Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 10
10 D MIÐVIKURDAGUR 31. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
farandi: í fyrsta lagi, að tryggja
vamir Islands um ókomna framtíð,
byggt á granni aðildar íslands að
Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða
vamarsamningi okkar við Banda-
ríkin. I öðru lagi, að skilgreina
hvernig og með hvaða hætti Island
hyggst leggja sitt af mörkum tii
sameiginlegra öryggishagsmuna
aðildarríkja Atlantshafsbandalags-
ins og samstarfsríkja þess. I þriðja
lagi, að skilgreina þátttöku okkar af
þessu tagi innan víðtækara alþjóð-
legs samstarfs, s.s. innan Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu og
Sameinuðu þjóðanna. I fjórða lagi,
að skilgreina hvernig Island vill
haga stjórnskipulegri framkvæmd
vamarstefnunnar og samspili hefð-
bundins varnarsamstarfs, almanna-
varna og innra öryggis. Þetta kallar
á skýra stefnumótun sem á síðari
stigum verður að hljóta vandlega
umfjöllun á vettvangi íslenskra
stjómmála. Fyrsta skrefíð er þó að
setja fram skilgreiningu á núver-
andi öryggis- og vamammhverfi,
þörfum, væntingum og mögulegum
leiðum að markmiðum. Það starf er
þegar hafíð innan utanríkisráðu-
neytisins.
5.
Stækkun Atlantshafsbandalags-
ins sýnir svo ekki verður um villst
að skipting Evrópu heyrir fortíð-
inni til. Stækkunin skapar ekki ný
landamæri, heldur stuðlar hún að
auknum friði og stöðugleika í álf-
unni. Ríkisstjórn íslands hefur lýst
eindregnum stuðningi við framtíð-
araðild Póllands, Tékklands og
Ungverjalands og lagt áherslu á að
bandalagið standi áfram opið öðr-
um ríkjum. Það var ánægjulegt að
taka þátt í þeirri sögulegu stund á
utanríkisráðherrafundi NATO íyrr
í þessum mánuði að skrifa undir að-
ildarbókanir ríkjanna þriggja.
Stækkun Atlantshafsbandalagsins
er skýrasta dæmi þess að við búum
við nýtt öryggisumhverfi. Þetta
hefur vissulega áhrif á stöðu ís-
lands. A dögum kalda stríðsins var
framlag íslands til öryggis í álfunni
fyrst og fremst fólgið í að láta Atl-
antshafsbandalaginu í té landsvæði.
Samkvæmt hinu nýja öryggisfyrir-
komulagi í Evrópu hefur hinn póli-
tíski og borgaralegi hluti hlotið
aukið vægi. Þessi staðreynd býður
upp á virkari þátttöku íslands í
samstarfí innan og utan bandalags-
ins. Til að bregðast við þessu hefur
verið ákveðið að bæta við starfs-
manni í fastanefnd íslands hjá Atl-
antshafsbandalaginu og stefnt er að
opnun fastanefndar hjá Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu.
A sama hátt markar sú ákvörðun
ESB að bjóða ellefu umsóknai-ríkj-
um til aðildarviðræðna tímamót í
samstarfi ESB. Ákvörðunin er já-
kvæð og með henni er stigið mikil-
vægt skref til eflingar lýðræðislegra
stjómarhátta, mannréttinda og
stöðugleika í þessum hluta álfunnar.
í ljósi þessarar þróunar er mikil-
vægt að meta stöðu Islands í samfé-
lagi Evrópuríkjanna og efla hags-
munagæslu okkar í þeim málum
sem varða samskiptin við ESB. Það
á ekki einungis við um málefni evr-
ópska efnahagssvæðisins heldur
einnig um Schengen-samstarfíð og
samráð um pólitísk málefni. Fróð-
legt verður að fylgjast með því
hvemig stöðu smárra ríkja innan
ESB verður háttað. Jafnframt
hvemig styrkja- og sjóðakerfi sam-
bandsins á sviði byggðamála, land-
búnaðar og ekki síst í sjávarútvegi
þróast á næstu ámm. Samskipti ís-
lands við ESB eru í fóstum farvegi
og samstarf innan EES hefur geng-
ið vel. Varðandi fyrirhugaða stækk-
un ESB verður að hafa í huga að að-
ild nýrra ríkja að ESB þýðir sjálf-
krafa aðild þeirra að EES. Það er
því mikilvægt að ísland fylgist náið
með aðildarviðræðunum sem
framundan em. Verður það eitt
helsta verkefni íslands sem tekur
við formennsku í EFTA í byrjun
næsta árs. Af því sem að framan
segir má vera ljóst að utanríkismál
skipta vaxandi máli fyrir framtíð Is-
lands. Niðurstaða innanlandsmála
ræðst því meir og meir í alþjóðlegu
samhengi. Eg óska landsmönnum
gleðilegs árs og þakka ánægjuleg
samskipti á árinu sem er að líða.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka:
U mh verfís vernd
verði þungamiðjan
1.
UMHVERFISVERND er
stærsta og mikilvægasta velferðar-
mál heimsins og undirstaðan undir
líf og framþróun á jörðunni. Fram-
tíð þjóða heims er undir því komin
að þeim takist að draga úr hrika-
legum afleiðingum mengunar, sem
ekki síst má rekja til aukinnar iðn-
væðingar. Kyoto-samningurinn
mun hafa mjög mikil áhrif á þróun
umhverfis- og atvinnumála í heim-
inum í framtíðinni, en gengið er út
frá að hann gangi í gildi þegar 55
ríki hafa staðfest hann sem losuðu
a.m.k. 55% af koltvíoxíði árið 1990.
Afleiðingarnar af loftslagsbreyt-
ingum em hrikalegar fyrir mann-
kynið allt, sem ekki síst munu
bitna á þeim sem búa við mestan
skort og fátækt og auka á allskyns
plágur og sjúkdóma og hafa afger-
andi áhrif á matvælaframleiðslu í
heiminum. Hér á landi stafar okk-
ur ekki síst ógn af því ef breyting
verður á hafstraumum á norður-
hveli jarðar, en allar breytingar á
hafstraumum og hitastigi sjávar
hafa áhrif á okkar fiskimið og lífs-
möguleika íslensku þjóðarinnar. Af
sjálfu leiðir að íslandi ber að
standa í fararbroddi þjóða heims
fyrir umhverfisvemd og þar verða
skammtímahagsmunir að víkja fyr-
ir framtíðarhagsmunum þjóðarinn-
ar. Það er því ekki spurning að ís-
land hlýtur að vera í röð þeirra
þjóða sem knýja munu á að Kyoto-
samningum verði framfylgt undan-
bragðalaust. Það hlýtur að kalla á
endurskoðun á okkar stóriðjuá-
formum, en losun gróðurhúsaloft-
tegunda í tengslum við fyrirhuguð
stóriðjuáform hér á landi er langt
umfram það sem íslandi er heimil-
að samkvæmt Kyoto-samningnum.
Við verðum líka að endurmeta
ýmsa þætti er lúta að umhverfis-
mati og mengunarmálum tengdum
stóriðju og áhrifum þessa á náttúr-
una og aðra atvinnuvegi þjóðarinn-
ar. Því er brýnt að marka skyn-
samlega stefnu í stóriðjumálum til
framtíðar þar sem umhverfisvernd
verður þungamiðjan og leggja
þjóðhagslegt mat á áhrifin með til-
liti til mengunar og náttúmspjalla
ekki síður en efnhagslegan ávinn-
ing stóriðjuframkvæmdanna. í allri
okkar atvinnuuppbyggingu verður
þungamiðjan að vera umhverfis-
vemd sem skiptir máli um lífskjör
þjóðarinnar til lengri tíma litið
fremur en stundarábati eins og af
stóriðjuframkvæmdum. Vernd um-
hverfis og hreint land eru þau
miklu verðmæti sem komandi kyn-
slóðir verða að teysta á að við varð-
veitum.
Þar sem um þriðjungur af út-
streymi koltvíoxíðs hér á landi
kemur frá fiskiskipum og annar
þriðjungur frá samgöngum verðum
við einnig þar að huga að aðgerð-
um sem dregið geta úr losun
koltvíoxíðs, en þar hljótum við að
skoða af fullri alvöm að nota vetni.
Þó það sé vissulega dýrara ber
okkar að prófa okkur áfram á því
sviði. Mætti t.d. hugsa sér í til-
raunaskyni að nýtt hafrannsóknar-
skip sem nú er í undirbúningi, væri
vetnisknúið. Þó ör tækniþróun
muni vafalaust auðvelda Islending-
um að standa við skuldabindingar
gagnvart Kyoto-samningnum, er
ekki ólíklegt að hann hafi til
skemmri tíma neikvæð áhrif á þró-
un efnahags- og atvinnumála, en til
lengri tíma mun ávinningurinn
skila sér að fullu.
2.
Meginmarkmiðið með stofnun
Þjóðvaka var að vinna að samein-
ingu allra jafnaðarmanna og fé-
lagshyggjufólks. Það
markmið er nú í aug-
sýn og því hefur Þjóð-
vaki í trausti þess að
það verði að veruleika
lýst yfir að hann stefiii
að aðild að slíku fram-
boði í næstu kosning-
um. Sameiginlegt
framboð Alþýðuflokks,
Alþýðubandalags,
Þjóðvaka og Kvenna-
lista myndi höggva
verulega í raðir Sjálf-
stæðismanna og Fram-
sóknarmanna,auk þess
sem fjöldi óflokksbund-
ins fólks myndi styðja
slíkt framboð.
Það mun leiða til vemlegra og
jákvæðra umskipta í íslenskum
stjórnmálum í framtíðinni. Yænt-
anlega myndu þá tveir stórir flokk-
ar aðallega takast á um völdin í ís-
lenskum stjórnmálum. Hreinni lín-
ur myndu skapast og stjómmála-
flokkamir yrðu ábyrgari gagnvart
stefnu sinni og kjósendum og gætu
síður skotið sér á bak við málamiðl-
anir sem einkenna samsteypu-
stjórnir. Sameiginlegt framboð
myndi einnig fjölga vemlega kon-
um við landsstjómina og leiða til
breyttra áhersln'a við stjórn lands-
ins. Höfuðáherslan yrði að vinna í
þágu almannahagsmuna gegn sér-
hagsmunum og forréttindum, auk
þess sem jafnrétti fólks í kjöram
og aðbúnaði yrði haft að leiðarljósi
á öllum sviðum. Líklegt er að loknu
næsta kjörtímabili árið 2003 hefðu
þeir flokkar sem að sameiginlegu
framboði standa árið 1999 samein-
ast í einum stómm flokki jafnaðar-
manna og félagshyggjufólks og
gömlu flokkarnir á vinstri vængn-
um heyrðu sögunni til.
Spurt er hvað gerist fari samein-
ing vinstri manna út um þúfur.
Krafa fólksins er svo sterk um
sameiginlegt framboð, væntingar
það miklar og málið það langt kom-
ið, að afar ólíklegt verður að teljast
að það fari út um þúfur. Málefnaá-
greiningur er ekki meiri milli
flokkanna í stóram málum eins og
sjávarútvegsmálum og Evrópumál-
um, en innan Sjálfstæðisflokksins
eða hreinlega innan þeirra flokka
sem nú reyna að ná saman um
sameiginlegt framboð, þannig að
ábyrgð þeirra sem hugsanlega
kæmu í veg fyrir slíkt framboð yrði
mikil. Það myndi festa í sessi
áfram helmingaskiptastjóm Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
og A flokkarnir myndu áfram fá
10-15% fylgi. Fari sameiginlegt
framboð út um þúfur kæmi vænt-
anlega fram krafa um að Þjóðvaki
myndi endurskoða afstöðu sína til
þess að bjóða ekki fram í næstu
kosningum eða að hann gerðist að-
ili að nýju framboði gegn gamla
flokkakerfinu, sem ég er sannfærð
um að mun koma fram heykist A-
flokkamir á sameiginlegu fram-
boði. Engin ástæða er þó til að ætla
að svo verði á þessari stundu, þvi
fullur skriður er á sameiningu
vinstri manna bæði til sveita-
stjórnakosninga á næsta ári og til
alþingiskosninga árið 1999.
3.
Undanfama mánuði og misseri
hefur krafan um að arðurinn af
auðlindinni renni til þjóðarinnar
fengið vaxandi byr. Fólkið líður
ekki öllu lengur að arðurinn renni
til örfárra sægreifa, en mesta
eignatilfærsla Islandssögunnar á
sér nú stað í sjávarútveginum.
Sameign landsmanna er orðið
erfðagóss og bitbein í fjölskyldu-
deilum hjá þeim sem hafa fengið
úthlutað kvóta. Nýliðar verða að
kaupa sig inní greinina
meðan þeir sem era að
hætta selja veiðiheim-
ildimar og hagnast á
því um hundrað millj-
óna króna.
Jafnaðarmenn hafa
lagt fram margar til-
lögur á Alþingi, sem
taka á ýmsum göllum
kvótakerfisins og sem
koma eiga í veg fyrir
að arðurinn af sameign
þjóðarinnar renni í
vasa örfárra kvóta-
kónga. Jafnaðarmenn
hafa verið í forystu fyr-
ir því að tekin verði upp
gjaldtalca fyrir nýtingu
auðlinda. Veiðileyfagjald hefur
lengi viðgengist í sjávarútvegi í
formi viðskipta með kvóta milli út-
gerðaraðila, auk þess sem nýir að-
ilar komast ekki inn í greinina,
nema gi-eiða fyrir kvótann fullu
verði. Þar er um gífurlegar fjár-
hæðir að ræða sem nema milljörð-
um, sem renna ekki í vasa eigend-
anna, þjóðarinnar, heldm- í vasa
þeirra sem hafa fengið úthlutað
ókeypis aflaheimildum.
Það er því ekki spurning um
hvort heldur hvenær veiðileyfa-
gjald og almennt auðlindagjald
verði tekið upp, enda hafa meira
segja hörðustu andstæðingar þess,
forsætisráðherra, sjávarútvegsráð-
herra og formaður LÍU opnað fyrir
veiðileyfagjald og þar með viður-
kennt það grandvallarsjónarmið og
réttlæisrök sem liggja að baki
veiðileyfagjaldi.
4.
A aðeins örfáum áram hefur
heimsmyndin gjörbreyst og bylt-
ingakenndar breytingar átt sér
stað eins og hran kommúnismans,
fall Berlínarmúrsins og kúgaðar
þjóðir endurheimt sjálfstæði sitt.
Aukið samstarf Atlantshafsbanda-
lagsins og Rússlands er líka tím-
anna tákn um þá breytingu sem
orðin er í friðar- og öryggismálum.
Þessi breytta þróun heimsmála
og lok kalda stríðsins hefur leitt til
nýrrar aðlögunar og endurmats á
öi-yggis- og vamarmálum. Atlants-
hafsbandalagið hlýtur að verða
áfram meginstoð okkar í varnar-
og öryggismálum, ásamt því að
taka þátt í uppbyggingu á nýju ör-
yggiskerfi í Evrópu og þáttöku í
VES og Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, sem gegnir sífellt
mikilvægara hlutverki í friðar og
öryggisgæslu í Evrópu. Við hljót-
um einnig að styrkja eins og kostur
er Sameinuðu þjóðimar, sem
gegna m.a. þýðingarmiklu hlut-
verki á sviði mannréttinda og um-
hverfisverndar.
Við þurfum einnig að leggja
meira af mörkum til þróunarað-
stoðar og til aðstoðar flóttamönn-
um. Islendingar hljóta einnig eins
og kostur er að leggja sitt af mörk-
um til friðarsamstarfs í heiminum
og ekki síst ber okkur að vera í far-
arbroddi þeirra sem berjast fyrir
auknum mannréttindum og í bar-
áttunni gegn hverskonar misrétti,
fátækt, hungri og ofbeldi í heimin-
um. Allt þetta fellur undir friðar-
og öryggismál í heiminum, þar sem
okkur ber skylda á alþjóðavett-
vangi til að leggja okkar skerf fram
til meiri mannúðar, mannréttinda,
frelsis og lýðræðis í heiminum.
I samræmi við breytta heims-
mynd og breytt umhverfi í öryggis-
og friðarmálum í heiminum eigum
við að endurmeta og endurskil-
greina okkar eigin öryggis- og
vamarmál og taka afstöðu til og
meta vamarþörf þjóðarinnar í ljósi
þeirra breytinga sem orðið hafa í
Jóhanna
Sigurðardóttir
friðar- og öryggismálum í heimin-
um. Samstarf okkar og samvinna
við aðrar þjóðir verður að vera í sí- >
felldri mótun og endunnati til að
tryggja sem best hagsmuni ís-
lensku þjóðarinnar. Við erum hluti
af samfélagi þjóðanna og því eigum
við að líta með víðsýni og raunsæi á
þróunina á hinum alþjóðlega vett-
vangi hvort sem um er að ræða við-
skipta-, umhverfis eða öryggis- og
varnarmál.
5.
Stækkun Atlantshafsbandalags- *
ins er eðlileg í ljósi breyttrar
heimsmyndar og endurskipulagn- i
ingar öryggis og vamarmála í
heiminum. Atlantshafsbandalagið
hefur tekið verulegum breytingum
á umliðnum áram m.a. með fækkun
í herjum aðildarríkjanna og vera-
lega hefur dregið úr kjarnavopna-
viðbúnaði. Friðarsamstarf og al-
þjóðleg friðargæsla era sífellt mik-
ilvægari þættir í starfi Atlantshafs- )
bandalagsins og má þar nefna frið-
arsamstarf þess við samstarfsríkin
í austri.
Mikilvægt er að tryggja að
þannig verði staðið að stækkuninni
að hún tryggi að ekki verði breyt-
ing á grundvallarmarkmiðum og að
hún leiði ekki til nýiTar skiptingar
Ewópu og að öryggishagsmunir
allra samstarfsríkjanna verði
tryggðir, en óvíst virðist vera
hvaða áhrif aðild Póllands, Tékk- I
lands og Ungverjalands að Atlants- i
hafsbandalaginu hefur á vamarvið- j
búnað núverandi aðildarríkja.
Brýnt er líka að treysta og efla
samskipti við þau ríki sem enn hafa
ekki fengið aðild, en það veldur
vissulega vonbrigðum, að Eystra-
saltsþjóðirnar verða ekki aðilar að
Atlantshafsbandalaginu í þessum
áfanga. Islendingar eiga að beita
sér fyrir því að Eystrasaltsþjóðirn- .
ar fái sem fyrst aðild að bandalag-
inu, en Rússland hefur lagst gegn
stækkun Atlantshafsbandalagsins l
og því brýnt að eyða þeirri tor-
tryggni með meira samstarfi og
auknum tengslum, þannig að þeir
skilji að öryggishagsmunir þeirra
era ekki í hættu með stækkun
bandalagsins. Stækkun Atlants-
hafsbandalagsins hefur mikla þýð-
ingu fyrir varnarmátt bandalagsins
og öryggishagsmuni aðildarþjóð- j
anna. Þess vegna er mikilvægt að
vel takist til og að stækkunin verði
til þess að efla öryggi í Evrópu.
Líklegt er að það leiði til vera-
legra breytinga á ýmsum sviðum
Evrópusambandsins, ef þær Aust-
ur-Evrópuþjóðir sem Evrópusam-
bandið hefur nú hafið viðræður við
gerast aðilar að Evrópusamband-
inu. ESB stendur frammi fyrir
mörgum umsóknum um aðild frá
ríkjum með mjög bágborinn efna- I
hag. Þar við bætist að stór hluti
vinnuaflsins í Mið- og Austur Evr- j
ópu vinnur við landbúnað eða um
25% vinnuaflsins á móti 6% innan
núverandi aðildamíkja ESB, en
styrkjakerfi landbúnaðarins hefur
verið Evrópusambandinu mjög
þungt fjárhagslega.
Þetta þýðir væntanlega að með
inngöngu Austur-Evrópuþjóðanna
þurfi að gjörbreyta landbúnaðar-
stefnu bandalagsins og breyta
styi-kjakerfinu, sem hefur verið
mikilvægur þáttur í því að jafna )
lífskjörin innan Evrópusambands-
landanna. Styrkjakerfi Evrópu-
bandalagsins hafa verið okkur ís-
lendingum áhyggjuefni einkum
fyrir samkeppnishæfni okkar í
sjávarútvegi og hve þungt það veg-
ur í okkar samkeppnislöndunum.
Islendingar geta heldur ekki geng-
ið undir sameiginlega sjávarát- j
vegsstefnu Evrópusambandsins
með því að afhenta meginauðlind
sína undir sameiginleg yfirráð, en i
endurskoðun á sjávarátvegsstefnu
sambandsins á að liggja fyrir árið
2002. Við hljótum þó að fylgjast vel
með þeirri þróun sem verður við
stækkun Evrópusambandsins til
austurs, jafnframt því að skilgreina
betur en gert hefur verið til þessa
kosti þess og galla að standa innan
eða utan bandalagsins. )
Þjóðvaki sendir öllum lands-
mönnum bestu óskir um frið og
farsæld á komandi ári.