Morgunblaðið - 08.01.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 45
SIGRÍÐUR
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Sigríður Þórð-
ardóttir var
fædd í Jórvík í
Breiðdal 5. desem-
ber 1906. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 20. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðný Helga
Bjarnadóttir og
Þórður Sigurðsson
frá Jórvík. Bræður
hennar voru Bjarni
Andrés, f. 17.2.
1896, Björgvin, f.
24.2. 1899 og Hannes, f. 4.2.
1902.
Sambýlismaður Sigríðar var
Þorleifur Jóhann Filippusson,
f. 18.8. 1900. Börn
þeirra eru Dagur,
f. 13.10. 1933,
sagnfræðingur,
ókvæntur, Svan-
björt, f. 17.9. 1936,
ljósmóðir, nú dag-
móðir, maki Hrafn-
kell Gunnarsson,
verslunarmaður og
Lilja, f. 8.1. 1939,
ritari við Háskól-
ann, maki Pálmi
Guðmundsson,
starfsleiðbeinandi.
Barnabörn Sigríð-
ar eru 12 og barna-
barnabörn 8.
Útför Sigríðar hefur farið
fram í kyrrþey.
Sigríður Þcrðardóttir, tengda-
móðir mín, lést hinn 20. desember
sl. í Sunnuhlíð í Kópavogi. Þegar
leiðir skiljast finnst mér ég knúinn
til að minnast svo ágætrar konu
sem hún var. Hún fæddist í Jórvík
í Breiðdal og ólst þar upp ásamt
þremur bræðrum sínum. Góðar
meðfæddar gáfur voru henni ekki
nægt veganesti, því réðst hún í afla
sér meiri menntunar og fór í lýð-
skóla einn vetur, en hann var starf-
ræktur í Mjóanesi á Völlum. Þar
aflaði hún sér nægrar menntunar
til að geta gerst farkennari í sinni
heimabyggð. Leiðir hennar liggja
svo til Seyðisfjarðar þar sem hún
menntar sig í saumaskap.
Þar kynntist hún síðar sambýlis-
manni sínum, Þorleifi Jóhanni Filip-
pussyni, sem fæddur var og uppal-
i inn í Hróarstungu en átti ættir að
rekja til Skaftafellssýslna og Snæ-
fellsness. Á Seyðisfirði heíja þau
búskap og eignast þar þijú börn,
Dag, Svanbjörtu og Lilju. Fljótlega
eftir að síðasta barnið fæddist slitu
þau samvistum og Sigríður flutti í
sína heimabyggð ásamt börnunum.
Erfitt er að gera sér í hugarlund
I ástæður svo örlagaríkrar ákvörðun-
! ar. Eitt er víst að þau voru mjög
ólík, hann ákaflega glaðsinna en
I hún dul og hæg í öllum sínum gerð-
um og framkomu. Ekki er að efa
að hennar fagra heimabyggð hafi
átt þar einhvern þátt. Ég er ekki í
vafa um að henni þótti vænt um
æskustöðvar sínar þó að hún flíkaði
ekki tilfinningum sínum við aðra.
Það var erfið ákvörðun þegar hún
ákvað að yfirgefa æskustöðvar og
I vini og sjá á eftir skepnum sínum.
I En menntun barnanna varð að
ganga fyrir. Eftir komuna til
Reykjavíkur hóf hún störf við
saumaskap, lengst af hjá Sjóklæða-
gerðinni og síðan hjá Max. Þar
voru störf hennar metin að verðleik-
um sem kom fram í því að hún
fékk að vinna þar meðan hún vildi.
Eftir 30 ár, þá 80 ára að aldri,
hætti hún störfum en þá stóð henni
til boða að vinna hálfan daginn ef
henni leiddist, eins og það var orð-
að. Þetta sýnir hvað hún hefur ver-
ið vel liðin af samstarfsfólki, tryggð
og trúnaður var hennar aðalsmerki.
Eitt atvik er mér minnisstætt.
Eitt sinn kemur hún með regnstakk
til okkar hjóna og vill endilega gefa
mér hann. Þetta var vönduð og dýr
flík en ég færðist undan að þiggja
hann. Við eftirgrennslan segir hún
mér að sér hafi orðið á mistök, ein
smellan hafi farið skakkt á stakk-
inn. Það var ekki við það komandi,
hún vildi borga sín mistök og fékk
það að lokum. Þetta hafa sennilega
verið hennar einu mistök í margra
ára starfi því ekki fékk ég fleiri
slíkar flíkur. Hún vildi umfram allt
skila dagsverki sínu þannig að allir
væru sáttir.
Sigríður var hagmælt vel þó að
hún talaði lítt um það, því það var
ekki að hennar skapi. Þó kom á
prenti ljóð eftir hana í bókinni Aldr-
ei gleymist Austurland. Gullfallegar
vísur sem hún orti til barna sinna
eru svona:
Bjart er úti bðmin mín,
brosir morgunn fagur
sælt er meðan sólin skín
Svanbjört, Lilja og Dagur.
og
Bregður að hausti bömin góð
bliknar morgunn fagur
HÉÐINN
HANNESSON
+ Héðinn Hannes-
son fæddist í
j Vopnafirði 24. febr-
úar 1929. Hann lést
' á Landspítalanum
25. desember síðast-
liðinn. Foreidrar
hans voru Hannes
Runólfsson og Ing-
veldur Petra Jóns-
dóttir, þau eru bæði
látin. Héðinn átti
fimm systkini, talin í
aldursröð: Jónína
j Ingibjörg, Runólfur,
I Sveinn, Kristmann,
" látinn, og Erna Álf-
heiður.
Útför Héðins fer fram frá
Vopnafjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Kæri frændi, við þökkum þér
samfylgdina í gegnum öll okkar
uppvaxtarár. Þegar við minnumst
þín er okkur efst í huga að þú lifð-
ir þínu lífi, óháður öðrum og óháður
lífsins þægindum. Þú varst um
margt sérstæður maður, líf þitt var
bundið búskap í Böð-
varsdal og bóndi
varst þú fram í andl-
átið sem bar að með
vofveiflegum hætti á
sjálfri jólahátíðinni.
Okkur systkinun-
um varst þú ætíð góð-
ur og reyndist okkur
vel. Við kveðjum þig
með þakklæti og hlý-
hug.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ægir, Alma og Hrannar.
.sjáið i vestri sólarglóð
Svanbjört, Lilja og Dagur.
Sigríður átti miklu barnaláni að
fagna. Hún var stolt af afkomendum
sínum og vildi veg þeirra sem mest-
an og þung var sorg hennar vegna
veikinda Hlyns dóttursonar hennar
og stjúpsonar míns, en hann lést úr
krabbameini fyrir rúmum þremur
árum. Þá sorg bar hún í hljóði.
Ekki er hægt að enda þessar lín-
ur án þess að minnst sé á alla þá
ást og umhyggju sem þau Svanbjört
dóttir hennar og Hrafnkell tengda-
sonur hennar, ásamt börnum þeirra,
sýndu henni alla tíð, allt til loka.
Sigríður mín, þakka þér fyrir allar
góðu samverustundirnar. Ég mun
ávallt minnast þess þegar þú heilsað-
ir mér og kvaddir og ég fékk léttan
koss á kinnina. Þá sagðir þú ætíð,
komdu blessaður og sæll, elsku góði
drengurinn minn og söm voru orðin
sögð að loknum samfundum. Nú sný
ég þessum fallegu orðum upp á þig
sjálfa, vertu blessuð, elsku góða
tengdamamma mín.
Pálmi Guðmundsson.
Með klökkva, heimur, kveð ég þig
þótt kvíða til ei finni.
Ég veit að góður geymir mig
guð í hendi sinni.
(Sigríður Þórðard.)
Elsku amma og langamma okk-
ar. Það fyrsta sem Alexander ívar
sagði þegar ég sagði honum að þú
værir dáin, var: þá er henni batnað
og hún orðin engill hjá guði, situr
uppi í himninum og fylgist með
okkur. Tveimur dögum síðar vorum
við í göngutúr, þá benti hann upp
í himininn og sagði, mamma, sjáðu
þetta fallega ský, ég held að lang-
amma sitji á því. Vinkum henni.
Já, amman okkar, þó að við sökn-
um þín, þá vitum við að þér líður
betur núna og gleðjumst yfir því.
Þú varst alltaf svo sterk og dug-
leg. Við erum þakklát fyrir að hafa
átt þig að og munum alltaf geyma
mynd af þér í hjörtum okkar.
Við starfsfólkið á Sunnuhlíð segj-
um við takk fyrir að hugsa um
ömmu okkar.
Elsku mamma, Lilla, Dagur, og
öll hin sem elska og sakna hennar
ömmu okkar, við samhryggjumst
ykkur og biðjum guð að blessa ykk-
ur og passa.
Hrönn og Alexander Ivar.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Mikii áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (5691115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) —
vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar
greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfund-
ar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
+
Hjartkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSDÍS KÁRADÓTTIR,
áður húsfreyja
á Garðskagavita,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi
gamlársdags, verður jarðsungin frá Útskálakirkju
á morgun, föstudaginn 9. janúar, kl. 14.00.
Sigrún Sigurbergsdóttir, Tómas Þ. Sigurðsson,
Kári Sigurbergsson, Karítas Kristjánsdóttir,
Valgerður Marinósdóttir, Valdimar Þ. Valdimarsson,
barnaböm og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
HÉÐINN HANNESSON,
Böðvarsdal,
Vopnafirði,
verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju
í dag, fimmtudaginn 8. janúar, kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Jónína Hannesdóttir,
Runólfur Hannesson,
Sveinn Hannesson,
Erna Hannesdóttir.
+
Elskuieg sambýliskona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
SVANFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hjaltabakka 32,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 1. janúar sl., verður
jarðsungin frá Breiðholtskirkju föstudaginn
9. janúar kl. 15.00.
Haraldur Kristjánsson,
Jón Bergþór Hrafnsson, Anna Ólafsdóttir
og barnabörn.
+
Okkar ástkæra,
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
bókbindari,
Hátúni 10B,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn 2. janúar sl„ verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu á morgun, föstudaginn 9. janúar, kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigfríður M. Vilhjálmsdóttir.
Stjúpmóðir mín,
STEFANÍA VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Hvassaleiti 20,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítalanum laugardaginn 3. janúar sl„ verður
jarðsungin frá Háteigskirkju á morgun, föstudaginn 9. janúar, kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kári Fanndal Guðbrandsson.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát föður okkar, sonar og
bróður,
HEIMIS GUÐMUNDSSONAR,
Varberg,
Svíþjóð.
Guðmundur Heimisson,
Henrik Guðmundsson,
Júlía Guðmundsson,
Matthildur Bjömsdóttir,
systkin og aðrir aðstandendur.