau lönd, sem
þrói hraðast sín rafrænu upplýs-
inga- og bókunarkerfi muni ná
ákveðnu markaðslegu forskoti á
næstu árum. Hér eigum við alla
tæknilega möguleika á því að
standa a.m.k. jafnfætis öðrum. Hér
er fjarlægðin ekki afsökun og hér
er smæðin kostur, þegar litið er
til svörunartíma og möguleika á
uppbyggingu heildargagnagrunns
ferðaþjónustunnar, sem vinna
hófst við á árinu til notkunar á
þessum margmiðli.
Samkeppnishæfnin
mikilvægust
íslensk ferðaþjónusta á eðlilega
allt undir því að vera samkeppnis-
hæf bæði á innlendum og erlendum
markaði. Hér er verið að tala um
samkeppnishæfni í víðasta skiln-
ingi. Stjórnvöld þurfa stöðugt að
skoða alla þætti sem að þeim snúa
í rekstrarumhverfi ferðaþjón-
ustunnar, enda þeirra hagsmunir
að hún sé samkeppnishæf. Á veg-
um samgönguráðuneytisins hefur
_ A árinu verið unnið að söfnun upp-
lýsinga til samanburðar einstakra
þátta í rekstrarumhverfi okkar og
nokkurra samkeppnislanda. En
fyrirtækin mega ekki líta svo á að
með bættu rekstarumhverfi af
hálfu ríkisins sé björninn unnin.
Ábyrgðin á því að gæði vörunnar
og rekstur fyrirtækjanna sé sam-
keppnishæfur verður aldrei lögð á
ríkisvaldið. Fyrirtækin þurfa á
sama hátt að bera rekstrarlegan
árangur sinn saman við samkeppn-
isfyrirtækin í samkeppnislöndun-
um. Á þessum vettvangi hefur áður
verið gerð að umræðuefni hin
örsmáa sölueining ísland, og rætt
um nauðsyn þess að hér myndist
j^stærri markaðseiningar sem
rekstrarlega eru samkeppnisfærari
í alþjóðlegum viðskiptum. Ákveðin
skref hafa verið stigin á árinu í
stækkun markaðseininga m.a. í
gistiþættinum. Það er mín skoðun
að til að auka enn frekar sam-
keppnishæfni okkar í markaðsmál-
um verði stigin fleiri skref í þessa
átt á næstunni og ferðaþjónustan
muni innan nokkurra ára vinna að
sölu- og markaðsmálum sínum er-
lendis í ekki fleiri en 10-15 mark-
aðseiningum.
Við eigum mikla möguleika á
auknum hlut í þeirri atvinnugrein
sem talið er að vaxi mest allra í
heiminum á næstu árum. Við verð-
um að nýta tækifærið og það er
okkar í sameiningu, þ.e. stjóm-
valda og greinarinnar.
Stjórnvöld þurfa fyrir sitt leyti
að leita allra leiða til að tryggja
áframhaldandi gjaldeyrisaukningu
og atvinnusköpun enda eru þeirra
hagsmunir mestir. Ýmissa fjárfest-
inga er þörf í uppbyggingu í land-
inu til að tryggja að við náum sett-
um markmiðum. Ákvarðanir um
nauðsynlegar ljárfestingar ferða-
þjónustuaðila verður að taka með
það að leiðarljósi að tryggja aukna
arðsemi og samkeppnishæfni. Þar
'er ekki síst vísað til stóraukinna
fjárfestinga í öllu okkar markaðs-
starfi. Þar þarf að mínu mati að
koma til enn frekari samvinnu allra
aðila en nú er og enn meiri sóknar
okkar íslendinga sjálfra í sölu og
markaðsmálum. Bætt rekstrarum-
hverfi, aukin markaðssókn og úr-
—*bætur á ferðamannastöðum eru
sameiginleg hagsmunamál at-
vinnugreinarinnar og ríkisvaldsins
til aukinnar samkeppnishæfni.
Gleðilegt og gæfuríkt ár.
Bjami Grímsson,
fískimálastjóri
Mesti
fiskafli ís-
lands-
sögunnar
Á ÁRINU 1997 kom að landi mesti
fiskafli sem sögur fara af hér á
landi til þessa. Aflanum er skipt
upp í afla af íslands-
miðum, þ.e. þeim mið-
um sem eru hér við
land og sem næst okk-
ar lögsögu. Og síðan
fjarlæg mið, þ.e. mið
sem eru á öðrum haf-
svæðum eða eru í lög-
sögu annarra landa og
eru ekki sameiginlegir
stofnar eins _ og t.d.
loðnan. Áætlaður
heildarafli íslendinga í
ár verður um 2.186
þús. tonn og á íslands-
miðum veiddum við
rúmar tvær miljónir
tonna (2.171 þús.) og
hefur sjávarafli aldrei
orðið þetta mikill í
heild eða hér við land áður. Eins
og marg oft hefur komið fram er
hér aðallega um loðnu að ræða og
eru loðna og síld um 75% af öllum
afla. Botnfískaflinn á íslandsmiðum
hefur ekki verið jafn lítill í um hálfa
öld og nær ekki þeim afla sem var
í fyrra, þó má segja að þetta sé
nánast sami afli í tonnum talið.
Afli skel- og krabbadýra hefur hms
vegar aldrei verið eins mikill á ís-
landsmiðum, þó að í heild sé hann
minni heldur en á síðasta ári. Afli
á fjarlægum miðum minnkar mikið
milli ára og er ekki nema um 15.200
tonn á móti um 50 þús. tonnum á
síðasta ári.
í meðfylgjandi töflu frá Fiskifé-
lagi íslands, sem sýnir afla okkar
íslendinga í tíu ár, þ.e. afla s.l. níu
ára og áætlun fyrir árið 1997, kem-
ur fram að áætlaður heildarafli ís-
lendinga í ár verður um 2.186 þús.
tonn. Á heimamiðum er aflinn 2.171
þús. tonn, fer nú í annað sinn yfir
tvær milljónir tonna. Þessi afli er
sá mesti sem íslendingar hafa
nokkru sinni veitt og er um 6%
meiri heldur en í fyrra, en þá hafði
aflinn aldrei orðið meiri. Samsetn-
ing heildaraflans er eftirfarandi;
botnflskur 21%, uppsjávarfískar
74% og skel og krabbadýr eru 5%.
Af heildaraflanum veiddust um 99%
á íslandsmiðum og er það aukning
frá síðasta ári þegar veiðar á fjar-
lægum miðum voru um 2,5%.
Botnfískaflinn er áætlaður aðeins
469 þús. tonn á móti 472 þús. tonn-
um í fyrra, botnfiskaflinn hefur
dregist verulega saman á síðasta
áratug. Árið 1992 er hann 585
þús. tonn og fer þá í fyrsta skipti
niður fyrir 600 þús. tonn í langan
tíma. Botnfiskaflinn hefur því
minnkað um 230 þús. tonn á síð-
asta áratug eða um þriðjung. Sam-
drátturinn er mestur að magni til
í þorskinum, hefur hann dregist
saman um tæpan helming eða um
176 þús. tonn á þessum tíma. Þau
gleðitíðindi eru nú að þorskaflinn
heldur áfram að aukast á heima-
miðum og er nú meiri en síðustu
þijú árin á undan. Hins vegar varð
aflinn í Barentshafínu til muna
minni en á síðasta ári, sem þá var
einnig með minni veiði en árið þar
á undan og má segja að þorskaflinr.
á þessu ári (1997) verði mjög svip-
aður og á síðasta ári í heildarveið-
inni, en þá veiddust í heild um 204
þús. tonn, en nú verða það 206
þús. tonn. Þetta er
sjötta árið í röð sem
þorskafli fer undir 300
þús. tonn, en núna
verða þau umskipti í
þorskveiði á íslands-
miðum, að eftir þijú ár
með þorskafla undir
200 þús. tonn verður
aflinn væntanlega yfír
200 þús. tonn í ár. Þess
má geta að á síðustu
fímmtíu árum hefur
meðalþorskafli íslend-
inga verið um 280 þús.
tonn á ári. Ýsuaflinn
dregst saman um 12
þús. tonn eða 20% frá
síðasta ári. Ufsinn hef-
ur dregist verulega
saman og hafa ekki fengist nægjan-
lega góðar skýringar á þeim sam-
drætti. Ufsaaflinn í ár er áætlaður
um 36 þús. tonn, en var sem næst
100 þús. tonn þegar hann var mest-
ur á þessu tímabili og er það sam-
dráttur um 64%. Karfaaflinn hefur
einnig dregist saman, í ár er aflinn
áætlaður um 70 þús. tonn sem er
um 2 þús. tonnum meiri afli heldur
en á síðasta ári. Þá ber að geta
veiða á úthafskarfa á Reykjanes-
hrygg, en veiðamar þar hafa verið
mjög mismunandi milli ára, eftir
stöðuga aukningu og aukna sókn
til ársins 1994 verður verulegur
samdráttur á árinu 1995,
en árið 1996 varð metár með afla
um 47 þús. tonn. í ár varð aflinn
ekki nema um 34 þús. tonn. Grá-
lúðuaflinn hefur á síðustu fjórum
árum farið stigminnkandi og er
áætlaður í ár um 18 þús. tonn sem
er um 4 þús. tonnum minna en á
síðasta ári.
Loðnan er aðaluppistaðan í heild-
arafla landsmanna nú sem fyrr.
Saman fara tvær góðar vertíðir
þannig að á almanaksárinu 1997
fer saman góð vetrarvertíð og síðan
sumar- og haustvertíð sem hefur
verið mjög góð. Á þeirri vertíð sem
nú stendur er ekki spáð eins mik-
illi veiði og á síðustu vertíð, en þrátt
fyrir það er ástand loðnustofnsins
mjög gott og ekki nein merki um
annað en að veiðar verði miklar.
Það eykur hag þessarar greinar
sjávarútvegsins að ástand annars
staðar í heiminum veldur því að
afurðaverð á loðnuafurðum er nú
mjög hátt og því er afkoma loðnu-
veiðanna og -vinnslu mjög góð.
Óvissa er þó í efnahagsmálum í
Asíu og gætu stórir markaðir okkar
fyrir loðnuafurðir þar verið í hættu.
Loðnuveiðiskipin eru nú betur búin
og eiga möguleika á að koma með
gæðahráefni að landi. Þá hafa skip-
in verið gerð afkastameiri með
öflugri vélum og búnaði. Einnig
hafa frystitogarar komið inn í bæði
veiðar og vinnslu á loðnunni í rík-
ari mæli heldur en áður. Þá hefur
verið mikil íjárfesting í mjölvinnslu
og frystingu á undanförnum árum
og hefur veruleg afkastaaukning
þeirra komið sér vel við þær aðstæð-
ur sem hafa ríkt. Einnig fer mun
meira magn til manneldis, sem var
nánast undantekning áður og er
nú svo komið að telja má að þar
sé helsti vaxtarbroddur landvinnsl-
unnar á næstu árum. Loðnuaflinn
þetta almanaksár verður 1.321 þús.
tonn og hefur aldrei verið svo mik-
ill, er það aukning um 12% frá síð-
asta ári, en þá hafði orðið aukning
yfír 60% frá fyrra ári, ekki er þó
gert ráð fyrir frekari aukningu á
næsta ári.
Síldin hefur ekki verið eins gjöful
og ætlað var. Síldarvertíðin á síð-
asta ári var þokkaleg og reyndar
mjög góð fyrir vinnsluna, var ráðist
í fjárfestingar til frystingar á síld
auk söltunar sem hefur til þessa
verið aðalverkunarmátinn á síld.
En veiðin nú í haust hefur verið
mjög lítil og er aflinn ekki orðinn
í ár nema um 72 þús. tonn á móti
um 100 þús. tonnum í fyrra, er það
samdráttur um 30%, óvíst er' hvað
veldur en síldin einfaldlega fínnst
ekki. Hins vegar jókst afli úr norsk-
íslenska síldarstofninum, var kvót-
inn meiri en áður og náðist nánast
allur, varð veiðin um 219 þús. tonn
á móti um 165 þús. tonnum í fyrra.
Síldaraflinn úr norsk-íslenska
stofninum fór allur til bræðslu, en
æskilegt væri að breyta því þannig
að þessi afli komi að mestum hluta
til vinnslu til manneldis. í heild er
afli uppsjávarfíska 1.612 þús. tonn
og hefur aukist um 167 þús. tonn
frá síðasta ári eða um 12%.
Afli skel- og krabbadýra hefur
aukist verulega á undanförnum
árum og hefur aflinn á íslandsmið-
um aukist úr 42 þús. tonnum 1988
í um 90 þús. tonn í ár. í reynd
varð aflinn yfir 100 þús. tonn á
síðasta ári með afla á Flæmingja-
grunni og má ekki reikna með að
við Islendingar náum nokkum tíma
svo miklum afla aftur. Aflinn í skel-
og krabbadýrum í ár varð um 90
þús. tonn á íslandsmiðum og með
afla á Flæmingjagrunni og á Dohm-
banka er aflinn um 100 þús. tonn.
Uppistaða þessa afla er rækja og
veiddust af henni um 72 þús. tonn
á Islandsmiðum að viðbættum afla
á fjarlægum miðum er rækjuaflinn
um 81.300 tonn. Þetta er minnkun
frá fyrra ári í heild en aukning á
heimamiðum um 3.500 tonn. Hum-
araflinn dróst saman um 400 tonn
og varð um 1.200 tonn á móti um
1.600 tonnum árið áður og er það
um fjórðungs samdráttur.
Verðmæti aflans á árinu 1997
er áætlað um 55 niilljarðar kr., þar
af er aflinn á íslandsmiðum um
52,6 milljarðar kr. miðað við
óslægðan físk upp úr sjó. Á síðasta
ári (1996) varð heildarverðmætið
um 57,4 milljarðar kr. eða um 2,4
milljörðum hærra. Er þetta sam-
dráttur um 4%, en á íslandsmiðum
var verðmætið 51,8 milljarðar árið
1996 og er því aukning um 800
milljónir eða um 1,5%. Uppsjávar-
fískar (loðna og síld) eru stærsti
hluti magnsins og er mun verð-
minni fiskur heldur en t.d. þorskur
eða rækja. Talið í dollurum nemur
verðmæti heildaraflans upp úr sjó
774 milljónum en það nam 863
milljónum á síðasta ári (771 m USD
árið 1995). Því er um 10% sam-
drátt milli ára. Sé miðað við SDR
var virði aflans um 561 milljón í
ár, en var 595 milljónir á síðasta
ári, samdráttur um 6%, mismunandi
gengisþróun dollars og SDR veldur
þessum mismunandi niðurstöðum.
Tekið skal fram að miðað er við
meðalgengi jan./nóv. bæði árin.
Á þessu ári hafa erlend fískiskip
landað á íslandi til vinnslu um 102
Bjarni Kr.
Grímsson
Fiskifélag íslands - Aflatölur á íslandsmiðum
Endanlegar tðlur 1988-1996 og áætlun 1997.
Allar tölur eru í þúsundum tonna, m.v. óslægðan fisk. Áætl.
Heiti f.teg 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 ’97
Þorskur 376 354 334 307 267 251 178 169 181 200
Ýsa 53 62 66 54 46 47 58 60 56 44
Ufsi 74 80 95 99 78 70 63 47 39 36
Karfi 94 92 91 96 94 96 95 89 68 70
Úthafskarfi 0 1 4 8 14 20 47 29 47 34
Steinbítur 15 14 14 18 16 13 13 13 15 12
Grálúða 49 58 37 35 32 34 28 27 22 18
Skarkoli 14 11 11 11 10 13 12 11 11 11
Annar botnf. 23 20 22 27 28 30 27 34 33 44
Botnf. alls 698 693 674 654 585 574 521 479 472 469
Síld 93 97 90 79 123 117 130 110 100 72
Íslandssíid 0 0 0 0 0 0 21 174 165 219
Loðna 909 650 692 256 797 940 748 716 1.179 1.321
Upps.fisk. alls 1.002 747 782 335 920 1.057 899 1.000 1.445 1.612
Humar 2.2 1.9 1.7 2.2 2.2 2.4 2.2 1,0 1,6 1,2
Rækja 29.7 26.8 29.8 38.0 46.9 53.0 72.8 76.0 68,5 72,1
Hörpudiskur 10.1 10.8 12.4 10.3 12.4 11.5 8.4 8.4 9,0 10,3
Annar skelf. 7,3 5,7
Skel&krabbar 42.0 39.5 43.9 50.5 61.5 66.9 83.4 85.4 86,4 89,3
Annað 10.4 9.9 2.5 4.6 2.3 0.9 7.6 0,56 0,7 0,7
Heildarafli 1.752 1.489 1.502 1.044 1.569 1.699 1.511 1.565 2.004 2.171
Auk þessa afla hafa íslensk skip veitt um 6.000 tonn af fiski í Barentshafi (Smug-
unni), mest af þeim afla er þorskur. Á Flæmingjagrunni hafa verið veidd um 6.500
tonn af rækju af íslenskum skipum og á Dohmbanka veiddust um 2.700 tonn af rækju.
í heild er afli íslenska fiskiskipaflotans 2.186 þús. tonn og hefur aflinn aldrei
verið meiri í íslandssögunni.
þús. tonnum á móti um 110 þús.
tonnum í fyrra, af þessum 102 þús.
tonnum er um 71 þús. tonn loðna,
og eru þetta mjög svipaðar tölur og
í fyrra. Þá bætist við að um 15
þús. tonnum af síld var landað hér
til bræðslu. Bolfiskur er nú um 15
þús. tonn á móti um 30 þús. tonna
í fyrra, eða hefur dregist saman
um helming.
Andvirði útfluttra sjávarafurða
áætlar Fiskifélagið að verði um 95
milljarðar króna á árinu. Sem er
nánast sama útflutningsverðmætið
og á síðasta ári (1996), en þá varð
útflutningurinn 95,3 milljarðar.
Verðmæti útflutningsins er áætlað
að nemi um 1.336 milljónum dollara
í ár en var um 1.434 m. dollarar á
síðasta ári. Sé miðað við SDR er
útflutningsverðmætið nú um 970
milljónir SDR, en var 987 milljónir
árið á undan.
Þetta ár sem nú er senn liðið
hefur um margt verið íslenskum
sjávarútvegi hagstætt, en I ljósi
sögunnar verður þess vafalaust
minnst fyrir þær miklu sameiningar
sem orðið hafa hjá fyrirtækjum í
greininni. Framundan eru mörg
aðkallandi vandamál sem sjávarút-
vegurinn þarf að glíma við. Strax
í byijun næsta árs þarf að taka
miklar ákvarðanir í kjaramálum sjó-
manna og hvort heldur í tengslum
við þær ákvarðanir eða til að mæta
stigvaxandi kröfum almennings í
Iandinu þarf að komast að niður-
stöðu í hvernig skuli fara með fram-
sal á kvótum til fiskveiða. Þá er
einnig verkefni sjávarútvegsins að
koma rækilega til skila hjá almenn-
ingi bæði hér á landi og erlendis
að við lifum á gæðum hafsins og
það er okkur lífsspursmál að við
getum gert það áfram. Því er það
okkar að ganga þannig um auðlind-
ir hafsins að komandi kynslóðir
geti haldið áfram að búa í þessu
landi um ókomna tíð. Við verðum
að nota komandi ár, sem Samein-
uðu þjóðirnar hafa lýst sem „ári
hafsins", til að koma þessum boð-
skaj) okkar á framfæri sem víðast.
Eg óska landsmönnum öllum
góðs nýs árs og vona að árið verði
öllum farsælt bæði til lands og sjáv-
ar.
Haraldur Sumarliða-
son, formaður
Samtaka iðnaðarins
Sveitarfé-
lög axli
ábyrgð í
hagstjórn
Á SÍÐUSTU misserum hafa orðið
miklar breytingar til batnaðar í
íslensku atvinnulífi. Ekki er vafi á
Haraldur
Sumarliðason
að sá stöðugleiki í efnahagslífinu
sem ríkt hefur að undanförnu
skiptir hér mestu máli. Við erum
að upplifa lengsta stöðugleikatíma-
bil sem menn muna og er greini-
legt að það er að skila sér til at-
vinnulífsins. Að auki erum við að
fá hingað auknar erlendar fjárfest-
ingar í stóriðju sem við höfum beð-
ið eftir í mörg ár. í almennum iðn-
aði hefur framleiðsla aukist á þessu
ári og útflutningur hefur einnig