Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐNY
JÓNSDÓTTIR
+ Guðný var
fædd í Holts-
múla í Landsveit 22.
september 1902.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands á
Selfossi 9. desember
síðastliðinn. Faðir
hennar var Jón
bóndi þar, f. 1860,
sonur Einars í
Eystri-Tungu í
Landbroti og síðar í
r Holtsmúla, f. 1832,
Gislasonar í Arnar-
drangi, Gíslasonar
hreppstjóra þar (er
fæddur 22. maí 1900
og lést 21. febrúar
1975. Hann var son-
ur Péturs bónda á
Skammbeinsstöðum,
f. 1874, Jónssonar á
Stokkalæk, Péturs-
sonar á Helluvaði,
Jónssonar þar, Eyj-
ólfssonar þar, f.
1733. Föðurbróðir
Óskars var Egill á
Stokkalæk, faðir
Jóns á Selalæk. Móð-
ir Óskars var Guðný
dóttir merkishjón-
anna á Árgilsstöð-
flúði Skaftáreldana út í Árnes-
sýslu en sneri aftur), Þorsteins-
sonar á Efri-Steinsmýri, Þor-
steinssonar á Ytra-Hrauni, Ólafs-
sonar á Borgarfelli, f. 1632, Jóns-
sonar gamla á Syðri-Steinsmýri,
Eiríkssonar.
Móðir Einars í Holtsmúla var
Halldóra dóttir Odds Bjarnason-
ar hreppslj. í Seglbúðum og
Hörgsdal. Systir Halldóru var
Guðríður á Kirkjubæjarklaustri,
móðir Magnúsar þar, föður Krist-
ínar í Haga í Holtum, móður
Helgu, móður Guðmundar Har-
aldar á Heiðarbrún. Annar sonur
Guðríðar á Klaustri var Símon í
Jórvík, faðir Páls þar, tengdaFóð-
ur Jóns Gíslasonar alþingismanns
í Norðurhjáleigu. Þessarar ættar
eru alþingismennirnir Hjörleifur
Guttormsson, Jón Helgason frá
Seglbúðum og Gísli alþingisfor-
seti Sveinsson, ennfremur Sveinn
landgræðslustjóri og meistari
Kjarval.
Móðir Guðnýjar var Gislunn, f.
^,1866, dóttir Árna á Bjalla, Jóns-
sonar á Heiði á Rangárvöllum.
Móðir Gíslunnar var Helga í
Holtsmúla, dóttir Gísla í Flag-
bjarnarholti, bróður Guðmundar
ríka á Keldum, föður Jóns á Æg-
issíðu afa Jóns Þorgilssonar
sveitarstjóra. Þeirrar ættar voru
og Marsibil Jóhannsdóttir frá Öl-
versholtshjáleigu og Jón Helga-
son prófessor. Bróðir Gíslunnar
var Jón rokkasmiður, faðir Helgu
í Keflavík, móður Jóns í Hauka-
gili, föður sr. Sigurðar í Odda.
Systkini Guðnýjar eru: 1) Ein-
ar, fyrr bóndi á Kaldárholti í
Holtum, síðar starfsmaður MFB á
Selfossi. 2) Árni, lengst bóndi í
Holtsmúla, síðar á Selfossi. 3)
Helgi bóndi í Kaldárholti. 4)
Theodór skipstjóri í Boston. 5)
Gíslunn húsfr. í Rvík. 6) Jón
málmiðnaðarmaður í Rvík, lengst
bóndi á Árbæ í Holtum, síðast
gleriðnaðarmaður á Hellu. 7)
Guðrún húsfr. í Rvík, og 8) Ólaf-
ur, lengi bóndi í Árbæjarhjáleigu
í Iioltum, sfðar verkamaður í
Reykjavík.
Guðný giftist Jóni Óskari Pét-
urssyni 23. maí 1931. Hann var
um, Kristjáns Jónssonar og
Eyrúnar Jónsdóttur. Eyrún var
dóttir Þuríðar á Árgilsstöðum,
systur Odds á Sámsstöðum, föður
Olafs Ijósmyndara í Rvfk, fóður
Odds læknis, fóður Davíðs forsæt-
isráðherra. Kristján á Árgilsstöð-
um var sonur Jóns í Fagurhlíð í
Landbroti sonur Önnu systur
Guðríðar á Klaustri og Halldóru
Oddsdætra sem fyrr voru nefnd-
ar.
Börn Guðnýjar og Óskars eru:
1) Unnur Sigríður, f. 9. apríl
1932. Hennar maður er Gísli Ást-
geirsson og búa þau á Syðri-
Hömrum. Þeirra börn: Ásta,
húsm. Hafnarfirði, maki Guð-
mundur Pálsson og eiga þau
þrjár dætur. Erlingur, bifvéla-
virki Hellu, maki Elín Heið-
mundsdóttir og eiga þau eina
dóttur. Hrafnkell, lést af slysför-
um. 2) Eyrún, f. 29. janúar 1934.
Starfsmaður á Dvalarheimilinu
Lundi. Hennar maður er Sæ-
mundur Guðmundsson fv. skóla-
stjóri á Laugalandi. Þau búa á
Hellu. Þeirra börn: Guðný Birna,
hjúkr. fræðingur í Grindavík,
maki Haraldur Tómasson og eiga
þau tvo syni. Petrína Guðlaug,
starfsmaður á Lundi. Kolbrún
Ósk, maki er Egill Jónasson og
búa þau á Hjarðarlandi í Biskups-
tungum og eiga þijú börn. Guð-
mundur, rafiðnaðarmaður í Dan-
mörku, maki er Trine Ernst og
eiga þau tvær dætur. Særún,
kennari í Þykkvabænum, maki er
Heimir Hafsteinsson oddviti. Þau
búa í Smáratúni og eiga þrjú
börn. 3) Bragi, f. 25. september
1938. Fyrr bóndi á Skammbeins-
stöðum, sfðar bormaður Kópa-
vogi. Fyrri kona er Guðný Há-
konardóttir (skildu). Seinni kona
er Guðlaug Þorsteinsdóttir. Börn
Braga og Guðnýjar eru: Óskar,
lést af slysfórum. Gísli, vélstjóri
Rvfk, maki Elva Hrönn Guð-
bjartsdóttir og eiga þau tvö börn.
Sigurbjörg, maki er Ólafur Kjart-
an Sigurðsson og eiga þau tvö
börn. Guðný Anna, hárgreiðslu-
kona, Kópavogi.
Guðný var jarðsungin frá Mar-
teinstungukirkju 18. desember.
Þegar þetta er skrifað, stendur yf-
ir sú hátíð sem er tákn fyrir ljós, feg-
urð, mildi og kærleika. Þetta fernt er
það sama og einkenndi nýlátna heið-
urskonu, Guðnýju Jónsdóttur frá
Skammbeinsstöðum. Hún var orðin
öldruð og hafði orðið fyrir slysi nú í
haust. Eftir það dró ört af hennar
þreki. Henni hefur því orðið andlátið
kærkomin hvfld en í huga þeirra sem
þekktu hana, tengjast nú saman jóla-
ljósin sem hvarvetna biakta, kyrrð
jólanna og sá friður sem umvafði
hennar persónu í daglegu starfí og
lífi.
Guðný fæðist í byrjun þessarar ald-
ar. Hún fæðist inn í svipaða „veröld"
og formæður hennar höfðu lifað við í
þessu landi í u.þ.b. þrjátíu kynslóðh’.
Þó var farið að rofa til í aðbúnaði, lífs-
háttum og efnahag alþýðu manna og
tengi ég það sem afleiðingu af þeim
skrefum til aukins fullveldis sem
þjóðin var þá farin að feta sig efth’.
Guðný fæddist í vesturbænum 1
Holtsmúla í Landsveit og ólst þar upp
í fjölmennum systkinahóp. Sú
„mynd“ sem ég hef af þeim Holts-
múlasystkinunum sem ég hefí þekkt
og kynnst er að þar voru ljúfmenni og
góðmenni, greind, glögg, aðgætin, at-
hugul, verklagin, vinnusöm, hyggin
og fóru vel með verðmæti. Flest voru
þau orðvör mjög en Arni var sögu-
maður mikill. Eg á Ama margt gott
að gjalda frá því er hann var með mér
í Veiðivötnum í fáein sumur og þykir
mér miðui- að mér auðnaðist ekki að
hafa tíma til að minnast hans þegar
hann lést.
Eg ætla að efnahagur foreldra
Guðnýjar og viðurværi þar á bæ hafi
verið allgott miðað við það sem þá
gerðist. Þegar Guðný var á þrettánda
ári lést faðh’ hennar. Þrátt fyrir það
er ekki að sjá neinn bilbug á þessu
fólki og næstu fímm árin er móðir
hennar talin fyrir búi. Þá var á heim-
ilinu Helga, amma Guðnýjar, rúm-
liggjandi í tólf ár. Sem börn fengu
systkinin að fara í berjamó á sunnu-
dögum, en Helga hafði það fyrir
venju áður en þau fengu að fara, að
þá kallaði hún þau að rúmi sínu og lét
hvert og eitt þeirra lesa upphátt kafla
sem hún valdi úr Biblíunni. Þetta var
nú eins konar „forskólanám" þess
tíma enda var Guðný læs þegar
bamaskólinn hófst við tíu ára aldur.
(Svo getur hver og einn metið það í
sínum huga, hvort þetta var farsælli
uppeldisgrunnur eða það sem sums
staðar tíðkast nú að böm hafa fyrir
augunum glæpamyndir í sjónvarpinu,
fí’á því er þau fá sjónina.)
Skólaganga Guðnýjar var í fáeinar
vikm- á ári í fjóra vetur. Kennt vai’ í
Lunansholti og kennari var Ágúst
Eyjólfsson í Hvammi. 1920 lét móðir
hennar af búskap og gerðist þá Ámi,
bróðir hennar, bóndi í Holtsmúla.
Varð hún þá vinnukona hjá honum
um tíma. Þótti henni þá ekki lakara
að geta gengið í útistörfin ásamt inni-
verkum sem hún og gerði lengst af
sína búskapartíð. Alit var þó myndar-
legt hjá henni innanhúss - það er
undarlegt hvað þessar konur gátu af-
kastað í verkum sínum.
Það átti nú ekki fyrir Guðnýju að
liggja að verða áratuga vinnukona hjá
bróður sínum (og koma þannig í veg
fyrir að hann næði sér í konu). Guðný
brá sér til Reykjavíkur og var í fisk-
vinnu á a.m.k. tveimur stöðum. Þar
vann hún við að þvo fískinn í
akkorðsvinnu, breiða hann út til
þurrkunar og taka hann svo saman
þegar úrkomu var von. Fiskþvottur-
inn fór fram í lélegum skúr og þá varð
fólld stundum illa kalt á höndunum.
Þetta var nú áður en „eldsálir" verka-
lýðsins fóm að ná árangri í réttinda-
baráttu alþýðunnar. Þá var Guðný
kaupakona í tvö sumur uppi í Norður-
árdal í Borgarfírði, fyrst í Brekku og
svo hjá Katrínu og Eiríki á Glitstöð-
um. Kannske var Borgarfjai’ðarveran
og fiskvinnan eins konar „framhalds-
skóli“ fyrir Guðnýju, því að fara að
heiman vfltkar sjóndeildarhringinn
flestra.
En tengsl hennar við átthagana
rofnuðu ekki, þvi þangað leitaði hún
aftur. Á þessum tímum vai’ starf ung-
mennafélaganna þróttmikið. Fólk
kom saman, hlustaði á ræður m.a. um
mátt samtakanna og framtíð lands og
lýðs. Spilakvöld voru haldin og dans-
leikir. Á veturna lagði fólk oft talsvert
á sig til að sækja þessar samkomur,
það fór fótgangandi um langan veg,
stundum í misjöfnu veðri. Fólk hafði
með sér kaffi á brúsa og pönnukökur
í skjóðu. Var þess neytt í danshléi.
Harmonikuleikarinn í þinghúsinu í
Marteinstungu var bóndasonur á
Skammbeinsstöðum, Jón Oskai’ Pét-
ursson. Það var einmitt á slíkum böll-
um sem þau Guðný og Óskar kynnt-
ust og felldu þau hugi saman. (Þó
liggja jai’ðfrnar Holtsmúli og Skamm-
beinsstaðir saman en á milli þessara
tveggja bæja var mikil foráttukelda,
sem þó var ekki óyfirfaranleg.)
1931 verða tímamót í lífi Guðnýjai’.
Kannske er það þá við 29 ára aldur -
sem megin ævistarf hennar hefst.
Hún flytui’ að Skammbeinsstöðum,
en Pétur og Guðný foreldrar Óskars
bjuggu þar áfram og einnig Karl
bróðir Óskars. Fólkið heyjaði saman
og skepnumar voru í sömu húsunum.
Bústofn ungu hjónanna var nú ekki
stór í sniðum í upphafi; tvær kýr og
fáeinar ær. Pétur var aðalbóndinn á
bænum fram til ársins 1939 en hann
lést ári síðai’. Eg ætla að það hafi þó
verið ungu bænduniir sem réðu
mestu um það að byggt er þrílyft,
tveggja íbúða hús í byrjun fjórða ára-
tugarins. „Höllin“ sómdi sér vei
„fremst" á „Skammbeinsstaðaholt-
inu“ og sjónarsviptfr varð nú við ný-
legt niðurrif hússins. Þrátt fyrir ytri
glæsileika hússins mun ekki hafa ver-
ið eins þægilegt að vinna inni í því,
þar sem eidhús voru í kjallara, stofur
og svefnherbergi á miðhæð, svefnher-
bergi ennfi’emui’ uppi á efsta lofti og
brattfr, þröngir stigar á milli hæða.
Fáeinum árum eftir lát Péturs er
túnum og jörð austurbæjarins skipt
milli bræðranna og eftir það annaðist
hvor um sig sinn heyskap og sitt bú-
fjárhald. Þótt jarðarhluti hvors um
sig yrði einungis um 200 hektarar
búnaðist þeim mjög vel enda fór þar
saman vinnusemi, ráðdeildarsemi og
framkvæmdahugur. Og sem miklir
búhyggindamenn kunnu þeir að nýta
sér hið mikla fi’amfaraskeið landbún-
aðai'ins er brátt gekk í garð. Þess var
þó vel gætt að vefja sig ekki í skulda-
fjötra. Um 1950 fara þeir í stórfram-
kvæmdir. Hvor um sig byggir sextán
kúa, tvístætt fjós með fóðurgangi.
Haughús voru undir og framanvið.
Ennfremur voru byggðar stórar hlöð-
ur og votheysgryfjur (því þeir bjuggu
jú á Suðm’landi þar sem óþurrkasum-
ur eru tíð). Þessi mannvirki voru vel
staðsett og eins og spegilmynd hvort
af öðru.
Óskar, maður Guðnýjar, var fjöl-
gáfaður maður. Honum voru falin
ýmis trúnaðarstörf. Hann sat m.a. í
skólanefnd, sóknamefnd (enda
kirkjuorganisti), þá var hann í stjóm
sjúkrasamlags og um tíma í hrepps-
nefnd. Hann las allt sem hann komst
yfir um dýralækningar enda var til
hans leitað þegar skepna veiktist á
bæjum og ekki náðist í dýralækni. Þá
las hann sér mjög til um allt er laut að
búfjárhaldi, ræktun, heyverkun og
byggingum í sveitum. Vissulega má
segja að þar hafi „bókvitið verið í ask-
ana látið“ í þeirra orða fyllstu merk-
ingu.
+
Ástkær móðir okkar,
SIGRÚN FINNSDÓTTIR
frá Skriðuseli
I Aðaldal,
Kleppsvegi 68,
Reykjavfk,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn
6. janúar.
Börn hlnnar látnu.
+
Látinn er í Boulder, Colorado í Bandarlkjonum,
GEORGE C. WILLIAMS.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Pétursdóttir.
+
Elskulegur elginmaður minn, félagi, vinur,
bróðir, afi og stjúpfaöir,
EIRÍKUR SIGURSTEINSSON,
Skriðustekk 11,
andaðist þrlðjudaglnn 23. desember sl.
Útförin hefur farlð fram I kyrrþey að ósk hins
látna.
Ásta Aðalheiður Garðarsdóttir,
barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldur.
Ég tel að sambýli þeirra bræðra
hafi verið farsælt, þrátt fyrir ein-
hvern skoðanamun þegar túnum og
úthögum var skipt, eins og oft vill
verða undir þannig kringumstæðum.
Bræðurnir létu hvor annan í friði og
hvor fjölskylda um sig leysti sín bú-
störf með sóma. Þeir voru líka bless-
unarlega lausir við það að vera að
hendast í verk hvor hjá öðrum enda
valda slík „vinnuskipti" oft vandræð-
um og eru „óhreinir" slumpu“reikn-
ingar“. Ég skynjaði það svo að
„andi“ frjálslegrar glaðværðar hafi
einkennt samskipti fjölskyldna
þeirra. Þetta hefði nú getað orðið
með öðrum brag ef húsfreyjurnar,
þær Guðný og Sólveig hefðu verið
annarrar gerðar en þær voru. Báðar
voru þær góðmenni, léttar í huga og
ijúfar í lund.
I meira en 200 ár voru formæður
og frænkur Guðnýjar ljósmæður -
yfirsetukonur. Gíslunn, móðir Guð-
nýjar, var hálfsystir merkiskonunn-
ar Ingibjargar ljósmóður á Hellum
(ömmu Filippusar, sem þar býr nú).
Þefrra móðir var Helga í Lun-
ansholti og á Bjalla, dóttir Ingibjarg-
ar ljósmóður í Flagbjarnarholti (f.
1790). Hennar móðir var Guðný
Jónsdóttir yfirsetukona í Ásólfsskála
undir Eyjafjöllum fædd árið 1764.
Ritaðar heimildir um yfirsetukonur
ná ekki lengra aftur, en á þeim tíma
var það títt að starf þetta lærði
gjaman dóttir af móður. Þannig má
það vel vera að formæður þeirra hafi
gegnt starfi yfirsetukvenna hver
fram að annarri allt frá landnámsöld.
Þetta voru nú oft „læknar" síns tíma
sem líknuðu jafnt mönnum sem mál-
leysingjum. Sé hugsað til þeirrar
mannlífsreynslu sem formæður Guð-
nýjar öðluðust í þessu starfi, má
kannske betur skilja hvers vegna
lífsviðhorf hennar sjálfrar var svo
mjög jákvætt og það, með hvaða
hætti hún tók öllu því sem að hönd-
umbar.
Ég tel Guðnýju gæfukonu. Þó varð
hún - eins og flestir verða einhvern
tíma - að standa frammi fyrir því
sem hún hefði öði-u vísi viljað láta
fara. Ég hugsa að hún hefði heldur
kosið að Bragi sonur þeirra hefði
ekki flutt frá Skammbeinsstöðum.
(?) Að missa tvö barnabörn sín af
slysförum, með tæpiega tíu ára milli-
bili hlýtur að hafa snert hana illa. Og
það, að Oskar maður hennar fór að
smámissa heilsuna snemma á sjö-
unda áratugnum hlýtur að hafa
reynt mjög á hana. Sálaifræðin seg-
ir, að það sé ekki mótlætið sjálft sem
skipti höfuðmáli heldur það, hvernig
fólk tekur því sem miður fer. Til
þeiira sanninda varð mér stundum
hugsað, þegar ég horfði í andlit Guð-
nýjar sem hvergi var „rúnum rist“.
Áföll höfðu hvorki „beygt“ hana né
„brotið“. Hugarfar hennar var ein-
staklega jákvætt og hún var full af
þakklæti í garð annarra.
Þegar Oskar varð að fara á
sjúkrahús (1972) fiuttist Guðný til
Eyrúnar dóttur sinnar. Hún var síð-
an í hennar skjóli og Sæmundar
manns Eyrúnar, fyrst á Laugalandi
og síðar á heimili þeirra hér á Hellu.
Það var mikil hamingja fyrir Guð-
nýju í ellinni hve mikiar vinkonur og
samrýndar þær urðu, hún og Peta
dóttir Sæmundar og Eyrúnar.
Á sumrin dvaldi Guðný oft hjá
Unni dóttur sinni og Gísla á Syðri-
Hömrum og með glettni í svipnum
sagðist hún þá vera að fara í kaupa-
vinnuna.
Síðustu þrjú árin var Guðný á
Dvalarheimili aldraðra á Lundi. Þeg-
ai’ hún fór þangað kom enn og aftur
fram hennar jákvæða lífsviðhorf.
Hún sagði að það væri alveg sjálf-
sagt að sleppa ekki plássinu fyrst sér
byðist það, enda væri það ekki
hættulaust fyrir sig - þetta gamla -
að vera alein heima heilu dagana,
þegar ailir aðrir væru að heiman í
vinnu. Hún talaði um hve sér liði vel
á Lundi.
Lífsgöngu vandaðrar konu er lok-
ið. Hún mundi timana tvenna og
taldi að flest hefði breyst til batnað-
ar í heiminum. Hún talaði um hve
unga fólkið væri nú blessunarlega
ófeimið, aðbúnaður fólks hefði gjör-
batnað og vélarnar afnumið mesta
þrældóminn. Mættu nú ekki fleiri
skoða veröldina frá svona jákvæðum
sjónarhóli? Ég minnist Guðnýjar
með þakklæti.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.