Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 32
82 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MOBGUNBLAÐIÐ
DRÖFN
HANNESDÓTTIR
+ Dröfn Hannes-
dóttir kennarí var
fædd 11. nóvember
1935. Hún lést 23. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Hannes M. Þórðarson,
kennarí, f. 4. febrúar
1902, d. 4. janúar
1998, og Ólöf Guð-
Iaugsdóttir, kennari,
f. 27. júlí 1903, d. 29.
október 1952. Dröfn
tók stúdentspróf frá
MR 1955 og kennara-
próf 1956. Kenndi við
Austurbæjarskólann í
Reykjavík 1956-1960.
Hinn 1. janúar 1960 giftist hún
Skúla Gunnarssyni
kennara. Hún lét af
kennslu 1960 er hún
eignaðist sitt annað
bam og helgaði sig
móðurhlutverkinu.
Börn hennar eru
fjögur: Védís, f. 1957,
Sólrún, f. 1960,
Sindri, f. 1967, og
Sólbrá, f. 1976.
Barnabörnin urðu
sjö. Síðustu árin átti
hún við veikindi að
stríða.
títför Drafnar fer
fram frá Fossvogs-
kirkju á morgun, mánudag, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma, lífshlaupi þínu
verður best lýst með því, hvernig
þú varðir síðustu ævidögum þínum.
Helsjúk íylgdirðu nánustu ástvin-
um þínum til grafar. Það var frost-
stilla og stjömubjart kvöld, þegar
við stóðum saman í síðasta skiptið.
Þung þóttu mér vera þau örlög að
sú samverustund skyldi vera yfir
moldum fóður þíns, viku eftir að við
fylgdum systur hans til grafar.
Ekki leið nema einn dagur, eftir að
þú kvaddir föður þinn, að þú lagðist
banaleguna og andaðist 11 dögum
síðar.
Á þessari síðustu gönguferð
þinni vildirðu leiða mig. Höndin þín
þrýsti mína til að fullvissa sig um
að mér væri ekki kalt, eins og hún
hafði ótal sinnum gert þegar ég var
barn, þessi síðustu spor þín með
mér í jarðlífinu.
Gömul mynd stendur á skrif-
borðinu mínu, meira en 35 ára göm-
ul. Á henni er gullfalleg ung kona
með mikið og þykkt liðað svart hár
í tagli. Hún heldur í höndina á dótt-
ur sinni og bendir á andahjón á
svamli með hinni hendinni. Hvaða
fræðsla fylgdi andahjónunum er
gleymd. Myndin minnir mig hins
vegar alltaf á, hvað þú helgaðir þig
uppeldi og umönnun bama þinna.
Önnur ættmenni fóru heldur ekki
varhluta af umhyggju þinni. Þeim
hjálpaðirðu líka, hvenær sem þú
gast.
Þú varst kennari að mennt og
hafðir allt til að bera sem prýða má
góðan kennara. Það er því ekki of-
sögum sagt að þú hafir verið mesti
kennari okkar bamanna, þótt við
væmm flest það heppin að hafa
góða kennara á öllum skólastigum.
Veg okkar vildirðu sem mestan og
hvattir okkur því óspart, þegar við
lentum í stormum h'fsins. Þar
varstu sjálf fyrirmyndin. Betra
veganesti er ekki hægt að gefa
bömum sínum en að standa undir
merkjum í því sem við boðum og
kennum.
Eins og afi, faðir þinn, hafðir þú
mikinn áhuga á íslenskri tungu,
menningararfleifð og sjálfstæði
landsins. Einnig hafðirðu yndi af
ljóðum og ævintýram og notaðir
allar þær stundir þegar þú gast
komið því við, til að lesa fyrir °kk-
ur. Minnisstæðust af öllum þessum
ævintýram sem þú sagðir era þau
sem þú skáldaðir sjálf um hvers-
2
1
1
I
3
|
5
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tækifæri
Opið til kl.10 öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fákafeni 11, si'mi 568 9120
o
I
5
1
2
I
3
OIOI#IOI#0OIO
dagslega hluti, hvort sem um stein
eða ljósastaur var að ræða. Þú
varst viðkvæm og barst umhyggju
fyrir lítilmagnanum og slæddist sá
boðskapur inn í mörg af þeim ævin-
týram sem ég man eftir. Einnig
lagðirðu mikla áherslu á að vandað
væri til verka, hvert sem verkið
var. Það var því líka algengur sögu-
þráður í ævintýram þínum.
Þú varst með greindustu konum
og hafðir einstaka skapgerð, sem
mótaði okkur systkinin mikið. Glað-
værð þín og eiginleikinn til að finna
eitthvað gott í hlutum, þegar á móti
blés, var einstakur. Einnig varstu
með jafnlyndustu persónum sem ég
þekkti, ég sá þig svo til aldrei
skipta skapi. Fjölskylda þín var þér
allt og þú lagðir allt í sölurnar fyrir
hana, til hinstu stundar.
Sem mikil fjölskyldukona naustu
þín því best í faðmi fjölskyldunnar
og á fjölskylduboðin þín var komin
löng hefð. Þú varst höfðingi heim
að sækja og með ólíkindum hvað
þér tókst að töfra fram margar
kökur og annað góðgæti á skömm-
um tíma. Tómlegt verður í Hvassa-
leitinu í framtíðinni, með þrjú auð
sæti við borðstofuborðið, svo tóm-
legt að ég má vart hugsa til þess.
Nöturlegt var það ár, þegar vá-
gesturinn mikli krabbameinið réðst
inn á heimili þitt í Hvassaleitinu.
Þrír fjölskyldumeðlimir greindust
með sjúkdóminn og varðst þú innan
kjamafjölskyldunnar fyrst fyrir
barðinu á því.
Baráttan sem hófst þá var afar
erfið. í kjölfar hefðbundinnar erf-
iðrar meðferðar þurftirðu að gang-
ast undir hvem stórappskurðinn á
fætur öðram. Þú hafðir alltaf verið
hugrökk, en hugrekki þínu og
æðraleysi á meðan á þessu stóð
verður ekki lýst með orðum. Aldrei
heyrði ég þig kvarta. Þú hafðir aft-
ur á móti áhyggjur af dóttur þinni,
sem greindist með illkynja sjúkdóm
skömmu á eftir þér. Það lýsir þér
vel að sárþjáð fórstu, varla göngu-
fær, til að heimsækja hana eftir að-
gerðir, þegar þið láguð báðar á
sama spítala um leið.
Oft er það svo að við göngum í
gegnum mikla gleði og sorg á svip-
uðum tíma. Þökk sé læknavísindun-
um líta horfurnar hjá dóttur þinni
miklu betur út núna en áður. Sama
dag og þú fékkst þær fréttir lá það
ljóst fyrir að ekki væri hægt að
gera meira fyrir þig. Yfir dótturinni
gladdistu innilega en sagðir ekki
stakt orð um, í hvað stefndi hjá þér.
Sem betur fer göngum við ekki
nema einu sinni í gegnum þá miklu
raun, sem móðurmissir er fyrir
fiesta, sumu verður ekki lýst með
orðum. Að leiðarlokum er ég stolt
yfir því að vera dóttir þín og hafa
notið þeirra forréttinda sem ást þín
og uppeldi var. Ég vil einnig þakka
systkinum mínum og föður fyrir
alla þá umönnun og stuðning sem
þau veittu mömmu í veikindum
hennar. Sú aðhlynning var alveg
einstök, þið stóðuð eins og klettar
við hlið hennar, uns yfir lauk.
Góður guð, veittu föður mínum,
systkinum mínum, móðursystram
og öðrum aðstandendum mömmu
styrk í þeirra miklu sorg. Mig lang-
ar til að kveðja þig, elsku mamma
mín, með kvæði eftir eitt af okkar
uppáhaldsskáldum.
Þú Mærð svo himnamii- ljóma
A heillandi dans minna öD þín spor
orð þitt er ilmur blóma
ást þín gróandi vor
sál þín Ijósið, sem ljóma vefur
löndin bræðir og þjartað kalt.
Ein og sama eiiífð tengir
allt sem var og koma skal
I hvílunni enginn jafn sólhvít sefur
- þú gefur
oggefurallt
Hvert blóm sem grær við götu mína
er gjöf frá þér
og á þig minnir allt hið fagra
sem augað sér
Sól og jörð og svanir loftsins
syngja um þig
Hvert fótspor, sem ég færist nær þér
friðarmig.
(Davíð Stefánsson)
Þín dóttir,
Védís.
Þá er fegursta lauf trésins fölnar
og fellur að rótum þess, þá samlag-
ast það þeim hinum sama jarðvegi
og áður gaf því líf og verður sú upp-
spretta sem viðheldur hringrás lífs-
ins þar sem í endi er falið upphaf.
Þannig deyr það ekki heldur lifir
áfram í gegnum það líf er það gefur
af sér. Því ber ekki að syrgja það
þó við minnumst fegurðar þess,
heldur gleðjast yfir minningunni er
við geymum í hjörtum okkar.
Með ástúð þinni, visku og hlýju
mótaðir þú æsku okkar og hlóðst
þann grann sem við síðar byggðum
á þegar út í lífsbaráttuna kom.
Betra veganesti fyrir lífið hefði
enginn getað gefið okkur. Þú varst
ekki einungis móðir heldur lika
okkar besti vinur og félagi allt fram
til síðustu stundar. Við deildum
með þér gleði okkar, vonum og
áformum og ef á móti blés þá
stappaðir þú í okkur stálinu og
stóðst við hlið okkar í gegnun þykkt
og þunnt. Þið pabbi bjugguð okkur
hamingjuríkt heimili sem var okkar
griðastaður í ágangi lífsins.
Þú lést okkur eftir sjóð sem er
öHum öðram verðmætari, en það er
hafsjór hamingjuríkra minninga
um allar þær stundir sem við eydd-
um saman. Þau vora fjölmörg
skiptin sem við sátum öll saman, og
þið pabbi skiptust á að lesa fyrir
okkur sögur og ævintýri svo
+ Sigríður Þórðardóttir var
fædd í Jórvík í Breiðdal 5.
desember 1906. Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 20. desember síðastliðinn og
fór útför hennar fram í kyrrþey.
Hvað gerir okkur að þeim ein-
staklingum sem við erum? Svarið
er ekki einfalt, en nokkuð er víst að
við erum samspil erfða, uppeldis,
umhverfis og fleiri þátta. í þessari
blöndu vega þeir einstaklingar
þungt sem við höfum lært af eða
haft varanleg áhrif á okkur. I þess-
ari mótun vegur okkar nánasta
umhverfi þyngst, á meðan er verið
að slíta barnsskónum. Sú reynsla
sem við öðlumst þar verður síðar
mikilvæg í lífssýn okkar, skoðunum
og hugmyndum. Hún er það vega-
nesti sem við leggjum af stað með
út í lífið.
Það era margir einstaklingar
sem leggja okkur til nestissneið-
amar í veganestisboxið og sneið-
arnar era misstórar eftir aðstæð-
um. Mismunandi mikið er lagt í
áleggið og víst er að maður verður
ekki saddastur af dýrastu sneiðun-
um. Það era þær sem vandað er til,
með það að markmiði að seðja, sem
skipta sköpum um hvernig okkur
reiðir síðar af í lífinu.
Sigríður var systir móðurafa
míns Hannesar og voru þau systk-
inin mjög nátengd. Þrátt fyrir að
klukkustundum skipti. Þær minn-
ingar gleymast seint. Það var líka
ósjaldan, þegar við komum köld og
hrakin inn úr kalsa skammdegisins,
að á eldúsborðinu logaði á kertum
og okkar beið heitt kakó og pönnu-
kökur. Bókin var þá líka yfirleitt
skammt undan og kuldinn og hrá-
slaginn hurfu eins og dögg fyrir
sólu. Þessar minningar munu ylja
okkur lengi. Gönguferðirnar voru
óteljandi og oft var skoðað í glugga
eða farið til þess að ná sér í ís ein-
ungis til að njóta samverannar. Jól-
in voru alltaf yndislegur tími og þú
sást til þess að við nytum þeirra til
fullnustu. Þá var íbúðin þrifín frá
toppi til táar, bakað, föndrað, hlust-
að á jólalög, sungið og auðvitað
lesnar jólasögur. Á Þorláksmessu
var jólatréð skreytt og þá söfnuð-
umst við öll saman og áttum hátíð-
lega og notalega stund. Ibúðin
breyttist í lítið jólaríki og óhætt er
að segja að þessi tími lýsti upp
myrkasta skammdegið og hleypti
sannri jólastemmningu inn í hjörtu
okkar allra. Jólin munu alltaf verða
okkur hjartfólgin og um leið vekja
hamingjuríkar minningar.
Þér tókst alltaf að sjá það góða í
lífinu og styrkur þinn þegar halla
tók undan fæti í baráttu þinni við
veikindin var okkur öllum hvatning.
Þitt innra ljós hefur auðgað og lýst
upp líf okkar allra. Minning þín
verður ávallt umvafin ást og hlýju.
Þetta Ijóð var ort til hennar af
föður hennar Hannesi M. Þórðar-
syni, sem lést 4. janúar síðastlið-
inn:
Elsku blómin blíðu,
berið kveðju mína.
Ilms og yndis neytið,
atlot henni veitið,
Þegargrundugengur
gróna yðar stóði,
jarphærð kosta kona,
kona stórra vona.
Látið ilm og angan
allar lautir fylla,
breiðast yfir bungur,
brekkur, holt og klungur.
Ilmsins voðum vefjið
væna konu, blómin.
Alstaðar þá eimir,
unaðurinn streymir.
Hvíl í friði elsku mamma.
Þín börn,
Sindri, Sólbrá og Sólrún.
Elsku Dröfn mín. Mig langar til að
skap og framkoma væri ólík vora
þau miklir vinir. Þau vörðu því
mikið frítíma sínum saman, ásamt
börnum beggja. Móðuramma mín
dó ung, áður en ég fæddist. Sigríð-
ur var því Dröfn móður minni
meira sem móðir en fóðursystir og
kölluðum við hana því yfirleitt
frænku, sjaldan Sigríði. Væri talað
um önnur ættmenni, þá voru notuð
skírnarnöfn. Börn frænku urðu því
mömmu sem systkini og hún okkur
Drafnarbörnum sem sú amma sem
við þekktum aldrei.
Segja má að það sé táknrænt
fyrir þau sterku tengsl, sem
tengdu systkinin, að afi okkar
Hannes dó kvöldið fyrii- jarðarför
frænku. Sú ósk þeirra systkina að
verða samferða til æðri heima,
rættist því nokkurn veginn.
Frænka okkar var með hógvær-
ustu og lítillátustu konum sem ég
hef kynnst. Hún hafði sig því lítt í
frammi. Því skemmtilegra var að
heyra í henni, ef hún sagði eitt-
hvað, þar sem hún var mjög víðles-
in og fróð, reyndar hafsjór af fróð-
leik. Hún var góður hagyrðingur,
en var ekki að flíka því, fremur en
öðra. Hins vegar myndi hún ekki
kunna mér miklar þakkir fyrir ein-
hverja lofræðu um sig og orða-
flaum.
Hún var fámál en lét athafnir
tala. Sem dæmi um það missti
þessi fíngerða, smávaxna kona ekki
minnast þín og þakka þér með því
sem hér á eftir kemur. Minning-
arnar renna fram hjá. Hvar á ég að
nema staðar? Þetta eru hlýjar og
góðar minningar um yndislega
konu, sem geislaði af góðum vilja
og fórnfysi.
Dröfn mín, alltaf varstu tilbúin
til að rétta fram hjálparhönd ef
eitthvert okkar átti í erfiðleikum.
Þú máttir ekkert aumt sjá og vildir
ætíð að allt endaði vel.
Þú fæddir af þér fjögur falleg og
góð börn sem undu vel í hlýjum
faðmi þínum. Þar fór vel um þau.
Öryggi, friður, ást og viska umlukti
þau og gerðu þau að því sem þau
eru í dag. Þetta eru fallegar og
sterkar manneskjur, sem munu án
efa halda áfram að miðla því sem
þeim var eitt sinn gefið. Það er
margs að minnast frá þessum tíma
er þið fjölskyldan tókuð mér opn-
um örmum og gáfuð mér hlutdeild í
því sem þið áttuð. I Hvassaleitið
var alltaf gott að koma, þar ríkti
góður andi og alltaf biðu okkar
ýmsar kræsingar á borðum sem þú
reiddir fram af þinni einstöku
snilld og enginn mátti fara svangur
frá borði eða fara illa klæddur
heim þegar kuldi var úti. Áður en
fólk vissi varstu komin með húfur
og vettlinga og farin að renna úlp-
um upp í háls. Þannig varst þú og
umhyggja þín fyrir velferð okkar
allra verður aldrei gleymd. Skúla
manni þínum varstu góður félagi
og lífsförunautur, sorg hans og
missir er mikill en við munum öll,
elsku Dröfn mín, vera til staðar
fyrir hann og veita honum allan
okkar stuðning, vináttu og ást á
komandi áram. Ég veit þú munt
vaka yfir okkur áfram og minning-
in um þig, minningin um konu sem
gaf svo mikið og átti hjarta fullt af
ást, sú minning mun lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
„Þótt ég látinn sé, harmið mig
ekki með táram, hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég er
svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur, þótt þið lát-
inn mig kallið . . . En þegar þið
hlæjið og syngið með góðum hug,
þá sál mín lyftist upp í mót til ljóss-
ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur og þótt ég látinn sé,
tek ég þátt í gleði ykkar yfir líf-
inu.“
Hvfldu í friði, elsku tengda-
mamma.
Þín
Magnea Margrét.
dag úr vinnu í 30 ár. Þrátt fyrir að
annar fóturinn væri styttri, sem
olli helti, gekk hún öll þessi ár, úr
og í vinnu, margra kflómetra vega-
lengd. Ekki vildi hún viðurkenna
að þetta væri erfitt í slæmum veðr-
um og aldrei heyrði ég hana
kvarta.
Ég man heldur ekki eftir að hafa
heyrt hana hallmæla nokkram
manni, eða dæma. Hún virti annað
fólk og skoðanir þess, bæði fullorð-
inna og barna. Fyrir böm og ung-
linga er slíkt afar mikilvægt og
reynist farsælla, þegar einstakling-
urinn endurskoðar viðkomandi
skoðun eða ákvörðun síðar.
Þegar ég var átta til níu ára
skrifaði hún eftirfarandi vísu í
minningabók sem ég á. Oft er það
svo að vísur og málshættir, sem
eru valdir í slíkar bækur, segja
meira um þann sem valdi en þann
sem fékk.
Láttu ekki í bók þína
letra nema það
sem geyma viltu gullnum stöfum
greypt í hjartastað.
Hlýja hennar, ábendingar og ráð
til okkar barnanna höfðu því mikil
áhrif á, hvemig lífssýn okkar mót-
aðist. Þetta er arfur sem við búum
að á fullorðinsárum og gengur
áfram til barna okkar.
Dýrmætari arf en þann sem þú
lést allri þinni stórfjölskyldu eftir
er ekki hægt að fá.
Ég, foreldrar mínir og systkini
viljum þakka þér, frænka, árin sem
við áttum saman. Guð blessi þig og
varðveiti börn þín, barnabörn og
afkomendur um ókomna tíð.
Védís Daníelsdóttir.
SIGRÍÐUR
ÞÓRÐARDÓTTIR