Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Menningarmála-
nefnd Reykjavíkur
Menning
og saga
gerð að-
gengilegri
MENNINGARMÁLANEFND
Reykjavíkurborgar samþykkti
á dögunum tillögu þess efnis að
lögð verði áhersla á að menn-
ing og saga borgarinnar verði
gerð aðgengilegri fyrir allan al-
menning, þar á meðal fyrir
skólastarf í borginni.
í greinargerð segir að und-
anfarið hafi staðið yfir skrán-
ing á menningarminjum í
Reykjavík og ástæða sé til að
íhuga með hvaða hætti sú
skráning geti nýst í þessu
skyni. Þá séu í borginni fjöldi
bygginga, myndlistarverka og
merkra staða sem einnig geti
komið við sögu í þessu sam-
bandi. Beinir nefndin tillögunni
til borgarminjavarðar til um-
sagnar.
Þá samþykkti nefndin að
óska eftir því við borgarminja-
vörð að hann leggi fyrir nefnd-
ina hugmyndir að þvi með
hvaða hætti leita megi eftir
samstarfi við fulltrúa atvinnu-
lífsins um að koma upp safni
um atvinnusögu Reykjavíkur.
Blásið til heiðurs tónskáldum
Morgunblaðið/Þorkell
BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur á æfingu ásamt Miklós Dalmay.
BLÁSARAKVINTETT Reykjavík-
ur heldur sína fyrstu tónleika á nýju
ári í Gerðubergi þriðjudaginn 3.
febrúar kl. 20.30. Eingöngu verða
flutt íslensk verk í tilefni af fimmtíu
ára afmæli STEFs, Sambands tón-
skálda og eigenda flutningsréttar,
sem var í gær.
Að sögn Einars Jóhannessonar,
klarínettuleikara kvintettsins, er vel
við hæfi að heiðra íslensk tónskáld á
þessum tímamótum. „Samstarf milli
flytjenda og tónskálda er sennilega
hvergi nánara en á íslandi og við í
Blásarakvintettinum höfum svo
sannarlega notið góðs af því í gegn-
um árin - þó að oft hafi maður bölv-
að blessuðum tónskáldunum í hljóði
meðan maður er að ströggla við að
læra verk þeirra," segir Einar og
skellir upp úr. „Annars hef ég oft
sagt um góð tónskáld að þau hafi
undarlegt innsæi, jafnvel inn í
tæknilega hluti sem kunna að virð-
ast ómögulegir í fyrstu en er svo
gerlegt að gera ef maður liggur yfir
þeim. Þannig fleygir hljóðfæratón-
list fram.“
Það er við hæfi að Blásarakvin-
tettinn frumflytji nýtt verk, sem
sérstaklega er skrifað með hann í
huga, á tónleikunum. Er það úr
smiðju Áma Egilssonar, tónskálds
og bassaleikara í Los Angeles, og
nefnist Blær. „Þetta er mjög lifandi
og aðgengilegt verk,“ segir Einar,
„og nafnið, Blær, er vel við hæfi því
íslenska þýðingin á impressjónisma
er blæstefna. Þá er maðurinn auð-
vitað virtúós á sitt hljóðfæri og
skrifar þannig líka. Bakgrunnur
hans í djassinum leynir sér heldur
ekki - það er mikill spuni í þessu
verki.“
Annars má segja að um mikla af-
mælistónleika sé að ræða því á efn-
isskrá eru verk eftir Þorkel Sigur-
björnsson, Atla Heimi Sveinsson og
Jón Ásgeirsson sem allir eiga stóraf-
mæli á árinu. Þá verður fluttur verð-
launakvintett eftir Atla Ingólfsson.
Sannarlega efnisskrá sett saman úr
andstæðum, eins og Einar tekur til
orða. Kveðst hann jafnframt hlakka
tfl að glíma við þessi verk enda sé
ekki síður mikilvægt að endurflytja
verk en frumflytja. „Hið virta
norska tónskáld, Árne Nordheim,
sagði einhverju sinni við mig: „Það á
ekki alltaf að vera að panta ný verk,
það á líka að flytja eldri verk aftur.“
Þessu er ég sammála. Það er alltof
algengt að verk séu pöntuð, flutt
einu sinni og síðan sett upp í hillu,"
segir Einar og bætir við að aukin-
heldur sé alltaf gaman að sjá hvem-
ig verk eldast.
Blásarakvintett Reykjavíkur
skipa, auk Einars, Bernharður
Wilkinson flautuleikari, Daði Kol-
beinsson óbóleikari, Jósef Ognibene
hornleikari og Hafsteinn Guð-
mundsson fagottleikari en með þeim
leikur á tónleikunum Miklós Dalmay
píanóleikari.
HÁSRÓLÍ íslands
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Kvöldnámskeið fyrir almenning
Haldin í samstarfí við heimspekideild HÍ og Listahátíð 1998
SÁLIN, DYGÐIN OG FARSÆLT LÍF
í HUGMYNDAHEIMIARISTÓTELESAR
Hugmyndir Aristótelesar um mannlegar dygðir og farsælt líf,
sem reistar eru á kenningum hans um mannssálina.
Mið. 11.-25. feb. kl. 20:00-22:00
og lau. 14. og 21. feb. kl. 13:00-16:00 (5x).
Mikael Karlsson prófessor í heimspeki.
ÍSLENSK LEIKRITUN:
Kjartan Ragnarsson, Ólafur Haukur Símonarson
og Birgir Sigurðsson, í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Höfundarferill þessara þriggja leikskálda verður skoðaður
með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í íslenskri
leikritun síðustu þrjá áratugina. Þáttt. boðið á loka-
æfingu á Óskastjömunni og gefinn kostur á að kaupa
miða með afslætti á Meiri gauragang og Grandaveg 7.
Þri. 10,- 31. mars kl. 20-22 (4x).
Ámi Ibsen og Melkorka Tekla Ólafsdóttir bæði leikhúsfræðingar
og Gunnlaugur Ástgeirsson bókm.fr., auk höfundanna þriggja.
ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR og hlutverk þeirra
í þjóðmenningu okkar að fornu og nýju
Þjóðsögur, uppmni þeirra og lifandi mótun í munnlegu ferli.
Mið. 11. feb.-l. apr. kl. 20:00-22:00 (8x).
dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson fyrrv. próf. í þjóðfr. HÍ.
LÍF OG LIST BEETHOVENS
Á námskeiðinu „Lff og list Beethovens" verður fjallað um dáðustu
verk Beethovens í flutningi bestu tónlistarmanna með tóndæmum.
Mið. 11. feb.-l. aprfl kl. 20-22 (8x).
Ingólfur Guðbrandsson tónlistarmaður og forstjóri.
HVERNIG HEFUR ÞRÓUNARKENNINGIN ÞRÓAST?
Staða hennar í lok 20. aldar.
Mið. 18. feb.-ll. mars kl. 20-22 (4x).
Ömólfur Thorlacius, fyrrv. rektor.
ARKITEKTÚR - BYGGINGARLIST
í samstarfl við Arkitektafélag íslands.
Farið yfir helstu hugtök, stefnur og sögulegt samhengi.
Þri. 17. mars - 7. apr. kl. 20-22 (4x).
Sigurbergur Ámason arkitekt, Geirharður Þorsteinsson arkitekt,
Pálmar Kristmundsson arkitekt, Pétur H. Ármannsson arkitekt og
Illugi Jökulsson rithöfundur.
JARÐFRÆÐI HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Farið yfir berggmnn svæðisins, jarðsögu, uppbyggingu, aldur, halla,
brot, jarðhita og eldvirkni. Einnig fjallað um sjávarstöðubreytingar, rof
jökla, landmótun o.fl.
Þri 21. og 28. apríl og 5. og 12. maí kl. 20:00-22:00.
Auk þess em vettvangsferðir áætlaðar 7. (kvöld),
9. (10-16) og 12. (10-16) maí.
Helgi Torfason og Hreggviður Norðdahl báðir jarðfr.
LJÓÐASKEMMTUN: ÞJÁLFUN í LJÓÐALESTRI
Mismunandi hlutverk kvæða; margvísleg ljóðform; munurinn á gömlum
kvæðum og nútímaljóðum. Ljóðalesandinn verður alltaf í brennidepli.
Þri. 10. feb.-lO. mars kl. 20:15-22:15 (5x).
Eysteinn Þorvaldsson prófessor KHÍ.
Námskeið í samstarfí við
Listahátíð 1998
AFRÍSKAR BÓKMENNTIR OG LISTIR
Afrísk list verður sérstaklega kynnt á Listahátíð í vor og í tilefni
af því er efnt til námskeiðs um Afríku, bókmenntir hennar og listir.
Mán. 23. mars-4. maí (frí 13. apríl) kl. 20-22. (6x)
Guðni Elísson bókmenntafræðingur og stundakennari HÍ,
Harpa Bjömsdóttir myndlistarmaður o.fl.
WJRLÁKSTÍÐIR OG MENNING ARHEIMUR MIÐAIDA
Fjallað verður um þann framandlega menningarheim sem Þorláks-
tíðir eru sprottnar úr. Samtími Þorlákstíða verður til umfjöllunar
og hlýtt á æfingu Kanúka-flokksins Voces Thules á Þorlákstíðum.
Þri. 7. apríl - 19. maí kl. 20:15-22:15 (7x).
Ásdís Egilsdóttir dósent, Torfi Túliníus dósent
og meðlimir Kanúkaflokksins Voces Thules.
„FLÖGÐ OG FÖGUR SKINN“
í samstarfi við Nýlistasafnið og menningarverktakafyrirtækið art.is.
Þri. 17. feb. - 24. mars kl. 20-22 (6x).
Dagný Kristjánsdóttir, Geir Svansson, Guðni Elísson og
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingar og Jón Proppé gagnrýnandi.
Heimsóttar vinnustofur listamanna sem taka þátt í verkefninu.
Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Endur-
menntunarstofnunar s. 5254923-24-25. Netfang endurmhi.is
A
Oþekktar
ljósmyndir í
Þjóðminja-
safninu
ÞJÓÐMINJASAFN íslands hefur
staðið fyrir nokkrum ljósmynda-
sýningum á undanfómum árum,
þar sem sýndar hafa verið óþekkt-
ar ljósmyndir, aðallega manna-
myndir, úr fórum safnsins. Sýning-
in hefur það að markmiði að leita
upplýsinga um myndefnið hjá safn-
gestum.
Greiningarsýning á ljósmyndum
Sæmundar Guðmundssonar ljós-
myndara hefur verið opnuð, en Sæ-
mundur starfaði víða við ljósmynd-
un á fyrstu þremur áratugum ald-
arinnar, m.a. á Stokkseyri, Bíldu-
dal, Hnífsdal, Akranesi og í Hafn-
arfirði.
Þær myndir sem nú eru sýndar
eru aðallega frá starfsárum Sæ-
mundar í Hafnarfirði frá um
1922-30. Talið er að enn sé þess
kostur að fá upplýsingar um nöfn
þess fólks sem myndirnar sýna.
Hér getur að líta alla aldurshópa,
fjölskyldur, böm, konur og karla.
Þess er vænst að sem flestir eldri
Hafnfirðingar leggi safninu lið með
því að skoða sýninguna og miðla
þekkingu sinni um myndefnið.
Sýningin mun standa til 15. febr-
úar. Bent er á að safnið er aðeins
opið fjóra daga í viku yfir vetrar-
tímann; laugardaga, sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga kl.
12-17.
----------------
Sýningum lýkur
Gerðarsafn,
Listasafn Kópavogs
TVEIMUR einkasýningum lýkur
nú um helgina. Það er sýning
Kjartans Ólasonar í austursal og
sýning Steinunnar Helgadóttur á
neðri hæð.
Listasafnið er opið daglega frá
kl. 12-18, nema mánudaga.
I
f
>
\
i
\
!
I
i
i
i
\
i
í