Morgunblaðið - 08.01.1998, Side 36

Morgunblaðið - 08.01.1998, Side 36
,.36 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kópavogur er ' bær framtíðar UNDANFARIN ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í Kópavogi og hefur íbúum sveitar- félagsins fjölgað um meira 1.200 á nýliðnu ári. Þessi mikla fjölgun íbúa á ekki aðeins rætur að rekja til þess góða byggingarsvæðis fyrir ^ íbúðarhúsnæði, sem ’ Kópavogur hefur verið að bjóða upp á, heldur einnig vegna þess að á þessu svæði er gert ráð fyrir góðum verslunar- miðstöðvum, þjónustu- stofnunum, skólum og leikskólum. Allir þessir þættir hafa án efa haft mikil áhrif á viðhorf fólks þegar það ákveður hvar það vill byggja upp framtíðarheimili sitt. Ibúum Kópavogs hefur ekki ein- ungis verið að fjölga, heldur hefur einnig átt sér þar stað mikil atvinnu- uppbygging, bæði í Kópavogsdalnum og á hafnarsvæðinu. ^ Öflugt atvinnulíf í „Miðjunni" I Kópavogsdalnum, austan og vestan Reykjanesbi'autar í hinni svokölluðu Miðju, er nú að rísa eitt öflugasta atvinnusvæði á landinu. Miðjan er miðsvæðis á svæði sem telur um 150 þúsund íbúa sem er tengt nýju og öflugu gagnkerfi. For- svarsmenn R-listans í Reykjavík hafa séð ofsjónum yfir hinni miklu uppbyggingu verslunar á þessu svæði. R-listafólk fékk erlendan ráð- gjafa, sem er á mála hjá verslunar- miðstöð í Reykjavík, til að mæla gegn slíkri uppbygginu því hún muni hafa neikvæð áhrif á verslun í Reykjavík. Það eru ekki aðeins hinar margumræddu verslunarmiðstöðvar sem eru að rísa í Miðjunni heldur einnig þjónustustofnanir eins og bankar, bókasafn, heilsugæslustöð, veitingastaðir, o.fl. Á jöðrum Miðjunnar eru iðnaðarfyrirtæki að hasla sér völl. Bæjaryf- irvöld hafa skipulagt svæðið með þarfir fyrir- tækja og íbúanna í huga. I skipulagi bæjar- ins er gert ráð fýrir nægum bílastæðum og góðu aðgengi fyrir ak- andi og gangandi veg- farendur. Verslunar- og þjónustuaðilar hafa sjálfir valið þennan stað til að hasla sér völl vegna þeirra augljósu möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða. I náinni framtíð verður þetta svæði því sannnefnd miðja verslunar og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðeins geta þjónað hinum nýju íbúum Kópavogs heldur stórum hluta höfuðborgarsvæðisins. Gróin atvinnusvæði Það á sér ekki aðeins stað mikil uppbygging atvinnusvæða í Miðj- unni heldur er nú einnig að fara af Kópavogur er eitt eftirsóttasta íbúðar- svæði landsins, að mati Sigurrósar Þorgrfms- dóttur, og atvinnulífið blómstrar þar. stað mikil uppbygging á hafnarsvæði Kópavogs. Með tilkomu nýs hafnar- garðs hefur eftirspurn eftir atvinnu- lóðum á því svæði stóraukist. Innan fárra ára mun því verða enn blóm- legra atvinnulíf á þessu svæði en verið hefur. Viðlegukanturinn á eftir að verða mikil Iyftistöng fyrir at- Sigurrös Þorgrímsdóttir Hvers vegna keppast menn við að sópa ljóð- hefðinni undir teppið? ÞEGAR rætt er eða skrifað um arfleifð okk- ar í bókmenntum er óspart vitnað í fornsög- unar og og mikilvægi þeirra, sem allir eru sammála um að séu ómetanlegar. Hins vegar vekur nokkra furðu, þegar rætt er um ljóðhefðina, ekki síst fyrir og eftir lýðveldisstofnun, þá gleymist arfleifðin mjög skynddega en alls konar prósi eða óljóð gerast mjög áberandi. Enginn lærir eitt einasta prósa- víljóð og sárafáir kaupa. Hafa menningarpostulamir engar áhyggjur af slíku? Prósalofgjörð Einn af okkar mest áberandi bók- menntafrömuðum um þessar mund- ir, Örn Ólafsson, prófessor í Noregi, hefir verið mjög afkastamikill í sín- um skrifum um þýðingar á íslensk- um bókum á mál frændþjóða okkar. Einnig um allskonar „isma“ í bók- menntum. Samtímis er þessi marg- rómaði prófessor sífellt að hossa prósaljóðum, sem hann þó viður- kennir að njóti mjög lítilla vinsælda í Noregi rétt eins og hér. Það vakti því nokkra furðu, þegar hann lét birta í Lesbók stórar myndir af Tómasi Guðmundssyni og Einari Benediktssyni í lofgerðargrein sinni um prósann. Þótt Tómas hafi ort frábær ljóð órímuð, var hann alltof mikill fagurkeri til að hagnýta sér *‘ ekki stuðla, enda missteig Örn sig rækilega á tilvitnuninni í Tómas til réttlætingar forleysunni. Sambands- leysi númtíma ljóða við þjóðina er alvarlegt áhyggjuefni. Síðan teflir Örn fram stórskáldinu Einari Benediktssyni. Skyldi Einar hafa hlotið skáld- frægð sína fyrir prósa? Þótt Erni hafi tekist að finna eitt laufblað með snjöllum prósa í blóm- strandi rósagarði þessa skáldjöfurs, sannar það aðeins snilld og anda- gift Einars, sem ekki fyrirfínnst í þeim leir- prósa, sem tröllríður ljóðagerð okk- ar um þessar mundir. Farsótt Líkja má prósaruglinu við eins konar farsótt, sem er bráðsmitandi. Líkja má prósaruglinu við eins konar farsótt, segir Guðmundur Guð- mundarson, sem hann telur bráðsmitandi. Allir ruglukollar orðnir skáld. Þó er alvarlegast að í kennslubókum í skól- um hefir árum saman verið íjallað um íslenskar nútímabókmenntir af höfundum, sem eru mjög róttækir kommúnistar, þannig að fjöldi kenn- ara verður að mæla gegn betri vit- und um fjarstæður og falsanir í boð- Guðmundur Guðmundarson vinnulífið á Kársnesi en þar hafa starfað mörg öflug og rótgróin fyrir- tæki um árabU. Yfir eitt þúsund, bæði stór og smá fyrirtæki, eru starfandi í Kópavogi. Gamalgróin atvinnusvæði eru t.d. í Smiðjuhverfi og á miðbæjarsvæðinu í Hamraborg en þar eru yfir eitt hundrað fyrirtæki. Þessi mikla gróska í atvinnulífi Kópavogs sýnir það og sannar að bærinn er ekki bara svefnbær frá Reykjavík heldur er þar blómlegt atvinnulíf sem veith’ þúsundum atvinnu. Aukin þjónusta við íbúana Ekki er nægjanlegt að skipuleggja atvinnubyggð heldur er nauðsynlegt að huga að þjónustu fyrir íbúana. Nú þegar er hafin uppbygging þjónustu- stofnana í Lindahverfi. Fyrsti áfangi Lindaskóla hefur þegar verið boðinn út og er áætlað að honum ljúki haustið 1998. Byrjað er á að reisa leikskóla í Lindahverfi og verður byggingu hans lokið um mitt þetta ár. Þá verða hafnar framkvæmdir við annan leikskóla í Lindahverfi nú á vormánuðum. Heilsugæslustöð, sem þjóna á þessum hverfum, mun taka til starfa á næsta ári og einnig er fyrirhugað að opna bókasafn á svæðinu. I lok síðasta árs var opnuð stór glæsileg þjónustumiðstöð í Gull- smára sem veitir mikla möguleika fyrir eldri borgara að efla enn frekar hið gróskumikla starf þeirra í Kópa- vogi. Kópavogur - bær framtíðar Með framtakssemi, bjai'tri fram- tíðarsýn og metnaðarfullu skipulagi hefur stjórnvöldum í Kópavogi lán- ast að gjörbylta ímynd bæjarins á aðeins örfáum árum. Hér áður fyrr var litið á Kópavog sem annars flokks sveitarfélag þar sem ófrá- gengnar götur og ókláruð mannvirki settu mark sitt á bæinn. Fasteigna- verð hefur verið að hækka og lóða- eftirspurn stöðugt að aukast. Nú er Kópavogur eitt eftirsóttasta íbúar- svæði landsins og atvinnulífíð blómstrar. Kópavogur er því bær bjartrar framtíðar bæði fyrir íbúana og atvinnulífið. Höfundur er formaður atvinnu- málanefndar Kópavogs. skap ljóða og lærdómsrita. Þessi sví- virða er látin viðgangast árum sam- an, þótt Berlínarmúrinn hafi hrunið yfir hausinn á hirðfíflum þessarar stefnu fyrir ótal árum. Auk þess var ákveðið að iþyngja ekki börnum með því að láta þau læra falleg ljóð. Af- siðunin skal vera fullkomin! Ungskáldin Skáldgáfan er oftar en ekki tekin að erfðum. Sú staðreynd er í fullu gildi, þótt allir titli sig skáld nú um stundir. Ungskáldin, sem ekki þekkja lengur einfóldustu bragreglur og telja sig ekki þurfa á slíku drasli að halda eru ófeimin að láta ljós sitt skína í blaðaviðtölum. Aðeins tvö dæmi: „Ég skil ekki alltaf mín eigin ljóð. Þau eru svo torræð og svo hef ég steingleymt, hvað myndmálið átti að þýða“! ... „Annars leiðast mér ljóð mjög mikið.“ Er þetta ekki frá- bært? Arfleifðin Er blessaður Háskólinn að verða löggilt óljóða og prósa-hreiður, þar sem allar bragreglur eru orðnar úr- eltar? Stuðlar hafa verið arfleifð okkar og aðalsmerki allt frá dögum Egils Skallagrímssonar. Það gæti því orðið áhugavert að fylgjast með, þegar prósagarparnii' sem hæst er hossað fara að spreyta sig á rímlausum og óstuðluðum hátíðaljóðum í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku á Is- landi! Samt er stóra spurningin, þegar örstutt er í að 21. öldin haldi innreið sína. Er prósinn veganestið og sú arfleifð, sem við óskum eftir að unga kynslóðin og niðjar okkar taki sér til fyrirmyndar í ljóðagerð á nýrri öld. Að sjálfsögðu er allt leyfilegt í ljóðagerð en ekki í ljóðlist! Gleðilegt nýár! Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. Skipasmíðar í Kína LAUGARDAGINN 20. desemer var auglýstr ur fundur í miðri jóla- ösinni til að kynna áhugasömum fiskiskipa- útgerðum nýjar skipa- smíðar. Til landsins voru komnh- vorboðar gróðans í íslenskum sjávarútvegi, menn sem lofuðu vinnu- afli á 2 dollara á dag, eða útseldri vinnustund sem nemur 2 dollurum á tím- ann. Þetta voru fulltrúar ríkisfyrirtækis í Kanton, skipasmíðastöð eins og best gerist á vestrænan mælikvarða. Fulltrúar sömu stjórnvalda og höfðu í hótunum við Islendinga nýver- ið ef þeir leyfðu sér að snæða snarl á Þingvöllum með ferðamönnum að eig- in vali. Gestgjafar þeirra hér á landi og skipuleggjendur jólafóstufundarins er fyrirtækið IceMac fiskvinnsluvéIal•. Kína er ekld hvaða land sem er. Hér er á ferðinni risi með yfir milljarð íbúa, auðæfi til lands og sjávar sem eiga vart sinn líka í heiminum, stór- Ætlast er til að skipasmíðar okkar keppi við land, segir Borgþór S. Kjærne- sted, sem í mínum huga er ekkert annað en nútíma þrælabúðir. veldi í uppsiglingu sem hefur sýnt í verki hvað í því býr ef tækifærin gef- ast. Skriðdrekar sem rúlla yfir stúdenta sem gera kröfu um hugsanafrelsi eru sennilega mörgum enn minnisstæðir. Kínversk sjómannasamtök (ríkisins) bjóða félagsmenn sína til útgerðarfyr- irtækja á Vesturlöndum fyrir 50 doll- ara mánaðarkaup - og þeir hafa nóg af þeim. Það mun hafa komið íslenskri sendinefnd í Kínaferð skemmtilega á óvart hvað tæknileg gæði voru á háu stigi - og iðjusemin. Hér voru engar íslenskar skúringarkerlingar sem aldrei blésu úr nös, jafnvel þó að von væri á höfðingjum, eins og haft var á orði á fundinum. Né heldur vinnur bara helmingur iðnaðarmanna í einu, nei, þar vinna allir og eru snöggir að þvi, eins og Daníel Frið- riksson skipaverkíræð- ingur hafði uppgötvað. Það hlýtur að hafa komið mönnum enn skemmti- legar á óvart hvað kaupið var lágt. Og verkafólkið er til friðs. Framkvæmda- stjórinn og skipaverk- fræðingurinn Zhang Yu Da margendurtók að fyr- irtækið væri ríkisrekið. Hvað ætli það þýði. Ég gæti ímyndað mér að það gæti þýtt herlögreglu gegn þeim verkamönn- um sem vildu hækka launin, þó að ekki væri nema um nokkur sent. En umfram allt að um örugg viðskipti væri að ræða. Á sama tíma hafa íslensk stjómvöld fallið frá smávægilegum stuðningi við íslenskan skipaiðnað, sem átti að jaíha samkeppnisaðstöðu hans við þá tak- mörkuðu ríkisstyrki sem veittir eru innan ESB og EES svæðisins og þar með er ætlast til að skipasmíðar okk- ar samfélaga keppi við land sem í mín- um huga er ekkert annað en nútíma þrælabúðir. Mér finnst líka með ólíkindum að boðberar frjáls hagkerfis og frjálsrar samkeppni skuli ávallt missa niður um sig um leið og þeir komast í „feitt" og geta farið að græða ómælt á fátækt og erfiðum aðstæðum annarra. Og hvað fá menn fyrir útselda vinnu á tvo dollara á tímann? * Gæðastaðal ISO frá 1994. * Þjónustu hátæknifyrirtækis sem Bretar stofnuðu í Kanton 1845, sem getm- ráðið við hvaða verkefni sem er. * 3.500 starfsmenn, alla sívinnandi fyiir lágt kaup, auk þess * 500 hámenntaða tæknifræðinga, * um 1.000 hafa háskólamenntun, þar af eru 100 hagfræðingar. Þetta fyrirtæki byggði fyrir Onassis á sínum tíma, sem rústaði allar félags- legar aðstæður til sjós á örfáum árum og sló í sundur stéttarfélög farmanna á skömmum tíma. Nú eru A.P. Möller og P&O í hópi bestu viðskiptavina. Og Bolli Magnússon skipatækni- fræðingur var skýrmæltur. Menn verða að vita hvað þeir vilja, ekki láta Kínverjana búa eitthvað til sem þeir halda að þú viljir, og þú verður að vera fljótur, þetta tilboð stendur væntanlega ekki lengi. Nei, vonandi ekki. Dæmið lítur svona út samkvæmt mínum punktum: Borgþór S. Kjærnested títseld vinna Kína Pólland Island Vestur-Evrópa 220 1.000 1.800 2.700 IKR ca Byggingatimi 210.000 210.000 200.000 150.000 klst. Búnaður 603.000 603.000 603.000 603.000 IKR Efni 160.000 230.000 300.000 270.000 Ymis kostn. 18 millj. 45 millj. 65 millj. 65 millj. Ymis annar kostn. 95 millj. 70 millj. 55 millj. 60 millj. Launakostn 46 millj. 220 millj. 360 millj. 405 millj. Samtals 922 millj. 1.168 millj. 1.383 millj. 1.400 millj. Afgerandi munurinn hggur eins og fyrr segir í launakostnaðinum. Á sama tíma hverfa verulegir fjármunir út úr okkar samfélagi inn í miðstýrt kúgun- arsamfélag Kínverja, þar sem engin fijáls skoðanaskipti fara fram, engin frjáls samkeppni fer fram nema með röngum formerkjum, engin frjáls fé- lagasamtök líðast til að standa vörð um mannúðlegar aðstæður og rétt hins vinnandi manns til réttláts skerfs af arði atvinnurekanda síns. Félagsleg undirboð af þessu tagi eru vaxandi vandi nútímans. Fátækt heimsins eykst, launamisrétti milli í-íkra og fátækra er mest þar sem áhrif samtaka launafólks er minnst. Þetta vita Kínveijamir líka. Og þeir svífast einskis. Það er full ástæða fyrir alþjóðasam- tök launafólks, málmiðnaðarmanna, sjómanna og annarra, að vera á verði og grípa til þeirra ráðstafana sem duga. Alþjóðasamband flutninga- verkamanna mun ekki hika við að lýsa kinverska fánann hentifána verði hon- um breytt í það. Kínversk skip sem mörg hver sigla undir hentifánum en eru mönnuð Kínverjum, hafa nú þeg- ar margsinnis verið stöðvuð á Vestur- löndum vegna lélegra kjara um borð og þeim atvikum mun því miður fara fjölgandi. Við verðum að standa vörð um allt okkar velferðarkerfi og gera upp við okkur í hvers konar samfélagi við viljum búa - samfélagi menningar og mannlegrai- reisnar þar sem menn greiða hlutina réttu verði og heimta réttmæt laun fyrir sin störf - eða samfélagi eymdarinnai- og ofrfldsins, þar sem atvinnui-ekandinn skammtar einn á diskana og hyglai- aðeins þeim sem hann hefur mestan hagnað af hverju sinni? Það er þetta sem er eitt brýnasta viðfangsefni íslenskrar sem annarrar verkalýðshreyfingar á næstu ái’um. Það kostar ærið erfiði að byggja í dag upp samfélag félagasamtaka og lýð- ræðis í heimshluta Sovétríkjanna nú um stundir. Þar hugsuðu menn jafn öðruvísi fyrrum og menn gera í dag í Kína, og lýst var á nefndum fundi. Höfundur er eftirlitsfulhrúi ITF á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.