Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 16
16 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ nagetraun u < Verðlaun: 1. Adidas-íþróttavörur að eigin vali frá Sportkringlunni að andvirði 20.000 kr. 2. Tölvuleikir eða geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. 3. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 5.000 kr. Auk þess fá allir vinningshafar flísderhúfu merkta Morgunblaðinu. Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Merkið lausnina, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á: Morgunblaðið - barnagetraun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 19. janúar. IÚr hvaða leikriti sem sýnt ■ var í Borgarleikhúsinu á ár- inu eru þessar kynjaverur? a) Galdrakarlinn í Oz. b) Fuglahræðan á Mars. c) Dýrin í Hálsaskógi. d) Rauðhetta og úlfurinn. Forseti íslands, Ólafur ■ Ragnar Grímsson, varpaði í sumar fram þeirri hugmynd að gerð yrði teiknimynd, í Pocahontas-stfl, um fyrsta barnið af evrópskum upp- runa sem fæddist í Vesturheimi. Hvað hét barnið? a) Leifur heppni. b) Snorri Þorfínnsson. c) Snorri Sturluson. d) Grettir Ásmundarson. 3Maður að nafni Bjami ■ Tryggvason, sem hér sést á mynd, brá sér í allóvenjulegt ferða- lag í sumar. Hvert fór hann? a) Til tunglsins. b) Út í geiminn með geimferjunni Discovery. c) Umhverfís jörðina á 80 dögum. d) Til Mars. 4Bresk prinsessa beið bana í ■ umferðarslysi í París í sum- ar. Hvað hét hún? a. Anna. b. Dórótea. c. Díana. d. Margrét. Nýr biskup íslands var kjör- ■ inn á árinu. Hvað heitir hann? a) Einar Sigurbjömsson. b) Karl Sigurbjömsson. c) Ólafur Skúlason. d) Gunnar Kristjánsson. 6Hvaða íslenska íþróttakona ■ setti heimsmet unglinga í stangarstökki í Laugardalshöllinni á Afmælismóti ÍR 25. janúar? a) Gunna stöng. b) Guðrún Arnardóttir. c) Halla María Helgadóttir. d) Vala Flosadóttir. 7Um 1000 stelpur fóm í ■ söngprufu vegna leiksýning- ar sem setja á upp í Loftkastalanum á næstunni. Hvað heitir leikritið? a) Kardimommubærinn. b) Latibær lifnar á ný. c) Bugsy Malone. d) Mugsy Baloon. 8Hjá hvaða félagi varð Eyja- ■ maðurinn Hermann Hreið- arsson atvinnumaður í knattspymu á árinu? a) Ungmennafélaginu Leifi heppna í Ámeshreppi. b) Crystal Palace. c) Bolton. d) Verkalýðsfélaginu Dagsbrún. 9Ein af bókum hins kunna ■ bamabókahöfundar Hreið- ars Stefánssonar var endurútgefin fyrir jólin. Hvað heitir bókin? a) Óli Alexander fílíbommbomm- bomm. b) Grösin í glugghúsinu. c) Glösin í bmgghúsinu. d) Pelastikk. Stúlka frá Akranesi varð ■ Norðurlandsmeistari unglinga í 50 m skriðsundi á dögun- um, hvað heitir hún? a) Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. b) Ragnheiður Runólfsdóttir. c) Kolbrún Ýr Kristmundsdóttir. d) Margrét Þórhildur Friðriksdótt- ir. Barnagetraun Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Sími:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.