Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 Vika hinna beygluðu bfla ÖKUMÖNNUM varð mörgum hált á svellinu í liðinni viku, en alls varð 31 umferðaróhapp á Akureyri, færðin enda ekki upp á marga fiska og má rekja mörg óhappanna til mikillar hálku. Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum, enda aka menn hægar við slíkar aðstæður en ella. Tjón á bifreiðum varð þó um- talsvert og er rætt um viku hinna beygluðu bfla á lögreglustöðinni á Fuglinn fraus fastur KULDINN um helgina bitnaði ekki einungis á mönnum held- ur líka málleysingjum. Lög- reglu var á sunnudag tilkynnt um veiðibjöllu sem frosin væri fóst í ísnum á Pollinum. Brugðust lögreglumenn við, en ekki reyndist unnt að komast að fuglinum og losa hann þar sem ísinn var ótraustur og þótti ekki annað fært en að lóga honum til að lina þjáning- ar hans. Vetur konungur hefur þannig enn tekið sinn toll. Akureyri en þar á bæ vænta menn þess að ekki komi önnur eins það sem eftir er ársins. Það var ekki bara hálkan sem gerði ökumönnum erfitt fyrir, í of- análag bættist að umferðarljós á hinum fjölfömu gatnamótum Þór- unnarstrætis og Þingvallastrætis biluðu um helgina og urðu nokkir árekstrar þar sem rekja má til bil- unarinnar. Árekstrar urðu þó einnig á öðrum ljósastýrðum gatnamótum þar sem bifreiðar mnnu inn á gatnamótin gegnt rauðu ljósi, svo vísast má kenna slæmum akstursskilyrðum um flest óhöppin. Vélsleðamenn eins og kýr á vorin Þótt ökumenn bifreiða ættu í erf- iðleikum, kættust eigendur vélsleða og voru sumir eins og kýr að vori er þeir brunuðu um götur og torg bæj- arins. í gleði sinni yfir að fá loks tækifæri á að reyna tækin gleymdu margir þeim reglum sem gilda um akstur þessara ökutækja í þéttbýli. Fyrir brot á þessum reglum voru 9 ökumenn vélsleða kærðir í liðinni viku og beinir lögregla þeim tilmæl- um til vélsleðaeigenda að taka mið af reglunum svo kvörtunum yfir akstri þeirra linni. Morgunblaðið/Kristján Frostið beit ekki á skíðamenn MJÖG góð aðsókn var að skíða- svæðinu í Hlíðarfjalli um helgina þó svo að napurt hafi verið þar efra, allt upp í 20 stiga frost þegar mest var. ívar Sigmundsson forstöðu- maður sagði aðstæður hinar ákjósanlegustu, bjart veður og gott skíðafæri. Auk þess sem heimamenn þyrptust á skíði var fjöldi aðkomufólks á svæðinu, frá nágrannabyggðum og einnig lengra að komnir. Þannig voru um 80 unglingar í fjallinu að renna sér á snjóbrettum, en þeir komu á vegum verslunarinnar Týnda hlekksins í Reykjavík og sagði ívar þá á allan hátt hafa verið til mikillar fyrirmyndar. „Krakkarnir voru komnir út í brekkumar kl. 10 á morgnana og renndu sér þar til lyftur vom lokaðar kl. 17 og voru á allan hátt til mikils sóma,“ sagði ívar. „Ég er sannfærður um að þessa miklu aðsókn nú í upphafi megi rekja til mikils áhuga sem verður í kjölfar góðs gengis Kristins Björnssonar," sagði Iv- ar. Lyftugjöld vom einnig lækkuð í byijun janúar og þá eru lyftur opnar lengur en vant er í miðri viku, opið er til kl. 21 á kvöldin á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum. AKUREYRI JÓN Knútsen varðstjóri kom fyrstur og einn á brunastað við Lækjargil á laugardagsmorgun, en á myndinni sést hann inni í húsinu. Slökkviliðsmenn hafa barist fyrir fjölgun vaktmanna Vilja ijóra á hveija vakt og einn á bakvakt Morgunblaðið/Kiistján TÓMAS Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri og Birgir Finnsson vara- slökkviliðsstjóri athuga hvort tækin séu örugglega ekki á sínum rétta stað í yngsta bíl Slökkviliðsins á Akureyri. SLÖKKVILIÐSMENN á Akureyri hafa í um áratug barist fyrir því að mönnum á vakt verði fjölgað, en síð- ustu rúm tuttugu ár hafa þrír slökkviliðsmenn verið á vakt hverju sinni. Þetta á við um tímabilið eftir kl. 16 virka daga og um helgar. Þeg- ar eldur kom upp í gömlu íbúðar- húsi við Lækjargil snemma á laug- ardagsmorgun voru tveir af þremur vaktmönnum í sjúki-aútkalli og því einungis einn maður á stöðinni er tilkynnt var um eldinn. Hann byrj- aði á að kalla út mannskap, beið þess að lögregla kæmi og leysti hann af á stöðinni og hélt svo einn á brunastað. Þeir sem voru í sjúkra- útkallinu voni nýlega komnir með sjúkling á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en þar sem stutt var að fara voru þeir fljótir á staðinn. „Þetta er staða sem við höfum lengi óttast að kæmi upp,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðs- stjóri á Akureyri. „En erum heppn- ir að aðstæður voru ekki miklu verri.“ Slökkviliðið á Akureyri hefur kynnt tillögu um að fjórir menn verði á hverri vakt og að fimmti starfsmað- urinn verði á bakvakt og hafa undir- tektir verið jákvæðar. Gert er ráð fyrir að kostnaður við rekstur slökkviliðs muni aukast um 13 millj- ónir króna á ári verði tillögurnar að veruleika. „Bæjaryfirvöld hafa sýnt skilning, en meira þaif að koma til,“ sagði Birgir Finnsson varaslökkvi- liðsstjóri. Frá árinu 1990 hefur ver- ið í gildi samningur milli heilbrigðis- ráðuneytis og Akureyrarbæjar um að slökkvilið sjái um sjúkraflutn- inga á svæðinu. Þeir Tómas og Birgir segja slíkt fyrirkomulag tíðkast í stærri bæjarfélögum og hafi það gefist vel og af því sé mikil hagræðing. Ráðuneyti og bær skipta með sér kostnaði við rekstur almenns slökkviliðs, en nokkrir liðir falla af meiri þunga á bæinn en ráðuneytið. Ákvæði eru í samningn- um um að hann verði tekinn til end- urskoðunar við breyttar aðstæður og er það skilningur forsvarsmanna slökkviliðsins að þar kæmi m.a. til fjölgun starfsmanna á vakt. „Við höfum lengi leitað eftir því við ráðu- neytið, en menn hafa verið tregir til að hlusta á okkar sjónarmið," segja þeir Tómas og Birgir. Benda þeir m.a. á að sú þjónusta sem nú er veitt í sjúkraflutningum sé betri en var þegar samningurinn var gerður, útköllum hafi fjölgað og meira sé um lengri ferðir en áður. Sjálfviljugir á bakvakt Engar bakvaktir eru hjá slökkvi- liðsmönnum á Akureyri og segir Tómas misjafnt hversu vel gangi að ná í menn komi upp eldur. „Það má segja að slökkviliðsmenn hér séu sjálfviljugir á bakvakt, þó menn séu í fríi láta þeir vita af ferðum sínum svo hægt sé að rekja slóð þeirra.“ Eldsupptök eru ekki kunn en rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri hefur málið til rannsóknar. Bæjarráð Akureyrar Skuggi sækir um hlutaíj árframlag SKUGGI ehf. sælgætisgerð hef- ur sent bæjaryfirvöldum erindi þar sem sótt er um hlutafjár- framlag til Framkvæmdasjóðs Akureyrar að upphæð 5 milljón- ir króna. Bæjarráð vísaði erind- inu til atvinnumálanefndar til umsagnar. Á fundi bæjarráðs í gær var einnig lagt fram bréf frá for- eldrafélagi við leikskólann Kiða- gil og foreldrafélagi Giljaskóla, en í því er mótmæít vinnubrögð- um eða aðgerðarleysi sem bygg- inganefnd, framkvæmdanefnd, skólanefnd og leikskólanefnd Akureyrarbæjar hafa viðhaft við byggingu og eftirlit fram- kvæmda við Giljaskóla. Bæjarráð hefur samþykkt að kaupa fasteign og erfðafestuland býlisins Þingvalla við Norður- landsbraut og er kaupverð 7 milljónir króna. Þá hefur einnig verið samþykkt að kaupa 2. hæð í húsinu númer 6 við Lækjargötu 6 á um 3,1 milljón króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.