Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Skattaþjónustan ehf.
Bergur Guðnason hdl.,
Suöurlandsbraut 52, Reykjavík
Undirritaður hefur verið í skattamálunum frá því á
sjöunda áratugnum og telst vera oðinn nokkuð sjóaður í
þeim efnum. Allan þann tíma hefur verið tekist á um
frádrætti og tekjur.
Leiðin til einföldunar hefur verið hnökrótt hjá skatt-
yfirvöldum.
Núna er fjármagnstekjuskatturinn orðinn að veruleika.
Halda menn að nú sé endanlega búið að ná fullkomnun
í skattheimtunni?
Nýtið ykkur reynslu mína til að tryggja bestu útkomu
fyrir ykkur sjálf þegar talið er fram.
Innifalið er að leiða ykkur í gegnum sífelldar breytingar
á skattalögunum, endurgjaldslaust, allt árið 1998.
Tímapantanir kl. 09-17 í síma 568 2828
Skattaþjónustan ehf.
Bergur Guðnason hdl.
Sími
551 6500
★ Væntanleg í Stjörnubíó ★
Myndin hlaut 3 Golden Globe verðlaun.
Var valin besta gamanmyndin,
Jack Nicholson var valinn besti gamanlekari í aðalhlutverki
og Helen Hunt var valin besta gamanleikkona í aðalhlutverki.
iJUBLHu
JACK nicholson
HELEN HUNT GREG KINNEAR
AS GOOD ASIT GETS
FÓLK í FRÉTTUM
Blöðrusalinn við
musterishliðið
Gamall félagi holdgerist
Aðspurðir segja þeir aðdraganda
þáttanna mjög langan: „Við höfum
verið í kynnum við Jochum í rúm
fimmtán ár. Fyrst stóð til að skrifa
um hann leikrit fyrir LR, en ekkert
varð af þvi. I kringum 1990 skrifuð-
um við Jóladagatal fyrir Sjónvarpið.
í kjölfar þess leitaði Sveinn Einars-
son, þáverandi dagskrárstjóri, til
okkar um að skrifa sex þátta syrpu
sem við sömdum í kringum okkar
gamla vin Jochum Leifsson. Við
skulum segja að Sveinn hafí ekki
beinlínis kokgleypt hugmyndina
og þandritið hafnaði í skúffunni.
A meðan Sveinbjörn var dag-
skrárstjóri Sjónvarpsins var þessi
skúffa opnuð og handritið tekið til
endurskoðunar. I _ þetta sinn með
nýjum leikstjóra, Oskari Jónassyni.
Saman tókum við alla þættina til
gagngerrar endurskoðunar og
skrifuðum þá upp á nýtt. Verkefnið
strandaði þó aftur, í þetta sinn
vegna ýmissa ytri aðstæðna. I okk-
ar huga kom t.d. aðeins einn leikari
til greina í hlutverk Jochums. Örn
Árnason var liins vegar upptekinn
við annað á þessum tíma og lokaðist
skúffan því á ný með þáttunum inn-
anborðs.
Pegar Sigurður settist í stól dag-
skrárstjóra komu upp aðstæður
sem opnuðu skúffuna loksins end-
anlega. Það varð dráttur á skilum
frá höfundi sem skrifaði
fyrir Sunnudagsleikhúsið
og skyndilega vantaði
þriggja þátta syrpu. Þá
var gripið á það ráð að
setja Blöðruveldið í
skarðið og Agúst Guð- _____________
mundsson var fenginn til
að leikstýra styttum útgáfum af
þrem þeirra sex þátta sem til voru.
Útkoman verður á dagskrá Sunnu-
dagsleikhússins í febrúar og það fer
eftir viðtökum hvort hinir þættirnir
þrír fara einhverntima í fram-
leiðslu."
Blöðruveldið
Höfundarnir voru beðnir að segja
aðeins meira frá þáttunum: sögunni,
persónum og leikendum. „Ein-
hverra hluta vegna höfum við alltaf
átt einstaklega auðvelt með að
skrifa íyrir munn vitgrannra en
kokhraustra karla á ýmsum aldri.
Jochum Leifsson er einn þeirra.
Jochum upplifir sig sem heilmikinn
athafnamann og finnst sjálfsagt að
allir aðrir geri það líka. Fyrir okkur
hefur hann orðið mjög raunveruleg-
ur í gegnum tíðina. Við höfum
stundum fengið frá honum skeyti og
í kringum 17. júní förum við að pæla
í því hvar Jokki sé nú með sölutjald-
ið sitt.
Eiginkona Jochums heitir Nína
og er svona nýaldartýpa. Halldóra
Geirharðsdóttir fer með hlutverkið.
I hverjum
þætti er sögð
ein sjálfstæð
saga af sama
fólkinu
Sigurður Sigurjónsson leikur
Benna, bróður Nínu. Benni er ljós-
myndari með tagl sem er ekki búinn
að gera það upp við sig hvort hann
ætlar að „meika’ða" á Islandi eða í
Ameríku og býr því hjá þeim hjón-
um á meðan. Svo er það Feddi, hlið-
arsjálf okkar í verkinu. Hann er al-
ger hálfviti sem lítur stjórnlaust
upp til Jokka. Kjartan Bjargmunds-
son leikur hann.
Það hefur valdið okkur nokkrum
áhyggjum hvað við höfum mikinn
áhuga og eigum létt með að setja
okkur í spor svona manna eins og
Jokka og Fedda, eins og kemur í
ljós þegar höfundarverk okkar er
skoðað. Þetta er reyndar
mál sem við forðumst að
greina nánar. Svo er ann-
að áhyggjuefni; þegar við
byrjuðum að skrifa um
Jochum vorum við að
skrifa um svona karl á
““'““ fimmtugsaldri. En núna,
loksins þegar hann raungerist, er-
um við orðnir jafngamlir honum.“
Islenskir gamanþættir
Blöðruveldið er unnið eftir fyrir-
mynd rótgróinnar hefðar í banda-
rísku og bresku sjónvarpi, svo kall-
aðra „sit-com“ þátta (situation
comedy). Allir þekkja þessa tegund
sjónvarpsefnis. Þættirnir eru allir
teknir upp í sömu sviðsmyndum
með sömu aðalleikurum. í hverjum
þætti er sögð ein sjálfstæð saga af
sama fólkinu. Staupasteinn og Já
ráðherra eru dæmigerðir „sit-com“
þættir. Sigurður og Sveinbjörn voru
spurðir nánar út í þetta.
„Þáttagerð af þessu tagi hefur
margoft verið reynd, en ekki gengið
sem skyldi. Það verður að segjast
eins og er að handritagerð hefur
verið veikasta hliðin. Áhugavert er
að þetta hefur vafist fyrir öllum
Norðurlandaþjóðunum og því er
ekki um séríslenska fötlun að ræða.
Eitthvað er þó að breytast og und-
anfarið hafa heimagerðar þáttaserí-
ur gengið ágætlega í Skandinavíu.
Þegar leikið íslenskt efni er ann-
ars vegar hefur tilhneigingin verið
að setja sig í ákveðnar, dálítið upp-
hafnar stellingar. Þetta á jafnt við
um höfunda, leikara og áhorfendur
heima í stofu. Menn hafa gjarnan
rekið nefið upp í loft og búið sig
undir listviðburð. Þegar fólk kemur
nálægt leikhúsi eða leiklist er
stundum talað um að ganga inn í
musteri Þalíu, sem er gott og bless-
að. En afþreyingarefni eins og „sit-
com“ er algerlega á skjön við þetta
viðhorf og því hefur vafist fyrir fólki
hvernig á að skapa svona efni og
taka því.
Tjaldað við musteri Þalíu
Við höfum verið sammála um að
best sé að skoða samtímamenning-
una í heild. Frá upphafi var það t.d.
meðvituð stefna í Dagsljósi að
blanda saman „hámenningu“ og
„lágmenningu". Svipað er uppi á
teningnum í Sunnudagsleikhúsinu.
Þar koma mjög ólík verk saman
undir einni yfirskrift.
Þessi fjölbreytni gæti orðið til
þess að framleiðendur og áhorfend-
ur losuðu sig við fordóma og herp-
ing sem stundum flækist fyrir. Til
að hefð myndist þarf að vera til
stöðug framleiðsla íslensks sjón-
varpsefnis. Það er nóg til af hæfi-
leikaríku fólki tilbúnu að úthella
eins miklu af svita, blóði og tárum
og nauðsynlegt er til að svo geti
orðið. Með hverju ári styrkist þessi
íslenski „bransi“ og hann hefur
aldrei verið betri en nú. Það var því
góður hópur fagmanna sem tók við
handritinu frá okkur.
Þegar við skrifuðum Blöðruveldið
reyndum við að slappa af koma okk-
ur úr „stellingunum" og skrifa sögu
í léttum dúr um íslendinga. Þætt-
irnir eru að einhverju leyti spéspeg-
ill samtímans, en fyrst og fremst
hugsaðir sem efni í ánægjulega
kvöldstund. Ef það tekst er tilgang-
inum náð. Við enim eiginlega búnir
að tjalda við hliðina á musterinu
hennar Þalíu og vonum bara að
sanntrúaðir taki blöðrusölunni hans
Jokka ekki illa.“
í VETUR hefur íslenskt sjónvarps-
efni verið óvenju áberandi á öldum
Ijósvakans. Sunnudagsleikhús Sjón-
varpsins er t.d. nýr vettvangur íyrir
íslenska leikritagerð, en þar hafa
ný verk verið sýnd í bland við eldra
efni frá því í haust.
Margra grasa hefur kennt í verk-
efnavali og mikil áhersla verið lögð
á nýju verkin sem hafa fengið mest
pláss. Næsti dagskrárliður Sunnu-
dagsleikhússins er ný gamanþátta-
röð, Blöðruveldið.
Segir þar frá athafnamanninum
Jochum Leifssyni og fjölskyldu
hans. Þættirnir eru eftir Sigurð G.
Valgeirsson, dagskrárstjóra Sjón-
varpsins og Sveinbjörn I. Baldvins-
son, sem er orðinn einn reyndasti
og afkastamesti handritshöfundur
landsins. Blaðamaður hitti félagana
og spjallaði við þá í liðinni viku.
ÖRN Árnason fer með hlutverk athafnamannsins Jochums Leifssonar.
Ný gamanþáttaröð