Morgunblaðið - 08.01.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 08.01.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 31 AÐSENDAR GREINAR Dagsbrún & Framsókn - hagsmunafélag þaulsetinna valdhafa EINS og mönnum er ef til vill í fersku minni urðu nokkrar umræð- ur og blaðaskrif á sínum tíma um fyrirkomulag og reglur um kosn- ingu til stjórnar Dagsbrúnar um þær mundir er núverandi stjórn félagsins var kosin. Þótti ýmsum félagsmönnun gildandi regiur um það efni nokkuð fornfálegar og ekki í anda lýðræðishugmynda um sjálfsákvörðunarrétt manna í eigin málum sem þekktar voru fyrir upp- haf þessarar aldar, a.m.k. meðal þeirra manna sem létu sig varða mannfrelsishugmyndir. Hin nýja stjórn lofaði bót og betr- un og hugðist beita sér fyrir bættu fyrirkomulagi er tryggði aukin áhrif hins almenna félagsmanns innan félagsins og taka mið af fyrrgreind- um lýðfrelsishugmyndum 19. aldar. Undanfarið hefur verið unnið að sameiningu Dagsbrúnar og Fram- sóknar og var sameinað félag stofn- að hinn 6. desember sl. í tilefni af sameiningunni voru lögð fram drög að nýjum lögum félagsins sem kos- ið var um í allshetjaratkvæða- greiðslu. Margt má segja um það hvernig að málum var staðið við undirbúning og afgreiðslu lagatil- lagnanna og eru ýmis ákvæði lag- anna með ólíkindum. Lagatillögurnar voru ræddar á tveim félagsfundum sem boðað var til að kvöldlagi í sal sem vart rúm- aði fleiri en 100 manns enda ekki vænst mikillar þáttöku eins og fundartíma var háttað. Á þessum fundum átti að ganga frá lagatillög- um sem skyldu fara í allsheijarat- kvæðagreiðslu. Undir hælinn var lagt hvaða breytingartillögur fengju afgreiðslu félagsfundar og var m.a. tillögu um hlutfallskosningu til stjórnar félagsins visað frá án nokk- urrar lagastoðar og beinlínis í and- stöðu við lög félagsins. Er óhætt að fullyrða að hin nýju Iög hafí það megineinkenni að efla áhrif valdastofnana innan félagsins á kostnað félagsmanna sjálfra. Hér skulu tekin fáein dæmi: Enn sem fyrr er stjórnin kosin listakosningu án hlutfallskosningar, þannig að sá listi sem hlýtur meirihluta atkvæða fær alla sína menn í stjórn en minni- hlutinn engann. Slíka tilhögun hafa menn nefnt skrílræði til aðgreining- ar frá hugtakinu lýðræði sem felur þó í sér að gætt sé áhrifa minni- hluta við ákvarðanatöku. Þá hafn- aði laganefnd tillögu um persónu- kosningu með þeim rökum að slík tilhögun gæti valdið óeiningu innan stjórnar félagsins, væntanlega sök- um þess að fleiri skoðanir væru þá uppi meðal stjórnarmanna. Þá er tekið fram í lögunum að æðsta vald í málefnum félagsins sé í höndum trúnaðarráðs sé ekki annars getið. Hvert er þá vald hins almenna fé- lagsmanns og ályktunarbærni fé- lagsfunda? Jú, í lögunum segir að á félagsfundum megi taka til um- ræðu mál og álykta um þau þó því aðeins að ekki sé gengið gegn skoð- un trúnaðarráðs. Vilji menn ná fram niðurstöðu sem ekki er að skapi trúnaðarráðs þurfa minnst 300 fé- lagsmenn að sitja þann fund. Þegar afgreiða skal önnur álitamái svo sem lagabreytingar eða málefni sem eru trúnaðarráði þóknanleg er Hin nýju lög hafa það megineinkenni, segir Gunnar Guðmunds- son, að efla áhrif valda- stofnana innan félags- ins á kostnað félags- manna sjálfra. ekki krafist lágmarks fundarsókn- ar. Þá er rúsínan í pylsuendanum sú að fari svo að lögum félagsins verði breytt á aðalfundi taka þær breyt- ingar þó ekki gildi nema miðstjórn ASÍ og framkvæmdastjórn VMSÍ hafi gefið jáyrði sitt við gildistöku lagabreytinganna. Félagsfundur Dagsbrúnar og Framsóknar er með öðrum orðum gerður áhrifalaus sýndarsamkoma sem stýrð er að ofan en ekki öfugt, eins og almennt gerist í félögum þar sem félagsfundir hafa æðsta vald í málefnum hvers félags. Mér er spurn hvort forvígismenn nýja félagsins gleddust nú ekki og teldu lýð- frelsi og áhrifum lands- manna best borgið með því að taka upp þetta ágæta kosningafyrir- komulag og verklags- reglur um ákvarðana- töku á vettvangi lands- mála. Þá yrði friður og eining á þingi þar sem sá stjórnmálaflokkur sem flest fengi atkvæð- in í þingkosningum hreppti öll þingsætin og þyrfti ekki að eyða dýrmætum tíma í þref og samningaumleitanir við óþægan minnihluta. Svo gætum við notast við Evrópu- sambandið til þess að réttlætinu sé nú fullnægt og krefjast samþykkis þess svo afgreidd lög Alþingis tækju gildi. Það er nú svo að hagsmunasam- tök og hópar gera oft kröfu til ann- arra um réttsýni, sanngirni og að gætt sé nútímaviðhorfa um ákvarð- anatöku manna í eigin málum en óskaplega eru kröfur innantómar þegar þeir sömu fótumtroða þessi viðhorf í eigin félagasamtökum. Lýðræðið getur þvælst fyrir óvin- sælum stjórnendum og ógnað veldi þeirra og því að vissu marki skiljan- legt að þeir vilji beita því í hófi innan eigin samtaka. Eins og málum er nú komið tel ég að miklu einfaldara og hreinlegra hefði verið fyrir stjórn Dagsbrún- ar og Framsóknar að hafa knúið þá ákvörð- un í gegn að leggja félagið niður en láta stjórn og trúnaðarráð lifa sínu sjálfstæða lífi til þess að taka við fyr- irmælum ASÍ og VMSÍ. Félagsmenn eru orðnir valdalausir inn- an félagsins á meðan haldið er áfram að velja óhentugan fund- artíma sem krefst aðeins fund- arstaðar sem rúmar nokkra tugi manna og þar með verður aldrei 300 manna takmarkinu náð sem þarf til að ganga gegn skoðun trún- aðarráðs. í lokin get ég ekki sleppt því að óska hinni nýju stjórn til hamingju og efast ég ekki um að henni verði langrar stjórnarsetu auðið í skjóli hinna nýju laga. Hins vegar sam- hryggist ég félögum mínum í hinu nýja „verkamannafélagi" sem um- breyst hefur í hagsmunafélag þaul- setinna valdhafa. Höfundur er verkamaður. 5^AjA,/)>/v\\t\^ - Gœðavara Gjdfavara matar og kaíristell. Allir veröflokkdr. yiluAAyCVvvV , Heiiiisfræqir hönnuöir in.d. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Gunnar Guðmundsson UTSALAN er hafin fierra GARÐURINN KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.