Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Fjármálaráðherrar ESB ræða myntbandalagið Stuðningur með fyrir- vörum við aðild Italíu Afsagnar Suhartos krafíst AÐ MINNSTA kosti 200 manns efndu til mótmæla við þinghús Indónesiu í gær til að krefjast þess að Suharto, forseti lands- ins, segði af sér og að stjórnin gerði ráðstafanir til að draga úr hækkun matvælaverðs vegna fjármálakreppunnar í landinu. Mótmælendurnir sögðust hlynntir því að Megawati Sukarnoputri, helsti Ieiðtogi sljórnarandstöðunnar og dóttir fyrsta forseta landsins, Sukarnos, tæki við forsetaemb- ættinu. „Við þurfum nýjan leiðtoga sem getur bjargað þjóðinni," sagði einn ræðumannanna. „Við tilnefnum Megawati Sukarnoputri í forsetaembætt- ið.“ Kinnock gerir Sviss tilboð • NEIL Kinnock, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur til- kynnt svissneskum stjórnvöldum að ESB sé reiðubúið að fallast á að Sviss innheimti að meðaltali 330 franka gjald af vörubílum ESB, sem aka um svissneska vegi. Sviss hefur viljað rukka bílstjórana um 410 franka. Deilan um gjaldið er meginhindrunin í vegi samkomu- lags um tvíhliða samning Sviss og ESB, sem unnið hefur verið að allt frá árinu 1992, er Svisslendingar felldu EES-samninginn í þjóðarat- kvæðagreiðslm • AUSTURRÍSK stjómvöld hafa snúizt öndverð gegn tillögum Neil Kinnocks um samræmdar ESB- reglur um takmarkanir á umferð vörubíla. í Austurríki er umferð vörubíla bönnuð á öllum frídögum, sem eru þrettán á ári, og frá klukk- an 3 á laugardögum til kl. 22 á sunnudögum, auk þess sem vöru- bílaakstur er bannaður á nóttunni. Framkvæmdastjómin vill fækka banndögunum í átta og takmarka helgarbannið við kl. 6 til 22 á sunnudögum, auk þess sem hún vill engar hömlur á næturumferð vöm- bíla. • FRANSKIR kommúnistar boð- uðu til útifundar í París um helg- ina, þar sem krafizt var þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild Frakk- lands að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU). Kommúnistar segja 20.000 manns hafa sótt fund- inn en lögreglan segir að þar hafi verið 9.000 manns. Ekki er búizt við að samstarfsflokkur kommún- ista í ríkisstjóm, Sósíalistaflokkur- inn, taki mark á þessum kröfum. Brussel. Reuters. FJÁRMÁLARAÐHERRAR Evr- ópusambandsríkjanna lýstu í gær yfir stuðningi við aðild Italíu að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU, en með fyrirvörum. Ráðherrarnir fimmtán lögðu á fundi sínum í Brussel í gær áherzlu á að of snemmt væri að fullyrða um hvaða ríki yrðu stofnaðilar að EMU um næstu áramót, þar sem sú ákvörðun verði ekki tekin fyrr en í maí. En þeir sögðu að Italía væri á réttri leið með að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans um aðhald í ríkisfjármálum og önnur atriði f efnahagsstjóm landsins. Efst á dagskrá fundarins var hvort Italíu tækist á þessu ári að halda fjárlaga- hallanum undir þriggja prósenta markinu (sem hlutfall af vergri landsframleiðslu), í annað árið í röð, og að stjóm landsins takizt ennfremur að minnka skuldabyrði ríkisins. „ítalska ríkisstjórnin hefur náð góðum árangri," sagði Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands, en í lið- inni viku sögðu hollenzkir fjölmiðl- ar frá því að Zalm hefði hótað af- sögn ef Ítalíu yrði hleypt í hóp stofnríkja EMÚ. Þessar fregnir ýfðu aftur upp umræður um aðild- arhæfni Italíu að myntbandalaginu. Hollenzka fjármálaráðuneytið vísaði þessum fréttum á bug og í gær sagði Zalm að Holland væri ekki haldið „neinum sögulegum eða landfræðilegum fordómum" um Ítalíu. En efasemdir um aðildarhæfni Ítalíu eru engu að síður útbreiddar. Ítalíustjóm heldur því fram, að henni hafi tekizt að minnka fjár- lagahallann á síðasta ári í 2,8% úr 6,8% árið áður, og að það muni takast að halda hallanum undir 3% á þessu ári einnig. Jafnvel embættismenn fram- kvæmdastjómar ESB, sem er það mikið kappsmál að Italía verði með- al stofnríkja EMU, viðurkenna að þessar tölur er fyrst og fremst að rekja til mjög lágs vaxtastigs. Vaxtagreiðslubyrði ítalska ríkisins mun um þessar mundir vera í kring um 3.600 milljarðar króna, sem samsvarar um 3% af landafram- leiðslu. Athyglin beinist að þessu atriði vegna þess að opinberar skuldir Italíu eru að langmestu leyti (um 3/4) skammtímalán. Sveiflur á skammtímavöxtum eru miklu meiri en á langtímavöxtum. Talið er að ef skammtímavextir á peningamörk- uðum hækki um eitt prósentustig eða þar um bil þá sé úti um árangur Italíustjórnar í viðleitninni til að bæta stöðuna í ríkisfjármálum. Og sérfræðingar telja að Italía njóti nú þegar þessara hagstæðu vaxta eingöngu vegna þess að pen- ingamarkaðirnir reikni fastlega með því að Ítalía verði á meðal stofnríkja myntbandalagsins. Brögð í tafli Samkvæmt skýrslu sem fjárfest- ingarbankinn J.P. Morgan tók sam- an um ítölsku ríkisfjármálin og vitnað er til í Siiddeutsche Zeitung hafa ítölsk stjórnvöld nýtt sér ýmis konar brögð til að þrýsta hinum mælda fjárlagahalla niður, og það um allt að 1,5% af VLF. Dæmi um slík brögð er hvernig ítalska stjórn- in minnkaði fjárlagahallann einfald- lega með því að endurmeta verð- mæti gullforða ríkisins með því að reikna verðmætið út frá gullverði sem var langt yfir markaðsverði. Einnig var hinn sérstaki „Evrópu- skattur“ sem lagður var á alla ítalska skattgreiðendur 1997 áber- andi og umdeilt bragð. Án þess sem græðist á hinu hag- stæða vaxtastigi og hinar margvís- legu „fegrunaraðgerðir" á fjárlög- unum væri fjárlagahallinn að mati J.P. Morgan nær átta prósentum en þeim 2,8% sem stjómin í Róm gefur upp. Og ríkisskuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er enn yfir 120%, þ.e. 100% yfir 60% mark- inu sem kveðið er á um í Ma- astricht-sáttmálanum. En það vill ítölum til happs að á þetta atriði er ekki lögð nándamærri eins mikil áherzla við mat á aðildarhæfninni eins og á fjárlagahallann. Auk þess sem að ofan er talið nefnir J.P. Morgan fleiri dæmi um fjárlaga“fegrandi“ brögð sem ítal- íustjóm hefur leyft sér, svo sem tímabundna stöðvun útgjalda, en slíkt era ítalir ekki einir um. Og þeir hafa náð óvéfengdum árangri á sumum sviðum, svo sem með end- urskoðun lífeyriskerfisins. En hvort það dugir Ítalíu til að fá blessun fjármálaráðherra allra ESB-ríkjanna sem stofnríki EMU er enn óvíst. Andstaða við evróið eykst skyndilega meðal Þjóðverja 71% á móti EMU- aðild Þýzkalands Bonn. Reuters. ANDSTAÐA þýzkra kjósenda við aðild Þýzkalands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og upptöku evrósins í stað þýzka marksins hefur aukizt skyndilega, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Fátt bendir þó til að gildistaka EMU verði hindr- uð úr þessu. Svokallaðar Politbarometer- kannanir eru gerðar mánaðarlega. I desember sögðust 59% svarenda í könnuninni andvígir EMU-aðild Þýzkalands en nú í janúar segist 71% ekki vilja fórna markinu fyrir evróið. Könnunin er gerð fyrir ríkissjón- varpið ZDF, sem sagði í fréttatíma sínum að almenningsálitið virtist vera að snúast til sama vegar og er EMU-umræðan var að hefjast á áranum 1992 og 1993. Málshöfðun prófessoranna hefur áhrif Fréttaskýrendur telja líklegt að málshöfðun fjögurra háskólapró- fessora, sem telja EMU-aðild and- stæða stjómarskránni, hafi haft áhrif á almenningsálitið. Talið er ósennilegt að stjórnar- skrárdómstóllinn úrskurði EMU- andstæðingum í hag en málið hefur mjög verið til umfjöllunar í fjöl- miðlum og telja sérfræðingar í skoðanakönnunum að það hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Verður stöðugur gjaldmiðili Prófessoramir telja réttindi al- mennra borgara skert með því að ****** EVROPA^ fóma hinu styrka marki iyrir evróið, sem ennþá er óþekkt stærð. Helmut Kohl kanzlari, sem leggur ofurá- herzlu á EMU-aðild Þýzkalands, svaraði málflutningi háskólaprófess- oranna í blaðagrein fyrr í vikunni: „Evróið verður stöðugur gjaldmiðill. Launþegai-, eigendur sparifjár, fjár- festar; allir geta treyst á að fjár- munir þeirra munu halda verðgildi sínu í framtíðinni," skrifaði Kohl. Fuglaflensa í Guang- dong? DAGBLAÐ í Peking skýrði frá því í gær að veira, sem ylli „fuglaflensu,“ hefði fundist í kínverska héraðinu Guang- dong, skammt norðan við Hong Kong. Blaðið sagði að villtar gæsir kynnu að breiða veirana út, en gat þess ekki hvenær hún hefði fundist eða hvort þetta væri sama veira og sú sem hefur valdið fuglaflensunni í Hong Kong, þar sem sex menn hafa látið lífið og tólf smitast af sjúk- dómnum. Embættismenn í Guang- dong sögðu hins vegar að ekki hefðu fundist nein fuglaflensutilfelli í héraðinu, „hvorki í alifuglum né mönn- um“. Yfirvöld í nágrannahérað- inu Hainan bönnuðu á laugar- dag sölu á kjúklingum frá Gu- angdong vegna hugsanlegrar hættu á útbreiðslu fuglaflensu. Mugabe fellur frá eignarnámi ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur í reynd neyðst til að falla frá áformum um Mugabe að taka Jarð- ir hvítra bænda eignamámi vegna þrýstings frá Evrópusam- bandinu og Alþjóðabankan- um. Stjórn hans hefur fengið lán til að afstýra efnahags- hrani í landinu gegn loforðum um að hún virði stjórnar- skrárbundinn eignarrétt bændanna og rétt þeirra til sanngjarnra bóta fyrir jarð- imar. Andstaða við NATO-aðild Svía eykst ANDSTAÐAN við aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu (NATO) jókst á liðnu ári, samkvæmt nýlegri við- horfskönnun. 47% Svía sögð- ust andvíg inngöngu Svía í NATO og 31% var hlynnt að- ildinni. Andstaðan við NATO- aðildina er nú næstum því jafnmikil og árið 1995, en árið eftir jókst stuðningurinn við hana meðal Svía. Vildi út í 10.000 m hæð DRUKKINN Norðmaður stefndi lífi farþega í þotu á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Bangkok í hættu á dögun- um þegar hann reyndi að opna neyðarútgang í 10.000 metra hæð. Maðurinn hafði setið að drykkju í fjórar klukkustundir þegar hann reyndi að opna útganginn til að „taka leigubíl heim“. Áhöfn þotunnar tókst ekki að stöðva Norðmanninn fyrr en hamrammur Dani kom henni til aðstoðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.