Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 24
24 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttamyndir
af innlendum
vettvangi
FLUTN-
INGASKIPI á
vegum Sam-
skipa, m/s
Dísarfelli, hvolfdi og það sökk í vonsku-
veðri miðja vegu milli íslands og
Færeyja að morgni sunnudagsins 9.
mars. Skipveijar biðu í um tvo klukku-
tíma í sjónum í 10 metra ölduhæð á
opnu úthafinu, innan um brak og olíu,
þar til áhöfn björgunarþyrlu Landhelg-
isgæslunnar bjargaði tíu þeirra en tveir
fórust. Skipveijarnir voru í björgunar-
göllum og
kræktu sam-
an hand-
leggjunum á
meðan þeir biðu björgunar.
Ekki er vitað um ástæður slyssins en
Uóst er að sjór komst af einhverjum
ástæðum í lestar þess aðfaranótt sunnu-
dagsins með þeim afleiðingum að skipið
fékk slagsíðu og hvolfdi nokkru síðar.
Áhöfninni tókst að senda út neyðarkall.
Þegar skipið fórst var það um 100 sjó-
mflur suðaustur af Hornafírði.
DISARFELL FERST 100 SJOMILUR
SUÐAUSTUR AF LANDINU
Á SEX dögum í byijun mars var 39
sjómönnum bjargað úr sjávarháska í
björgunarþyrlu Landhelgisgæslunn-
ar, TF-LÍF.
Fyrst bjargaði áhöfn þyrlunnar
nflján mönnum af Víkartindi þegar skipið strandaði austur af
Þjórsárósum. Þyrlan bjargaði síðan 10 mönnum af Dísarfelli eft-
ir að skipið fórst 100 sjómflur suðaustur af Hornafirði. Tveir
BJARGA 39 SJOMONNUM
A SEX DOGUM
menn úr áhöfn skipsins fórust.
Myndin var tekin þegar skipbrots-
menn af Dísarfelli stigu út úr þyrl-
unni í Reykjavík. Daginn eftir var 10
mönnum bjargað af Þorsteini GK
sem rak vélarvana upp í Krísuvíkurberg.
Eignatjón í þessum þremur sjóslysum var áætlað tæpir 4 millj-
arðar kr.
STORTFLUTNINGASKIP
STRANDAR VIÐ ÞYKKVABÆ
NÍTJÁN manna áhöfn þýska flutninga-
skipsins Víkartinds bjargaðist giftusam-
lega um borð í þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar, TF-LÍF, eftir að skipið strandaði í
Háfsfjöru fyrir neðan Þykkvabæ að kvöldi
5. mars. Þegar varðskipið Ægir reyndi
björgun skömmu áður tók út mann af
varðskipinu og fórst hann.
Aðalvél Víkartinds bilaði fyrir hádegi
þennan dag þegar skipið var á siglingu
tskammt undan Þjórsárósum. Varðskipið
Ægir hélt á vettvang. Ekki tókst að koma
vélum skipsins í gang. Varðskipið gerði
tvær árangurslausar tilraunir til að koma
dráttartaug í skipið. TF-LÍF kom á strand-
stað skömmu eftir að akkerisfestar Víkar-
tinds slitnuðu og voru skipverjarnir hífðir
upp í þyrluna í slæmu veðri. Orfáum mín-
íútum síðar rak skipið upp í land. Hluti af
farmi þess dreifðist um Háfsfjöru. Það sem
eftir var af farminum var híft í land og
skipið sjálft hlutað niður og fjarlægt.
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
EYÐILEGGINGUNDIR
KRYSUVIKURBERGI
ÁHÖFN björgunarþyrlu Landhelgisgæsl-
unnar bjargaði 10 manna áhöfn netabáts-
ins Þorsteins GK áður en skipið strandaði,
fylltist af sjó og valt á hliðina undir Krýsu-
víkurbergi í slæmu veðri 10. mars. Fyrstu
skip komu á staðinn um það bil sem síð-
ustu mennirnir voru hífðir frá borði og
horfðu áhafnir þeirra á Þorstein reka upp
í klettana þar sem skipið valt á hliðina og
eyðilagðist á stuttum tima.
Þorsteinn GK-16, 179 lesta stálbátur frá
Grindavík, var á netaveiðum tæpa sjómflu
undan Krísuvíkurbergi þegar hann fékk í
skrúfuna. Rak hann skáhallt f áttina að
berginu. Ekki tókst að koma vélinni aftur í
gang. Rekið stöðvaðist þegar akkerin voru
sett út en þau slitnuðu frá þegar hvessti.