Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 30
30 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997
MORGUNBLADIÐ
Anna Sveinbjarnardóttir
Sæbjörn Valdimarsson
Arnaldur Indriðason
Velslan
;{'Big Night).
Stanley Tucci & Scott Campell.
Safaríkt byrjendaverk frá tveimur leikurum
sem kom skemmtilega á óvart.
ÁPBkstup
(Crash).
David Cronenberg. Kuldalega vel gerð krufn-
ing á afbrigðilegri hegðun mannfólksins.
Með tullpi relsn 8
(The Full Monty).
Peter Cattaneo. Gamanmynd ársins sem skoð-
ar líkamlegt ásigkomulag karlmennskuímyndar-
innar.
-Jói 00 pisatepskjao
(James and the Giant Peach).
Henry Selick. Bamamynd sem býr yfir hreinum
kvikmyndatöfrum.
Kolya
Jan Sverak. Ljúf kvikmynd um litlar og stórar
byltingar í Austur-Evrópu.
LA, Contldentlal
(Curtis Hanson).
Pað væri óskandi að þessi mynd yrði skyldu-
áhorfun fyrir alla sem vilja gera sakamálamynd
í Hollywood.
Jenn í svöptu
(Men in Black).
Barry Sonnenfeld. Geimgrín sem segir sex.
(Sling blade).
Billy Bob Thomton. Hljóðlát stúdía um hið
góða og illa í mannsálinni.
Leyndapmál 09 lygar
(Secrets and Lies).
Mike Leigh.
Loksins, loksins fékk Leigh verðskuldaða viður-
>i:enningu.
Bomaá og Júlía
(William Shakespeare’s Romeo & Juliet). Baz
Luhrman. Langbesta Shakespeare kvikmyndin,
og nóg hefur verið gert af þeim síðustu árin.
Verð að lokum að fá að nefna að auki Stjörnu-
^ltríðsþríleikinn og heimildarmyndina „When
We Were Kings“.
(Secret and Lies).
Leikstjóri Mike Leigh.
Ekki aðeins besta mynd ársins
heldur áratugarins. Súrsæt
blanda tilfinningamála í venju-
legri, breskri fjölskyldu þar sem
margt býr í þögninni. Uppgjörið
er eftirminnilegur sigur sannleik-
ans yfir lyginni. Einfaldur gald-
ur, sterk og margslungin.
L.A. Gantidential
(Curtis Hanson.)
Besta myndin að vestan í ár er
harðsoðin, nánast gallalus saka-
málamynd í anda gullaldar þeirra
um miðja öldina. Hún gerist á
þeim tíma og útlitið óaðfinnan-
legt. Fléttan er góð og leikurinn
sömuleiðis hjá ólíklegum en frá-
bærum leikhóp sem kemur nota-
lega á óvart. Myndin skipar
Curtis Hanson að lokum í flokk
þeirra bestu.
Mti tullPl PBÍSIt
(The Full Monty).
Peter Cattaneo.
Bretar láta heldur betur að sér
kveða um þesar mundir, hér rís
„nýbyigjan“ hæst í einfaldri,
drepfyndinni sögu um ótrauða
sjálfsbjargarviðleitni verka-
manna sem láta allt flakka til að
bjarga sér frá hungurvofu at-
vinnuleysisins. Tom Wilkinson
fer fremstur í flokki lítt þekktra,
fínna leikara.
(Sling Blade)
BiUy Bob Thornton.
Billy Bob Thornton lætur heldur
betur að sér kveða sem leikari,
leikstjóri og handritshöfundur,
eftir áratuga dútl í kvikmynda-
borginni. Sigrar á öllum víg-
stöðvum, ekki síst í magnaðri
túlkun á treggáfuðu ljúfmenni
sem tekur til sinna ráða þegar
vini hans er ógnað. Veltir eftir-
minnilega fyrir sér grundvallar-
spurningum kristinnar siðfræði.
VHslðt alklt
(The Big Night).
Stanley Tucci.
Annar gullmoli úr óvæntri átt.
Stanley Tucci, aukaleikarinn
góði, kemur fram á sjónarsviðið
sem engu síðri leikstjóri og hand-
ritshöfundur í frumraun sinni.
Hún fjallar á yfirborðinu um mat
og matargerðarlist, undir niðri
um þjóðareinkenni, fótfestu í
samfélaginu, metnað og ást.
MÉIIó 989n Lappy Flpt
(The People vs Larry Flynt).
Milos Forman. Hrá og umbúða-
laus mynd um skrautlegt lífs-
hlaup klámkóngs. Sigur grund-
vallarmannréttinda eða skrípa-
leikur? Um það má deila en ekki
gustmikla og ánægjulega endur-
komu Formans né frábæran leik.
(John Woo.)
Besta spennumynd ársins mark-
ar fótfestu besta hasarmyndleik-
stjóra sem kenndur er við Hong
Kong í Vesturálfu. Frumleg,
skynsamlega skrifuð, Travolta í
toppformi, brellumar og hraðinn
hreinasta augnayndi spennufíkla.
Jan Sverak.
Hrífandi, hlý og falleg mannlífs-
mynd frá Tékklandi á dögum
Glastnosts. Umburðarlynd gagn-
vart gömlu stríðsherrunum í
austri, skilningsrík á marg-
slungna kviku nýfrjálsrar þjóðar
og stórkostlega vel leikin og
skrifuð af þeim Sverakfeðgum.
(George Armitage.)
Kolsvört gamanmynd, frumleg,
fyndin og óvenjuleg. Frá ungu og
efnilegu kvikmyndaskáldi sem
gerir grín að dauðans alvöru og
kemst upp með það. John Cusack
sýnir enn eina ferðina að hann er
enn besti leikari Hollywoodborg-
ar.
Englentíingupinn
(The English Patient).
Anthony Minghella.
Tvímælalaust „stórmynd“ ársins,
mikilfengleg í flesta staði, um
ástir og raunir undir hildarleik
síðari heimsstyrjaldarinnar. Kon-
urnar leika fimavel og Minghella
er smekkvís fagmaður.
(Secrets and Lies).
Mike Leigh. Meistaraverk
breska leikstjórans Mike Leigh
segir af alþýðufólki í London í
nútímanum og það er engu lík-
ara en áhorfandinn sé á staðn-
um þar sem atburðir myndar-
innar gerast svo raunvemleg er
hún. Sorg hennar og gleði er
næstum áþreifanleg.
M\ sjílklinguplnn
(The English Patient).
Anthony Manghella. Einstak-
lega áhrifarík kvikmyndagerð
sögu Michael Ondaatjes hefur
allt sem prýða má gott bíó.
Bygging frásagnarinnar, leik-
urinn og örugg leikstjórnin
gerir að verkum að erfitt er að
gleyma henni.
Jan Sverak. Sögulegar sættir
Tékka og Rússa settar í bún-
ing fallegrar myndar um rosk-
inn Tékka sem tekur að sér
rússneskan dreng mjög gegn
vilja sínum en svo verða þeir
aldavinir. Leikurinn er með af-
brigðum góður og hlý, tékk-
nesk mannelska drýpur af
hverjum ramma.
(Rigetll).
Lars von Trier. Framhald
sápuhrollvekju von Triers er
jafnvel enn fyndnara og enn
óhugnanlegra en fyrsti hlutinn.
Myndin er næstum fimm tímar
að lengd og það skondna er að
tíminn flýgur áfram og þú vilt
sífellt meira. Geri margir
menntaskólar betur.
(Shine).
Scott Hicks. Kostuleg ævi pí-
anóleikarans Helfgotts rakin
frá því hann stefnir ungur á
heimsfrægð en missir vitið og
til þess að hann kynnist eigin-
konu sinni á fullorðinsárum.
Merkileg saga af glötuðum
snillingi sögð með miklum
glæsibrag.
LA. Bunfldential
Curtis Hanson. Nútíma John
Ford mynd sem segir frá því
hvernig útlagavestrið verður að
siðuðu, nútíma samfélagi. Góð
saga, góð persónusköpun og
góður leikur í kraftmikilli leik-
stjórn Hansons gerir þessa
glæpamynd eina þá bestu frá
því Kínahverfið var og hét.
(Clara’s Song). Ken Loach.
Sjaldséðar myndir gerðar af
jafnmikilli pólitískri sannfær-
ingu og þessi sem segir frá
strætisvagnastjóra í Glasgow er
kynnist ástandinu í Nigaragua á
byltingarárunum. Tveir heimar,
tvær fylkingar, tvær manneskj-
ur og hyldýpi á milli. Áhrifarík
mynd sem lætur engan ósnort-
inn með raunsæi sínu og boð-
skap.
(The Long Kiss Goodnight).
Renny Harlin. Besta hasar-
mynd ársins naut ekki mikillar
lýðhylli en var engu að síður
framúrskarandi vel af hendi
leyst með ódrepandi kvenhetju
í stöðugri hasarkeyrslu. Dúett-
inn Geena Davis og Samuel L.
Jackson ómótstæðilegur í erfið-
um kringumstæðum.
(The People vs. Larry Flynt).
Milos Forman. Klámkóngurinn
Larry Flynt berst gegn rit-
skoðun yfirvalda og hefur sigur
í skemmtilega hortugri mynd
sem forðast að gera helgislepju
úr viðfangsefni sínu og gæti
það sjálfsagt ekki þótt hún
vildi. Tékkinn Formann enn að
fjalla um einstaklinginn gegn
ríkiskúgun og gerir það fjarska
vel.
BjÉllRffMP
(Sling blade).
Billy Bob Thornton. Ein af
þessum litlu myndum sem vefja
þig inn í stóra sögu. Sambland
af Músum og mönnum og To
Kill a Mockingbird", glæsileg í
einfaldleika sínum, manneskju-
leg í raunum sínum.