Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
MINNINGAR
Konum má
ekki fækka
NÚ LÍÐUR að því
að velja á fólk til að
skipa sæti á listum
Jlokkanna fyrir kom-
andi sveitarstjórnar-
líosningar. Kannanir
/sem gerðar hafa verið
á þátttöku kvenna í
sveitarstjórnum sýna
að mjög margar konur
gefa ekki kost á sér
oftar en einu sinni.
tAstæður þessa virðast
ýmsar en rauði þráður-
inn þó sá að konum
finnist þær standa ein-
ar þegar á hólminn er
komið. Lítill stuðning-
ur komi frá ílokknum
og stjórnmálastarfið
komi ofan á önnur störf. Einnig er
það staðreynd að konur sem þó gefa
kost á sér eiga erfítt uppdráttar
þegar verið er að velja á listana - og
enn erfiðara þegar um prófkjör er
að ræða - og fæstar vilja ekki taka
þátt í slíku ati oftar en einu sinni.
Konum í sveitarstjórnum fer því
fækkandi og þeirri þróun verður að
snúa við.
• Linda Blöndal, stjórnmálafræði-
nemi, vann skýrslu fyrir skrifstofu
jafnréttismála um þátt-
töku kvenna í sveitar-
stjórnum á yfirstand-
andi kjörtímabili. Þar
kom fram að færri kon-
ur starfa nú í sveitar-
stjómum en á síðasta
kjörtímabili og á þetta
við um alla flokka.
Verst er þó staða
kvenna í Alþýðuflokkn-
um. Af 41 sveitar-
stjómarmanni flokks-
ins eru aðeins 11 konur.
A síðasta kjörtíma-
bili,1990-1994, vora
þær þó 13 og í ljósi þess
sem að ofan segir er
það athyglisvert að að-
eins 5 af þessum 13
gáfu kost á sér eða náðu kjöri fyrir
þetta kjörtímabil. Þegar skoðað var
hvemig fólk raðaðist á lista, sem
flokkurinn átti aðild að, var áberandi
hversu fáar konur voru í svokölluðum
öruggum sætum og einnig að í mörg-
um sveitarfélögum er engin kona í
bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn.
Konur jafnt og
karla á listana
Forysta flokksins hefur sýnt til
Bryndís
Kristjánsdóttir
þess vilja að bæta þarna úr og á
flokksstjórnarfundi í október sl. var
samþykkt eftirfarandi tillaga Sam-
bands Alþýðuflokkskvenna:
„Flokksstjórn Alþýðuflokksins -
jafnaðarmannaflokks Islands skor-
ar á fulltrúaráð og stjórnir flokksfé-
laga að við uppröðun eða val á fólki
til að skipa sæti á framboðslistum
flokksins við komandi kosningar
verði tryggt að jafnræði ríki á milli
kynjanna og að konur jafnt sem
karlar skipi efstu sæti á framboðs-
listum sem Alþýðuflokkurinn á aðild
að.“
Ennfremur tilkynnti fonnaður,
Sighvatur Björgvinsson, að hann
Færri konur starfa nú
í sveitarstjórnum, sefflr
Bryndís Kristjánsdótt-
ir, en á síðasta kjör-
tímabili.
myndi skrifa formönnum fulltrúa-
ráða og félaga flokksins bréf um
þetta efni. Nú væntum við þess að
sjá merki um þessi sinnaskipti í
flokknum. Enda má það ekki gerast
að aftur komi út skýrsla sem sýnir
að i jafnaðarmannaflokki Islands séu
konur ekki jafnar körlum!
Höfundur er formaður Sambands
alþýðuflokkskvenna og frambjóð-
andi t prófkjöri R-listans.
Nýjung í rekstri Sund-
laugar Kópavogs
A SIÐASTLIÐNU
0. vori gerðu Iþróttaráð
Kópavogs og sænska
fyrirtækið Medic Oper-
ating Ab með sér
samning um rekstur
líkamsræktarstöðvar í
kjallara Sundlaugar
Kópavogs. í kjölfarið,
eða hinn 28. septem-
ber, opnaði sænski aðil-
inn líkamsræktarstöð-
ina Nautilus í sund-
lauginni.
Það er óhætt að full-
yrða að eftir opnuninni
var beðið með eftir-
væntingu. Viðtökumar
létu heldur ekki á sér
standa, því næiri 1200
•'Sinanns festu kaup á árskortum þegar
á fyrsta degi, enda er þarna boðið
upp á fullkomna heilsuræktarstöð
ásamt aðgangi að góðri sundlaug
fyrir sanngjarnt verð
svo ekki sé meira sagt.
Hinir sænsku rekstr-
araðilar reka margar
stöðvar sem þessa,
bæði í Svíþjóð og eins í
Noregi. Þeir hafa hins
vegar aldrei kynnst
eins góðum móttökum
og Nautilus fékk í
Sundlaug Kópavogs.
En hvað vakti íyrir
Iþróttaráði Kópavogs
þessum samningi? Jú,
hugmynd ráðsins var
að stórbæta aðstöðu
fyrir almenning til að
stunda líkamsrækt í
tengslum við sundlaug-
ina. Ohætt er núna,
þegar stöðin hefur starfað í hartnær
fjóra mánuði, að fullyrða að þetta
hefur gengið eftir. Þetta merka
framtak hefur náð til fjölda fólks,
Gunnsteinn
Sigurðsson
Fordæmi um
forgangsröðun
STJÓRNMÁL snú-
ast um forgangsröðun
verkefna og fjármuna.
Fyrsta kjörtímabil
^tokkar i Reykjavíkur-
listanum hefur því
snúist um að breyta
forgangsröðun fortíð-
ar í þágu framfara og
almannahags í borg-
inni.
Fordæmi um for-
gangsröðun höfum við
fulltrúar Reykjavíkur-
listans í stjóm Veitu-
stofnanna borgarinnar
sýnt. Auk þess að ráð-
ast í hagkvæmar virkj-
unarframkvæmdir, auka atvinnu og
flækka raforkuverð til almennings
5.910 milljóna arði veitu-
stofnana, segir Helgi
Hjörvar, hefur verið
skilað í borgarsjóð.
hefur 5.910 milljóna
króna arði verið skilað
í borgarsjóð á kjör-
tímabilinu. Það sam-
svarar öllum bygging-
arkostnaði allra skóla
og leikskóla borgar-
innar og öllum fram-
kvæmdum í íþrótta- og
æskulýðsmálum á
sama tíma. Áður var
mestum hluta hagnað-
arins eytt í að byggja
veitingastað, en skuld-
um safnað á borgar-
sjóð handa ungu kyn-
slóðinni.
Hinn 31. janúar nk.
hefst kosningabarátta Reykjavíkur-
listans með opnu prófkjöri. Svo að
sú barátta leiði til sigurs í vor og
festi í sessi nýja forgangsröðun er
mikilvægt að sem flestir mæti í
prófkjörið og taki þátt í að velja list-
ann. Eg vil þig í prófkjörið.
Höfundur er varahorgarfulltrúi og
tekur þátt í prófkjöri R-listans.
Helgi Hjörvar
Líkamsræktarstöð er
rekin í kjallara Sund-
laugar Kópavogs.
Gunnsteinn Sigurðsson
segir samstarf heilsu-
ræktarstöðvar og sund-
staðar styrkja sam-
keppnisstöðu Sund-
laugar Kópavogs.
sem ekki hefur áður lagt markvisst
stund á líkamsrækt. Fólk greip tæki-
færið fegins hendi og þá er tilgangin-
um náð að mínu mati. Þarna hefur
tekist að ná til fólks sem er að stíga
sín fyrstu skref í markvissri líkams-
rækt og þeirra sem hafa æft árum
saman. Fólkið getur skipulagt iðkun
sína eftir þörfum. Það getur notað
alla þá aðstöðu sem sundlaugin hefur
upp á að bjóða.
Ánnað atriði, sem vó einnig þungt,
var að með tilkomu samningsins við
Svíana var stórbætt búnings- og
sturtuaðstaða við sundlaugina. Hin
nýja búningsaðstaða nýtist einnig
mjög vel fyrir skólafólk. Aðstöðu fyr-
ir sundkennslu var orðið mjög brýnt
að bæta.
Síðast en ekki síst var með þess-
um samningi verið að stórbæta sam-
keppnisstöðu Sundlaugar Kópavogs,
sem sést best á því að á þessu ári
munu útgjöld bæjarins til sundlaug-
arinnar lækka um 50%. Fullyrða má
að þessar tvær rekstrareiningar þ.e.
sundlaugin og líkamsræktarstöðin
styrki hvor aðra.
Árið 1996 kostaði rekstur Sund-
laugar Kópavogs bæjarsjóð tæpar 15
milljónir kr. en á þessu ári er gert
ráð fyrir að hann verði um 7,7 millj-
ónir, þrátt fyrir að sundlaugargest-
um hafi fjölgað verulega.
Iðkendur líkamsræktarinnar
Nautilus láta mjög vel af henni og
eru mjög ánægðir með þetta framtak
íþróttaráðs Kópavogs. Óhætt er að
fullyrða að opnun stöðvarinnar sé
eitt mesta framfaraspor, sem stigið
hafi verið í þágu almenningsíþrótta á
Islandi um langan tíma.
Höfundur er varaformaður íþrótta■
ráðs Kópavogs
GUÐMANN Þ.
G UNNARSSON
+ Guðmann Þ.
Gunnarsson
fæddist í Reykjavík
22. júní 1929. Hann
lést á Landspítalan-
um 13. janúar síðast-
iiðinn. Foreldrar
hans voru Gunnar
Grímsson, f. 16.3.
1902, d. 8.6. 1950, og
kona hans Sigríður
Þorkelsdóttir, f.
13.3. 1907, d. 13.10.
1954.
Árið 1952 giftist
Guðmann Þrúði Júlí-
usdóttur. Börn
þeirra eru: 1) Nanna Sigríður, f.
30.8. 1951, hún var gift Gunnari
Ólafssyni en hann Iést, árið 1980.
Þau eignuðust tvö börn: Bylgju
Mist og Ómar Örn. Ómar á dótt-
urina Söru Lind. Seinni maður
Nönnu er Halldór Guðmundsson
og eiga þau tvö börn: Bryndísi
Fanný og Guðmann Ásgeir. 2)
Konkordía Svandís, f. 10.4. 1957,
sambýlismaður hennar er Guð-
Þegar sest er niður til þess að
skrifa í minningu vinar brjótast um
í brjósti margar og oft andstæðar
tilfinningar. I okkar huga ber hæst
gleðina yfir að hafa fengið tækifæri
til þess að kynnast góðum félaga
og sorgina yfir að missa hann allt
of fljótt.
Kynni okkar hófust er Guðmann
Gunnarsson flutti að sunnan með
fjölskyldu sína hingað í Hörgárdal
árið 1974. Hér undi hann vel hag
sínum. Hann var fljótur til allra
verka og var einstaklega gott til
hans að leita. Ef punkteraði dekk
eða bilaði vél var hringt í Guð-
mann eða brennt í Staðartungu.
Maður fór ekki bónleiður til búðar
af hans fundi og aldrei var um það
fengist þótt komið væri með erindi
til hans á öllum tímum sólarhrings.
Fyrir þetta einstaka viðmót og
hjálpsemi viljum við þakka. Og svo
allar aðrar samvenistundir. Það
var gott að koma í Staðartungu til
Guðmanns og Þrúðu. Við hér í
Skriðu misstum mikið þegar þau
fluttu búferlum suður til Hafnar-
fjarðar fyrir nokkrum árum I sum-
ar sem leið komu þau hingað í
Hörgárdalinn, sem státar af einum
tignarlegustu fjöllum á íslandi, f
björtu og fallegu veðri og við átt-
um saman ánægjulegar stundir.
Þau gistu í húsbílnum sínum hér
neðan við Skriðu, á bökkum Hörg-
ár. Þá gerði sér enginn grein fyrir
því að þetta yrði síðasta ferð Guð-
manns í dalinn sinn nema ef til vill
almættið sem skartaði sínu feg-
ursta - fjöllin, túnin og engjarnar,
áin - allt blasti við í mikilfenglegri
morgunkyrrð.
Við sendum ykkur, elsku Þrúða
og fjölskylda, okkar dýpstu samúð-
arkveðjur og langar að gera orð
spámannsins að okkar: „Þegar þú
ert sorgmædd skoðaðu þá aftur
huga þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín. Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins svo að
hann geti risið upp í mætti sínum
og ófjötraður leitað á fund Guðs
síns.“
Sverrir og Sigurbjörg.
Nú þegar sólin tekur að hækka á
lofti á nýjan leik og birta og ylur
framundan hneig lífssól Guðmanns
tengdafóður míns til viðar. Fyrir
liðlega hálfum mánuði kom fjöl-
skylda hans saman heima hjá hon-
um og Þrúði konu hans í tilefni
mann Steingríms-
son, þau eiga þrjár
dætur: Þrúði Höllu,
Sigríði Ernu og Auði
Steinunni. 3) Þórunn
Sigurbjörg, f. 10.3.
1958, sambýlismað-
ur hennar er Magn-
ús Rúnar Runólfs-
son, þau eiga tvær
dætur: Maríu Helgu
og Söndru Helenu.
4) Gunnar, f. 12.8.
1961, sambýliskona
hans er Guðrún Ósk
Sigurðardóttir.
Gunnar á tvær dæt-
ur af fyrri sambúð: Hönnu Krist-
ínu og Sigríði Sif. 5) Júlíus Her-
bert, f. 14.9. 1966, sambýliskona
hans er Lára Halldórsdóttir og á
hún tvo syni frá fyrri sambúð:
Brynjar Inga Jónsson og Halldór
Georg Jónsson. Júh'us á einn son
frá fyrri sambúð: Sindra Fanndal.
IJtför Guðmanns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
fermingar dótturdóttur þeiira Mar-
íu Helgu. Átti fjölskyldan þai- sam-
an ánægjulega stund og naut þar
mikillar gestrisni þeirra hjóna. Ekki
grunaði mig þá er ég kvaddi hann
daginn eftir, að það yrði okkar
hinsta kveðja hér ofar moldu.
Guðmann í Staðartungu. Þannig
vil ég helst minnast hans vegna
þess að þar kunni ég best við hann
og þar held ég að hann hafi unað
sér best. Eg rifja upp ferðir er við
Nanna og krakkarnir heimsóttum
þau hjón í Staðartungu. Stóð bóndi
þá gjarnan úti á hlaði eða kom út
úr skemmunni, þéttur fyrir, þykk-
ur undir hönd, með derhúfu á höfði
og heilsaði hlýlega, gestrisinn
mjög. I skemmunni var hann með
verkstæði og stundaði viðgerðir á
ýmsum tækjum og tólum fyrir fólk
á svæðinu. Var hann lagvirkur vel
og í reynd bráðflinkur og hug-
myndaríkur járnsmiður. Bera
smíðisgripir hans þess vott, svo
sem kertastjakar, borð o.fl. gripir.
Fannst mér hann ætíð vera á
heimavelli er við hittumst í skemm-
unni og hann fór að útskýra fyrir
mér hitt og annað er verkfærum
viðkom. Leitaði ég oft ráða hjá
honum er mitt vit þraut varðandi
vélar og einnig hvað varahluti og
þess háttar snerti. Fyrir það mun
ég ætíð verða þakklátur.
Eitt sinn er við komum að Stað-
artungu bauð hann mér í ökuferð
inn Hörgárdalinn, lýsti hann þar
vel fyrir mér staðháttum og bú-
skap á hverjum stað. I þeirri ferð
og einnig síðar fann ég að hann var
fróður um land og þjóð.
Hross voru fáein hjá þeim hjón-
um. Eitt sinn fór ég að gefa þeim
með honum að vetri til. Jörð var þá
nær alauð. Vel var gefíð svo mig
nær óaði við. Þau verða að fá eitt-
hvað í sig greyin sagði hann aðeins
og ekki meir um það. Þess skal
getið að hrossin voru akfeit og var
gaman að sjá hann hirða hrossin og
hversu vel hann naut þess að um-
gangast þau.
Fyrir fáeinum árum seldu þau
hjón Staðartungu og fluttu til
Hafnarfjarðar. Hóf Guðmann þá
störf við sendibílaakstur og stund-
aði þá vinnu meðan heilsan leyfði.
Hann barðist við krabbamein og
lauk því stríði að morgni 13. jan. sl.
Kynni okkar voru ekki löng, liðlega
15 ár, ekki langur tími í tilverunni
en góður samt. Þakka vil ég sam-
veruna, hún var mér hlý á alla
grein.
Halidór Guðmundsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. N.ánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.