Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 11 FRÉTTIR Sumir sérfræðingar hafa starfað utan Tryggingastofnunar ríkisins í rúma þrjá mánuði Aðsókn minni en samt er mikið að gera Morgunblaðið/Þorkeil AÐSÓKNIN hefur líklega eitthvað minnkað, en ég hef þó alveg nóg að gera. Fólk hefur þessi vandamál og þau þarf að leysa hvað sem öllum kjaradeilum líður,“ sagði Þorsteinn Gíslason þvagfæraskurðlæknir, en uppsögn hans á samningi við Trygginga- stofnun ríkisins tók gildi 1. septem- ber sl. Þorsteinn vill að TR borgi reikninga sjúklinga samkvæmt gamla samningnum þrátt fyrir upp- sagnirnar, en aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra segir að slíkt væri lögbrot og með slíkri leið væri auk þess verið að innleiða ameríska kerfið sem væri faglega og fjár- hagslega óhagkvæmt. Þorsteinn sagði að langflestir þeirra sjúklinga sem hann væri að sinna gætu ekki leitað annað. Eitt- hvað gæti heilsugæslan ráðið við, en flest verkefnin væru sérhæfð. Hann sagði að engin göngudeildarþjón- usta í þvagfærasjúkdómum væri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og því gæti fólk ekki leitað þangað. Hægt væri að setja fólk á biðlista, en þeir væru langir og auk þess væri alls ekki hagkvæmt að leggja fólk inn á spít- ala vegna aðgerða sem auðvelt væri að gera á stofu út í bæ. Þorsteinn sagði að sjúklingar borguðu 3.500 kr. fyrir viðtal hjá sérfræðingi sem ekki væri á samn- ingi við TR. Fyrir eftirlit væri borg- að 2.500 kr. Blöðruspeglun ásamt viðtali og 1.100 kr. efniskostnaði kostaði samtals 10.100 kr. „í sjálfu sér má segja að það sé hægt að búa við þetta ástand. Þetta bitnar mest á þeim sem þurfa að koma oft, t.d. sjúklingar með krabbamein í blöðruhálskirtli eða í þvagblöðru og fólk með erfiðar sýk- ingar í blöðruhálskirtli og þvag- blöðru." Þorsteinn sagði að viðræður við TR hefðu skilað þeim árangri að menn hefðu verið búnir að koma sér niður á módel um hvernig ætti að reikna út kostnað og laun. Þegar átti að fara setja einingar inn í mód- elið hefðu viðræður farið í strand. „Ég held að menn verði að fara að líta á lausn í þessu máli fyrir sjúk- lingana en ekki fyrir sérfræðingana. Aðsókn til sérfræði- lækna, sem sagt hafa upp samningi við Tryggingastofnun, hefur minnkað, en þeir segja þó að engu að síður sé mikið að gera hjá þeim. Þeir sem ekki geta frestað því að leita til sér- fræðinga eiga ekki annan kost en að borga þá reikninga sem sérfræðingar leggja fram. Tryggingastofnun var sett á stofn til að sinna sjúklingum en ekki sér- fræðingum. Stofnunin hlýtur að þurfa að velta fyrir sér hvað hún ætlar að gera fyrir sjúklinga sem eru að borga þjónustu sem þeir eru í rauninni búnir að borga með skött- unum.“ Þorsteinn sagðist telja að Trygg- ingastofnun ætti að halda áfram að greiða sjúklingum eftir gamla samningnum hvað svo sem liði upp- sögnum sérfræðinga á samningn- um. Kröfur um allt að 270% hækkun Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði að það væri alveg skýrt að Tryggingastofn- un væri ekki heimilt að greiða fyrir þjónustu sérfræðinga sem ekki væru með samning við stofnunina. Hann sagði að þó að það væri heim- ilt væri það ekki góður kostur að halda áfram að greiða eftir gamla samningnum. Þar með væri það al- farið orðið í valdi sérfræðinga að ákveða hvaða upphæð væri inn- heimt af sjúklingnum. Meðan sér- fræðingar væru á samningi við TR hefðu þeir ekki þetta frelsi. Ef þessi leið yrði farin gæti TR ekki varið hagsmuni sjúklinga að þessu leyti. Þessi leið myndi ennfremur leiða okkur inn i ameríska kerfíð sem flestir væru faglega og fjárhagslega mjög ósáttir við. Þórir sagði að sérfræðingar beindu mjög háum kröfum að Tryggingastofnun. Dæmi væru um kröfu um allt að 270% hækkun á einingaverði í einstakri sérgrein. Það væri viðurkennt að TR borgaði vel fyrir aðgerðir í sumum sérgrein- um og verr í öðrum. Það væri hins vegar mjög erfítt að ná fram leið- réttingum á þessu vegna þess að eðlilega héldu sérfræðingar í hverri sérgrein fast um sína hagsmuni. Hann sagði að heilbrigðisyfirvöld hefðu miklar áhyggjur af þessari deilu og gerðu sér grein íyrir alvar- leika málsins. Það væri hins vegar erfítt að ná samningum þegar kröf- umar væru svona miklar. Bolli Héðinsson, formaður trygg- ingaráðs, sagði að sér væri ekki kunnugt um að neinn sjúklingur hefði látið reyna á hvort hann gæti fengið reikninga borgaða vegna þjónustu sérfræðinga sem sagt hafa upp samningi við TR. Hann sagðist telja slíkt þýðingarlaust því að lögin væru alveg skýr hvað það varðar að stofnuninni væri óheimilt að borga reikninga frá sérfræðingum sem ekki störfuðu samkvæmt samningi við stofnunina. Sjúklingar varnarlausir Ekki er að sjá að sjúklingar sem verða að leita til sérfræðinga, sem ekki eru með samning við TR, eigi marga kosti aðra en að borga reikn- ingana geti þeir ekki frestað því að leita til læknis. Ástráður Haralds- son, lögmaður ASÍ, sagði að sjúkra- sjóðum verkalýðsfélaganna væri al- mennt ekki heimilt að greiða íýrir læknisverk. Hann sagðist ekki úti- loka að einhverjir sjóðir greiddu reikninga vegna læknisaðgerða fé- lagsmanna vegna sérstakra félags- legra aðstæðna. Tilgangur sjóðanna væri hins vegar ekki að sinna hlut- verki sem almannatryggingakerfið hefði tekið að sér að sinna. Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, tók í sama streng og sagði úti- lokað fyrir sjúkrasjóðina að fara inn á þetta svið. Þeir hefðu enga fjár- hagslega burði til að taka á sig hlut- verk almannatryggingakerfisins. Það sama gilti fyrir sjúkrasjóð VR þó að hann væri öflugur. Megin- verkefni sjúkrasjóðs VR væri að greiða fólki laun sem færi út aí launaskrá vegna langvarandi veik- inda. Sjóðurinn greiddi einnig fyrir krabbameinsskoðun, skoðun hjá Hjartavemd og íyrir heilsuvernd. Á síðasta ári hefði sjóðurinn greitt um 90 milljónir til félagsmanna. Tryggingafélögin bjóða ýmsar persónutryggingar, m.a. sjúkra- og slysatryggingar. Viðar Jóhannes- son, markaðsstjóri Sjóvár-Al- mennra, sagði að Sjóvá-Almennar hefðu ekki enn farið út í að bjóða tryggingar sem næðu til veikinda fólks eða læknisaðgerða. Litið hefði verið svo á að almannatrygginga- kerfíð sæi um það svið. Fólk sem ekki tæki laun samkvæmt kjara- samningum og ætti því ekki aðgang að sjúkrasjóði gæti keypt trygging- ar hjá tryggingafélaginu. Sama ætti við um fólk sem væri að flytjast til landsins og væri ekki sjúkratryggt fyrstu sex mánuðina á íslandi. Miðbæjarsamtökin mótmæla Hafnarstræti lokað á ný HAFNARSTRÆTI frá Pósthússtræti að Lækjargötu hefur enn á ný ver- ið lokað fyrir almennri umferð. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, samþykkti borgarráð í nóvember að opna Hafnarstræti fyrir jólaumferðinni og þá til 5. janúar. Borgarstjóri sagði að ákveðnar mæling- ar og skoðanir hafi verið gerðar á umferð um Hafnarstræti, sem þyrfti að fara yfir en þær mælingar breyttu engu um samþykkt borgarráðs. Fegurðarsamkeppni íslands Leit hafín að fegurstu stúlkunum LEIT er nú hafin að keppendum í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur 1998 sem fram fer á Hótel íslandi hinn 22. apríl nk. Leitað er að stúlk- um á aldrinum 18 til 23 ára. I fréttatilkynningu frá Fegurðar- samkeppni Islands kemur fram að allar ábendingar sé vel þegnar. Valdar verði 14-18 stúlkur til að taka þátt í keppninni um titilinn Fegurðardrottning Reykjavíkur 1998 en auk sigurvegarans muni efstu stúlkurnar halda áfram og keppa ásamt stúlkum úr öllum landshlutum í Fegurðarsamkeppni Islands hinn 29. maí nk. í frétt frá Miðbæjarsamtökum Reykjavíkur er lokuninni harðlega mótmælt og hafa samtökin óskað eftir fundi með borgarstjóra. Fram kemur að lokunin hafi komið hags- munaaðilum í götunni á óvart þar sem rætt hafí verið um að kanna ákveðna þætti í umferð og umhverfi Hafnarstrætis og kynna þær niður- stöður áður en götunni yrði lokað á ný. Upplýsingar frá verslunareig- endum í götunni gefi til kynna að lokunin skaði viðskipti þeirra veru- lega og telja þeir að engin haldbær rök séu að baki þessari aðgerð. Vilja að málið verði sett í bið Samtökin ítreka kröfur sínar um að ákvarðanir um skipulagsmál í miðborginni verði settar í biðstöðu á meðan verið er að koma samstarfi borgarinnar og hagsmunaaðila í ákveðinn farveg. Þá segir: „Borgar- yfirvöld verða að gera sér grein fyr- ir því að ekki er hægt að taka ákvörðun um viðkvæm skipulags- mál í miðborginni án samráðs við aðila sem reka þar fyrirtæki og hafa mikilla hagsmuna að gæta.“ hefst kl 8.00 TISKUVERSLUN Kringlunni Sími: 553 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.