Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 40
40 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ þróun Evrópumynta hefur bitnað mest á saltfiskinum. Óvissa í upphafi nýs árs Þannig er staðan um þessi ára- mót. En hvað er framundan? Sjó- menn hafa um nokkurt skeið verið tneð lausa kjarasamninga. Vélstjór- ar á stærri fiskiskipum hafa boðað verkfall um miðjan janúar og sjó- mannafélögin og yfirmenn greiða atkvæði um verkfallsboðun sem kæmi til framkvæmda í byijun febr- úar. Viðræður við sjómenn hafa gengið treglega og eykur það á vandann að vélstjórar á stærri fiski- skipum gera kröfur um aukinn hlut sér til handa. Segja má að krafa vélstjóra um aukinn hlut stefni öll- um viðræðum í strand. Komi til verkfalls vélstjóra síðari hluta jan- úar og yfir- og undirmanna í febr- úar nk. munu þau verkföll hafa gífurleg áhrif á rekstur allra sjávar- útvegsfyrirtækja. Það er vandséð hvaða tilgangi þau átök þjóni. Það liggur fyrir launastefna í landinu og búið að gera langtímasamning á vinnumarkaði. Við hljótum að vona að samningar takist við sjó- menn og ekki komi til verkfalls á fiskiskipum í upphafi nýs árs. Að lokum óska ég öllum sem starfa við sjávarútveg og lands- mönnum öllum gleðilegs árs. Bjarni Finnsson, for- ^ maður íslenskrar verslunar Verslunin er að eflast VERSLUN á íslandi er að eflast sem starfsgrein þrátt fyrir, eða m.a. vegna þess, að hún á í vax- andi samkeppni inn- byrðis og við verslun í nálægum löndum. Það er þó ljóst að einstök verslunarfyrirtæki standa misjafnlega, og eins miðar verslun mis- jafnlega eftir svæðum. En almennt hafa að- stæður verið góðar á árinu fyrir verslun á íslandi. Rekstrarum- hverfi versiunar hefur að sumu leyti verið fært í jafnræðisátt samanborið við aðrar starfsgreinar, en á undanförnum árum ■*5iafa hagsmunasamtök verslunarinnar unnið að því að fá þá leiðréttingu. Þetta hefur borið nokkurn árangur, en áfram þarf að vinna að því að auka skattalegt jafnræði atvinnugreina. Verslunin hefur sjálf lagt mikla áherslu á tæknivæðingu greinarinnar, og það ásamt aukinni framleiðni og hag- stæðri efnahagsþróun í landinu á síðasta ári hefur stuðlað að eflingu verslunar. Þjóðhagsstofnun hefur upplýst, að kaupmáttur atvinnu- tekna hafi batnað um 6,4% á milli áranna 1995 og 1996, og leita verði aftur til ársins 1987 til að finna dæmi um meiri kaupmáttaraukn- mgu á einu ári. í fyrra reyndust meðalráðstöfunartekjur hjóna 2.407 þúsund krónur eða 201 þús- und krónur á mánuði. Ráðstöfunar- tekjurnar hækkuðu um 6,3% á milli ára. Verslunin finnur sífellt meira fyrir samkeppni við verslanir í út- löndum því bæði ferðast íslendingar mikið og gefa sér þá tíma til að líta í verslanir, en auk þess verður sí- fellt meira vart við Ijarkaup um póstverslun og tölvur. Síðan bætist við, að erlend fyrirtæki eða umboð þeirra hér á landi, setja upp verslan- ir í Reykjavík og efla með því nokk- uð samkeppnina. Þessi aukna sam- keppni er holl fyrir verslunina svo lengi sem jafnræði ríkir á milli að- ila. Því miður er ennþá nokkur ójöfnuður á milli útlendrar verslun- ar og innlendrar, t.d. er virðisauka- skattur mishár í löndunum. En þrátt fyrir slíkan mismun hefur verslun á Islandi tekist að vera samkeppnis- hæf í verði, og sanna aukin innkaup útlendra ferðamanna á íslandi best að þetta hefur tekist. Margt torveldar neytendum sam- anburð á verði á milli landa, t.d. sú staðreynd, að flest er greitt með kortum og upphæðir síðan reiknað- ar yfir í dollara hér og bætt við kostnaði. Evróið mun að sjálfsögðu skerpa þessa samkeppni mikið þeg- ar það verður tekið upp í bytjun ársins 1999, en langflest ríki Evr- ópu munu að líkindum taka þátt í Efnahags- og myntbandalaginu og taka upp Evróið þá eða næstu ár á eftir. Þá geta neytendur með auð- veldum hætti borið saman raun- verulegt verð sambærilegra vara í löndum Evrópu, og samkeppni verslunarfyrirtækja hlýtur að sama skapi að aukast. Þær viðræður sem hafa nú nýlega hafist við stjórnvöld í Kanada um gerð gagnkvæms frí- verslunarsamnings eru mikilvægar fyrir íslenska verslun. Slíkur frí- verslunarsamningur gæti aukið verslun á milli landanna mikið og stuðlað að auknum samskiptum og tíðari samgöngum. Sömuleiðis geta fyrirhugaðar framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og öflug markaðssetning stöðvarinnar fjölg- að ferðamönnum og jafnframt eflt íslenska verslun. Verslunin fagnar því skrefi sem stigið var á árinu með aukningu verslunarrýmis í flugstöðinni og útboði þess til einka- aðila. Vonandi verða fleiri skref stigin á sömu braut á næstu árum. Endurskoðun sölukerfis áfengis er baráttumál hagsmunasamtaka verslunarinnar og fagna ber við- horfsbreytingu sem fram kemur í stefnumótun og framtíðarsýn nú- verandi stjórnar ÁTVR. Enda þótt einkasala ríkisins með áfengi sé ekki talin bijóta í bága við lög og samþykktir ESB og EES, þá er ljóst að breyta verður sölukerfi áfengis til þess að það færist nær viðtekn- um viðskiptavenjum og verslunar- þjónustu. Verslunin hvetur stjórn- völd til að nýta það vörudreifingarkerfi sem til er í landinu við sölu áfengis, en draga að sama skapi úr versl- unarrekstri hins opin- bera. Þróunin í verslun á íslandi hefur haldið áfram þannig að hlutur höfuðborgarinnar og SV-hornsins verður sí- fellt meiri, en að sama skapi dregur úr verslun á öðrum stöðum í land- inu. Ekki verður séð að breyting verði á þessu nema stjórnvöld landsins og sveitarfé- laganna taki höndum saman um eflingu stærstu verslunar- og þjón- ustukjarna utan höfuðborgarsvæð- isins til mótvægis við höfuðborgar- svæðið. í stað þess að rekstrarum- hverfi verslunar út um landið versni alls staðar meira, móti yfirvöld stefnu varðandi verslun og þjónustu utan SV-hornsins og fylgi henni síðan eftir með samstilltu átaki. Þetta kallar á harðar en óhjákvæmi- legar ákvarðanir. Á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram samþjöppun í versluninni, þ.e.a.s. aukin keðjumyndun og til- færsla verslunar til færri og stærri aðila. Jafnframt eflast verslunar- klasar eða svæði þar sem margar verslanir hafa sameiginlega sterkt aðdráttarafl á neytendur. Meirihluti matvöruverslunar á höfuðborgar- svæðinu er kominn í hendur aðila sam eru í samstarfi og að nokkru leyti sameign. Fáir og stórir aðilar ráða bróðurparti þeirrar matvöru- verslunar sem eftir er. Einstakur sjálfstæður kaupmaður sem ekki er í samstarfi við aðra verslunar- aðila, býr við vaxandi rekstrarerfið- leika, og slíkum aðilum fækkar óðum. Sk. þægindaverslanir, þ.e.a.s. klukkubúðirnar og bensín- stöðvar, sækja að „kaupmanninum á horninu“. Skipulagsmál hafa ver- ið ofarlega á baugi í höfuðborginni og nágrenni á árinu, ekki síst með tilliti til verslunar. Áform um upp- byggingu stórrar verslunarmið- stöðvar í Kópavogi, stækkun Kringlunnar og skipulag miðborgar Reykjavíkur hafa ekki síst valdið þeirri umræðu. Ljóst er að kjarni þessa máls er samkeppni íjárfest- ingar og rekstraraðila í verslun og síðan samkeppni sveitarfélaganna sem í hlut eiga. Þessi samkeppni er ekki óeðlileg, en þó ber e.t.v. að harma að skipulagsmál séu með þeim hætti, að ekki sé litið á allt höfuðborgarsvæðið sem eitt svæði heldur fari línur eftir mörkum sveit- arfélaga þar. Fyrir neytendur og verslunina er þetta eitt markaðs- svæði, og af því mótast hegðun þeirra og framkvæmdir. Ánægju- legt er þó að sjá, að sveitarstjórnir eru að átta sig á nauðsyn samráðs við fyrirtæki og einstaklinga til þess að skipulag og framkvæmd þess gangi eftir vandræðalaust. Skipulagsmál hafa nú í mánuðinum verið mikið rædd í Reykjavík. Þarna hefur gildi verslunar fyrir borgar- þróun verið viðurkennt og nú er lögð áhersla á samráð við kaup- menn um þróun skipulags í mið- borginni. Sama ætti að gilda um hafnarsvæði, sem mikilvægt er fyr- ir verslunina að henti þörfum henn- ar. Sveitarfélög víðar mættu gjarn- an íhuga hvort ekki er ástæða til að fylgja þessu fordæmi. Fjárfestar verða að geta treyst því að skipulag standi, en að því sé ekki breytt eft- ir hentugleikum stjórnvalda hveiju sinni. Aukin fjarverslun, þ.e.a.s. versl- un um alnetið, sjónvarpsmarkaði o.s.frv. mun stuðla að breytingu á verslunarmynstri á næstu árum. Verslunin þarf að gera sér grein fyrir þessu, og búa sig undir breyt- ingarnar. Upplýsingatækni og „vörudreifikerfi" mun skapa fyrir- tækjum samkeppnisyfirburði á markaðinum. Menn greinir á um hversu mikil verslun færist til vegna þessarar tækni, en flestar spár gera ráð fyrir að a.m.k. 10% af matvöru- verslun verði með þessum hætti innan 5 ára. Um leið og þetta þýð- ir erfiðleika fyrir verslun í stærri bæjum getur það þýtt lausn ákveð- inna vandamála fyrir neytendur í fámennum byggðum þar sem ekki er hægt að reka verslun á arðbæran hátt. Aukin verslun erlendra ferða- manna á íslandi hefur verið sam- starfsverkefni hagsmunaaðila á ár- inu, og íslensk verslun hefur ásamt Reykjavíkurborg veitt verðlaun, Njarðarskjöldinn, þeirri verslun sem hefur skarað fram úr í borginni í þjónustu við ferðamenn. Ljóst er að útlendir ferðamenn á íslandi kaupa nú fleiri vörutegundir og fyrir hærri upphæðir en áður og hefur samstarfið sem áður var nefnt án efa haft góð áhrif á þetta. Á síðustu mánuðum hefur skriða afsláttar- og tryggðarkorta farið yfir markaðinn, og verslunin hefur með einum eða öðrum hætti tengst þessum kortum. Ljóst er að áhrif þessara korta á markaðinn munu verða þau að hækka verð þeirra sérvara sem einkum eiga í hlut. Þetta rýrir þar með samkeppnis- hæfni íslenskrar verslunar í saman- burði við erlenda verslun. Að þessu þarf verslunin að hyggja, þótt verð- lag hér fari lækkandi, og sé í mörg- um greinum fyllilega samkeppnis- fært við útlendar verslanir. Samtök Evrópuverslunar, EuroCommerce, hafa nú kært samráð kortafyrir- tækja í Evrópu til Evrópudómstóls- ins m.a. vegna þjónustugjalda sem aðildarverslanir þurfa að greiða. Vonast er eftir niðurstöðu fljótlega. Bílainnflutningur er nú á þessu ári sem er að líða að nálgast meðal- talsinnflutning eftir mjög lítinn inn- flutning bíla undanfarin ár. Á undanförnum árum hefur neyslustýring þess opinbera í formi stighækkandi gjalda minnkað og eru gjaldflokkar nú 3 í stað 7 áð- ur. Einnig hafa gjöld á stærri hóp- ferða- og vöruflutningabíla verið lækkuð. Breytingar þessar hafa tekist mjög vel og mun meira er nú flutt inn af betur búnum bílum með meiri öryggisbúnaði og hefur úrval íjórhjóladrifinna bíla og bíla með sætum fyrir fleiri en 4 farþega aukist. Nauðsynlegt er að neyslu- stýring í formi mismunandi gjalda á ökutæki verði aflögð og gætt sé jafnræðis, þannig að sambærileg gjöld séu lögð á tæki til sambæri- legra nota og hver og einn geti ljár- fest í því tæki sem best þjónar flutn- ingsþörfinni. Þá þarf að stuðla að því að barnmargar fjölskyldur geti eignast hentugan bíl á sambærilegu verði við aðra og fjölskyldan geti ferðast saman löglega og að fyllsta öryggis sé gætt. Bifreiðir eru nauðsynleg fram- leiðslutæki og óeðlilegt að skatt- leggja atvinnulífið í formi gjalda á þær bifreiðir sem það notar og rýr- ir það samkeppnisstöðu landsins. Meðalaldur fólksbíla hefur hækk- að um 7,5 ár í 9,5 ár á þessum áratug og er mun hærri á atvinnu- bifreiðum og almennt eru bílar eldri hér og menga meira en í flestum nágrannalöndum okkar. Stutt er síðan reglur voru settar um notkun hvarfakúta þannig að um þrír af hveijum fjórum bílum á götunum eru án mengunarvarnabúnaðar. Kjarasamningar við verslunar- menn til 3ja ára voru gerðir fyrr á árinu, og er samningstíminn og ýmis ákvæði samningsins nokkur nýmæli. Samningarnir tóku mið af spám Þjóðhagsstofnunar um verð- lagsþróun og byggðu á nýjum lög- um um kjarasamninga og vinnudeil- ur, tóku mið af tilskipunum ESB um vinnutíma o.fl. og viðræðuáætl- unum sem gert er ráð fyrir að séu settar upp við gerð kjarasamninga. Með nokkrum hætti kom verslunin sem starfsgrein beinna inn í samn- ingaferlið en áður, og enn fremur fylgdu í kjölfar samninganna sk. vinnustaðasamningar við starfs- menn á einstökum starfsstöðvum. Fyrirmynd kjarasamninga verslun- arinnar eru samningar sem verslun- in og launþegasamtök verslunar- fólks í Danmörku hafa þróað. Með- al nýmæla var stigið skref í þá átt að fella niður launataxta aðra en lágmarkslaun líkt og gert hefur verið í Danmörku. Er e.t.v. tíma- bært að fella alla launataxta út úr næstu samningum árið 2000? Verslunin lítir framtíðina björtum augum og horfir með eftirvæntingu fram á nýtt og spennandi ár. Magnús Oddsson ferðamálastjórí Treysta þarf for- sendur til frekari vaxtar ÞAÐ ER hefð og reyndar öllum nauðsynlegt að líta til baka um áramót. Þetta gerir íslensk ferða- þjónusta eins og aðrar atvinnugreinar þjóðar- innar. Þegar árangur ársins 1997 er skoðaður er það eðlilega mjög misjafnt hver niður- staða einstakra fyrir- tækja, landshluta og einstaklinga verður. Árangur heildarinn- ar kemur fram í ýmsum opinberum tölulegum upplýsingum svo og í niðurstöðum þeirra kannana, sem gerðar hafa verið meðal okkar innlendu og erlendu gesta. Erlendir gestir á þessu ári verða um 202.000 og er um hlutfallslega litla aukningu að ræða frá árinu 1996 eða rúm 2%. Er það í fyrsta sinn í nokkur ár sem ekki verður veruleg aukning á fjölda erlendra gesta til landsins á milli ára. Til viðbótar við þá gesti sem að ofan eru taldir komu hingað um 40.000 dagsferðamenn á árinu. Á árinu náðist sá áfangi að meira en helmingur erlendu gestanna, eða yfir 100.000, kom utan hins svo- nefnda hefðbundna ferðamanna- tíma. Þessi árangur er í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um að ná hlutfallslega meiri aukningu í umsvifum utan háanna- tímans og hefur það tekist undan- farin ár. Hér er að skila sér árangur í vöruþróun og markaðssetningu, sem unnið hefur verið að árum sam- an í þeim tilgangi að ná betri nýt- ingu fjárfestinga allt árið. Gjaldeyr- istekjur af ferðaþjónustu voru sam- kvæmt upplýsingum Seðlabankans fyrstu níu mánuði ársins um 17,8 milljarðar. Því má gera ráð fyrir að heildargjaldeyristekjur af ferða- þjónustu verði um 22 milljarðar á árinu eða 6-7% meiri en árið 1996. Þegar rætt er um tekjur af ferða- þjónustu á árinu 1997 er ekki úr vegi að benda á þá fjármuni, sem þessir 240 þúsund erlendu ferða- menn greiða beint til ríkisins. Leiða má að því líkur að erlendir gestir á þessu ári greiði í skatta vegna beinna kaupa á vöru og þjón- ustu allt að 1,6 milljarða króna. Þá er ekki verið að tala um óbein áhrif eins og skatta af launum starfs- fólks, skatta fyrirtækja í ferðaþjón- ustu og aðra skatta vegna marg- feldisáhrifa þessarar atvinnugrein- ar sem eru þessu til viðbótar og hlutfallslega hliðstæð og í öðrum atvinnurekstri. Virðisaukaskattur er innheimtur beint af gestum af hverri gistinótt, hverri máltíð, öllum vörukaupum og þjónustu, vega- skattur af hveijum bensínlítra, o.s.frv. Endurgreiðsla til erlendra ferðamanna er óverulegur hluti þessarar upphæðar eða um 100 milljónir. Beinar skattgreiðslur gestanna gætu því numið allt að 1,5 milljörðum á árinu á meðan á dvöl þeirra stendur um leið og þeir skapa þúsundir ársverka í landinu. Þetta er sett hér á blað til að sýna mikilvægi þeirra gesta sem á þessum vettvangi í fyrra voru nefndir „gestir þjóðarinnar". Inn- lendir ferðamenn greiða svo eðlilega sömu óbeinu skatta af keyptri þjón- ustu af ferðaþjónustufyrirtækjum og öðrum á ferðalögum um eigið land. Ekki liggja fyrir hjá Hagstofunni tölur um heildarfjölda gistinátta á þessu ári. Ýmsar upplýsingar gefa þó tilefni til að ætla að aukning hafi enn orðið í ferðalögum íslend- inga um eigið land. Stóraukin fjölmiðlun og margmiðlun Á árinu 1997 heimsótti okkur mikill fjöldi erlends fjölmiðlafólks. Mér er til efs að slíkur fjöldi hafi komið áður á einu ári. Mjög mikil áhersla hefur verið lögð á þennan þátt kynningarstarfsins af hálfu ferðaþjónustunnar á undanförnum árum. Milli sex og sjö hundruð fjöl- miðlamenn komu á árinu á vegum ferðaþjónustuaðila og kynntu sér land og þjóð og mun fleiri sýndu áhuga á íslandsferð. Sjónvarps- stöðvar voru áberandi í þessum hópi og hefur fjöldi þátta um land og þjóð verið sýndur víða um lönd undanfarið. Þegar litið er til prentmiðlanna er víða að sjá ómet- anlegar upplýsinga: og myndagreinar. í þýskalandi einu hafa t.d. á þessu ári birst rúmlega 300 greinar qg fréttaklausur um ísland í blöðum og tímaritum. Með þess- ari auknu umfjöllun er vakin forvitni til frekari kynna. Þess misskilnings gætir stundum að íjölmið- laumfjöllum ein og sér selji ferðir til íslands. Þessu er auðvitað ekki svona farið. Til þess að hún nýtist þarf sam- hliða henni að efla allt annað mark- aðsstarf og sölu- og dreifingarkerfi ferðaþjónustunnar verður að vera í stakk búið til að þjóna auknum áhuga á viðkomandi svæði. Þá hef- ur umfjöllun innlendra fjölmiðla um ferðaþjónustu og ferðamöguleika á íslandi stóraukist og á sinn þátt í vaxandi fjölda þeirra sem „sækja ísland heim“ Öll margmiðlun skiptir okkur stöðugt meira máli í kynningar- starfinu. Samkvæmt könnunum er ljóst að stöðugar breytingar eru að verða á kauphegðun ferðamanna. Bjarni Finnsson Magnús Oddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.