Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 29
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 29
LISTIR
ERLENPAR BÆKUR
Líkiðí
frystiniun
Tony Dunbar: „Trick Questi-
on“. Berkley Prime Crime
1997. 208 síður.
EITT af nýju nöfnunum
í bandarískri spennu-
sagnagerð er Tony
Dunbar. Hann hefur
sent frá sér þijár skáldsögur er
hlotið hafa góða gagnrýni vestra
í öllum helstu blöðum að manni
sýnist og hefur tryggt sér ákveð-
inn lesendahóp sem leitar að
sögum ekki ósvipuðum kannski
þeim sem Elmore Leonard send-
ir frá sér og jafnvel Carl Hiaas-
en, sem þó er líklega of langsótt
samlíking. Sögusvið bóka Dun-
bars er hin svellandi stórborg
New Orleans eða „The Big
Easy“ eins og hún er kölluð af
heimamönnum og hann skrifar
alltaf um sömu aðalpersónuna,
lögfræðinginn knáa, Tubby Du-
bonnet. Nýjasta sagan heitir
„Trick Question" og hefst á því
að húsvörður opnar manngeng-
an frystiskáp á stórri rannsókn-
arstofu og útúr honum dettur
gegnfrosið lík, skellur í gólfið
og hausinn brotnar af í einu lagi.
Leiðarvísir um New Orleans
Það er svartur húmor eins og
þessi sem fengið hefur lesendur
til að líkja Dunbar við Elmore
Leonard. Rétt er að Dunbar
skrifar mjög í rótgróinni hefð
amerískra sakamálasagna, sem
á rætur i Chandler og
Hammlett, en skapar áhuga-
verðar persónur, góða fléttu
lengst af og nokkra spennu.
Húsvörðurinn áðurnefndi er
kærður fyrir morð á manninum
í frystinum því hann tók höfuðið
upp í fáti og var á leið út úr
herberginu með það þegar kom-
ið var að honum. Vörðurinn fær
liðónýtan lögmann til þess að
flytja mál sitt en sá er fullur
mestallan tímann og hefur ekki
döngun í sér til þess að taka á
sig rögg þótt líflátsdómur blasi
við skjólstæðingi hans. Hann
hefur hins vegar vit á að biðja
vin sinn, Tubby Dubonnet, að
taka málið að sér og sá fer þeg-
ar í gang með klókan einkaspæj-
ara sér við hlið, snöfurmannleg-
an ritara sem lítur spæjarann
girndaraugum, og sitt eigið
hyggjuvit og þekkingu á því
hvernig kaupin gerast á eyrinni
í New Orleans.
Borgin leikur einmitt ekki svo
lítið hlutverk í sögunni. Ólíkt t.d.
Carl Hiaasen, sem býr í Miami
og skrifar þannig um borgina
sína og Flórídaríki allt að maður
hefur enga lyst á að koma þang-
að, aldrei á ævinni, aldrei, hefur
Tony Dunbar mikið yndi af borg-
inni sinni og þeim fjölmörgu
veitingastöðum sem hún hefur
uppá að bjóða og er sjálfsagt
fengur ferðamálaráði borgarinn-
ar. Eru snæddir fleiri gómsætir
miðdegisverðir og kvöldverðir í
„Trick Question“ en í Fimmbók-
um Enid Blyton. Og Dunbar
gerir sér far um að lýsa máls-
verðunum, einkanlega sjávar-
fanginu, þannig að maður fær
vatn í munninn. Er ekki laust
við að mann dauðlangi að heim-
sækja New Orleans eftir lestur
bókarinnar enda má segja að í
henni felist leiðarvísir um marga
bestu matsölustaði borgarinnar.
Fjölmiðlasjúkur
Iögfræðingur
Ein af sterkari hliðum Dun-
bars er samtalasmíð og hann
BANDARÍSKI sakamála-
höfundurinn Tony Dunbar
hefur sent frá sér þijár
skáldsögur en ein af þeim
er „Trick Question" um
lögfræðinginn Tubby Du-
bonnet í New Orleans.
hefur lag á persónusköpun.
Þannig er aðalsöguhetjunni,
Tubby Dubonnet, skemmtilega
lýst sem lögmanni á miðjum aldri
er telur sig ennþá geta tekið sig
vel út í sportbílnum sínum. Eina
ástæðan fyrir því að hann tekur
að sér mál húsvarðarins er að
það gæti hugsanlega gefið hon-
um tækifæri til þess að komast
í fjölmiðla. Hann virðist fjöl-
miðlasjúkur og hringir í blöðin
til þess að minna á að hann er
til. Öðrum persónum er einnig
lýst á kaldhæðinn hátt sem opin-
berast ekki síst í ágætlega gerð-
um samtölunum. Stíll Dunbars
er knappur, engum orðum er
eytt í óþarfa og bókin hefur
þann kost að vera rétt rúmar
tvöhundruð síður svo ekkert
pláss er fyrir málalengingar og
hún rennur ljúflega niður svipað
og krabbaréttur á Camellia Grill
við Carrolltonstræti.
Eini gallinn á annars ágætri
sögu er að það er engu líkara
en Dunbar hafi ekki nennt að
flétta lengur þegar hann fór að
nálgast tvöhundruðustu síðuna
og leysir hina dularfullu og
spennandi ráðgátu, sem hann
hefur kynnt með góðum ár-
angri, á fremur ódýran og
snöggsoðinn hátt. Botninn eig-
inlega dettur úr fléttunni og sög-
unni er lokið af með hraði. Að
öðru leyti er hér á ferðinni prýði-
leg bók fyrir þá sem hafa yndi
af góðum sakamálasögum.
Arnaldur Indriðason
Heimurmn utan
við sultukrukkuna
ENNY Andersen er með allra
vinsælustu ljóðskáldum
Dana og hefur verið síðan
hann kom fyrst fram fyrir um fjöru-
tíu árum. í því Ijósi er svolítið skond-
ið að sjá langt fríljóð í upphafi
næstsíðustu bókar Andersen
(Denne kommen og gáen, 1993),
en þar er talað af nokkurri kald-
hæðni um stöðu ljóðskálda í samfé-
laginu, margir ætla skáldverkum
að veita leiðsögn í lífinu, en langa-
vitleysur sjónvarpsins eru í ólíkt
hærri metum en ljóð. Því talar
Andersen um ljóð eins og eiturlyf
væru, eða út frá algengum fordóm-
um gegn hörundsdökkum innflytj-
endum. Þannig færir Andersen iðu-
lega orðalag á spaugilegan hátt
milli sviða, og oft yrkir hann um
slíka fordóma, enda er kona hans
svört og þau hafa jafnan vetursetu
á ættlandi hennar Barbados.
Upphitunaræfingar
Hér er maður þá enn sestur
og skrifar ljóð í laumi
eins og ekki væri nóg af þeim fyrir
fólk hefur ekki gott af öllum þessum ljóðum
ljóð fara í taugarnar á fólki
hugsaðu aðeins til barnanna
saklausra skólabama
sem þurfa að koma upp í þér á prófi
og falla kannski
þau munu hata ljóð alla tíð síðan
eða það sem verra er
verða algerlega háð þeim
ljóðfíklar sem ráfa um
með sljótt augnaráð og kjánalegt bros
glötuð samfélaginu
á eilífri leit
að næsta Ijóðskammti
Horfstu í augu við veruleikann
þú ert á eftir með lausamál
þú skuldar okkur enn hina miklu
endurleysandi
samtímaskáldsögu sem við höfum beðið svo
lengi
eða annað betra
gerðu fyrst kvikmyndagerð skáldsögunnar
sem þú getur alltaf skrifað seinna
eða enn betra
sjónvarpssyrpu um kvikmyndina
sem þú getur alltaf gert seinna
eða langbest
söngleik um sjónvarpssyrpuna
sem þú getur alltaf gert seinna
það er framsýni í því
auk þess nokkuð svo óljóðrænt sem peningar
hvað með að gefa sér svolítinn tíma
líta upp bara augnablik
frá því að velja milli tveggja Ijúffengra sér-
hljóða
og hugsa aðeins um þitt samanskroppna
lánstraust
eða börn þín löngu uppvaxin
sem enn eru bíllaus
á meðan þú situr við ljóðagerð
flytur orðin svolítið til
flytja flytja
flauta flauta
fullorðinn maður með bamabörn
Nú, hvað gerið þér?
Ég yrki
En vandræðalegt
Atvinnuleysi
Eyðni
Eituriyf
Hungur
Stríð
Nauðungaruppboð
Skáldið Benny Ander-
sen hafði framanaf at-
vinnu af píanóleik á
börum og hefur orðið
frægastur fyrir Vísur
•• >
Svantes. Orn Olafsson
fjallar um nýjustu ljóða-
bók Andersens, Heim-
urinn utan við
sultukrukkuna, en
þar ber mikið á æsku-
minningum frá her-
námsárunum.
BENNY Andersen
Umhverfisslys
Milljónir flóttamanna
Milljarðasvindl
Ekki vantar viðfangsefnin
En ekki núna
Ég er I miðju kafi með ljóð -
Segðu mér, heyrirðu hvað þú ert að segja?
Ljóð eru óholl
ljóð eru niðurrif
ljóð eiga ekki við hér
ljóð geta virst frekar aðlaðandi
eins og sumir innflytjendur
en Ijóð eru alveg eins undirförul
tala undarlegt mál
Ijóð stela frá okkur atvinnunni
stela frá okkur stúlkunum
sjáðu öll þessi kvenljóðskáld
ljóðunum fjölgar stöðugt
þau fjölga sér eins og kanínur
lítið ljóð verður fljótlega að ljóðasafni
sem á minna en einni kynslóð
breiðist út i heilt höfundarverk
ef við ekki tökum í taumana nú
verður eftir fáein ár ekkert eftir
sem kalla má danskt lausamál
Fylgistu með?
Já
nú fylgist ég með
aftur.
Ljóð Andersen einkennast mikið
af því að hefjast í hversdagslegum
aðstæðum, en leiða til óvæntra
hluta. Þetta tengist aðferð hans við
yrkingar, að byrja á því að krota
einstök orð sem leita á hugann,
smám saman verður til samhengi
þeirra, en þá einmitt úr tvíræðni
orða, óvæntar hugdettur rjúfa
vanahugsunina sem gengið er út
frá - einmitt frá.
Andersen hafði framanaf atvinnu
af píanóleik á börum, og hefur orð-
ið frægur fyrir tónlist við ljóð sín,
einkum Vísur Svantes. En þar seg-
ir smámunasamur sósíalrealískur
bókmenntatúlkandi frá sérvitrum
einfaranum Svante, sem býr í Dan-
mörku, en hatar Dani og þráir Sví-
þjóð, þorir bara ekki yfir sundið af
ótta við að verða sjóveikur á hálf-
tíma siglingu.
Á þessu hausti birtist ljóðabók
Andersens, Heimurinn utan við
sultukrukkuna. Þar ber mikið á
æskuminningum frá hernámsárun-
um, en þær eru bornar saman við
nútímaumhverfi skáldsins. Allt virt-
ist ferskara þá, lífsreynslan skarp-
ari. Upphafsljóð bókarinnar fjallar
um hvernig minningarnar eru um-
skapaðar í skáldskap:
Óðfræði niðurlagningar
þegar ég var drengur annaðist ég lirfur
unni þeim
lagði eina niður á hemámsárunum
tók lirfu af limgerðinu
stóra feita marglita fiðrildislirfu
með svartan krók á enda
lagði hana í sultukrukku
með birgðir runnablaða
lokaði henni með götuðum smjörpappír
en í stað þess að háma I sig blöðin
varð hún hreyfingarlaus
fagrir litirnir
iðandi spikið
allt vafið inn og falið
í líflausa litlausa púpu.
Ég setti krukkuna
innst inn i búrið
haustið leið
veturinn leið
hún gleymdist
það var annað að hugsa um
Hitler og Rommel
en Eisenhower og Montgomery
færðu vorið nær
einn vordag hrópaði mamma
Mús, mús, það er
mús í búrinu
þú verður að koma henni út strax
Sláttur heyrðist neðst úr skápinum
vænghaf stærra en krukkan
fegurð sem útheimti heiminn
með föðurstolti sleppti ég
ungu fiðrildi mínu út í ljósið
bíddu bara
bráðum færðu bæði að sjá myrkrið
og allar stjörnurnar sem þú hefur til unnið
Nú
gamall og foreldralaus
gríp ég oft til sömu aðferðar
legg niður feit vænglaus ljóð
í dimmar skúffur mánuðum saman
sakna móður minnar
leysi hana af
hlusta eftirvæntingarfullur, skelfdur
eftir slætti frá myrkri gleymskunnar
sem gæfi til kynna að frelsunin nálgast
að Ijóðið taki flugið
þakka músina
Mamma.