Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ
Erlendir
stóratburðir
í myndum
DYRLINGUR GOTURÆSANNA LATINN
MÓÐIR Teresa, dýrlingur götu-
ræsanna, eins og hún var oft
nefnd vegna líknarstarfa sinna í
þág^u snauðra, lést af hjartaslagi í
september, á 88. aldursári. Var
hún borin til grafar í Kalkútta þar
sem hún starfaði lengst af. Móðir
Teresa var fædd í Albam'u.
Hundruð þúsunda manna röðuðu
sér upp meðfram leiðinni sem
kistu móður Teresu var ekið að
greftrunarstað og vikulöng þjóð-
arsorg ríkti á Indlandi vegna frá-
falls hennar.
DIANALÆTUR
LÍFIÐ í BÍLSLYSI
DIANA prinsessa af Wales og Dodi
Fayed, ástinaður hennar, létu lífið í
bflslysi í París í ágúst. Var breska
þjóðin sameinuð í sorg vegna frá-
falls prinsessunnar, gífurlegt blóma-
haf myndaðist við Kensington-höll,
heimili prinsessunnar þar sem fólk
minntist hennar og milljónir manna
fylgdust með útfór hennar. Synir
Díönu og Karls Bretaprins gengu
síðasta spölinn á eftir kistunni. Við
útfórina réðst bróðir Díönu,
Spencer jarl, harkalega á fjölmiðla
sem hann sagði hafa lagt systur sína
í einelti og allt að því hrakið hana í
dauðann. Blaðaljósmyndarar eru
sagðir bera hluta af sökinni á slys-
inu en í ljós hefur komið að bflstjóri
Díönu hafði neytt áfengis og lyfja
áður en hann settist undir stýri.
Hann sést hér á einni myndinni
ræða við Díönu og Fayed áður en
þau héldu í hina örlagaríku bflferð.
SLASAÐURTIL
LEIÐTOGAFUNDAR
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
mætti í hjólastól til leiðtogafundar
síns og Borís Jeltsins, forseta
Rússlands, f Helsinki f mars. Lið-
bönd í hné Clintons rifnuðu er
hann missteig sig skömmu fyrir
fundinn en það kom þó ekki í veg
’fyrir að leiðtogarnir fögnuðu góð-
um árangri í lok hans. Þeim tókst
ekki að leysa ágreining um stækk-
un Atlantshafsbandalagsins en
náðu árangri f veigamiklum af-
vopnunarmálum. Samkomulag
náðist síðar um stækkun NATO
og í júlí var ákveðið að bjóða Ung-
jveijum, Tékkum og Pólverjum að-
ild að bandalaginu.
VALDASKIPTI I HONG KONG
KÍNVERJAR tóku við völdum í
Hong Kong 1. júlí eftir 156 ára ný-
lendusljórn Breta. Á miðnætti var
fáni breska heimsveldisins dreg-
inn niður og fánar Kína og Hong
Kong dregnir að húni. Sex
klukkustundum síðar hélt kín-
verskt herlið inn í borgina. Chris
Patten, síðasti landstjóri Breta í
Hong Kong, hélt þegar til Bret-
lands er hann hafði tekið við fána
landsins og hunsuðu hann og Karl
Bretaprins innsetningarathöfn
Tung Chee-hwa, landstjóra. Kín-
versk sljórnvöld lýstu endur-
heimtingu Hong Kong sem mikl-
um sigri og buðu íbúana velkomna
i faðm föðurlandsins.