Morgunblaðið - 26.03.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.03.1998, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 71. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Forseti rússnesku dúmunnar segir Kíríjenko óhæfan vegna reynsluleysis Jeltsín beðinn að tilnefna annan mann í embættið Moskvu. Reuters. SERGEI Kíríjenko, starfandi for- sætisráðherra í Rússlandi, lenti í miklum pólitískum mótbyr í gær, að- eins tveimur sólarhringum eftir að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, fól honum að mynda nýja stjórn í land- inu. Skýrði Interfax-fréttastofan frá því, að forseti dúmunnar, neðri deildar þingsins, hefði beðið Jeltsín að tilnefna annan mann sem forsæt- isráðherra þar sem þingið myndi seint samþykkja hann í embættið, einkum vegna reynsluleysis hans í efnahagsmálum. Fyrr í gær sagði Gennadí Sel- eznjov, forseti dúmunnar, að skipan Kíríjenkos, sem er aðeins 35 ára gamall, sem forsætisráðherra myndi mæta mikilli andstöðu á þingi og kenndi um reynsluleysi hans af efna- hagsmálum. Hann hefði aðeins gegnt embætti olíu- og orkuráðherra um hríð. Síðar sagði ínterfax-fréttastof- an, að hann hefði beðið Jeltsín að fmna einhvern annan í embættið. Kíríjenko átti í gær fund með Gennadí Zjúganov, leiðtoga komm- únista, þar sem Zjúganov ítrekaði fyrri kröfur um myndun samsteypu- stjómar. Jafnframt sagði hann, að þingmenn kommúnista, sem eru fjöl- mennastir á þingi, myndu beita sér gegn hverju því forsætisráðherra- efni, sem hygðist halda óbreyttri stefnu í efnahagsmálum. Óttast þingrof Jeltsín hefur hins vegar það tromp á hendi, að neiti þingið þrisvar sinn- um að samþykkja forsætisráðherra- efni hans getur hann rofið þing og boðað til kosninga. Gæti niðurstaða þeirra gjörbreytt núverandi skipan þingsins og á það vilja fæstir þing- menn hætta. Kíríjenko, sem sagði í gær í viðtali við dagblaðið Ízvestía, að hann væri „mjög hræddur" vegna ábyrgðar- innar, sem honum hefði verið falin, tók í gær á móti Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, en hann ásamt Jacques Chirac, forseta Frakklands, mun eiga fund með Jeltsín í Kreml í dag. ■ Berezovskí segir/24 Voðaverkin í Arkansas Ofbeldi í sjónvarpi kennt um Jonesboro í Arkansas. Reuters. MIKE Huckabee, ríkisstjóri í Arkansas, kenndi í gær ofbeldisfull- um menningarheimi Bandaríkjanna um að tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar skólasystur sínar og einn kennara í miðskóla í ríkinu á þriðjudag. „Eg held að það sem reitir okkur til reiði sé vitundin um að í menn- ingarheimi okkar skuli ríkja and- rúmsloft sem hvetur ellefu eða þrettán ára skólastrák til þess að bregðast við hvers konar innri reiði með því að vígbúast og skjóta skóla- systkin sín og kennara," sagði Huckabee í viðtali við CNN. „En ég veit ekki hvort við öðru hafi verið að búast í menningar- heimi þar sem krakkar horfa upp á tugi þúsunda morða í sjónvarpi og kvikmyndum og ekkert þykir til mannslífa koma.“ Huckabee sagði að um væri að ræða menningarsjúk- dóm, „sem við verðum að bregðast við“. ■ Biðjið fyrir okkur/22 ---------------- Plastrækt- un ný búgrein? London. Reuters. HUGSANLEGT er að lífrænt plast, ræktað á ökrum úti, komi að miklu leyti í staðinn fyrir plastframleiðsl- una, eins og hún er nú, á næstu tíu árum eða svo. Við það myndu spar- ast milljónir tonna af olíu, sem not- uð er í plastgerðinni, svo ekki sé tal- -að um minni mengun, en nýja plast- ið brotnar niður úti í náttúrunni eins og annar gróður. Frá því skömmu eftir 1990 hafa plastefni verið framleidd með bakt- eríum en þau eru enn allt að því tíu sinnum dýrari en venjulegt plast. Nú hefur hins vegar tekist að koma fyrir þremur tegundum gena úr bakteríum, sem eru algengar í flest- um jarðvegi, í repjuolíu og vonast er til, að innan skamms verði búið að koma plastefnainnihaldi repjuolíu- fræjanna upp í 20%. Astvinamissir Reuters AÐ minnsta kosti 125 manns, þar af 35 börn í vitað sé um 200 Iátna og 500 manns sé sakn- sums staðar tók það með sér fólk, sem var að einum skóla, fórust er mikill fellibylur gekk að. Slasaðir eru eitthvað á annað þúsundið. vinna á ökrum úti. Þessar konur eru að gráta yfir þorp og bæi á Austur-Indlandi í gær og Olli veðrið gífurlegri eyðileggingu, eyðilagði ástvini sína, sem fórust eða er saknað eftir fyrrinótt. Segja sumar heimildir raunar, að þúsundir húsa, reif upp tré og símastaura og ofviðrið. Milosevic fær mánaðarfrest Bonn. Reuters. SAMKOMULAG náðist um það á fundi sex samstarfsríkja um málefni fyrrverandi Júgóslavíu í Bonn í Þýskalandi í gær að gefa Slobodan Milosevics Júgóslavíuforseta íjög- urra vikna frest til að finna friðsam- lega lausn á deilunum við Kosovo- Albani. Ríkin sex voru sammála um, að hafi stjórnvöld í Júgóslavíu ekki gengist fyrir raunverulegum við- ræðum við albanska meirihlutann í Kosovo innan þessa tíma verði inn- eignir þeirra erlendis frystar og júgóslavneskum útflytjendum neit- að um bankafyrirgreiðslu í sam- ræmi við samkomulag, sem varð á fundi samstarfsríkjanna í London 9. mars sl. Málamiðlun Bandaríkjamenn lögðu til á fund- inum í gær, að refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu yrðu hertar, en Rússar voru því andvígir og Evrópuríkin vildu flest fara hægar í sakirnar. Málamiðlun náðist hins vegar um fyrrnefndar aðgerðir. 11 ríki verða með í EMU frá byrjun * „I dag hefst saga sam- einaðrar Evrópu“ Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins, ESB, ákvað í gær, að 11 ríki yrðu aðilar að EMU, myntbandalagi ESB-ríkj- anna, frá byrjun en það gengur í gildi um næstu áramót. Var því fagnað mjög af leiðtogum viðkom- andi ríkja. Ríkin 11, sem verða með frá byrjun, eru Belgía; Þýskaland, Spánn, Frakkland, Irland, Italía, Lúxemborg, Holland, Austurríki, Portúgal og Finnland. Var mælt með því í skýrslu frá EMI, Evr- ópsku peningamálastofnuninni. Efnaliagslegt vopn Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sem kallast má höfuðsmiður evrópska myntbandalagsins, sagði í gær, að upp væri að renna nýr tími öflugrar Evrópu, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði, að evran væri efnahagslegt vopn, sem myndi tryggja stöðugleika og skipa sér á bekk með dollaranum ogjapönsku jeni. „Við náðum því,“ sagði Romano Prodi, forsætisráðherra Italíu, og brosti breitt þegar hann fékk tíð- indin. Bætti hann við, að Italir hefðu sérstaka ástæðu til að fagna. „I dag hefst saga hinnar samein- uðu Evrópu." ■ EMI gagnrýnni/24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.