Morgunblaðið - 01.02.1998, Side 8

Morgunblaðið - 01.02.1998, Side 8
8 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra skipar nefnd um skattamál Styrkja á réttarstöðu skattgreiðenda FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra hefur ákveðið að stofna nefnd sem á að gera tillögur um endur- bætur á meðferð skattamála m.a. til að styrkja réttarstöðu skattgreið- enda. Meðal verkefna nefndarinnar er að koma með tillögur um hvern- ig má stytta bið eftir úrskurðum í skattkerfinu, en henni er einnig ætlað að skoða hugmyndir sem fram hafa komið um sérstakan um- boðsmann skattgreiðenda og hvort að stofnun slíks embættis sé heppi- leg tilhögun. Að undanförnu hefur verið tals- verð umræða í þjóðfélaginu um framkvæmd skattamála. Friðrik sagði að í fjármálaráðuneytinu væri stöðugt verið að skoða framkvæmd skattamála og hvort þörf væri á að gera endurbætur á skattkerfinu. Starfandi væri nefnd undir forystu Geirs H. Haarde alþingismanns um framtíðarmótun í skattamálum. Nefndin væri að skoða þróun í þessum málaflokki, annars vegar hjá Evrópusambandinu og hins vegar hjá OECD. Tilgangurinn væri að undirbúa breytingar sem gera þyrfti á íslenska skattkerfinu til að það samræmist betur skatt- kei-fi nágranna- og viðskiptalanda okkar og til að styrkja samkeppnis- stöðu íslenskra atvinnugreina. Friðrik sagði að einnig væri starfandi nefnd undir forystu Ind- riða H. Þorlákssonar skrifstofu- stjóra, en hún hefði yfirfarið hluta reglugerðar á sviði tekju- og eign- arskatts og væri að fjalla um úr- bætur á skattalöggjöfínni. í nefnd- inni ættu sæti löggiltir endurskoð- endur og væri hún því gagnlegur vettvangur fyrir skoðanaskipti ráðuneytis og fagmanna, sem vinna fyrir skattgreiðendur. Friðrik sagði að á vegum fjár- málaráðuneytisins væri stöðugt unnið að því að undirbúa efnis- breytingar á skattalögum vegna þróunar sem ætti sér stað og snerti bæði félög og einstaklinga. Ráðu- neytið leitaðist jafnframt við að tryggja eðlileg samskipti ríkis- skattstjóraembættisins og ein- stakra skattstofa eins og nýleg dæmi sanni. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að setja á laggirnar sérstaka nefnd sem fær það hlutverk að takast á við aðkallandi málefni í skattamál- um. I nefndinni eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, skattkerfisins, Lög- mannafélagsins og Félags löggiltra endurskoðenda. „Verkefni nefndarinnar er að gera tillögur um hvemig stytta megi bið eftir úrskurðum í skatt- kerfinu með breytingum á fyrir- komulagi yfirskattanefndar, forúr- skurðum, flýtingu á umsögnum rík- isskattstjóra og birtingu úrskurða. Henni er einnig ætlað að kanna hvernig styrkja megi rétt skatt- greiðenda til að fá álit á kvörtunar- málum gagnvart skattyfirvöldum og fjármálaráðuneyti. I því sam- bandi verði m.a. kannað hvort, og með hvaða hætti, umboðsmaður skattgreiðenda gæti verið heppileg tilhögun. Einnig kemur til álita að styrkja starfsemi umboðsmanns Alþingis til að koma á virkari eftir- liti með starfsemi skattyfirvalda. Ennfremur hvort að með öðrum hætti megi styrkja réttarstöðu skattgreiðenda.“ Friðrik sagði að nefndin ætti ennfremur að skoða hvort ástæða væri til að breyta refsiheimildum vegna skattalagabrota í ljósi reynslunnar og kanna hvort heppi- legt væri að gera breytingu á skatt- umdæmum. „Vinna er hafin í ráðuneytinu að ýmsum þáttum þessa máls. Stefnt er að því að tiltekin mál verði lögð fram til umfjöllunar nú á vorþingi, en önnur þarfnast lengri undirbún- ings,“ sagði Friðrik. Vandíb qeymslu matvæla "Hitastigib skiptir miklu máli. 0 Það ræðst af hitastiginu hvort bakteríur fjölga sér í matvælum. 0 Geymið kælivöru við 0-4°C, þá fjölgar bakteríum hægt. 0 Kælið mat hratt niður. Hafið mat sem styst í hitastigi 10-50°C. 0 Gætið að hitastiginu í kæliskápnum, það er oft hærra en 4°C. 0 Hitamælar eru ekki dýrir, en geta komið sér vel. 0 Upphitun þarf að ná 75°C til að drepa bakteriur. Gætið einnig að þessu þegar hitað er í örbylgjuofni. 0 Haldið mat heitum við a.m.k. 60°C, til að koma í veg fyrir að bakteríur fjölgi sór. HOLLUSTUVERND RÍKISINS Ármúla 1a, Reykjavik. Þjónustu- og upplýsingasími 568-8848. Sjálfsvíg af sjónarhóli heimspekings Þrá hugans gegn heimi vonbrigða Jóhann Björnsson ÓHANN hyggst fjalla um ólíkan mannskiln- ing að baki mismun- andi skoðunum heimspek- inga á málinu en tíðni sjálfsvíga er talin allhá hér á landi miðað við grann- löndin. Ekki vill Jóhann vísa því á bug að ástæður sjálfsvíga geti oft verið fé- lagsleg vandamál, þung- ljmdi eða aðrir geðrænir sjúkdómar en vill að einnig sé haft í huga að hver mað- ur sé einstaklingur. Hon- um sé gefinn eigin vilji, hann beri ábyrgð á sjálfum sér og þá einnig þeirri ákvörðun að stytta líf sitt. Nauðsynlegt sé að velta fyrir sér hvað ráði gerðum manna, einnig þeirra sem fyrirfara sér. Fólk verði að gefa sér tíma til að spyrja hvað gefi lífinu gildi og hvort eitthvað í lífsafstöðunni geti valdið því að sumir gefist upp. - Geturðu rukið í stuttu máli ólíkan mannskilning að baki hug- leiðingum og áherslum heim- spekinga íþessum efnum? „Við vitum af fréttum að verið er að leita að geninu sem orsakar alkóhólisma og erfðavísindi eru í tísku. Það er hægt að ímynda sér að þeir sem aðhyllast líffræðilega sjónarhomið gætu farið að leita að geni sem veldur því að menn svipta sig lífi. Litið er á manninn eins og hverja aðra vél, það var eitthvert efni í heilanum sem olli sjálfsvígi. Hinn látni hefði þurft að fá utanaðkomandi sérfræðiað- stoð úti í bæ. Lausnina verði að finna á tilraunastofu. Einnig eru til þeir sem líta svo á að maðurinn sé fyrst og fremst afurð umhverfisins, aðstæður verði til þess að hann fremji sjálfsvíg. Loks má nefna tilvist- arheimspekinga, sem ég byggi nokkuð á, en þeir vilja minna á frjálsan vilja mannsins. Sumir þeirra ganga svo langt að segja að maðurinn beri að öllu leyti ábyrgð á eigin breytni. Því má samt aldrei gleyma að allt getur þetta skarast, orsakir sjálfsvígs verið margar og flóknar.“ - Hvaða afstöðu aðhyllist þú? „Ég held þvi fram að síðast- nefndi skilningurinn, áhersla á frjálsan vilja, sé vænlegur til ár- angurs. Ef við höldum því fram að um sé að ræða líffræðilegt vandamál sem hægt sé að leysa með utanaðkomandi sérfræðiað- stoð, lyfjagjöf eða þess háttar er- um við oft búin að slá vopnin úr höndum þeirra sem vilja hindra aðstandanda í að fyrirfara sér. Auk þess er erfitt að virkja ein- staklinginn sjálfan til að berjast gegn tilhneigingunni ef hann hefur þá afsökun að hann sé viljalaus vél, ráði engu um eigin örlög. Sé því hins vegar haldið fram að um sjálfstæða ákvörðun sé að ræða hjá ein- staklingnum erum við að hluta búin að varpa ábyrgðinni á hann. Hann er þá spurður: Hvað ætlar þú að gera í málinu? Út frá þess- um fræðum hafa orðið til sjónar- mið innan geðlæknisfræði og sál- arfræði þar sem fjallað er um efnið út frá þessum forsendum." - Getur fjölmiðlaumfjöllun um sjálfsvígýtt undir þau? „Því verður ekki neitað að fólk fær hugmyndir úr fjölmiðlaum- ræðu svo að þetta er eflaust að einhverju leyti rétt. Mönnum dettur eitthvað í hug sem þeir hafa ekki leitt hugann að áður. ► JÓHANN Björnsson er fæddur í Keflavík 1966. Hann lauk B.A.-prófí í heimspeki við Háskóla íslands 1992 og M.A.- prófi í sömu grein 1995 við Kaþólska háskóiann í Leuven í Belgíu. Hann starfar nú hjá Flugleiðum á Keflavíkurflug- velli en sinnir einnig sjálfstæð- um heimspekirannsóknum. Jóhann mun á morgun, mánudag, halda fyrirlestur í kirkju Oháða safnaðarins við Háteigsveg kl. 20.30 og nefnir hann Sjálfsvíg og gildi lífs. Jóhann er kvæntur Margréti Einarsdóttur þroskaþjálfa og eiga þau tæplega fimm ára dreng og ársgamla stúlku. En ég sé samt ekki að þetta eigi að verða til þess að við hættum að ræða vandann. Við eigum frekar að kanna með umræðum þá möguleika sem við höfum til að beijast gegn honum. Það er rétt að til eru ýmis samtök erlendis um réttinn til sjálfsvígs. I Bandaríkjunum var gefin út bók á sínum tíma sem var leiðbeiningarit handa þeim sem vildu svipta sig lífi. Sum samtakanna vilja binda réttinn algerlega við þá sem haldnir eru ólæknandi sjúkdómi, setja mjög stíf skilyrði. Þetta era þá eins konar líknarsjálfsmorð, lausn undan áþján.“ - Hvernig skilgreina menn til- vistarkreppu? „Tilvistarheimspekingurinn og rithöfundurinn Albert Camus fjallaði um þessi mál í bók sem heitir Goðsögnin um Sisyfos. Hann segir að tekist geti á hugur sem þráir og heimur sem valdi vonbrigðum. Ég hef tekið dæmi af litlu barni í sælgætisbúð, hug- urinn þráir nammi en mamma segir nei! Þetta er lítið dæmi um tilvistarvanda en hann getur orð- ið svo illvígur að af- leiðingin verði sjálfs- víg. Camus segir að stærsta vandamál heimspekinnar sé spurningin um sjálfs- víg. Er lífið þess virði að lifa því? Þetta sé sjálf grandvallarspurn- ing fræðanna, um líf og dauða sé að tefla.“ - Hvað viltu segja um ábyrgð- ina gagnvart sínum nánustu? „Sú spuming leiðir til umhugs- unar um siðferðilega þáttinn, hverju maður veldur öðram með því að stytta sér aldur. Afleiðing- in er mikil og sár óhamingja fyr- ir fjölskylduna, börnin þjást. Menn bera ábyrgð á fleiram en sjálfum sér og hugsanlegur rétt- ur til sjálfsvígs getur takmarkast þegar af þessum ástæðum." Manninum er gefinn frjáls vilji

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.