Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
I S L E N S K I
DANSFLOKKURINN
25 ára
1973-1998
Útlagar
Islenski dansflokkurinn
frumsýnir laugardaginn
7. febrúar nk.
Útlagar
þrjú dansverk eftir
Ed Wubbe og
Richard Wherlock.
Sýningin hefst kl. 20:00
og fer fram á stóra sviði
Borgarleikhússins.
Iða
Richard Wherlock
Tvístigandi sinnaskipti II
Útlagar
Ed Wubbe
Að lokinni sýningu
verður efnt til hátiðar-
veislu f Borgarleikhúsinu
þar sem boðið verður
* upp á smárétti og
kampavín i samvinnu við
Hátel Borg og Sigurð
Hall matreiðslumeistara.
Dansað verður fram eftir
nóttu við undirleik
Sýrupolkasveitar-
innar Hr.ingi.r.
en einnig verður boðið
upp á skemmtiatriði.
Aðgangseyrir á frumsýn-
inguna og hátiðarveisl-
una er kr. 3.700
, Veislustjóri:
Sveinn Einarsson
fv. þjóðleikhússtjóri.
Miðapantanir i síma
568 8000 eða
588 0900
Á öðrum sýningum
verður boðið upp á
matartílboð f samvinnu
við nýopnaðan grfskan
veitingastað, Casé
Frappé. Matur og sýning
f Borgarleikhúsinu á ein-
ungis kr. 2.750.
Pantanir berist skrifstofu
íslenska dansflokksins i
sima 588 0900.
BORGARLEIKHÚSIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
SIGILD MYNDBOND
SÚ VAR TÍÐIN að hlutverk kvik-
myndahúsanna á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu var mun menningarlegra
en það hefur verið að undanförnu.
Enda fyrir tíma kvikmyndahátíða
og sjónvarps. Hafnarfjarðarbióin
voni í nokkrum sérflokki í þessu til-
liti og kom ýmislegt til. Sérstaða
þeirra í sýningu evrópskra mynda
stafaði sjálfsagt fyrst og fremst af
því að þau höfðu ekkert
Hollywoodumboð líkt og öll Reykja-
víkurbíóin. Á blómatúna þeirra, allt
fram á áttunda áratuginn, áttu þau
dyggan aðdáendahóp áhugafólks
um listrænar kvikmyndir, auk þess
sem þau stilitu af og til upp feiki-
vinsælum afþreyingarmyndum frá
meginlandinu.
Hafnarfjarðar- og Bæjarbíó voru
ekki ein um hituna. 011 Reykjavík-
urbíóin gáfu listrænum myndum af
og til tækifæri. I hugskotinu á mað-
ur minningar um Bunuel og Berg-
man í Hafnarbíói, Truffaut í Nýja
bíói, Fellini í Stjörnubíói, Godard í
Austurbæjarbíói, Pasolini í Tóna-
bíói. Ekki má gleyma mánudags-
myndunum í Háskólabíói.
Þessi viðleitni kvikmyndahús-
anna færði ungum bíógestum heim
sanninn um að fleira er matur en
feitar Hollywoodafurðir, sá sem
þetta skrifar hreifst t.d. snemma af
ýmsum góðum mönnum, ekki síst
hinum fræga frumheija „frönsku
nýbylgjunnar", tímamótamanninum
Fran?ois Truffaut. Þetta er ekkert
undarlegt, síst í ljósi þess sem
ATRIÐI úr mynd Truffaut „La
Nuit Américaine“ eða „Day for
Night“ þar sem hann lék sjálfur
leikstjóra í myndinni.
Leslie Halliwell sejjir að Truffaut
hafi sagt við sig: „Eg geri myndir
sem ég hefði sjálfur viljað sjá sem
ungur maður.“
Hann stóð við orð sín. Myndir
hans voru langflestar einkar aðlað-
andi fyrir augu og eyru, og að-
gengilegar - þótt margt leynist und-
ir felldu yfirborði.
Fyrsta myndin sem vakti athygli
mína á leiksljóranum var Jules et
Jim (‘61), sýningarstaðurinn Bæj-
arbíó, ‘62, ef ég man rétt. Síðan
fengum við tækifæri til að sjá flest-
TRUFFAUT ásamt Steven Spi-
elberg við upptökur á myndinni
„Close Encounters Of The
Third Kind“ árið 1977.
ar hinna 25 mynda meistarans, vítt
og breitt um borgina. Truffaut,
sem féll frá aðeins liðlega fimm-
tugnr, 1984, langt fyrir aldur
fram, var maður ekki einhamur.
Hann er einn af höfundum auteur -
kenningarinnar, sem í stuttu máli
gengur út á að þeir einir séu
marktækir leikstjórar sem koma
sem víðast að myndum sínum.
Skrifi handritið og fari gjarnan
með stórt hlutverk.
Truffaut hóf ungur afskipti af
kvikmyndum, var orðinn forfallinn
bíófíkill langt innan við fermingu.
Notaði kvikmyndina sem flóttameð-
al frá ömurlegum aðstæðum á ung-
lingsárunum í París. Sem fagmaður
kom hann fyrst að listgreininni sem
kvikmyndagagnrýnandi og pistla-
höfúndur við Cahiers de Cinema
1953. Nokkrir starfsfélaga hans
þar, Godard, Chabrol, Rivette og
Rohmer, áttu eftir að koma við
sögru „nýbylgjunnar“. Á ferlinum
skrifaði hann handrit flestra sinna
snjöllustu mynda og nokkrar bæk-
ur. Sú kunnasta vafalaust viðtals-
bók hans við meistara Hitchcock,
þar sem þeir starfsbræður fara á
einkar læsilegan og skemmtilegan
hátt ofan í saumana á hverri ein-
ustu mynd hrollvekjusmiðsins. Litlu
síðri er The Films in My Life, báðar
ómissandi í safnið.
Það fyrsta sem lá eftir Truffaut í
handritsgerð var söguþráður að
einni fyrstu og bestu mynd „ný-
bylgjunnar“, A bout de souffle, sem
Godard gerði árið 1959. Leikstjór-
inn lét ekki þar við sitja heldur
framleiddi hann margar mynda
sinna og lék í einum tíu, fyrir sjálf-
an sig og aðra. Kunnasta hlutverk
hans er vafalaust vísindamaðurinn
Lacombe í mynd Spielbergs Close
Encounters of the Third Kind (‘77).
Meðal merkustu mynda Truffauts,
auk hinna þriggja útvöldu, má
nefna Le Dernier Metro, (‘80), Arg-
ent de poche (Small Change), (‘76),
L’ Enfant sauvage (The Wild Chiid),
(‘69), Fahrenheit 451, (‘66), La Peau
douce (Silken Skin), (‘64), og síðast
en ekki síst Les Quatre cents coups
(The 400 Blows), (‘59).
FRANQOIS
TRUFFAUT
JULES ET JIM (1961)
irkirk
Undursamleg, rómantísk mynd
um ástarþríhyming sem hefst í París
fyrir tíma fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Persónumar þrjár eru Jim, þýskur
gyðingur (Oscar Wemer), og tveir
Fransmenn; Jules (Henri Serre) og
konan sem elskar þá báða, (Jeanne
Moreau). Stríðið skellur á og breytir
lífi þeirra til langframa. Leikur,
handrit (byggt á sögu eftir Henri-Pi-
erre Coutard) og leikstjóm em svo
töfrandi, tilfmningarnar svo heitar og
mannlegar í þessari hrífandi, þó
sorglegu mynd, að þær smita fram í
salinn og fylgja áhorfandanum ævi-
langt.
Menntabraut
Isiandsbanka
- Gagn og gaman
NÁMS- OG
ATHAFNASTYRKIR
Námsstyrkir
íslandsbanki mun í tengslum við Menntabraut, námsmanna-
þjónustu íslandsbanka, veita sex námsstyrki að upphæð
150.000 kr. hver.
Allir námsmenn sem skráðir eru í Menntabraut íslandsbanka
geta sótt um styrkina. Styrkirnir eru óháðir skólum og náms-
greinum.
Athafnastyrkur
Einnig efnir íslandsbanki til samkeppni meðal námsmanna
sem skráðir eru í Menntabraut íslandsbanka um nýsköpunar-
eöa viðskiptahugmynd. Markmiðið er að örva nýsköpun og
frumkvæði meðal námsmanna.
Veittur verður 200.000 kr. styrkur fyrir hugmynd að nýrri vöru
eða hugmynd að rekstri fyrirtækis á sviði vöruframleiðslu
eða þjónustu.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð
liggja frammi í öllum útibúum bankans.
Allar frekari upplýsingar
eru veittar hjá Markaðsdeild íslandsbanka
í síma 560 8000.
Skilafrestur er til 15. mars 1998.
ÍSLANDSBANKI
LA NUIT AMERICAINE - (DAY
FOR NIGHT) (1973) ★★★★
Að líkindum frægasta mynd leik-
stjórans, vann m.a. Óskarsverðaunin
sem besta erlenda mynd ársins 1973.
Segir af bæði persónulegum og fag-
legum vandamálum kvikmyndaleik-
stjóra (Fran§ois Truffaut) við tökur á
nýjustu mynd sinni, stirðu sambandi
við leikarana og árekstrum við tækni-
menn. Fínasta skemmtun og dramat-
ísk, fyndin og fróðleg innsýn í það
sem gerist að tjaldabaki í kvikmynda-
heiminum. Sögumannshæfileikar
Truffauts eru einstakir og nýtast
knnaski hvergi betur en hér í kóm-
ískri og rómantískri nærskoðun hans
á ævistarfinu. Valentina Cortese
stendur upp úr fínum leikhóp, sem
inniheldur m.a. hina glæsilegu en
seinheppnu Jacqueline Bisset (hér í
sínu langbesta hlutverki á skrykkjótt-
um ferlinum) og Jean Pierre Áumont.
BAISIERS VOLÉS - (STOLEN
KISSES) (1968) -kirkVi
Þriðja myndin um yngismanninn
Antoine Doinel (Jean-Pierre Leaud)
er sú besta í frábærri myndröð (hófst
á The 400 Blows), sem höfundurinn
byggir á eigin æsku. Hér er sögu-
hetjan nýbúin að þola þá hneisu að
vera leyst með skömm frá herþjón-
ustu og á í nokkrum vandræðum í at-
vinnu- og ástamálum. Truffaut fjallar
um viðkvæmt efnið af næmi og hlýju,
enda mál hins utangátta Doinels hon-
um skyld. Eini gallinn við þessar dýr-
legu myndir er leikur Leauds, sem
mörgum þykir tilgerðarlegur, en hér
koma líka við sögu þau Michel Lons-
dale og Delphine Seyrig.
Sæbjörn Valdimarsson
Bakarar - Kokkar
SÚRDEIGSBAKSTUR
(*MSD 101)
Námskeið f súrdeigsbakstri
verður haldið í skólanum
14. og 16. febrúar nk.
Kennari: Benedikt Hjartarson.
* Námskeiðið er metið til eininga í meistaranámi.
Innritun virka daga kl. 8—16.
Frekari upplýsingar veitir kennslustjóri.
ö HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI
v/Digranesveg - 200 Kópavogur.
Sími: 544 5530. Fax: 544 3961, netfang: mikilsmennt.is