Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ GISLAR FRELS- AÐIR í LIMA MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 D 21 SÉRSVEITIR perúska hersins réð- ust inn í bústað japanska sendiherr- ans í Lima í Perú í apríl og frelsuðu 72 gísla, sem skæruliðar Tupac Amaru-hreyfingarinnar höfðu haft í haidi í bústaðnum f 126 daga. Einn gísl og allir skæruliðarnir, tíu að tölu, iétu lífið er gíslarnir voru frelsaðir en sérsveitunum tókst að koma skilaboðum til gislanna um yfirvofandi árás skömmu áður en hún var gerð. Stóð áhlaup sérsveit- armanna í fjörutíu mínútur. Vin- sældir Albertos Fujimoris, forseta Perú, jukust mjög í kjölfarið en hann sést hér ganga upp stiga í sendiráðinu eftir áhlaupið, fram hjá likum Nestors Cerpa, leiðtoga skæruliðanna og eins félaga hans. FLÓÐ og vatnavextir settu að venju svip sinn á fréttir ársins. Mesta athygli vöktu mikil flóð í Mið-Evr- ópu og Norður-Ameríku. Yfir 100 manns létu lífið í Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi í júlí í flóðum og gífurlegt tjón varð á ökrum og híbýlum manna. Þá urðu mestu vatnavextir í Manitoba, sem orðið hafa í 145 ár í apríl en þar flaut yfir u.þ.b. 2.000 ferkíló- metra. Myndin er tekin í Wroclaw í Póllandi. FLOÐ I EVROPU OG AMERIKU VERKAMANNAFLOKK- URINN breski vann stór- sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu 1. maí og batt þar með enda á 18 ára valdatíma íhaldsflokks- ins. Hefur Verkamannaflokkurinn aldrei verið jafn- sterkur á þingi en meirihluti hans er 179 þingmenn. Hann hlaut 45% atkvæða en íhaldsflokkurinn galt að sama skapi afliroð, hlaut 31%. Ný ríkisstjórn tók við undir forystu Tonys Blairs en John Major, fyrrver- andi forsætisráðherra, sagði í kjölfarið af sér leiðtoga- embætti í íhaldsfiokknum. Þessi mynd þótti táknræn fyrir stöðu Majors en hún var tekin á síðustu dögum kosningabaráttunnar. ÞATTASKIL I BRETLANDI LEYNDARMAT MARS AFHJÚPUÐ BANDARÍSKA geimfarið Pathfind- er lenti á yfirborði Mars í júlí en það var fyrsta geimfarið sem það gerði frá árinu 1976. Markaði lendingin tímamót í könnun Mars en um borð var m.a. jeppinn Sojourner, sem í var efnagreiningartæki. Sendi hann mikið magn upplýsinga um sam- setningu jarðvegs á Mars til jarðar. Þær tvær spurningar sem fyrst og fremst er leitað svara við með rann- sóknum á gögnum frá Mars eru hversu mikið vatn hafi fundist á plánetunni og hvort líf hafi fyrir- fundist þar. Leiðangur Pathfinder stóð í Qóra mánuði og bárust mun meiri upplýsingar frá geimfarinu en gert hafði verið ráð fyrir. Thórlo. ^ HEILSUSOKKARNIR Mest seldu HEILSUSOKKARNIR í Bandaríkjunum • IHOK-LO’ f ZONE ' PROTECTION ' göxfra Ourability o*m Kwspsíeultjrvi . P«o«ny. j N^comtortcM* Einstakir útivistarsokkar Hannaðir af bandarískum fótasérfræðingum Nýtt líf með Thórlo Lagaðir fullkomlega að fætinum og styrktir undir hæl og il ÚTSÖLUSTAÐIR Seglagerðin Ægir • Sportkringlan • Ellingsen • Versl. Hjólið Hestamaðurinn • Músík & Sport • Kaupfélög og Apótek Ferðamálaskólinn MK Spennandi nám fyrir framsýnt fólk Tekið verður við skráningum nýnema í ferðafræðinám Ferða- málaskóla MK mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. janúar 1998. Um er að ræða alhliða tveggja anna nám í ferðafræðum. Á vorönn 1998 eru í boði 8 fjölbreyttir og spennandi áfangar. Nemendum gefst kostur á að taka sjálfstæða áfanga eða ljúka námi á einu ári. Námið er góður undir- búningur fyrir margvt'sleg störf f ferðaþjónustu eða frekari menntun á því sviði. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. i!L FERÐAMÁLASKÓLINN Digranesvegi 31, Kópavogi. - kjarni málsins! VtKtJbKtrAh I U r A N Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 533-2060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.