Morgunblaðið - 31.12.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 31.12.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBERÍ 1997 D 41 UMHVERFIÐ SKIPTIR OKKUR MÁLI Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, hlaut umhverfisviðurkenningu Iðnlánasjóðs 1997 fyrir að skara fram úr f aöbúnaöi og öryggi starfsfólks og verndun umhverfisins. Við útgáfu á Morgunblaðinu er markvisst unniö að þvf að nýta til hins ýtrasta öll aðföng við vinnslu blaösins og öllu því sem gengur af er komiö til endurvinnslu eða fargað á viðeigandi hátt. Áhersla er lögð á að takmarka sem mest notkun á efnum sem kunna að vera skaöleg umhverfinu. Sett hefur verið upp sérstakt flokkunarkerfi fyrir allan úrgang og leitast hefur verið við að hafa kerfið sem einfaldast til að auðvelda framkvæmdina. Þannig er almennur úrgangur eins og fellur til á flestum vinnu- stöðum, svo sem pappfr, prenthylki úr prenturum, rafhlöður og umbúðir undan drykkjarvörum, flokkaður og settur f endurvinnslu eða fargað. Sérstakur hreinsibúnaður hefur verið settur upp til meöhöndlunar á margvíslegum efnum sem nota þarf f starfseminni, auk þess sem sérútbúið fráveitukerfi á að tryggja að ekki fari óæskileg efni út f umhverfið. öllu þvf sem notað er f starfseminni er komið f endurnýtingu, svo sem álplötum, dagblaða- pappfr, filmum, smurolfu, framköllunanrökva og prentfarfa. Á Morgunblaðinu láta starfsmenn og stjórnendur sig umhverfið varða og eru vakandi fyrir nýjum úrlausnum á öllum sviðum starfseminnar sem leiöa til þess að framleiðsla blaðsins valdi sem minnstri röskun á umhverfinu. Þvf er sú viðurkenning sem útgáfufélagið hlaut mikil hvatning til áframhaldandi vöku og er stefnt að þvf aö á nýju ári veröi komiö á umhverfisstjórnunar- kerfi í samræmi viö alþjóöastaöalinn ISO 14001. VERND UMHVERFIS- VIÐURKENNING IDNLÁNAS)ÓÐS U, Morgunblaðið óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.