Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 17 LISTIR Tónleikar til styrktar listasjóði Tónlistarskólans í Reykjavík „Virðingarvottur við ungt tónlistarfólku ÞRIÐJUDAGINN 3. febrúar kl. 20.30 heldur Gunnai- Kvaran selló- leikari einleikstónleika í Listasafni Islands. Tónleikamir era til styrkt- ar Listasjóði Tónlistarskólans í Reykjavík sem stofnaður var fyrir nokkrum árum til þess að styrkja og veita viðurkenningu efnilegum nem- endum við skól- ann. A efnisskránni eru tvær svítur eftir J.S. Bach, ein- leiksverkið Skýin eftir Karólínu Eiríksdóttur sem nú verður leikið öðru sinni hér á landi og Serenada í 9 köflum fyrir selló eftir eitt helsta nútímatónskáld Þjóðverja, Hans Wemer Henze. Efnisskráin Hamlet í Lista- klúbbnum FYRIRLESTUR og umræður verða í Listaklúbbi Leikhúskjallar- ans um leikritið Hamlet mánudags- kvöldið 2. febrúar kl. 20.30. Leik- ritið er sýnt í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Bjarni Jónsson leikskáld, leik- húsfræðingur og „dramatúrg" sýn- ingarinnar talar um leikritið og fjallar lítillega um bakgrunn þess. Leikaramir Hilmir Snær Guðna- son, sem fer með hlutverk Ham- lets, Stefán Jónsson, sem leikur Horas, vin Hamlets, og Sigurður Sigurjónsson, sem m.a. leikur graf- arann, flytja brot úr sýningunni. Að lokum munu sitja fyrir svömm; leikstjórinn Baltasar Kormákur, leiklistarráðunauturinn Bjami Jónsson og búningahönnuðurinn Fillipía I. Elísdóttir en hún er höf- undur búninga ásamt Vytautas Narbutas frá Litháen sem einnig er höfundur leikmyndar. Kynnir og stjórnandi umræðna er Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðu- nautur Þjóðleikhússins. --------------- Fyrirlestrar á vegum MHI GRANT Watson, breskur mynd- listarmaður og gestakennari við MHÍ, heldur fyrirlestur í Málstofu í Laugarnesi mánudaginn 2. febrú- arkl. 12.30. I fyrirlestrinum fjallar Watson um myndlistarblaðið Victoria sem hann gefur út í London ásamt fleir- um og sýningarhald og margmiðl- unarverkefni sem tengist blaðaút- gáfunni. Leifur Þorsteinsson, ljósmynd- ari og umsjónarmaður tölvuvers MHÍ, heldur fyrirlestur í Barma- hlíð, Skipholti 1, miðvikudaginn 4. febrúar kl. 12.30. Leifur mun fjalla um þýska ljósmyndarann August Sanders (1776-1964). --------------- Aðrir tónleik- ar Nýja tón- listarskólans AÐRIR tónleikar í tónleikaröð Nýja tónlistarskólans, sem haldin er í tilefni af 20 ára afmæli skól- ans, verða í Grensáskirkju í dag kl. 17. Ragnar Bjömsson leikur tvo orgelkonserta op. 4 nr. 5 og nr. 13 í F-dúr. Einnig kemur fram strok- hljómsveit skólans, sem skipuð er kennumm og nemendum sem em á lokastigi tónlistamámsins og mun Ragnar stjórna flutningi hljómsveitarinnai- á Fantasíu í f-moll eftir Mozart. er sú sama og Gunnar heldur utan með í tónleikaferð til Danmerkur og Þýskalands á næstunni. Listasjóður Tónlistarskólans í Reykjavík var stofnaður fyrir nokkmm ámm. Ætlunin var að fjármagna sjóðinn með tónleika- haldi en ekki vom haldnir nema tvennir tónleikar. Það hefur því ekki reynst unnt að veita styrk úr sjóðnum enn sem komið er. „Ég ber mikla virðingu fyrir því unga fólki sem hefur ákveðið að leggja tónlistina íyrir sig. Það leggur mik- ið á sig og mig langar til þess að viðurkenna vinnu þeirra með þess- um tónleikum,“ segir Gunnar. „Ég vona að það komi eitthvað í sjóðinn svo hægt verði að veita úr honum næsta vor.“ Gunnar segir að oft vilji gleym- ast að viðurkenna það sem vel er gert og kastljósið beinist gjarnan um of að vandamálum ungs fólk. Hann er reyndar þeirrar skoðunar að margan vanda yngri kynslóðar- innar megi leysa með því að efla tónlistarkennslu í skólakerfinu. „Möguleikar tónlistarnáms eru ekki nýttir nægjanlega í grunn- skólum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að öll börn í grunnskól- um kynnist töfrum góðrar tónlist- ar, ef ekki í gegnum tónlistar- kennslu, þá með því að kenna þeim að hlusta á og læra að meta gildi góðrar tónlistar frá unga aldri. Því miður er það þannig að það er ekki einu sinni til kennslu- efni til tónlistarkennslu í grunn- skólum svo kennarar hafa lítið sem ekkert að styðja sig við,“ seg- ir Gunnar og bætir því við að hon- um sé t.d. ómögulegt að skilja hvers vegna morgunsöngur var lagður niður í skólum. „Ég hef sjálfur um 30 ára reynslu af tón- listarkennslu og ég trúi því að ef kynngimagn tónlistarinnar yrði nýtt betur við kennslu barna og ungmenna þá væri þroski og and- leg vellíðan þeirra betri við lok skólagöngu. Því ef það er eitthvað sem samfélag okkar skortir í dag þá er það sú kyrrð og ró hugans sem góð tónlist veitir.“ Ótrúlegt sjónanslðð nmkms með 28" FLÖTUM svörtum skjá (íst), íslensku textavarpi, Scart-tengi, aðgerðastýringum á skjá, tímarofa, fjarstýringu o.m.tl. Tilboðsverð: 47.900,* Framleidd í Evrópu ! II&VL1II14 ■*»* . 26.900, með 20" Black Matrix skjá, islensku textavarpi, Scart-tengl, aðgerðastýringum á skjá, limarofa, fjarstýringu o.m.fl. stgr. ITIVIMNIM Tilboðsverð: 19.900 með 14" Black Matrix skjá, islensku textavarpi, Scart-tengi, aðgerðastýringum á skjá, timarofa, fjarstýríngu o.m.fl. ! Takmarkað magn, fyrstir koma RADGREIOSLUR LE mA , TIL ALLT AP 36 MÁNABA. w Opið laugardaga kl. 10:00 • 14:00 fyrstir fá! Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Gunnar Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.