Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 51
fííðMitftfðSBM MORGUNBLAÐIÐ DiGITAt shooting i!< Sýnd kl. 9 og 11.05. SllKÍCP*/ ★ ★★ DV ★ ★★ Sýnd kl. 3, 5 oq ufelagar fá 25% afslátt ATH! Vöröufelagar fá af miöaverði. K e v i n Á BÁÐUM ÁTTUM Að vera eða vera ekki Ó.H,T. Rás Iml DIGITAL 1 i n f Golden Globe tilnefningar: Kevin Kiine Besti leikari í aðalhlutverki Joan Cusack Besta leikkona í aukahlutverki Tímabær mynd, óborganleg, bráðskemmtileg ■■ ■■ ■■ H.L. MBL n & Out Frábær gamanmyna með Kevin Kline (A Fish Called Wanda, Fierce Creatures) Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. ★ ★ ★ ★ iE AiJ 77 Sf'i'ift-SSS r ,ÖR SUNNUDAGUR 1. FEBRUAR 1998 51 r r ALVORU 610! STflFRÆNT STÆRSTA tjaldw meo | HLJÓÐKERFI í ] L_J X ÖLLUM SÖLUM! 1/> ★★★i/ UD DV ★ ★★ A.l, MBt ★ ★★ O.H.T. Rás 2 M HNGU LIKT Fjórða og flottasta myndin og sumir segja sú besta Sýnd í sal-A kl. 4.45,6.50,9 og 11.10. b.í.16. Sýnd kl. 9 og 11.15. bj. 14. Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11. bj. 14. WINONA RYDER SIGOURNEY WEAVER ERLENDAR Sverrir Hreiðarsson fjallar um „Yield“ með Pearl Jam sem kemur út á morgun. Það sem ég vonaðist til og gott betur „ÞEGAR ég var kominn með Yield í hendur leið mér líkt og ég væri að f* fá ökuréttindi," segir Sverrir um plötu Pearl Jam. ÞAÐ varð mikið fjaðrafok í banda- rískum tónlistariðnaði í byi-jun des- ember þegar nokkrar útvarpsstöðv- ar léku Given To Fly, fyrstu smá- skífuna af Yield, í leyfisleysi. Lagið mátti ekki leika í útvarpi fyrr en á útgáfudaginn 6. janúar. Ein stöðv- anna komst meira að segja yfir upp- tökur af breiðskffunni og lék hana í heild sinni. Glöggur aðdáandi sveit- arinnar náði að taka upp útsending- una og fyrr en varði voru nokkur laganna komin í umferð á Netinu. Töluvert var um þetta rætt og skrif- að og hafa aðdáendur Pearl Jam því beðið útgáfu Yield með mikilli eftir- væntingu. Given To Fly kom út á áætluðum degi og þegar þetta er ritað situr það á toppi rokklagalist- ans vestra. Sjálfur varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að fá lagið í hendur fyrir nokkrum vikum og hefur það vart vikið úr geislaspilaranum fyrr en nú, og þá fyrir stóra bróður - Yield. Þegar ég var kominn með Yield í hendur leið mér líkt og ég væri að fá ökuréttindi. Nú var stóra stundin runnin upp. Hvernig skyldi fyrsta ökuferðin takast? Strax við fyrstu áheym er ljóst að sveitin er þéttari en nokkru sinni fyrr og er það ekki síst að þakka Jack Irons, trommaranum sem kom til liðs við þá fyrir síðustu plötu, No Code (1996). Auk þess að þétta leik félaga sinna er Irons sagður hafa bætt andann í hljómsveitinni, enda er hann gamall vinur Vedders og annarra meðlima hennar. Arið 1990 leituðu Gossard, Ament og McCready til Irons og vildu fá hann til liðs við hljómsveit sem þeir hugðust stofna. Þá vantaði trommara og söngvara og Irons þekktu þeir frá veru hans í Red Hot Chili Peppers. Hann gat ekki orðið við ósk þeirra sökum anna en benti þeim á hugsanlegan söngvara, vin sinn og bensínafgreiðslumanninn Eddie Vedder. Irons tók svo loks við af Dave Abbruzzese sem var rekinn í ágúst 1994. Fram til þessa hefur Vedder bor- ið hitann og þungann af lagasmíðum sveitarinnar og verið nær einráður um textagerð. Eftir síðustu plötu, No Code (1996), þar sem flest lag- anna voru samin í hljóðveri, hvatti hann félaga sína til að semja meira af lögum og jafnvel texta. Þessi hvatningarorð Vedders voru tekin alvarlega og nú mættu meðlimir sveitarinnar með lagasmíðar og hljóðritanir til leiks. „Það komu allir með eitthvað,“ segir Eddie Vedder, „meira að segja Jack trommari!“ Yield ber þess sterklega merki og af þrettán lögum hennar á Vedder aðeins tvö þeirra einn. Önnur lög eru samin af gítarleikurunum Mike McCready og Stone Gossard, bassaleikaranum Jeff Ament og áðurnefndum Jack Irons. Vedder á þó flesta texta plöt- unnar sem fyrr. „Þetta var frá- bært,“ heldur Vedder áfram, „ég fékk í hendurnar fullt af lögum, frá- bærum lögum og gat einbeitt mér að textasmíðinni. Mike er í miklum ham núna og semur eins og hann væri tólf ára.“ Þar á Vedder við Mike McCready sem semur þrjú laganna á Yield og þar á meðal fyrstu smáskífuna. „Ég samdi Giv- en To Fly ásamt öðrum lögum þeg- ar mig snjóaði inni og ég komst ekki út úr húsi í fjóra daga,“ er haft eftir McCready. Þeir Gossard og Ament hafa samið töluvert fyrir sveitina áður og þá yfírleitt í sam- vinnu við Vedder. Fyrstu tónar Yield tilheyra laginu Brain of J. Þetta er kröftugur rokk- ari að hætti hússins þar sem Vedder veltir því fyrir sér hvað orðið hafi um heilann úr John Fitzgerald Kennedy. Enginn sannur sultuaðdá- andi er svikinn af þessari byrjun. Flest önnur lög plötunnar eru í út- varpsvænni stíl líkt og efnið á No Code. Bassaleikarinn Jeff Ament, sem hefur látið nægja að semja eitt og eitt lag og taka myndirnar á umslög sveitarinnar, sýnir á sér nýja hlið á Yield. Hann á tvö lög með húð og hári og eru þau frumraun hans sem textasmiðs fyrir Pearl Jam. Hann tekur sig nokkuð vel út í hlutverkinu og þá sérstaklega í stórgóðu lagi, Pilate. A einhvem óskiljanlegan hátt tekst Vedder alltaf að dansa á mörk- um hamingjunnar og dapurleikans í söngstíl sínum og textum. Hann hef- ur enn vaxið sem söngvari á Yield og í Do The Evolution má heyra hann bregða fyrir sig söngleikja- stílnum í bland við öskur sem helst minna á Lenny Kravitz, ef ekki bara Little Richard. Auk Do The Evolution er það lag- ið Push Me, Pull Me sem kemur hvað mest á óvart þegar hlustað er á Yield. Þai' bregða liðsmenn Peari Jam fyrir sig listrænum tilburðum og í stað þess að syngja, les Vedder textann sem, líkt og Hótel jörð Mannakorns, fjallar um okkur sem gesti á móður jörð. Af öðrum lögum finnst mér All Those Yesterdays og No Way, sem bæði koma úr smiðju Gossards, standa upp úr. I All Those Yester- days gætir sterkra Bítlaáhrifa en lagið er flutt eins og dæmigert Pearl Jam lag þar sem Vedder hefur söng sinn yfir rólegum gítarleik og svo æsist leikurinn smám saman. No Way er hins vegar hægur og þéttur rokkari í anda Nothingman af Vita- logy. Ég ætla engu að síður að spá því að næsta smáskífa af Yield verði lag Vedders og Gossard, In Hiding. Það er mjög útvarpsvænt og ætti að geta hjálpað til við söluna á Yield. Ekki veitir af þar sem Pearl Jam gerir ekki myndbönd við lög sín. Pearl Jam lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri tískusveiflu sem geisar um rokkheiminn og felst í því að setja falin aukalög aftast á plötum- ar. A Yield er aukalag án söngs sem minnir einna helst á grískt bnið- kaupslag eða kósakkadans með suð- rænum gítarleik, lófaklappi og til- heyrandi. Skemmtilegt uppátæki sem kemur Pearl Jam aðdáendum í opna skjöldu. Á heildina litið er þetta vönduð og þétt plata sem býr yfir meiri breidd en fyrri plötur Pearl Jam. Ef undan- skilið er eitt laga Vedders, Wishlist, þá er Yield allt það sem ég vonaðist til og gott betur. Ég veit hins vegar að það er ekki til neins að vera að tiltaka þetta lag og þykjast vera að rýna þar til gagns. Vedder gæti ekki verið meira sama ef marka má orð hans úr nýlegu viðtali við banda- ríska útvarpsstöð. „Við erum að njóta þess að vera hljómsveit og ætlum ekki að verja það sem við erum að gera. Ef ein- hverjum líkar það ekki, þá nenni ég ekkert að hlusta á þá. Ég er að njóta lífsins og þess sem við gerum. Ég skora á aðra að gera slíkt hið sama,“ segir Eddie Vedder og er hvergi banginn. Að lokum er vert að geta þess að '***■* þegar sveitin kom saman til að hljóðrita Yield var enginn meðlima hennai' hrifinn af hugmyndinni um að fylgja plötunni eftir með tónleika- haldi. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Eftir því sem strákarnir eyddu meiri tíma saman og áttuðu sig á því hversu vel stemmdir þeir voru langaði þá að leika þetta nýja efni í bland við eldra á tónleikum. Nú er verið að leggja á ráðin um fjörutíu tónleika víðsvegar um Bandaríkin og utan þeirra. Það er því við hæfi að Eddie Vedder eigi hér síðustu orðin. „Tónleikar eru frábærir. Ég hef ótrúlega gaman af því að spila. Þetta eru auðveldustu peningar sem ég kemst yfir. Það er bara allur undirbúningurinn sem tekur á, en ég er tilbúinn núna.“ Es. Éddie. Ef þú lest þetta þá finnst mér samt að þú hefðir átt að sleppa laginu Wishlist. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.