Morgunblaðið - 08.01.1998, Qupperneq 33
32 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf.( Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FRAMKV ÆMDIR A
GELDIN GANESI
*
AKVORÐUN borgarráðs Reykjavíkur um grjótnám á
Geldinganesi vekur spurningar um skipulag þess. Þar
er fallegt stæði fyrir íbúðahverfi, en hugmyndir meirihlut-
ans í borgarstjórn virðast miða að því að gera það að at-
hafnasvæði, sem snúist um fyrirhugaða höfn.
Það er eftirsóknarvert að búa við sjávarsíðuna og það
virðist sjálfgefið að haga eigi framtíðarskipulagi borgarinn-
ar þannig að slík svæði nýtist til íbúðabyggðar í stað þess
að reisa gluggalausar vöruskemmur.
Það er Ijóst að bæði er skortur á húsnæði fyrir atvinnu-
starfsemi og íbúðir í Reykjavík. Sýnu minni fjölgun íbúa
hefur orðið í höfuðborginni en á höfuðborgarsvæðinu und-
anfarið. Með því að leggja áherslu á íbúðabyggð á stöðum
á borð við Geldinganes er hins vegar ekki verið að segja
að þrengja eigi að atvinnulífinu. Eins og kom fram í skýrslu,
sem gerð var í upphafi liðins árs, eru nokkrir staðir aðrir
í Reykjavík, sem ekki kemur síður til greina að nota sem
athafnasvæði.
í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er gert ráð fyr-
ir því að austurhluti Geldinganess, sem er gegnt Mos-
fellsbæ, verði hrein íbúðabyggð. Norðurhlutinn, þar sem
útsýni er best á nesinu, er á skipulagskorti kallaður íbúða-
eða athafnasvæði. Hætt er við að athafnaþátturinn verði
yfirsterkari þegar upp er staðið verði haldið áfram á þeirri
braut, sem mörkuð hefur verið í borgarstjórn, og við það
gæti eitt ákjósanlegasta stæði, sem kostur er á fyrir íbúða-
hverfi í Reykjavík, farið forgörðum. Þetta er mál, sem
þarf að skoða betur.
FRAMBOÐ
OG EFTIRSPURN
BORGARRÁÐ hefur ákveðið að lokað útboð fari fram
milli tveggja aðila, sem sótzt hafa eftir aðstöðu í
Laugardalshöll fyrir sjávarútvegssýningu á næsta ári.
Borgarráð treysti sér ekki til að gera upp á milli þessara
tveggja umsækjenda og ákvað að útboð færi fram.
Eftir þessa ákvörðun lýstu fulltrúar beggja fyrirtækja,
FishTech og íslenzku sjávarútvegssýningarinnar, von-
brigðum sínum. Vonazt hefði verið til að borgarráð hyggi
á hnútinn, en útboð myndi aðeins hækka kostnað sýn-
enda, sem flestir yrðu íslenzkir.
Borgarstjóri sagði borgaryfirvöld komin í mjög sérkenni-
lega aðstöðu, að þurfa að skera úr um, hvora sýninguna
ætti að setja á og hvora að dæma úr leik. Þau hefðu eng-
ar forsendur til þess að dæma þar í milli.
Morgunblaðið tekur undir sjónarmið borgarstjórans.
Borgin var komin í þá aðstöðu að lokað útboð er réttlætan-
leg leið út úr vandanum. Framboð og eftirspurn ræður
ferð. Höllin er greinilega eftirsótt sýningarsvæði og færri
komast að en vilja. Þá hlýtur andvirði aðstöðunnar að
hækka og réttmætt að útboð skeri úr um það hvor aðilinn
hlýtur hana.
LÚÐUELDI
FISKELDI Eyjafjarðar er almenningshlutafélag, sem
um árabil hefur starfrækt tilraunastöðvar fyrir eldi
á heilagfiski, seiðaeldisstöð í Eyjafirði og eldisstöð í Þor-
lákshöfn, þar sem sprakan er alin í sláturstærð. Frá fyrstu
klaktilrauninni árið 1989 hefur fyrirtækið unnið mikið
rannsóknar- og þróunarstarf, sem smám saman hefur ver-
ið að skila árangri. Áætlað er að 10 tonnum af eldislúðu
verði slátrað á árinu 1998, 50 tonnum árið 1999 og 100
tonnum eftir þrjú ár. Lúðueldi er talið mun arðvænlegra
en laxeldi, enda lúðan seld á fjórfalt hærra verði en laxinn.
Á síðustu áratugum höfum við reynt sitthvað til að skjóta
nýjum stoðum undir íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf. Sumt
hefur vel tekizt. Annað miður, þegar sótt var fram af
meira kappi en forsjá. Feiknamiklir fjármunir töpuðust
bæði í fiskeldi og loðdýrarækt. Að þessu þýðingarmikla
verkefni, lúðueldinu, hefur á hinn bóginn verið vel staðið
og líkur standa til að árangurinn verði í samræmi við
það. Ef ekkert ófyrirséð kemur upp á getur lúðueldi orðið
góð viðbót við annað fiskeldi í landinu. Fiskeldi hefur und-
anfarin ár verið að rétta úr kútnum. Margs konar fiskeldi
á eftir að verða vaxandi þáttur í atvinnu og afkomu íslend-
inga í framtíðinni.
Launagreiðendum gert að sundurliða greiðslur og mannahald nákvæmar en áður
Mikil óvissa ríkjandi í ísraelskum stjórnmálum eftir afsögn utanríkisráðherrans
Nákvæmari mæling
á stöðu atvinnulífsins
Með kröfu um nákvæmarí sundurliðun frá
launagreiðendum hyggjast starfsmenn Hag-
stofu íslands afla betri vísbendinga um stöðu
atvinnulífsins hverju sinni en hingað til hefur
verið gert. Eiríkur Hilmarsson, skrifstofu-
stjóri á Hagstofu íslands, segir að um leið
og öflun gagna aukist verði áhersla lögð á
að ekki megi rekja upplýsingamar.
Morgunblaðið/Kristinn
FRAMKVÆMDIR eru einn mælikvarði á sveiflur
í atvinnulífi en þær blasa ekki alltaf við.
LAUNAGREIÐENDUR þurfa
frá og með áramótum að
gera nákvæmari skil á lau-
nagreiðslum til ríkisskatt-
stjóra en verið hefur. Þarf nú að
fylla út reiti fyrir atvinnugreina-
merkingu, starfaflokkun og starfs-
hlutfall hvers starfsmanns. Með
þessu móti á að vera auðveldara að
taka púlsinn á atvinnulífinu.
Eiríkur Hjálmarsson, skrifstofu-
stjóri á Hagstofunni, sagði að þetta
væri gert að beiðni Hagstofu íslands
og Þjóðhagsstofnunar.
Nýtt fyrirkomulag
gagnasöfnunar
Tilgangurinn er sá að afla ná-
kvæmra upplýsinga um þróun og
sveiflur í íslensku efnahags- og at-
vinnulífi. Gert er ráð fyrir að fyrir-
höfn launagreiðenda við að veita
þessar upplýsingar sé lítil og benti
Eiríkur á að sýnu umfangsmeira
væri að safna þessum upplýsingum
saman með því að senda út spurn-
ingalista.
„Þessar upplýsingar koma í stað-
inn fyrir upplýsingar, sem hefur ver-
ið safnað með launamiðum," sagði
Eríkur. „Þar hefur verið beðið um
upplýsingar um fjölda vinnuvikna á
starfsmann. Mönnum hefur verið
ljóst í nokkuð langan tíma að þessi
gagnasöfnun gekk ekki upp. Upplýs-
ingarnar, sem komu inn voru ekki
nógu áreiðanlegar og góðar, og nýtt-
ust til dæmis ekki nógu vel við gerð
þjóðhagsreikninga.“
Hann sagði að með þessari ný-
breytni væri verið að reyna að safna
upplýsingum um heildarvinnuafl,
skiptingu þess eftir atvinnugreinum
og átta sig á vinnumagni og hve
mikið væri unnið í hverri atvinnu-
grein.
Upplýsingar sem liggja fyrir
„Við gerum þetta í raun í tveimur
áföngum," sagði Eiríkur um það
hvernig mælingu vinnumagns væri
háttað. „Það var mikið um það rætt
hvort spyija ætti um starfshlutfall
eða vinnustundir. Mönnum er auðvit-
að ljóst að vinnustundir eru nákvæm-
ari mæling á vinnuframlagi en
starfshlutfall. En þá vakna hins veg-
ar aðrar aðferðafræðilegar spurning-
ar um það hvort um sé að ræða
unnar stundir eða greiddar stundir.
Þegar farið hafði verið í gegnum
þetta var orðið ljóst að ætti að halda
upplýsingabyrðinni í lágmarki væri
einfaldast að biðja um starfshlutfall,
enda er það svo að flestir launagreið-
endur með tíu starfsmenn eða fleiri
eru með launakerfi þar sem þessar
upplýsingar er nánast undantekning-
arlaust að finna.“
Upplýsingar um starfshlutfali
gefa hins vegar ekki til kynna yfir-
vinnu eða svokallað um-
framvinnumagn og kemur
þar að seinni áfanganum í
þessum útreikningum.
„Úr því ætlum við að
bæta með launakönnunum
í samvinnu við kjararannsókna-
nefndir opinberra starfsmanna og á
almennum markaði," sagði Eiríkur.
„Þar fáum við það sem á vantar til
þess að meta heildarvinnuframlag-
ið.“
Skipting vinnuframlags milli
atvinnugreina
Að sögn Eiríks verður með þessu
fyrirkomulagi aflað upplýsinga um
vinnuframlag og hvernig það skiptist
milli atvinnugreina. Hér er ekki um
úrtak að ræða heidur upplýsingar
um alla launþega.
„Ástæðan fyrir því að við förum
út í þetta jafnvel þótt við höfum
vinnumarkaðskannanirnar, er að í
ákveðnum verkefnum hjá okkur
þyrfti úrtakið einfaldlega að vera
þetta stórt til að fá þá nákvæmni,
sem til dæmis er nauðsynleg við
gerð þjóðhagsreikninga. Þar sáum
við til dæmis ekki fram á að fært
væri að styðjast eingöngu við vinnu-
markaðskannanimar."
Hann sagði að einnig væru launa-
greiðendur spurðir um starfaflokk-
un. Þar er dyravörðurinn númer 91
eins og gluggaþvottamaðurinn.
Bændur og fískimenn bera númerið
61, en verkafólk í landbúnaði og fisk-
veiðum 92. Kvarði þessi virðist um
leið vera nokkurs konar virðingar-
stigi því að kjörnir fulltrúar og æðstu
embættismenn bera töluna 11, en
lífeyris- og bótaþegar 00.
„Hagstofan styðst við alþjóðlega
fjögurra stafa starfaflokkun," sagði
hann. „Við förum fram á grófari
flokkun upp á tvo stafi þar sem at-
vinnugreinum er skipt upp í 27
flokka. Þar erum við að gera það
sama, fá upplýsingar um vinnuaflið.
Þarna erum við sérstaklega að horfa
til þess með öflugri fyrir-
tækjaskrá, sem byggð hef-
ur verið upp á undanföm-
um árum, að tvinna saman
þessar upplýsingar til að
átta okkur á því hvernig
straumarnir eru á vinnumarkaðnum,
hvaða fyrirtæki séu að hasla sér
völl, hvers konar fólk þau ráði og
til hvaða starfa."
Samsetning fyrirtækja og
líftími þeirra
Sagði hann að hægt yrði að nota
þessar upplýsingar til að átta sig á
samsetningu fyrirtækja og líftíma
þeirra.
„Þetta er grundvallarhugmyndin
að baki þessu", sagði hann.
Með þessum upplýsingum ætti því
að vera hægt að fylgjast með
straumum og stefnum I íslensku at-
vinnulífi. Undanfarið hefur mikið
verið talað um grósku í tölvugeiran-
um, en hins vegar getur verið erfitt
að henda reiður á því hvað í raun
er að gerast, meðal annars vegna
þess að þróunin er að eiga sér stað
innan fyrirtækja í annars konar
rekstri.
„Þetta er í fyrsta lagi hægt að sjá
vegna þess að við vitum á hvaða
skráningarnúmmeri starfsmenn
tölvufyrirtækja eru og hægt er að
byija á að einangra það,“ sagði hann.
„I öðru lagi höfum við upplýsingar
um hvert fyrirtækið er og getum
talið hversu mörg fyrirtæki eru í
þessum geira. Að auki höfum við
upplýsingar um það hvað margir
starfsmenn eru hjá þessum fyrir-
tækjum. Áður höfðum við ekki upp-
lýsingar um það hvort þeir voru í
fullu starfi eða hlutastarfi, en getum
nú komist að því. Einnig er hægt
að sjá samsetningu starfsmanna hjá
fyrirtækinu, hvort þar vinna fyrst
og fremst tæknimenn eða viðskipta-
fræðingar, svo að dæmi sé tækið. Á
næstunni bætist við ný sundurliðun,
sem er fyrir utan þetta. Það eru virð-
isaukaskattskýrslurnar,
sem eru brotnar niður eftir
atvinnugreinum. Í blönd-
uðum fyrirtækjum, sem
eru meðal annars í tölvu-
geiranum, er hægt að sjá
hver umsvif þeirra eru í þessari at-
vinnugrein."
Tekur tíma að fá marktækar
upplýsingar
Hann sagði að ætla mætti að það
gæti tekið um ár að fá marktækar
upplýsingar um þróun í atvinnulíf-
inu. Spuming væri hins vegar hversu
snemma yrði hægt að byija að birta
niðurstöður.
„Við þurfum að safna þessum
gögnum í dálítinn tíma til að fá til-
finningu fyrir þeim,“ sagði hann.
„Þegar við förum að fá samanburð
milli ársfjórðunga kemst ákveðin
mynd á það, sem við höfum í höndun-
um. Ég á hins vegar ekki von á því
að við förum að birta þessar upplýs-
ingar að gagni á svo skömmum tíma
vegna þess að við höfum enn verk
að vinna í fyrirtækjaskránni að því
leyti að við höfum ekki nákvæmt
yfirlit yfir fyrirtækjaflóruna. Þegar
fyrirtæki hættir starfsemi vitum við
til dæmis ekki hvort það hefur verið
lagt niður, sameinast öðru eða verið
yfirtekið. Það er eðlilegt að við skrá-
um inn þessar upplýsingar fyrst við
höldum utan um fyrirtækjaskrá og
það munum við gera. En verkefnið
er stórt og við komumst ekki yfir
að sinna öllum þessum þáttum."
Hann sagði að vinnumarkaðs-
kannanir Hagstofunnar yrðu síður
en svo óþarfar, til dæmis vegna þess
að aðeins þar væri hægt að fá upplýs-
ingar um þá, sem væru atvinnulaus-
ir, þá, sem hafa vinnu, hefðu of lítið
eða gera eða þættu þeir vinna of
mikið. „Við fáum enga vísbendingu
um það hver þróunin er án vinnu-
markaðskannananna. Okkur vantar
í raun alla fyllingu. Við fáum grunn-
upplýsingar og getum áttað okkur
nokkuð fljótt á því hvað er að ger-
ast á markaðnum, en til þess að fá
nánari útskýringar á því þarf upplýs-
ingar, sem við fáum meðal annars
úr vinnumarkaðskönnununum."
Áhersla lögð á trúnað
Sú spurning vaknar einnig hvernig
farið verði með þessar upplýsingar
og hveijir hafi aðgang að þeim.
„Það ríkir alger trúnaður líkt og
með skattaupplýsingar,“ sagði Eirík-
ur. „Það munu aðeins tvær stofnan-
ir, Hagstofan og Þjóðhagsstofnun,
hafa aðgang að þessum upplýsing-
um. í raun er það Hagstofan, sem
hefur umsjón með þessum gögnum,
og þetta er alveg harðlæst."
Hann sagði að Hagstofan upplýsti
Tölvunefnd jafnan um áform sín og
þar lægi jafnan fyrir vitneskja um
það hvað stofnunin hygðist fyrir.
Hagstofan hefði hins vegar ekki beð-
ið Tölvunefnd um leyfi fyrir þessu,
en á móti kæmi að engar athuga-
semdir hefðu borist.
Á sumum sviðum atvinnulífsins
eru það fá fyrirtæki að auðvelt yrði
að rekja þær upplýsingar, sem Hag-
stofan kæmi til með að gefa út, til
upprunans.
„Þetta er í raun og veru stórmál,"
sagði Eiríkur. „Við höfum sagt frá
upphafi að við munum halda á þessu
með þeim hætti að ekki verði hægt
að rekja upplýsingar til einstakra
aðila. Við höfum nú þegar ákveðnar
grundvallarreglur, sem við styðjumst
við til að gera erfitt fyrir að rekja
upplýsingar til einstakra aðila og við
munum gera allt hvað við getum til
að fyrirtæki hafí ekki ama af þess-
ari gagnasöfnun."
Þótt fyrirtæki vilji ekki að hægt
sé að rekja upplýsingar beint til
þeirra verða þær að koma
að notum.
„Meðalvegurinn er hins
vegar vandrataður því að
á móti kemur krafa frá
markaðnum um að upplýs-
ingarnar verði ekki svo almennar að
þær verði gagnslausar," sagði hann.
Komin væri reynsla á meðferð
upplýsinga um atvinnuvegi þar sem
eitt fyrirtæki væri einráða.
„Ég get nefnt sem dæmi að í út-
flutningstölum okkar hafa verið upp-
Iýsingar um útflutning á áli,“ sagði
hann. „Þar hefur ekki komið nema
einn aðili til greina. Þegar þetta kem-
ur fyrir höfum við samráð við stjórn-
endur fyrirtækja. Hygðumst við birta
upplýsingar um póst- eða símaþjón-
ustu myndum við að sama skapi
hafa samráð við stjórnendur þeirra
fyrirtækja. Þarna er hins vegar oft
um að ræða upplýsingar, sem þegar
liggja fyrir.“
Vísbending
um strauma á
vinnumarkaði
Ekki á að vera
hægt að rekja
upplýsingar
B
ENJAMIN Netanyahu, for-
sætisráðherra Israels,
berst nú fyrir pólitísku lífi
sínu. Ríkisstjórn hans stóð
að vísu af sér afsögn Davids Levys
utanríkisráðherra en meirihlutinn á
þingi er aðeins eitt atkvæði og kosn-
ingafnykurinn er þegar tekinn að
fylla pólitísk skilningarvit af öllum
toga. Netanyahu á allt sitt undir
duttlungafullum þingmönnum, sem
kunna að snúast gegn honum án
nokkurs fyrirvara. Forsætisráðherr-
ann getur huggað sig við að hann
er ekki sá eini sem stígur pólitískan
línudans nú um stundir: helsti and-
stæðingur hans, Yasser Arafat, er í
svipaðri stöðu.
Með afsögn Davids Levys síðasta
sunnudag hefur fímm flokka sam-
steypustjóm Netanyahus stuðning
61 þingmanns en 120 fulltrúar sitja
á þingi ísraels, Knesset. Formlega
var það ágreiningur um fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarinnar sem
varð þess valdandi að Levy ákvað
að taka pokann sinn. Enginn vafi
leikur hins vegar á því að
óánægja Levys með framgang
friðarviðræðna við Palestínu-
menn var mun djúpstæðari en
deilurnar um ríkisútgjöldin.
David Levy var sá maður sem
stjórnvöld í Bandaríkjunum
bundu einna mestar vonir við
enda hafði hann reynst tilbúinn
að sýna meiri sveigjanleika í
viðræðum við Yasser Arafat,
forseta sjálfstjórnar Palestínu-
manna, en aðrir ráðherrar í
ríkisstjórninni. Afsögn hans er
því áfall fyrir friðarferlið svo-
nefnda í Mið-Austurlöndum.
Samningsstaða Netanyahus
hefur enn versnað við afsögn
utanríkisráðherrans og svigrúm
hans er lítið sem ekkert. Þetta
gerir að verkum að sú áhersla
sem Bandaríkjastjórn hefur að
undanfömu lagt á að hleypa
lífi á ný í viðræður Palestínu-
manna og ísraela kann að skila
litlu. Staðan í þessum viðræðum
hefur trúlega aldrei verið erfið-
ari, Netanyahu er nú sem aldr-
ei fyrr öldungis háður stuðningi
harðlínumanna innan stjórnar-
innar sem hann leiðir.
Flóð minningargreina
Leiðtogar
í línudansi
Geysilega flókin staða hefur nú skapast í ísra-
elskum stjómmálum eftir afsögn Davids Lev-
-------------------------------------------
ys utanríkisráðherra. Asgeir Sverrisson velt-
ir fyrir sér möguleikum Benjamins Netanya-
hus forsætisráðherra, framgangi friðarvið-
ræðna og erfíðleikum Yassers Arafats.
Reuters
síð-
18
Forsætisráðherrann bar sig
að vísu vel er hann ræddi við
fréttamenn eftir að hafa skilað
íjárlagafrumvarpinu af sér. „Á
ustu 18 mánuðum hafa menn
sinnum sest niður og skrifað um mig
pólitískar minningargreinar. En lítið
á, hér er ég nú enn!“ Þessi ummæli
áttu vissulega rétt á sér, því hefur
oftlega verið spáð á þeim 19 mánuð-
um sem liðnir eru frá því að Netan-
yahu myndaði stjórn sína að fall
hans sé á næsta leiti. Þótt spádóm-
arnir hafi ekki reynst réttir til þessa
er ekki þar með sagt að ríkisstjóm
hans muni standast þær raunir sem
hennar bíða á næstu vikum og mán-
uðum.
Það hefur að vísu gerst áður í ísra-
elskum stjórnmálum að ríkisstjórn
hafi stuðst við svo nauman meiri-
hluta á þingi. Stjórn Yitzhaks Rabins
hafði aðeins eins sætis meirihluta
þegar fyrstu skrefin í friðarátt voru
stigin í viðræðum við fulltrúa Palest-
ínumanna. Rabin tókst að ----------
knýja fram þessa sögulegu
ákvörðun og leiða þjóðina
inn á nýjar brautir þrátt
fyrir að stuðningurinn á
þingi væri ótryggur.
Netanyahu kann vissulega að tak-
ast að feta í fótspor forvera síns en
hafa ber í huga að verkefnin sem
nú liggja fyrir eru önnur auk þess
sem ætla verður að samstarfsflokkar
hans í ríkisstjóm verði ekki tilbúnir
til að sýna þann sveigjanleika sem
nú er farið fram á til að tryggja við-
gang friðarferilsins. Sú afstaða mun
án nokkurs vafa verða til þess að
spilla enn frekar samskiptunum við
Bandaríkin sem eru með stirðasta
móti um þessar mundir.
Á hinn bóginn er almenna reglan
sú að aginn innan ríkisstjórna sem
styðjast við nauman meirihluta er
að jafnaði meiri en sá sem einkennir
samstarf þar sem staðan á þingi er
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseti
sjálfstjórnar Palestínumanna, ræða við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í síma
eftir að hafa náð samkomulagi um brottflutning ísraelskra hermanna frá
Hebron fyrir rétt rúmu ári.
trygg. Miðflokkarnir tveir, Þriðja
leiðin og Innflytjendaflokkurinn, sem
taka þátt í stjórn Netanyahus eru
að öllu óbreyttu líklegastir til að
svikja lit. Þetta eru hins vegar litlir
flokkar sem buðu í fyrsta skipti fram
í síðustu kosningum og höfðuðu eink-
um til óánægðra kjósenda. Forystu-
menn þessara flokka munu trúlega
hugsa sig tvisvar um áður en þeir
slíta samstarfinu og halda út í kosn-
ingar. Skoðanakannanir sýna að al-
menningur í ísrael er tekinn að
þreytast á smáflokkum, sem lengi
hafa haft áhrif í stjórnmálum lands-
ins langt umfram fylgið sem að baki
býr.
Þarf að þjóna
tveimur herrum
Ætla verður að harðlínumenn á
hægri vængnum sem andvígir eru
---------- allri frekari eftirgjöf
gagnvart Palestínumönn-
um muni sameinast um
að halda ríkisstjórninni á
floti. Þessi öfl vita sem er
™að annar og enn ákveðn-
ari forsætisráðherra en Netanyahu
er ekki í boði.
Niðurstaðan er því sú að ríkis-
stjóm Netanyahus mun eiga í enn
meiri erfíðleikum en áður að stand-
ast þrýsting Bandaríkjastjórnar. Bill
Clinton forseti hefur kallað þá Ara-
fat og Netanyahu til fundar við sig
síðar í þessum mánuði enda hyggst
hann leggja þunga áherslu á friðar-
ferlið í Mið-Áusturlöndum á seinna
kjörtímabili sínu minnugur þess að
friðarsamningar ísraela og Palest-
ínumanna voru undirritaðir í Hvíta
húsinu. Ekki verður séð hvernig ísra-
elski forsætisráðherrann hyggst
verða við kröfum Bandaríkjamanna
um eftirgjöf landsvæða á Vestur-
Svigrúm IMet-
anyahus afar
takmarkað
bakkanum og halda friðinn við harð-
línumenn innan stjórnar sinnar. Ná-
kvæmlega hvernig þrýstingur
Bandaríkjastjórnar verður útfærður
mun skipta máli en ætla verður að
öll spjót muni á ný standa á Netan-
yahu er líða tekur á árið.
Sótt að Arafat
Hið sama á hins vegar við um
Yasser Arafat, forseta sjálfstjórnar
Palestínumanna, og má það að sönnu
kallast söguleg kaldhæðni að erkifj-
endurnir skuli nú sameinast í póli-
tískum iínudansi til að halda völdum.
Arafat hefur átt í útistöðum við þing
Palestínumanna og fulltrúar þar
sýna þess vaxandi merki að þeir
hyggist ekki una öllu lengur við
framgöngu formannsins.
Palestínskir þingmenn hafa hótað
að bera fram tillögu um ----------------------
vantraust efni Arafat ekki Arafat hefur
það loforð sitt að skipta keVDt sér
um þá ráðherra í ríkisstjórn etundarfriA
sinni sem vændir eru um
spillingu og vanhæfni. —
Fjármálaóreiðan þykir þó verri. Því
hefur lengi verið haldið fram að
reikningsskil sjálfstjórnarinnar séu
með öllu ófullnægjandi og hefur
fjárstuðningur sem heitið hafði verið
erlendis frá m.a. látið á sér standa
af þeim sökum.
Árafat hefur nú heitið því að til-
nefna nýja ráðherra fyrir lok mars
og honum hefur tekist að kaupa sér
stundarfrið. Staða hans er hins veg-
ar ótraust þótt tæpast sé hún jafn
slæm og staða Netanyahus. Palest-
ínska þjóðin hefur almennt orðið fyr-
ir vonbrigðum með framgang friðar-
ferlisins og kannanir sýna að sú
skoðun nýtur miklis fylgis að stjórn
formannsins sé bæði spillt og dáðlítil.
Dvinandi vinsældir
Skoðanakannanir í ísrael gefa
Netanyahu forsætisráðherra ekki
heldur mikið tilefni til bjartsýni.
Samkvæmt þeim hafa vinsældir hans
ört farið dvínandi og hefur Ehud
Barak, leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, 10-15% meira fylgi en forsætis-
ráðherrann. í ljósi þessara óvinsælda
hefur sú tilgáta verið sett fram að
Netanyahu hyggist skipa Natan
Sharansky, leiðtoga Innflytjenda-
flokksins, utanríkisráðherra. Shar-
ansky var forðum einn þekktasti
andófsmaður Sovétríkjanna og kann
hann að þykja álitlegri kostur en
harðlínumaðurinn Ariel Sharon, sem
telur sig eiga tilkall til embættisins.
Sá ráðahagur myndi hins vegar
mælast ákaflega illa fyrir erlendis
og verða til þess að veikja stöðu
Netanyahus enn frekar.
Milli steins og sleggju
Eru dagar Benjamins Netanyahu
á valdastóli senn taldir? Staða
forsætisráðherrans er að sönnu
mjög erfið. Hann er nú nánast
ofurseldur framgangi ísrael-
skra stjórnmála í stað þess að
móta þróunina. Hann er kominn
upp að vegg í samskiptum sín-
um við Bandaríkjamenn sem
krefjast þess að umtalsverður
brottflutningur ísraelskra her- ^
manna frá hernámssvæðunum
á Vesturbakkanum fari fram í
ár. Og víst má heita að þrýst-
ingurinn frá Bill Clinton mun
heldur fara vaxandi en hitt nú
þegar skriðþungi forsetans fer
minnkandi á heimavelli líkt og
ævinlega gerist á seinna kjör-
tímabilinu.
Vera kann að hræðslan við
kosningar verði til þess að
tryggja agann innan ríkis-
stjórnarinnar og þar með líf
hennar. Hættan er hins vegar '
sú sama í ísrael og í öðrum
lýðræðisríkjum þegar slíkt
ástand skapast. Einstakir þing-
menn geta unnið að framgangi
hagsmunamála sinna og hótað
því að finna sér annað föru-
neyti verði ekki orðið við þeim.
Sú staða mála getur lagt þung-
ar byrðar á ríkissjóð sem stend-
ur höllum fæti um þessar mund-
ir. Hún mun ennfremur reyna
mjög á þolinmæði forsætisráð-
herrans og hæfni hans til að
bera klæði á vopnin í átökum innan
stjórnarinnar. Þótt pólitískir hæfi-
leikar Netanyahus séu án nokkurs
vafa umtalsverðir eru þeir yfirleitt
taldir liggja annars staðar en í hlut-
verki sáttasemjara.
Tekur Netanyahu
frumkvæðið?
Loks er ótalinn sá möguleiki að
þingmenn sem óánægðir eru með
framgöngu Netanyahus gangi í lið
með stjómarandstöðunni og felli for-
sætisráðherrann án þess að gengið
verði til þingkosninga. Þetta er unnt
samkvæmt gildandi lögum í Israel sem
innleidd vora fyrir kosningamar 1996
og kveða á um beint kjör forsætisráð-
herrans. Samkvæmt þeim geta 80 af
120 þingmönnum Knesset fellt sitj-
andi forsætisráðherra með van-
trauststillögu. Þarf þá að kjósa eftir-
mann hans án þess að frarn-
fari almennar þingkosning-
ar. Þetta kann mörgum
þingmönnum að þykja álit-
legur kostur. Kjörtímabil
““““ þingsins rennur ekki út fyrr
en árið 2000 og margir kjömir fulltrú-
ar kunna að telja það þjóna hagsmun-
um sínum að vísa óvinsælum forsætis-
ráðherra út í ystu myrkur í nafni póli-
tískrar hreingemingar án þess að
hætta sætum sínum
Flókið pólitískt hagsmunamat mun
móta þróunina í ísraelskum stjórn-
málum á næstu mánuðum og líklegt. „
er að friðarferlið verði látið sitja á
hakanum eins og þess er frekast
kostur. Svigrúm Benjamins Net-
anyahus verður afar takmarkað, sem
seint verður talin draumastaða þeirra
sem tekið hafa ást á valdinu. Forsæt-
isráðherrann kann því að sjá sig
knúinn til að taka frumkvæðið með
því að boða til kosninga. *