Morgunblaðið - 08.01.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.01.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Aum er þjóð án listar! Sólrún Bragadóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg SÓLRÚN Bragadóttir á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands. „Ég fæ alltaf jafnhlýjar viðtökur hjá hljómsveitinni!" verður einsöngvari á Vínartónleikum Sinfón- ------------:----r ....... íuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld og næstu þrjá daga. Orri Páll Ormarsson kom að máli við söngkonuna sem á sér þann draum að syngja inn á geisla- plötu með hljómsveit- inni. UM HÁVETUR rekur hver hátíðin aðra. Eftir jól koma áramót og eftir áramót koma Vínartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Vínartón- leikarnir eru að sönnu hátíð því þá arka allir sem vettlingi geta valdið vestur í Háskólabíó til að njóta tón- listar sem virðist sérstaklega vel til þess fallin að létta lund landans í svartasta skammdeginu. Til marks um vinsældir Vínartónleikanna er sú staðreynd að löneu er uDDselt á ferna tónleika þessa árs og þegar uppselt á tvenna tónleika í janúar 1999. Miðasala fyrir tónleika ársins 2000 ætti að hefjast fljótlega, sam- kvæmt því. Gerið ráð fyrir biðröð! Ekki dregur það úr eftirvænting- unni nú að einsöngvari á tónleikun- um verður ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, Sólrún Bragadóttir, sem þótt ótrúlegt megi virðast hefur ekki í annan tíma sungið Vínartón- hst, ef undan er skilin nýársgleði ís- lensku ÓDerunnar á Hótel Islandi á dögunum. „Það var einskonar gener- alprufa og ég skemmti mér konung- lega,“ segir söngkonan. Skemmtun er einmitt lykilorð í þessu samhengi, því Sólrún segir að Vínartónlistin sé eiginlega ennþá skemmtilegri en hún hafi gert ráð fyrir. „Ástæðan fyrir því að þessa tónlist hefur ekki drifið á daga mína áður er ekki sú að ég hafí ekki haft áhuga á henni - þvert á móti. Ein- hverra hluta vegna hefur mér bara aldrei staðið til boða að syngja óper- ettu. Sinfóníuhljómsveit íslands bauð mér að vísu að syngja á Vínar- tónleikum fyrir tæpum tíu árum en þá átti ég, því miður, ekki heiman- gengt.“ Ágæt tilbreyting En nú er sumsé komið að því - „debútinu". „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Sólrún sem hefur áttað sig á því að létt tónlist af þessu tagi er „ágæt tilbreyting frá Mozart og Schubert". „Það er öllum söngvurum hollt að syngja mismunandi tegundir af tónlist og þegar maður er búinn að syngja krefjandi klassíska tónlist í langan tíma er gott að geta „losað aðeins um sig“. Ekki það að Vínar- tónlist sé endilega auðveld í flutn- ingi, hún gerir einfaldlega öðru- vísi tónlistarlegar kröfur til flytj- enda.“ Annar kostur við Vínartónleika er, að áliti Sólrúnar, sá að á þeim nær hún eyrum fleira fólks en á „þyngri“ sinfóníutónleikum eða í óperunni. „Það er eitthvað í þess- ari léttu tónlist, ryþmanum, sem höfðar til fólks og fær það til að hreyfa sig og jafnvel dansa. Fólk hlustar með öðrum orðum öðru- vísi á Vínartónlist - hún snertir aðra strengi hjá okkur.“ Því fer vitaskuld fjarri að Sólrún stígi nú í fyrsta sinn á svið í Háskóla- bíói. Telst henni til að þetta sé í sjö- unda eða áttunda sinn sem hún syngur með Sinfómuhljómsveit Is- lands. „Það er alltaf jafngaman að syngja með hljómsveitinni, það er svo gott að vinna með þessu fólki. Ég fæ alltaf jafnhlýjar móttökur og maður getur ekld annað en smitast af þeim góða anda sem ríkir innan hljómsveitarinnar.“ Og Sólrún á sér draum! „Mig lang- ar tfl að syngja óperuaríur inn á geislaplötu með Sinfóníuhljómsveit Islands.“ Þá kveðst söngkonan jafnframt hafa mikinn áhuga á að taka þátt í Gala-tónleikum með hljómsveitinni, þar sem nokkrir íslenskir óperu- söngvarar myndu koma saman og syngja aríur og dúetta og taka þátt í samsöngsatriðum. „Ég er viss um að tónleikar af því tagi myndu falla í góðan jarðveg, óperusýningar eru svo fáar yfir árið. Að ekki sé talað um hvað það yrði gaman fyrir okkur söngvarana, að hittast og syngja saman.“ Þjóðveijar of stífir Sólrún hefur um langt árabil verið búsett í Þýskalandi, þar sem hún hefur var fastráðin við óperuhús í Keiserslautern og Hannover í sjö ár, ásamt því að vera gestasöngvari, meðal annars í Dusseldorf og víðar í Þýskalandi, svo og í Belgíu, Frakk- landi, írlandi, Ítalíu og Japan. Frá því í haust hefur hún aftur á móti að mestu verið hér heima, svo sem óp- eruunnendur hafa orðið varir við, en Sólrún söng hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir Mozart í íslensku óperunni - sýningu sem gekk von- um framar. „Það var virkflega gam- an að syngja aftur í Islensku óper- unni. Mér þætti líka fengur að góðu óperusamstarfi Þjóðleikhússins og íslensku óperunnar, því Óperunni er búinn heldur þröngur stakkur í Gamla bíói.“ Þetta er lengsta dvöl Sólrúnar á íslandi í fimmtán ár og segist hún hafa fundið fyrir mikilh hlýju og hjálpsemi. „Það er þetta sem mig vantar í Þýskalandi - Þjóðverjar eru of stífir fyrir minn smekk. Það er auðvitað ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna að list sinni á erlendri grundu, þar sem markaðurinn er margfalt stærri en á íslandi, en að mínu viti er ekki síður mikilvægt að viðhalda tengslum við listalífið hér heima, svo sem Sinfóníuna og ís- lensku óperuna. Hér eru ræturnar sterkastar.“ Það er því með trega og söknuði sem Sólrún heldur utan til Hannover á þriðjudag. En smæðin hefur líka sína ókosti og Sólrún segir að það yrði erfitt fyrir sig að búa allt árið um kring á íslandi - hún fengi ein- faldlega ekki úr nógu að moða. „Þetta gæti breyst mikið til batnaðar með tilkomu tónlistarhúss og reglu- legri óperuflutningi, þótt starfið í Is- lensku óperunni sé með blómlegasta móti í vetur. Þá myndi skapast grundvöllur til að fastráða nokkra söngvara og skapa þeim það öryggi sem væri æskilegt til að geta dafnað í listinni. Hér á landi þurfa söngvar- ar að dreifa kröftunum alltof mikið í meira og minna illa launuðum störf- um. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að lífið er ekki bara fiskur, þótt auðvitað sé hann mikilvægur, og ekki einungis hægt að meta verð- mæti í beinhörðum peningum. Við verðum að fá andlega næringu líka og hvað er betur til þess fallið að veita okkur hana en listin? Aum er þjóð án listar!" Það sem bíður Sólrúnar við kom- una tfl Hannover er sýning óperunn- ar þar í borg á Seldu brúðinni eftir Smetana og í lok mars mun hún í fyrsta sinn syngja í óperu Haydns, Orlando Paladino, í Kassel. „Þessi ópera er sjaldan flutt, svo sjaldan að ég vissi ekki einu sinni að hún væri til. Hún er hins vegar ofsalega falleg og ég hlakka mikið til þessarar sýn- ingar.“ Sólóplata væntanleg Af öðru sem Sólrún hyggst taka sér fyrir hendur á næstunni er gerð geislaplötu, fyrstu sólóplötunnar. Á henni verða eingöngu íslensk sönglög. „Það hefur lengi staðið tfl að gera þessa plötu og upphaflega var stefnt að því að gefa hana út fyr- ir síðustu jól. Vegna þátttöku minnar í Cosi fan tutte komst ég hins vegar ekki út til Þýskalands að taka upp, eins og ákveðið hafði verið, en upp- tökur eiga að fara fram í hljóðveri Hrólfs Vagnssonar harmóníkuleik- ara í Hannover. Vonandi tekst okkur að klára plötuna fyrir næstu jól.“ Sólrún hefur ftfllan hug á að setja plötuna á markað bæði á íslandi og í Þýskalandi. „Það er mikill Islands-áhugi víða í Þýskalandi, það fann ég glöggt þegar ég kom fram á tónleikum á skandinavískri tónlistarhátíð í Neðra-Saxlandi haustið 1996 ásamt eiginmanni mínum, Þór- arni Stefánssyni píanóleikara, Hrólfi Vagnssyni og Unu Sveinbj amardótt- ur fiðhdeikara. Við fluttum eingöngu íslenska tónlist á þrennum tónleikum og voru þeir best sóttir af öllum tón- leikunum á hátíðinni, áttatíu talsins.“ Þá mun Sólrún „vonandi f!jótlega“ frumflytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson ásamt Hrólfi, bæði hér heima og í Þýskalandi. „Það er alltaf gaman að flytja verk sem samin eru sérstaklega fyrir mann og vonandi eiga íslensk tónskáld eftir að semja meira fyrir mig í framtíðinni.“ Síðast en ekki síst er ástæða til að geta þess að Sólrún kemur fljótlega heim aftur, nánar tiltekið í febrúar. Mun hún þá koma fram á tónleikum í Gerðarsafni ásamt Jónasi Ingimund- arsyni píanóleikara. Verður þar flutt frönsk tónlist. Vínai-tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands verða í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld kl. 20, á laugar- dag kl. 17 og á sunnudag á sama tíma. Hljómsveitarstjóri verður Sví- inn Mika Eichenholz og á efnisskrá verk eftir Johann Strauss, Franz Lehár, Robert Stolz og fleiri. Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: Handfært bókhald Tölvugrunnur Ritvinnsla Töflureiknir Verslunarreikningur Glærugerð Mannleg samskipti Tölvubókhald Internet Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Þar bætti ég kunnáttuna I Word- ritvinnslu og Exceltöflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarrelkning ásamt undirstöðuatriöum I mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er var vel skipulagt og kennsla frábær. Kennt var 3 kvöld I viku 14 mánuði og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó! Guðrún Skúladóttlr, deildarstjóri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Oll námsgögn inniblin Tölvuskóli íslands Bíldshöfða 18 Sími 567-1466 Þegar maður er búinn að syngja krefjandi klassíska tónlist í lang- an tíma er gott að geta „losað aðeins um sig“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.