Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 26. TBL. 86. ÁRG. Ginsburg dregur segulbandsfull- yrðingar í efa WILLIAM Ginsburg, lögfræðingur Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku Hvíta hússins, andmælti í fyrrakvöld mörgum lyk- ilatriðum í þeim fullyrðingum sem haldið hefur verið fram að væru á segulbandsupp- tökum þeim sem Linda Tripp, þáverandi vinkona Lewinsky, gerði af samtölum þeirra um meint ástarsamband Lewinsky við Bill Clinton Bandarfkjaforseta. Lét Ginsburg að því liggja að skjólstæðingur sinn ýkti oft eða færði frásögn sína í stílinn. Hann sagði Lewinsky samt „fullkomlega áreiðanlega". Ginsburg vísaði líka á bug sem helberum ósannindum fullyrðingu Lindu Tripp um að hún hefði verið viðstödd eitt sinn er forsetinn hringdi seint að kvöldi í Lewinsky. Náðist „hvíti bfllinn“ á myndband? BREZKA götublaðið The Daily Mirror greindi frá því í gær að það hefði komizt yfir myndband sem tveir erlendir ferðamenn hefðu tekið við Ritz-hótelið í París kvöldið sem Díana prinsessa af Wales og vinur henn- ar Dodi al Fayed létu lífið í bflslysi, 31. ágúst sl. Segir blaðið að á myndbandinu sjáist hvít- ur smábfll sem ekið er ofsaakstri. Haft er eft- ir franska rannsóknardómaranum sem hefur yfirumsjón með rannsókn Díönu-slyssins að þetta myndband geti verið rannsókninni mikilvægt. Að sögn blaðsins er þarna ekki um að ræða Fiat Uno, þ.e. þá bfltegund sem talið er að hafí lent í árekstri við Mercedes- Benz-bifreið Dionu, heldur Citroen AX, en þessum bflum svipar mjög saman. Klámbarsheimsokn í „göfugum tilgangi“ ÍSRAELSKUR rabbíni sem tekin var mynd af á klámbar í Jerúsalem nýlega verst nú þrýstingi sem hann er beittur til að segja af sér sem skólastjóri skóla þar sem fræði gyð- ingdóms eru kennd. Nemendur í skólanum voru æfir er ljós- myndir, sem sýndu rabbínann í fullum her- klæðum kúreka sitjandi á nektardansbar, lentu í höndum þeirra. Þeir sökuðu hann um „siðferðisspillingu“ og kröfðust þess að hann yrði rekinn. En stjórnendur skólans héldu því staðfastlega fram að hinar göfug- ustu hvatir hefðu rekið rabbínann inn á um- ræddan skemmtistað. „Hann fórnaði miklu með því að láta sig hafa það að fara inn á þennan viðurstyggi- lega stað í þeim tiigangi að athuga hvort einhver af nemendum hans vendi komur sínar þangað," sagði einn skólastjórnend- anna í samtali við blaðið Yediot Ahronot. Hann hafði hins vegar enga skýringu á reiðum höndum um hvernig stæði á kúreka- útbúnaði rabbínans. Samkvæmt frásögn blaðsins rakst hinn frómi lærdómsmaður á mann á staðnum, sem hann hafði tekið í við- tal sem umsækjanda um skólavist, en sá tók af honum myndirnar sem síðan ollu hneykslinu. SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vetrarsólsetur Morgunblaðið/RAX LJÓSIN á Kársnesinu, í Hafnarfirði og Straumsvík blika í kvöldhúminu er sólin sezt að baki Keili og gyllir hafflötinn í vetrarstillunni. Líkur dvína á samningalausn í Iraksdeilunni Albright segir tím- ann að renna út Lundúnum, Moskvu. Reuters. MADELEINE Albright, utanríkisráðheiTa Bandaríkjanna, sagði í gær að tíminn til að taka úrslitaákvarðanir um aðgerðir í Iraksdeilunni væri að nálgast hröðum skrefum. „Glugginn er að lokast (...) Það lítur út fyrir að samningaleiðin skili engu,“ sagði Albright á blaðamannafundi með hinum brezka starfs- bróður sínum, Robin Cook, í Lundúnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sama tíma á öðrum fundi í brezku höfuð- borginni að bandamenn á Vesturlöndum gætu ekki leyft Saddam Hussein að bjóða Sameinuðu þjóðunum birginn öllu lengur og myndu ekki hika við að beita valdi ef nauðsyn krefði. Borís Jeltsín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær sérlegum erindreka sínum, Viktor Posuvaljúk, að halda til baka til Baghdad í því skyni að reyna til hlítar að ná samningalausn á deilunni um vopnaeftirlit í landinu. Albright sagði að þau Cook hefðu orðið sammála um að eina viðmiðunin sem kæmi til greina til að íausn næðist með samningum væri að írakar uppfylltu í einu og öllu skilyrði öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og veittu vopnaeftirlitsnefnd SÞ ótakmarkaðan aðgang að hvaða stað sem þeir kysu að skoða. Staðan „mjög alvarleg" Albright sagði ástandið í íraksdeilunni „mjög alvarlegt" og að Bandaríkin og Bret- land sneru „bökum saman“ í málinu. Cook sagði að enginn valkostur væri útilokaður í stöðunni og möguleikarnir á að ná samninga- lausn yrðu bezt styrktir með því að sýna Saddam Hussein svo að ekki yrði um villzt að alþjóðasamfélagið væri staðráðið í að láta hann ekki komast upp með að framleiða ger- eyðingarvopn. „Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að knýja fram viija öryggisráðs- ins sé hemaðaraðgerðir, munum við ekki hika við að beita þeim,“ sagði Tony Blair. Reuters Flóð í Perú MAÐUR nokkur lætur ungan pilt síga nið- ur í björgunarbát úr húsi í suður-perúsku borginni Ica í fyrradag þar sem fólk er strandaglópar í hrikalegum eðju- og vatnsflóðum sem steypiregn af völdum E1 Nino-hafstraumsins hefúr orsakað á síð- ustu dögum. GÖNGIN NÍU MÁNUÐUM Á UNDANÁÆTLUN SUNNUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.