Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Tommi og Jenni
10-10
• 1W» TlMNfH E"TE«I*'NUfMTCO
OST.COnOKÍPRtSS&ERVCe
Ljóska
Ferdinand
THEJWAN AT TH6 STORE
TH0U6HT IT WA5 VERY FUNNY
THAT YOU WEAR OUT 50
MANY 5UPPER PI5HE5..
Manninum í búðinni þótti það Hann sagði að hundurinn hans Hann sleikir sennilega aldrei
mjög fyndið hvað þú slitir mörg- hefði átt sama dallinn alla botninn á dallinum ...
um matardöllum ... ævi...
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
Tvískinnungur
sljórnvalda?
Frá Guðjóni Bergmann:
OFT hefur því verið fleygt að mið-
að við allt sem við vitum um skað-
semi tóbaksreykinga í dag, þá
væri varningi sem þessum aldrei
hleypt inn á markaðinn af opinber-
um eftirlitsaðilum. Reykingar hafa
verið útnefndar sem einn helsti
skaðvaldur aldarinnar af Samein-
uðu Þjóðunum, við vitum að
hundruð manna látast af völdum
reykinga ár hvert á íslandi og
nýlegar tölur benda til þess að
reykingar séu að aukast í grunn-
skólum þrátt fyrir aukinn áróður
Tóbaksvamanefndar. Menn yppa
öxium og spyija: „Hvað veldur?“
Því miður hefur enginn svarið sem
stendur, en þess er ötullega leitað
hjá ungviði landsins.
Einn sökudólgur gæti hinsveg-
ar vel verið tvískinnungur þeirra
sem eldri eru og þá sérstaklega
stjórnvalda. Gott dæmi um tvö-
föld skilaboð er þegar foreldri
reykir og segir barni sínu gegnum
reykinn að það sé sko alls ekkert
sniðugt að reykja. Það er mjög
ruglandi fyrir yngri kynslóðina
þegar yfirvaldið segir eitt og ger-
ir annað.
Stjórnvöld á |slandi hafa einka-
sölu á tóbaki. A íslandi í dag eru
seldir um 60.000 sígarettupakkar
á dag. Ekki veit ég um heildsölu-
verðið eða álagninguna, en í smá-
sölu veltir þessi vara milljörðum á
ári hverju. Mótvægi þessarar sölu
er fyrirbyggjandi starfsemi Tób-
aksvarnanefndar. Nefndin fær út-
hlutun uppá 35 milljónir ár hvert
og starfar þannig af veikum
mætti. Tvöföld skilaboð?
Lyfjaeftirlit Ríkisins hefur verið
ötult við að halda ýmiskonar fæðu-
bótarefnum, vítamínum, litarefn-
um, hnetum o.s.frv. utan landsins,
en leyfir tóbak sem inniheldur
meðal annars ammóníak, benzen,
blásýru, brennisteinsvetni, metan-
ól (tréspírítus), fenól og margt
fleira, því í heildina inniheldur ein
sígaretta um 4000 efnasambönd.
Tvöföld skilaboð? Ef miðað er við
söluvaming apóteka landsins ætti
tóbak að sjálfsögðu að vera seld
undir eftirliti, en í dag getur hvaða
smásali sem er keypt inn tóbak
og selt. Tvöföld skilaboð?
Svo er það aldurstakmarkið.
Allir þeir sem eru yngri en 18 ára
mega ekki kaupa sér tóbak, en
því er ekki framfylgt og aldurstak-
markið því ekki virt, sérstaklega
þegar starfsmenn smásalanna eru
oft undir tilskildum aldri. Tvöföld
skilaboð?
Það er enginn vafi í huga mínum
um að ef tóbak væri ekki í einka-
sölu stjórnvalda hér á landi, væri
það alls ekki til sölu. Mín ábyrgð
felst í því að benda á þennan sann-
leika, ekki að þegja.
GUÐJÓN BERGMANN,
námskeiðahaldari,
Leiðarljósi ehf.
Cameron eða
Carpenter?
Frá Stefáni Halldórssyni:
ÉG hripa niður þessar örfáu línur
vegna kvikmyndagagnrýni sem
birtist í Morgunblaðinu 7. janúar
síðastliðinn. Þar fjallar Sæbjörn
Valdimarsson af
stakri fag-
mennsku um
stórmyndina
Titanic og er ég
í stuttu máli
sammála hon-
um í flestum at-
riðum. Eitt
stakk þó í stúf
við fagmennsk-
una og var það
sú tvítekna villa að kalla leikstjóra
myndarinnar, James Cameron,
„Carpenter“. Kannski hefur Sæ-
björn ekki verið með það á hreinu
hver leikstýrði myndinni eða þá
að hann hefur verið að rugla sam-
an leikstjóranum og kvikmynda-
tökumanninum Russel Carpenter.
Nú einnig má leiða að því líkum
að Sæbjörn haldi svo mikið upp á
John Carpenter hinn mistæka að
hann vilji halda að sá ágæti hroll-
vekjuleikstjóri hafi haft hönd í
bagga við gerð Titanic. Morgun-
blaðið er eflaust tengt Internetinu
og ætti því að vera léttur leikur
að nálgast upplýsingar af þessu
tagi.
Ég fínn mig knúinn til að minn-
ast á þessi mistök því mér finnst
villur af þessu tagi hafa færst í
aukana á síðustu árum í annars
ágætri kvikmyndagagnrýni Morg-
unblaðsins. Það er spurning hvort
það ætti ekki að gefa gagnrýnend-
um að minnsta kosti eitt tækifæri
til að prófarkalesa greinar sínar
áður en rokið er með þær í prent-
un. Varla liggur lífið sjálft við.
Þess væri óskandi að þessi bón
mín yrði tekin til greina því að
Morgunblaðið er nú víst mest lesna
blað landsins og ætti því að vera
fyrirmynd annarra blaða hvað
varðar frágang og gæði.
STEFÁN HALLDÓRSSON,
020476-4869,
Túngötu 51, Rvk.
Stefán
Halldórsson
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérbloð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL<a)CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.