Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1997 D 35
FY RIR ÁRIÐ 1998
KRABBI
(21. júní-22. júlí
KRABBANUM þykir lífíð alltof stutt til að fara í fýlu. Hann er glað-
lyndur og ljúfur í almennri umgengni. Gott er að leita til hans enda er
hann næmur á aðstæður annarra. Best þykir krabbanum að vera
heima í faðmi fjölskyldunnar. Samt fylgist hann með og ber virðingu
fyrir því sem er að gerast fyrir utan.
Ef krabbinn heldur vel á spöðunum gæti árið orðið afar árangurs-
ríkt. Lykillinn að því að svo geti orðið er að krabbinn taki vel ígi-und-
aðar ákvarðanir í tengsium við lausn á ögrandi verkefnum. Ef vel
tekst til á krabbinn eftir að uppskera ríkulega. Hið sama er að segja í
samskiptum við hitt kynið. Krabbar í sambandi átta sig á því að með
því að verja meiri „gæðatíma" með makanum fæst aukin lífsfylling út
úr sambandinu. Ef báðir leggja saman skapast kjörnar aðstæður til
að láta eigin og sameiginlega drauma rætast. Einhleypir krabbar
gætu dottið í lukkupottinn og fundið hina einu sönnu eða hinn eina
sanna. Fyrir hina heppnu er líklegt að jákvæð áhrif sambandsins hafi
jákvæðar afleiðingar fyrir krabbann á öðrum sviðum, t.d. varðandi
vinnu. Rómantíkin á eftir að blómstra í lífí krabbans á tímabilinu 11.
október til 28. nóvember.
Krabbinn gæti hagnast fjárhagslega á heppni náins vinar. Sparnað-
ur verður ofarlega í huga krabbans og gæti orðið árangursríkara að
leita nýrra sparnaðarleiða. Ekki veitir heldur af að spara því að sum-
arfríið gæti reyndst krabbanum og fjölskyldu hans kostnaðarsamt.
Vinir hvetja krabbann til að koma í heimsókn og bjóða gistingu í út-
löndum. Ekki er ólíklegt að krabbinn eyði sumarfríinu við sjóinn enda
líður honum einstaklega vel í vatni. Ef til vill væri best fyrir krabbann
að taka tilboðum um ódýrari ferðir eftir aðalferðamannatímann. Góð-
ur tími til að fara í frí er á bilinu 24. október til 22. nóvember.
Ki-abbinn byrjar árið mjög vel og haustið verður gott. Sérstök
heppni á eftir að fylgja ákvörðunum krabbans á fjármálasviðinu í nóv-
ember. Allt virðist ganga upp og félagslífíð stendur í bióma. Undir lok
ársins verða erlend samskipti áberandi og fjölskyldan verður í önd-
vegi um áramót.
Frægt fólk í krabbanum er meðal annars: Díana prinsessa, Ernest
Hemingway, Ingmar Bergman, Franz Kafka, Bryndís Schram, Mike
Tyson, Rose Kennedy, Raymond Chandler, Tom Cruise og Stefán
Hilmarsson.
LJÓN
(23. júlí-22. ágúst)
LJÓNIÐ fer sjaldnast með veggjum heldur er kraftmikið og stór-
huga. Ljón hafa því tilhneigingu til að veljast til stjórnunarstarfa og
ef ráðríkið spillir ekki fyrir samskiptum við undirmenn getur árang-
urinn orðið afar góður. Annars vill ljónið flestum vel, er hlýtt og til-
finninganæmt. Ljónið skyldi varast fljótfærni og hefur alltof oft
brennt sig á því að láta óhugsuð orð flakka.
Ljón eru trygglynd og traustir vinir.
Ljónið gætið séð fram á árangur af erfiði í vinnunni. Vinnuskilyrði
batna og ljón eiga eftir að njóta sín betur í starfi og leik. Ekki er held-
ur ólíklegt að ljónið eigi eftir að hagnast á stöðuhækkun eða fjárhags-
legu happi náins vinar. Aðeins er hins vegar um tímabundið happ að
ræða. Ljónið ætti því að varast að gera áfram ráð fyrir ávinningnum í
heimiiisbókahaldinu. Hvað fjámálin annars varðar ætti Ijónið að
huga að reglubundnum sparnaði. Utgjöld hafa verið að aukast og ekki
síst í sambandi við tómstundastarf. Ekki ætti hins vegar að gleymast
mikilvægi líkamsræktar. Ljónið verður að fara að taka sér tak og
eldri ljón og ljón í slæmu formi ættu að leita ráða hjá fagmanninum.
Árið verður einkar spennandi fyrir einhleyp ljón því að þau kynnast
ástinni á einkar óvæntan og skemmtilega hátt. Ljón í föstu sambandi
eru ekki jafn örugg með sig og tengslin við makann og oft áður. Sú
staðreynd þarf ekki að þýða að komið sé að skipbroti. Ljónið og mak-
inn ættu að huga að sjálfu sér og af hverju stofnað var til sambands-
ins. Hreinskilni ber mestan árangur og eru fyrstu mánuðir ársins til-
valdir til að ræða málin.
Á sama tíma hittir ljónið gamlan vin og töluverður tími fer í að
slúðra og rifja upp gömu kynni. Nokkru síðar er hætt við að ljónið
lendi í heiftarlegu rifrildi við maka eða vinnufélaga. Stundum eru rifr-
ildi líka besta leiðin til að hreinsa loftið. Nemendur eiga eftir að fyllast
innblæstri vegna nýrrar þekkingar með vorinu. Ef að ljónið er tilbúið
að hlusta á tillögur annarra verður sumarið gott. Síðari hluta ársins
gæti Ijónið gengið í gegnum visst endurmat á hugmyndum og áhersl-
um.
Frægir einstaklingar í ljónsmerkinu eru meðal annars: Napóleon,
Mata Hari, Emily Bronte, Carl Jung, Thor Vilhjálmsson, Ántonio
Banderas, Árni Sigfússon, Mae West, Bill Clinton og Madonna.
MEYJA
(23. ágúst-22. september)
MEYJUR hafa löngum kvartað yfir því að ekki séu nægilega jákvæð-
ir eiginleikar tengdir stjömumerkinu. Sumum kann að þykja að með
þvi séu meyjur aðeins að afhjúpa stærsta gallann eða nöldrið. Ekki er
heldur rétt að hallað sé á meyjuna í stjörnuspádómum. Meyjur eru
vel gefnar, nákvæmar og iðnar.
Meyjan ætti ekki að þurfa að kvarta yfir árinu 1998. Engu verður
líkara en að verndarengill vaki yfir henni á árinu. Hún á eftir að
standa frammi fyrir spennandi tækifærum og ef henni þykir nóg kom-
ið af leiðindarútínu er kominn rétti tíminn til að taka af skarið og
söðla um. Ekki er víst að allar meyjur séu tilbúnar til að taka jafn af-
drifaríkar ákvarðanir. Sá hópur á eftir að verða var við kaflaskipti í
eigin lífi. Að fortíðin sé að baki og framtíðin ein skipti máli. Hið ver-
aldlega streð á eftir að taka sinn tíma og fjárhagsstaðan verður mis-
góð á árinu. Meyjan verður að fara varlega í fjármálum og huga að því
að minnka skuldir. Ekki er hins vegar ákjósanlegt að ganga svo á
fjárráðin að ekkert lausafé verði eftir til eigin nota. Ef erfiðlega geng-
ur að greiða af greiðslukortum er eðlilegt að leita til fjármálaráðgjafa.
Rómantíkin á eftir að blómstra hjá meyjunni. Meyjur í sambúð eða
sambandi eiga eftir að fá lífsfyllingu í samsldptum við maka. Árið er
hagstætt til að stofna heimili og eignast börn. Einhleypar meyjur
ættu heldur ekki að þurfa að örvænta. Lykiltími rómantíkur verður á
bilinu 26. janúar til 4. febrúar. Ef ekkert gerist er um að gera að sína
þolinmæði því blikur verða á lofti allt árið. Meyjan verður að varast að
gera of miklar kröfur til sjálfrar sín í mars. Allir eru mannlegir og
gera mistök. Lyftu þér upp, farðu út að hitta annað fólk, versla! Meyj-
an ætti að forðast fjárfestingar nema að vel athuguðu máli með vor-
inu. Betri tími til fjárfestinga verður í júní. Vináttan blómstrar og
meyjunni gæti staðið til boða að taka á sig meiri ábyrgð í vinnunni um
hásumarið. Hún ætti að hugsa sig mjög vel um áður en hún tekur
ákvörðun. Þegar haustar fyllist meyjan krafti, félagslífíð tekur kipp
og endurmenntun stendur fyrir dyrum. Um áramót gæti verið ágæt
hugmynd að flytja og flutningur aftur til heimahaganna gæti reynst
vel.
Frægt fólk í meyjunni er meðal annars: Gene Kelly, Steinunn Sig-
urðardóttir, Sophia Loren, Sean Connery, Claudia Schiffer, Michael
Jackson, Greta Garbo, Leonard Cohen og Ómar Ragnarsson.
STEINGEIT
(21 .desember-20.janúar)
STEINGEITIN er að langflestu leyti til hreinnar fyrirmyndar, vel
gefin, ábyrgðarfull og metnaðargjöm. Ekki er því óeðlilegt að stein-
geitinni vegni vel í hvers kyns forystu- og stjórnunarhlutverkum.
Einu erfiðleikarnir gætu falist í því að steingeitin hefur tilhneigingu
til að loka sig af og ætti að gefa sér tíma til að slaka á með sjálfri sér
og öðrum endrum og sinnum.
Steingeitin á fyrir dyrum afar annasamt ár. Ein aðalástæðan er að
steingeitinni verður falin meiri ábyrgð í vinnunni. Steingeitin stendur
að sjálfsögðu undir ábyrgðinni enda framsækin með afbrigðum. Fjöl-
skylda steingeitarinnar er ekki jafn hoppandi glöð og telur breyting-
arnar í vinnunni valda því að steingeitin vanræki sína nánustu. Stein-
geitin ætti að taka mark á því og reyna að skipuleggja tíma sinn betur
með fjölskylduna í huga. Gott væri ef hjón gætu stundað sama áhuga-
málið í því skyni að styrkja sambandið.
Einhleypar steingeitur eiga eins og aðrar steingeitur við tímaskort
að stríða. Sú staðreynd gæti valdið því að prinsinn eða prinsessan á
hvíta hestinum á sjaldan leið fram hjá. Eina leiðin er að reyna að hafa
augun hjá sér í tengslum við innkaupin, vinnuna eða ferðalög. Stein-
geitin á einmitt eftir að ferðast töluvert á árinum. Flestar ferðirnar
verða stuttar og oft í tengslum við vinnuna. Vegna annríkis verður
erfitt að skipuleggja lengri sumarleyfisferðir. Lausnin gæti falist í því
að taka sumarfríið seint og er ákjósanlegast að ferðast á tímabilinu 8.
október til 27. nóvember.
Steingeitin ætti ekki að þurfa að hafa peningaáhyggjur í upphafi
ársins. Hins vegar skyldi hún gæta að því að halda vel utan um budd-
una því óvænt peningaútlát, t.d. í tengslum við bílaviðgerðir, gætu
verið framundan. Ástin blómstrar og veitir steingeitinni jákvæða orku
með vorinu. Sumarið verður heldur rólegt og haustið gott. Steingeitin
og maki hennar verða orðin svolítið þreytt á því að skemmta sér alltaf
með sama fólkinu og leita því á önnur og meira spennandi mið næsta
vetur.
Frægt fólk í steingeitinni er meðal annars: Davíð Oddsson, Nicolas
Cage, Ólafur Skúlason, Nixon, Henri Matisse, Janis Joplin, Mao,
Bjarni Felixson, Anthony Hopkins og Denzel Washington.
VATNSBERI
(20. janúar-18. febrúar)
VATNSBERAR eru djúpþenkjandi og verða að hafa svigrúm til að
sökkva sér ofan í eigin þanka. Annars eru vatnsberar oftast sérstök
góðmenni, hjartahlýir og bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Vatnsberinn vill láta gott af sér leiða og velur sér oft störf á sviði fjöl-
miðlunar eða vísinda í því skyni. Hann er forvitinn og víðsýnn.
Vatnsberinn sér fram á meiri fjárhagslega innkomu á árinu en áð-
ur. Allt er hins vegar unnið fyrir gýg ef ekki er gætt að eyðslunni
enda er, eins og allir vita, mun fljótlegra að eyða en afla fjár. Vatns-
beranum þykir gaman að ferðast til fjarlægra landa og gefur féð hon-
um tækifæri til að fara í draumaferðina. Ef ferðafélagi er ekki jafn
fjáður gæti sú hugmynd skotið upp kollinum að vatnsberinn beri allan
kostnað af ferðalaginu. Stjörnurnar mæla ekki með því fyrirkomulagi.
Besti tíminn til að fara í ferðalag er á milli 10. júní og 25. október.
Frumskilyrðið fyrir þvi að vatnsberanum eigi eftir að líða vel er að
hann gæti að þvi að verða ekki fyrir of miklum þrýstingi í vinnunni.
Ef þrýstingurinn verður of mikill eykst hættan á þvi að vatnsberinn
standi ekki undir álaginu og verði að leita læknis vegna afleiðinga af
stressi. Innhverf íhugun gæti hjálpað og ekki er slæm hugmynd að
slappa af í góðum félagsskap. Vatnsberinn ætti hins vegar að varast
langar næturvökur.
Þrýstingur í vinnunni hefur neikvæð áhrif á samband vatnsberans
við maka hans. Vatnsberinn verður að gæta að þvi að loka sig ekki af
og deila gleði og sorg með makanum. Einhleypir vatnsberar ættu að
leita eftir afar skilningsríkum maka enda verður þörfin fyrir að eiga
stundir í næði ekki minni eftir að maki er kominn til sögunnar. Maki
vatnsberans verður að hafa í huga að nöldur og þras hafa aldrei já-
kvæðar afleiðingar.
í byrjun árs neyðist vatnsberinn til að halda leyndarmáli frá sínum
nánustu. Með því að hvika hvergi á hann eftir að uppskera virðingu
innan fjölskyldunnar. Ekki er seinna vænna fyrir vatnsberann en að
taka á fjármálunum með vorinu annars er hætta á ferðum. Óvænt
happ hendir vatnsberann sumarið 1998. Með haustinu ætti vatnsber-
inn að huga sérstaklega að sambandinu við makann.
Frægt fólk í vatnsberamerkinu er meðal annars: Elín Pálmadóttir,
John Travolta, Michael Jordan, Karólína prinsessa, Galileo, Ronald
Reagan, Gertrude Steiner, Vanessa Redgrave, Virginia Woolf og
Lord Byron.
FISKAR
(19. febrúar-20. mars)
FISKAR geta verið afar heillandi enda viðkvæmar og næmar sálir.
Fiskurinn er afar skilningsríkur og svo hjálplegur að stundum keyrir
úr hófi fram. Fiskurinn er dreyminn, getur gleymt sér í eigin heimi,
verið tvístígandi og áhrifagjarn. Hann er þolinmóður og á auðvelt með
að fyrirgefa. Fiskurinn hefur sérstaka hæfileika á sviði lista og eink-
um í tengslum við hvers konar myndlist.
Fiskurinn á íyrir dyrum sérstaklega ánægjulegt ár. Áður en lengra
er haldið er hins vegar vert að minna fiskinn á að löngu er orðið tíma-
bært að koma fjármálunum í lag. Fiskurinn verður að greiða niður
skuldir, skipuleggja sparnað og leggja grunn að fjárhagslegu öryggi
fjölskyldunnar. Honum finnst allt fjármálavafstur heldur leiðinlegt en
á eftir að sjá árangur erfiðisins í árslok.
Fiskinum færist meira í fang í vinnunni á árinu en áður. Með því að
taka á móti nýrri tækni með opnum huga opnast honum nýjar leiðir.
Hann á eftir að finna mikilvæg gögn í skjölum við breytingarnar. Með
tillit til anna ætti fiskurinn að leggja áherslu á stutta hvíld á milli
tarna í vinnunni. Hann fer nokkrar styttri ferðir á árinu og lengri ferð
tengist heimsókn til vinar. Fiskurinn ætti að ráðgera fri snemma á ár-
inu. Annars er hætt við að öll áform um hvíld fari út um þúfur.
Fiskurinn á eftir að hafa áhyggjur af heilsu ástvinar. Hann ætti að
rétta fram hjálparhönd en gæta að því að ganga ekki um of á eigin
þarfir. Fiskurinn verður sjálfur í toppformi á árinu. Ekki er þar að-
eins átt við líkamlega heilsu því að fiskurinn finnur fyrir auknu sjálfs-
trausti og lifsfyllingu. Velh'ðan fisksins á eftir að hafa áhrif á ýmsum
vettvangi. Fiskinum tekst að hafa jákvæð áhrif á fólk á sviði viðskipta
og samband fisks við maka hefur sjaldan eða aldrei verið betra. Fisk-
urinn finnur fyrir öryggi og frelsi í örmum hans. Árið er lykilár fyrir
einhleypa fiska að finna sér fórunaut. Fiskurinn ætti að senda frá sér ’
skýr skilaboð um hverju hann sækist eftir. Hann er líklegastur til að
hitta hinn/hina eina rétta/einu réttu á miðju ári eða á tímbilinu frá 10.
júní-25. október.
Fjármálin setja leiðinlegan svip á fyrripart ársins. Sumarið verður
gott og gleði á eftir að ríkja í kringum fiskinn síðla árs. Til hamingju,
fiskur!
Frægt fólk í fískamerkinu er meðal annars: Cindy Crawford,
Michelangelo, Glenn Miller, Fabio, Peter Fonda, Ámi Johnsen, Kurt
Russel, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Nat King Cole.