Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 D 11 Guðný Guðbjörnsdóttir, formaður þingflokks Samtaka um kvennalista: Varnarþarfir verði endur- skilgreindar 1. FYRSTA spumingin er sú hvort íslensk stjórnvöld bera gæfu til að skrifa undir Kyoto- samþykktina. Ég óttast að núverandi ríkis- stjórn geri það ekki og haldi áfram á núverandi braut í atvinnu- og um- hverfismálum með mengandi stóriðju á oddinum. Það ylli ekki aðeins vaxandi mengun hér og einhæfni í at- vinnu, heldur hefði það varanleg áhrif til hins verra á ímynd okkar sem ferðamannalands og matvælaframleiðenda. Slíkt yrði mikið slys að mínu mati. Við verð- um að axla ábyrgð með samfélagi þjóðanna að þessu leyti, ekki síst eftir þær tilslakanir sem þegar hafa fengist í Kyoto. Það eru ekki síst hagsmunir okkar sjálfra sem eru f veði, hugsanlega spumingin um það hve lengi landið verður byggilegt. Ég er sannfærð um að fyrr eða síðar munu fslendingar átta sig á mikilvægi þess að skrifa undir samþykktina, ef ekki þessi ríkisstjóm þá sú sem tekur við af þessari. Þá verður hafist handa við að styrkja ímynd íslands sem hreins og fagurs lands með óspillta náttúm fyrir ferðamenn og ómeng- aða matvöm til útflutnings, hvort sem það er fiskur, kjöt eða græn- meti. Það er sjálfsagt að nýta okk- ar endumýjanlegu orkugjafa til annars en mengandi stóriðju. Auk raforku fyrir innanlandsmarkað mætti selja raforku til Evrópu í gegn um streng og fljótlega verður tímabært að nota raforku til vetn- isframleiðslu eða annarra orku- gjafa sem ekki gefa frá sér gróður- húsalofttegundir. Eftir undirritun Kyoto-samþykktarinnar þarf að endurskilgreina stefnuna í efna- hags- og atvinnumálum með meg- ináherslu á ræktun mannauðsins með góðri almennri og sérhæfðri menntun kvenna og karla til hugar og handar, allt frá leikskóla til há- skólastigs. ísland á að vera paradís hreins og fagurs lofts og lands, þar sem vinnuaflið er vel menntað til margvíslegra starfa og samkeppn- ishæft við aðrar þjóðir. 2. Eftir töluverðan aðdraganda hafa formlegar viðræður nýhafist á milli Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Kvennalista um sameigin- legan málefnagmndvöll vegna þingkosninganna 1999. Væntan- lega munu óflokksbundnir tengjast viðræðunum með tilteknum hætti. Á miðju ári 1998 ætti að verða Ijóst hvort samstaða næst um málefna- grundvöll og stuttu síðar hvort verður af sameiginlegu framboði félagshyggjuaflanna í þingkosning- unum 1999. Slíkt framboð gæti haft gífurleg áhrif á íslensk stjómmál. Ætla má að fylgi þess verði á bilinu 30-50% og því hafi það alla burði til að verða leiðandi í ríkisstjóm að lokn- um kosningum, leiðandi afl inn í nýja öld. Slíkt afl yrði væntanlega undir merkjum kvenfrelsis, jafnað- ar og félagshyggju með tilheyrandi áherslum á félagslegt réttlæti, jöfnuð og jafnrétti kynjanna í reynd, hvort sem er í atvinnumál- um, launamálum, menntamálum eða í félagslegri þjónustu. Snúið yrði af þeirri braut að þeir ríku yrðu ríkari og yfir á braut félags- legs jafnaðar og rétt- lætis. Við kvennalista- konur eygjum mögu- leika á því að koma svokallaðri samþætt- ingarstefnu í jafnrétt- ismálum í fram- kvæmd. Það þýðir að jafnréttismálin verða miðlæg í stefnumörk- un á öllum sviðum, í stað þess að vera jað- armálefni í einu ráðu- neyti. Horft er á öll mál út frá sjónarhóli beggja kynja. Til að komast upp úr þeim hjólfórum sem jafnréttismálin eru í 20 árum eftir að sett voru jafnréttislög, þarf fyrst og fremst pólitískan vilja og öfluga stofnun sem sér um fram- kvæmd, eftirfylgni og eftirlit. Þetta eru mikilvæg atriði sem við kvennalistakonur leggjum upp með í viðræðurnar, auk megináherslu á umhverfis- og menntamál. Síðast en ekki síst gerum við þá sjálf- sögðu kröfu að jafnræði verði með kynjunum á öllum sviðum sam- starfsins. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé sögulegt tækifæri í íslenskum stjómmálum, sem verði að nýta. Ef það fer út um þúfur þá er líklegt að núverandi ríkisstjórn sitji áfram við völd, þeir ríku verði ríkari og misskipingin og misréttið í landinu fari vaxandi. 3. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með hvernig ríkisstjómin hefur komið með hvert frumvarpið á fætur öðra til að lægja mestu óánægjuöldurnar í kringum kvóta- kerfið, án þess í raun að tekið sé á nokkra sem máli skiptir. Það nýjasta er að kvótinn fymist ekki í skattalegu tilliti og að heimila smá- bátaflotanum að fara út í kaup og leigu á þorskaflahámarki, sem væntanlega leiðir til þess að þessi tvö kerfi aflamarksbáta annars vegar og smábátanna hins vegar, renna saman í eitt. Ekki skal held- ur gleyma haldreypi Davíðs Odds- sonar um að veiðileyfagjald sé í lagi ef upphæðin er nægilega lág. Ef þessi ríkisstjórn heldur velli tel ég líklegt að svona verði lullað áfram og allt gert til að styrkja frekar „eignarhald“ sægreifanna og annarra útgerðarmanna á þess- ari mikilvægu auðlind þjóðarinnar, með tilheyrandi átökum við sjó- menn, fækkun smábáta og atvinnu- leysi meðal fiskvinnslufólks. Þessi stefna mun ýta enn frekar undir þá byggðaþróun sem nú er í gangi, þ.e. að fólk flytjist úr dreifbýli í þéttbýli þar sem atvinnuöryggið úti við sjávarsíðuna er ekkert. Krafan um veiðileyfagjald mun verða fyrirferðarmikil fyrir næstu kosningar, þar sem auðlindagjald verður að líkindum eitt stærsta kosningamálið. Með því fær þjóðin réttmætan afrakstur af auðlindum sínum til hagsbóta fyrir þjóðar- heildina í stað fárra útvaldra. Auðlindagjald mun gera það mögu- legt að efla mennta- og velferðar- kerfið án þess að hækka skatta. Þá þarf að huga sérstaklega að hags- munum þeirra sem eiga húsnæði á landsbyggðinni og vilja búa þar SJÁ NÆSTU SÍÐU Guðný Guðbjörnsdóttir amota etraun Áramötagetraun Morgunbiaöstns birtist í btaðinu dag á bls. 1öd, 1Sd, 22d og 23d og verður hún þnskipt.; barnagetraun, unglingagetraun og fuílorðinsgetraun. Veitt verða þrenn verðiaun fyrir hvern fíokk. ætiuö olium 5-12 ru Adidas-íþróttavörur að eigin vali frá Sportkringlunni að andvirði 20.000 kr. Tölvuleikir eða geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 krr Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 5.000 kr. Unglingagetraun ætluð öllum 13-1? ára | Vöruúttekt að eigin vali frá Jack & Jones eða Vero Moda að andvirði 20.000 kr. || Tölvuleikir eða geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. | Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 5.000 kr. ÁÉP un Vöruúttekt að eigin vali frá IKEA að andvirði 20.000 kr. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Aukþess fá allir vinningshafar flisderhúfu merkta Morgunblaðinu. Úrlausnirþurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.