Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 19

Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 19
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 19 Morgunblaðið/Ásdís JÓN bóndi hefur kompu í fjósinu til að sinna aðaláhugamálinu, að mála myndir. JÓN á Búrfelli gefur tiltölulega mikið kjarnfóður. Hann telur borga sig að fá sem mestar afurðir eftir hvern bás. Afurðahæstu kýrnar 1997 £T Prótein Kýr Mjdlk, kg kg Bær JJ 1. Sonja109 9.085 304 Saurbær, Lýtingsstaðahreppi 2. Huppa 266 8.991 294 Víðiholt, Reykjahreppi 3. Ljómalind 058 8.939 308 Akbraut, Holtum 4. Lukkuleg 020 8.767 304 Efrí-Brunná, Saurbæjarhreppi 5. Lokbrá321 8.657 277 Þverlækur, Holtum 6. Gola 222 8.610 254 Brakandi, Skriöuhreppi 7. Dóttir 010 8.565 284 Voðmúlastaðir, A-Landeyjahreppi 8. Gola 139 8.495 277 Guttormshagi, Holtum 9. Skauta 300 8.457 253 Sigtún, Eyjafjarðarsveit 10. Birna 038 8.466 258 Reykhús, Eyjafjarðarsveit 11. Gára 143 8.457 263 Stóra-Hildisey, A-Landeyjahreppi 12. Dís 230 8.432 297 Brakandi, Skriðuhreppi 13. Aska 152 8.408 253 Kirkjulækur II, Fljótshlíð 14. Branda090 8.360 285 Efri-Brunná, Saurbæjarhreppi 15. Frágrá125 8.348 283 Búrfell, Ytri-Torfustaðahreppi Afurðahæstu kúabúin 1 $ XJWXX 997^ Mjólk/ Kjarn- _ , árskú toöur, * Arskýr kg kg 1. Búrfell, Y.-Torfustaöahr., Jón og Sigurbjörg 23,9 6.336 1.295 2. Svertingsstaðir II, Eyjafj.sv., Hörður Guðmundss. 16,9 6.258 811 3. Brakandi, Skriðuhreppi, Viðar Þorsteinsson 25,9 6.256 817 4. Akbraut, Hottum, Daníel Magnússon 14,4 6.156 959 5. Jörfi, Kolbeinsstaðahreppi, Jörfabúið 16,3 6.087 1.004 6. Dýrastaðir, Norðurárd., Ragnheiðurog Klemens 15,0 6.073 961 7. Lækjartún, Ásahreppi, Guðmunda Tyrfingsdóttir 12,1 6.035 8. Baldursheimur, Mývatnssveit, Félagsbúið 14,6 5.931 1.071 9. Voðmúlastaðir, A-Land., Hlynur Sn. og Guðlaug Bj. 18,4 5.885 1.244 10. Egg, Rípurhreppi, Pálmar Jóhannesson 30,8 5.805 913 Samkvæml skýrsluhaldi nautgriparæklartélaganna, bú með 10 árskýr eða lleiri kemur í spjallinu að þau komast nánast aldrei saman í frí, til dæmis aðeins 2-3 daga á síðasta sumri, en eitthvað fóru þau sitt í hvoru lagi því þau geta leyst hvort annað af. „Vissulega er maður bundinn, en það er þó alltaf eitthvað að gerast. Kúabúskapur er ekki eins einhæf vinna og margir halda. Pað er gam- an að leysa vandamál. Svo er maður eigin herra, þótt það sé að vissu leyti í þversögn við bindinguna. Getur tekið sér hálfan dag í að sinna áhugamálunum, farið í ljósmynda- leiðangur eða gleymt sér við trön- urnar,“ segir Jón. Kunnur ljósmyndari Petta leiðir talið að áhugamálun- um sem eru mörg á þessum bænum. Hluti þeirra felst í búskapnum, til dæmis tamningunum sem Sigur- björg hefur veg og vanda af. Pau eru með nokkra hrossarækt og þar er eitt markmið alveg ljóst, hrossin verða aldrei fleiri en þrjátíu. Þegar nálgast þá tölu þarf að fara að selja eða slátra. Mættu margir landminni bændur taka Búrfellsbændur sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Jón hefur tekið ljósmyndir í tutt- ugu ár og er nafnkunnur listamaður á því sviði, bæði í landbúnaðargeir- anum og heima í héraði. Hann hefur til dæmis tekið mikið af myndum fyrir búnaðarblaðið Frey og Bændablaðið og tók allar myndirn- ar á plaköt sem Bændasamtökin hafa gefið út til að kynna liti ís- lensks sauðfjár og kúa. Jón segist hafa fengið ýmis verkefni á þessu sviði en segir erfitt að bera sig eftir þeim með því að vera búsettur úti á landi. Þá þurfi hann meiri viðskipta- hæfileika til að ná árangri á ljós- myndasviðinu. Fyrir tíu árum tók við nýr kafli í lífí Jóns á Búrfelli, hann fékk áhuga á málaralistinni. „Mér fannst ég þurfa að bæta mig í ljósmynduninni, fá betra auga fyrir myndbyggingu og fonnum og fór á námskeið hjá myndlistarkennara á Laugarbakka. Eg varð strax gagntekinn og fór að mála af mikilli ástríðu." Fjósalykt af myndinni Jón hafði lítið orðið var við þessar kenndir áður en pælt þeim mun meira í bókmenntum. Segist ekki hafa notið myndlistarkennslu í skóla og því aldrei náð að tendrast upp. Pó hefur eitt atvik frá fyrri ár- um rifjast upp, eftir að myndlistar- áhuginn blossaði upp. Sigurbjörg og Jón ferðuðust mikið áður en þau byrjuðu að búa á Búrfelli og voru þá dugleg að skoða söfn. I Madrid skoðaði hann verk eftir Salvador Dali og varð fyrir miklum áhrifum, fékk gæsahúð og hugsaði með sér: Þetta er minn maður. Frá því á myndlistarnámskeiðinu hefur Jón málað mikið og áhrifin frá atvikinu í Madrid eru sjáanleg. Hann hefur haldið nokkrar sýning- ar, bæði heima í héraði og á Akur- eyri, en segist aldrei selja neitt. Myndirnar safnist bara upp í kjall- aranum og fjósinu. Sigurbjörg leið- réttir þetta, segir að erlendir ferða- menn hafi keypt nokkur verk. „Er það ekki rétt að maður er aldrei tekinn alvarlega nema í einu fagi? Ég verð líklega aldrei tekinn alvar- Meðalnyt aldrei verið meiri NYTIN jókst í mjólkurkúm lands ins á síðasta ári, samkvæmt skýrsluhaldi nautgriparæktarfé- laganna sem Jón Viðar Jónmunds- son nautgriparæktarráðunautur hefur tekið saman. Meðalnytin var 4.233 kg eftir hverja kú og er það 69 kg meira en var árið á undan. Hefur meðalnytin aldrei verið meiri. Jón Viðar segir að kjarnfóður- gjöf hafí einnig aukist nokkuð, eða um 83 kg á hverja kú að með- altali yfír árið. Vegna kvótakerfis- ins hafa verið skiptar skoðanir um hvort það væri hagkvæmt að auka framleiðsluna með því að gefa korn. Jón Viðar veltir því fyrir sér hvort kýrnar hafí einfaldlega ekki verið fóðraðar of lítið undanfarin ár og það sé skýringin á aukinni kjarnfóðurnotkun, enda sé mikil ónotuð framleiðslugeta í stofnin- um. Þá hafí heygæði í haust valdið því að menn juku fóðurgjöf. Þannig skýrir aukin kjarnfóður- notkun aukna nyt, en Jón Viðar segir einnig að geta kúnna til mjólkurframleiðslu aukist ár frá ári. Á móti komi aukin förgun á kúm vegna baráttunnar gegn of hárri frumutölu í mjólk. Menn geti ekki notað kýrnar eins mikið þeg- ar þær eru bestar til framleiðslu. Þegar litið er á einstök héruð kemur í Ijós að meðalnyt hefur aukist áberandi mikið á Suður- landi. Einnig á hluta Norðurlands, sérstaklega Skagafirði, þar sem kýrnar eru með mestu meðalnyt- ina, 4.452 kg. Þingeyingar eru ör- fáum kílóum þar á eftir. Bú Jóns Eiríkssonar og Sigur- bjargar Geirsdóttur á Búrfelli í lega nema í búskapnum og telst fúskari í öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur í lífinu. En það væri vissulega gaman að mála einu sinni eina góða mynd, eða taka eina góða ljósmynd," segir Jón. Hann segir að eftir hugljómunina um að fara að mála hafí sér komið til hugar að læra eitthvað, því hann fínni til vanmáttar síns á ýmsum sviðum. Sérstaklega við að mála lík- amann. Úr því hafi ekki orðið og því lifí hann á áhuganum og fari langt á hugmyndunum sem hvort sem er sé aldrei hægt að læra í skóla. Jón hefur aðstöðu til að mála í íbúðarhúsi þeirra hjóna og í kompu úti í fjósi. Það kom honum því ekki á óvart á afmælissýningu á Laugar- bakka þegar einn gestanna hnusaði af mynd og sagði að það væri fjósa- lykt af henni. „Heimilisfólkið segir að ég sé skapbestur þegar ég er að Miðfirði er efst á listanum yfír af- urðahæstu búin, eins og fram kemur í viðtali við þau hér á síð- unni. Meðalafurðir voru 6.336 en Islandsmetið sem kýrnar hjá Stur- laugi og Birnu á Efri-Brunná í Dölum settu í fyrra var 6.594 kg og er langur vegur frá því að það sé í hættu. Eigendaskipti urðu á Efri-Brunná á síðasta ári og náði búið ekki inn á „topp 10“ að þessu sinni. Jón Viðar segir að það eiukenni listann að þessu sinni hvað mörg „Ég verð lík- lega aldrei tekinn alvar- lega nema í búskapnum og telst fúsk- ari í öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur í líf- inu.“ bú séu að sækja sig og ná yfir 5.000 kg markið og munurinn milli manna að minnka. Flest búin á „topp 10“-Iistanum hafa verið þar lengi, sum í tvo áratugi, en alltaf eru einhverjar breytingar. Að þessu sinni eru hástökkvararn- ir á Svertingsstöðum í Eyjafirði, Akbraut í Holtum og Jörfa í Kol- beinsstaðahreppi. Nythæsta kýr landsins á síðasta ári var Sonja 109 í Saurbæ í Lýt- ingsstaðahreppi með 9.085 kg injólkur eftir árið. mála,“ segir Jón og telur það greini- lega réttlæta tímann sem í það fer. Á móti innflutningi Jón á Búrfelli er algerlega and- vígur innflutningi norska kúastofns- ins og afstaða hans í Nautgripa- ræktarnefnd Búnaðarfélags íslands varð til þess að hann var ekki kall- aður þar að fundarborði meir. „Þetta er flókið mál sem ekki má einfalda um of. Ákveðnar grundvall- arupplýsingar þurfa að liggja fyrir áður en teknar eru jafn afdrifaríkar ákvarðanir og þær sem átti að taka í fyrra, ákvarðanir sem þýddu að skipt hefði verið um kyn og engin leið væri til baka.“ Hann segir að verið sé að fóma mikilvægum þáttum fyrir óvissa hagkvæmni. Talsmönnun breyting- anna hefði gengið erfiðlega að sýna fram á hagkvæmnina. „Bændur sýndu álit sitt á vinnubrögðum Bændasamtakanna og búnaðar- þings í skoðanakönnun. Þeir vilja þetta ekki, eins og ég raunar þóttist vita.“ segir Jón. Hann hefur hins vegar áhyggjur af þeirri ólgu meðal bænda sem átökin um innflutning- inn leiddu af sér. Reiknar þó með að málið verði leyst með því að gerð verði athugun á tilraunabúi til að fá upplýsingar um hagkvæmni breyt- ingarinnar. Myllusteinninn Fram hefur komið að tekjur kúa- bænda hafa minnkað undanfarin ár. „Kvótakerfið er myllusteinninn sem hengdur hefur verið um háls okkar. Við sem eftir erum í grein- inni erum látnir borga brúsann en þeir sem hætta fara brosandi með fullar hendur fjár.“ Telur Jón að unga fólkið sem heldur áfram að starfa við landbúnað sé á móti kvótanum en þeir eldri vilji halda í kerfíð, þeir líti á kvótann sem eign sem þeir geti selt þegar þeir hætta. Og þeir síðarnefndu ráði mestu í landbúnaðarkerfínu. „Það er allt of mikill aðstöðumunur í bændastétt- inni. Þeir sem byggðu upp fyrir tíma verðtryggingarinnar þurfa engar áhyggjur að hafa á meðan ungt fólk á varla kost á að hefja bú- skap. Það ber himin og haf þarna á milli.“ „Vinnslunni hefur síðan tekist að smokra sér fram hjá öllum niður- skurði," segir Jón. Bendir hann á að mjólkursamlagið á Hvammstanga sé hluti af blönduðu kaupfélagi og það sé gert upp á núlli ár eftir ár. ■Eitthvert fari peningarnir. Nýjar reglur um frumutölu í mjólk til að auka vinnslugæði mjólkurinnar er nýjasta dæmið af þessu tagi, að mati Jóns. Bændur þurfí að leggja vinnu og kostnað í meira uppeldi gripa og vérði fyrir afurðatapi vegna þessara reglna. Mjólkursam- lögin fái þar með betra hráefni án þess að greiða nokkuð fyrir það. Telur Jón að einhverjir kúabændur muni hætta búskap vegna nýrra reglna um frumutölu í mjólk. Framfylgir eigin stefnu „Ekki þýðir að hafa of miklar áhyggjur af framtíðinni, ekki á meðan maður hefur gaman af þessu," segir Jón þegar hann er spurður að því hvort hann telji framtíð í kúabúskapnum. „Maður verður að spila úr því sem maður hefur, og hafa kjark til að marka eigin stefnu í búskapnum og fylgja henni. Ég hef til dæmis alltaf fram- leitt umfram kvóta og fengið pen- inga fyrir það. Það er að vísu ótryggt en hefur verið hag- kvæmara en að kaupa kvóta.“ Hann telur að ekki sé hagkvæmt fyrir þau Sigurbjörgu að bæta við sig miklum kvóta, við núverandi að- stæður. í fyrsta lagi hafí kvótinn verið allt of dýr en hann fór í 160 kr. lítrinn þegar mest var. „Maður gæti farið að athuga þetta þegar verðið fer niður í 100 ki-ónur,“ segir Jón. Þá eru þau að borga niður jörðina og þurfa ekki að fjárfesta í kvóta eða öðru vegna þess skattalega hag- ræðis sem sums staðar hefur verið forsenda þess að kvótakaup borgi sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.