Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 3& Mig langar til að spyrja þig, löngu horfna kona,/ hvað leiddi hendur þínar/ að sauma þessar rósir í samfelluna þína?/ Og svona líkar fínar! Spyr Halldóra B. Björnsson í upphafserindi sínu í kvæðinu „Á Þjóðmiiyasaffni". Amtmannsstofa Þjóðminjasafns Islands hefur að geyma mikið af hannyrðum úr fortfðinni. Áhugavert er að dvelja þar um stund, skoða vel og gera sér í hugarlund hvaðan hannyrðirnar eru sprottnar og velta því fyrir sér hver skapaði þær og hvers vegna. Það er á slíkum stundum sem manni tekst að láta nútíðina ijála aðeins við fortíðina. Þannig fræða gamlar minjar oft best um liðna tíma. Sjálfsagt hafa margir fallið í nokkurs konar „fortíðartrans" inná Þjóðminjasafninu. Þeirra á meðal er Halldóra Björnsson sem hefur tekist á snjallan hátt að koma upplifun sinni í ljóðaform og gert hana þar með ódauðlega, sem betur fer fyrir okkur hin sem vildum hafa sagt það sama en ekki gefin sú gáfa að raða orðunum í svona fallega röð. Fyrir utan allan útsauminn og vefnaðinn eru á safninu pijónaðar flíkur, þó aðallega vettlingar, húfur og sokkar. Þar er t.d. að finna átta blaða rósavettlinga og fingravettlinga sem vekja undrun manns fyrir það hversu fínlegir þeir eru. Garnið er svo fínt að varla er hægt að gera sér í hugarlund ptjónana sem þeir hafa verið pijónaðir með. Þeir hljóta að hafa verið eins mjóir og títupijónar. í dag er pijónað úr grófara garni og þar með fljótlegra að Ijúka heilli flík. Janúar er nú runninn upp að nýju, mánuður áætlana og góðra íyrirheita og því tilvalið að byija á einhveiju nýju, t.d. fallegri peysu á litla augasteininn í Ijölskyldunni. Nú er boðið upp á símunstraða peysu úr Smart-garni sem er sérstaklega mjúk ull. Þá er bara að setjast niður með pijónana og láta hugann reika til fortíðar, til allra sem hafa notið þess hins sama í gegnum tíðina; að setjast niður við hannyrðir. Var það þetta yndi, sem æskan hafði seitt þér/ f augu og hjarta?/ Eða fyrir manniim, sem þú mættir fyrir nokkru,/ að þú máttir til að skarta? STÆRÐIR 6 m 1 2 4 6 ára Yfirvídd: 68 72 76 80 84 cm Sídd: 30 34 38 42 46 cm Ermalengd: 17 20 24 28 32 cm Handvegur: Garn: SMART 16 17 18 19 20 cm Dökkbl. nr. 875 3 4 4 5 6 d. Grænt nr. 8901 1 1 1 2 2 d. Rústr. nr. 8451 1 1 1 1 2 d. Grænt nr. 895 2 dokkur í allar stærðir. Lj.rústr. nr. 839 1 dokka í allar stærðir. Blátt nr. 862 1 dokka í allar stærðir. Bláyrjótt nr. 867 1 dokka í allar stærðir. Einnig er hægt að nota PEER GYNT. PRJÓNAR: 40 eða 60 cm hringprj. nr. 2,5 (stroff) 50 eða 60 cm hringprj. nr. 4 (bolur) 40 cm hringprj. nr. 2,5 (hálslíning) Sokkaprjónar nr. 2,5 og 4 (ermar) PRJÓNFESTA: 22 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3,5 = 10 cm 22 lykkjur í tvíbanda- prjóni á prjóna nr. 4 = 10 cm. BOLUR: Fitjið upp með dökkbláu á hring- prjón nr. 2,5, 138-144-152-158-164 lykkjur. Prjónið stroff 1 sl., 1 br. í hring og rendur þannig: 4 prjóna með dökkbláu, * 2 prjóna með bláyrjóttu, 2 prjóna með dökkbláu *. Endurtakið * til * 1-1-1-2-2 sinnum enn. Prjónið 1 prjón sléttan með dökkbláu og auk- ið í 14-16-20-22-24 lykkjum með jöfnu millibili = 152-160-172-180-188 lykkjur. Skiptið yfir í hringprjón nr. 4. Setjið merki á báðar hliðar með 76-80-86-90-94 lykkjum á hvorum helm- ingi. Prjónið munstur þannig: * 1 brugðin, byrjið að prjóna við örina sem sýnir rétta stærð og prjónið út að hliðarmerkinu *. End- urtakið frá *-*. Brugðnu lykkjurnar í hlið- unum halda sér alveg upp. ATHUGIÐ: Þegar allur bolurinn mælist 26-30-33-37-41 cm er komið að hálsmálinu að framan. Slítið frá í hliðinni. Setjið 11-13-15-15-17 lykkjur í miðju á nælu. Byrjið að prjóna vinstra megin við hálsmálið og prjónið fram og til baka yfir all- ar lykkjurnar. Fellið jafnframt af í byrjun prjóns báðum megin við hálsmálið 4 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2 sinn- um = 22-23-25-27-28 lykkjur á öxl. Prjónið þar til allur bolurinn mælist 30-34-38-42-46 cm. Setjið lykkjurnar á nælur. ERMAR: Fitjið upp með dökkbláu á sokka- prjóna nr. 2,5, 34-36-38-40-42 lykkjur. Prjón- ið stroff 1 sl., 1 br. í hring og rendur eins og á bol. Prjónið 1 hring sléttan með dökkbláu og aukið út í 48-48-56-56-58 lykkjur. ATHUGIÐ: Síðasta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð brugðin = merkilykkja. Skiptið yfir á sokka- prjóna nr. 4. Prjónið munstur (teljið út frá miðju hvernig á að byrja á munstrinu). Aukið jafnframt í 1 lykkju báðum megin við merki- lykkjuna með 1-1-1,5-1,5-1,5 cm millibili þar til 72-76-80-86-90 lykkjur eru á erminni. Prjónið þar til öll ermin mælist 17-20-24-28- 32 cm. Snúið henni við og prjónið 5 hringi slétta (kantur). Fellið af. FRÁGANGUR: Mælið breidd ermarinnar við handveginn = 16-17-18-19-20 cm og merkið. Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori báðum megin við handveginn. Klippið á Miðja á ermi V" Endurtakið □ = Grænt nr. 890 (Ö) = Rústrautt nr. 845 = Dökkblátt nr. 875 (5] = Bláyrjótt nr. 867 0 = Grænt nr. 895 0 =Bláttnr. 862 1/2 1 Byrjið hér t t t 2 4 6. ára SB = Lj.rústr. nr. 839 milli saumanna og sikk-sakkið þétt yfir sár- kantinn. Lykkið axlir saman. Saumið ermarn- ar í innan við kantinn efst á erminni og notið hann til að hylja sauminn. HÁLSLINING: Prjónið upp með dökkbláu í hálsmálinu á hringprjón nr. 2,5, 80-84-88-90- 94 lykkjur. Prjónið stroff 1 sl., 1 br. í hring og rendur þannig: 2 hringi með bláyrjóttu, 2 hringi með dökkbláu, 2 hringi með bláyrjóttu. Prjónið áfram með dökkbláu þar til öll líning- in mælist 6 cm. Fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. Brjótið líninguna tvöfalda yfír á rönguna og saumið niður. Saumið þvottaleiðbeininga- merki innan í peysuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.