Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Akvörðun samkeppnisráðs vegna kvörtunar Innkalla verður upplýsingar sem mismuna fyrirtækjum SAMKEPPNISRAÐ hefur beint þeim tilmælum til Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins að inn- kalla fyrir 1. maí næstkomandi allar efnislýsingar, verklýsingar, for- skriftir og hvers konar upplýsingar sem stofnunin hefur geflð út vegna viðgerða á steinsteypu þar sem til- tekin eru vörumerki í dæmaskyni eða bent á tilgreind fyrirtæki til við- skipta. Jafnframt beinir samkeppnisráð þeim tilmælum til Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins að þess skuli vandlega gætt að leiðbeining- ar frá stofnuninni séu þannig úr garði gerðar að þær mismuni ekki þeim fyrirtækjum sem á markaðn- um starfa eða þeim efnum sem á markaðnum eru. Samkeppnisstofnun barst í nóv- ember síðastliðnum kvörtun frá Steinprýði ehf., sem starfar við þró- un, framleiðslu og sölu á sements- efnum til frágangs á steinsteypu og viðgerða á steypuskemmdum, yfir því að vísað sé að þarflausu til tiltek- innar framleiðslu í útboðum og út- boðsgögnum opinberra aðila. Benti Steinprýði á að í verklýsingum Rannsóknastofhunar byggingariðn- aðarins fyrir múrviðgerðir, sem meginþorri allra verk- og útboðslýs- inga sé byggður á, sé eingöngu fram- leiðslu eins aðila haldið fram, og hafi þetta skaðleg áhrif á samkeppnis- stöðu fyrirtækisins á markaðnum. í ákvörðun samkeppnisráðs kem- ur m.a. fram að Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins sé að lögum ætlað að vera hlutlaus rannsókna- stofnun sem vinni með aðilum bygg- ingariðnaðarins að framfaramálum. Því verði að gera þá kröfu til stofn- unarinnar að aðgerðir hennar gagn- ist eftir föngum jafnt þeim fyrir- tækjum sem tengjast byggingariðn- aði, og að keppinautum sé ekki mis- munað. Skaðleg áhrif á samkeppni Vegna þess trausts sem stofnunin nýtur sem hlutlaus aðili geti það haft verulega skaðleg áhrif á sam- keppni ef hún gæti ekki í aðgerðum sínum jafnræðis milli keppinauta. í ljósi þessa sé það mat samkeppnis- ráðs að ábending um tilgreint vöru- merki í verklýsingum frá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins og ábendingar sem fram komi um þjónustu tiltekinnar verkfræðistofu hafi skaðleg áhrif á samkeppni á markaðnum í skilningi 17. greinar samkeppnislaga. Fram kemur í ákvörðun sam- keppnisráðs að í bréfi til Sam- keppnisstofnunar hafi Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins lýst því yfir að endurskoðaðar verklýs- ingar verði sendar til áskrifenda verklýsingabanka stofnunarinnar fyrir múrviðgerðir þannig að ekki verði vísað til vörumerkja í þeim. Telur samkeppnisráð engu að síður að með hliðsjón af eðli þessa máls og til að tryggja jöfn samkeppnis- skilyrði sé nauðsynlegt að taka bindandi ákvörðun vegna erindis Steinprýði ehf. Morgunblaðið/RAX Afastrákar á sjó Kársnesskóli Hætt við sameiningu Á FJÖLMENNUM fundi sem for- eldrar bama í Kársnesskóla í Kópa- vogi boðuðu til í gærkvöld vegna að- stöðuleysis, þrengsla og fjölda nem- enda í bekk tilkynnti Gunnar Birg- isson, forseti bæjarstjórnar Kópa- vogs, að ákveðið hefði verið að leita útboða fyrir þrjár lausar kennslu- stofur í stað tveggja fyrir næsta skólaár. Ráðgert hafði verið að sameina þrjár bekkjardeildir í tvær, þannig að næsta haust yrðu tveir þriðju bekkir, með um 30 börn i hvorum, en nú hefur verið horfið frá því. Að mati fundargesta leysir hin nýja ákvörðun bæjarstjórnar um þrjár kennslustofur í stað tveggja úr brýnustu þörfinni en ennþá skortir þó aðstöðu fyrir kennara, tón- mennta- og eðlisfræðikennslu. --------------- Bygging í samræmi við skipulag BORGARRÁÐ hefm- samþykkt um- sögn Borgarskipulags um kæru vegna fyrirhugaðra byggingafi'am- kvæmda við Laugaveg 53B en þar er komist að þeirri niðurstöðu að tillaga að uppbyggingu á lóðinni sé í sam- ræmi við Aðalskipulag Reykjavíkm- 1996-2016. í umsögninni kemur fram að gerð- ar hafi verið breytingar á tillögunni frá því hún var kynnt opinberlega og í framhaldi af athugasemdum ná- granna. Tekið er fram að hafin er vinna við gerð deiliskipulags fyrir reitinn. BIRGIR Mar og Sigurður Guð- finnssynir voru að koma úr róðri í Grindavík með afa sín- um, Birgi Jónssyni á Stakkavík GK 61. Aflinn var vænn og hef- ur víða fengist mikið af þorski síðustu daga. Ekki spillir fisk- verðið heldur þessa dagana, en það hefur verið með allra hæsta móti vegna sjómanna- deilunnar og njóta trillukarl- arnir þess. SÉRBLÖÐ í DAG Afkoma fyrirtækja ► Hlutafélögin birta afkomutölur hvert á fætur öðru og árangurinn er misjafn. Hagnaður er hjá Sam- heija og Loðnuvinnslunni hf. en tap hjá Plastprenti. Einnig er hagnaður hjá Fiskveiðasjóði, Sparisjóði Hafnarfjarðar og Sem- entsverksmiðjunni. Fastir þættir eins og torgið og sjónarhom, innlendar og erlendar fréttir, greinar um Pípugerðina, íslensku kaupstefnuna í Færeyj- um og tölvusýninguna CeBIT. mMM VIÐSiaPTl MVENNULÍF '™ Tap af rekstri dóttur- og sj hlutdeildarfélaga erlendis SAMHERJÍ hf. Peninvabréf JSf" °t örufgávöxtun J IÞROTTIR Afmælis gjöf ► Blaklið Þróttar færði þjálfara sínum, Leifi Harð- arsyni, Islandsmeistaratit- ilinn í afmælisgjöf í gær. Þróttarar sigruðu þar með þrefalt þriðja árið í röð. FH burstaði Hauka og Fram sigraði ÍBV í úr- slitakeppninni í handbolta og KR komst í undanúrslit úrvals deildarinnar í körfuknattleik. SÖL kærir til Eftirlits- stofnunar EFTA STJÓRN samtaka um óspillt land í Hvalfirði, SÓL, ákvað á fundi sínum í gær að kæra til Eftirlitsstofnunar EFTA þá ákvörðun umhverfisráð- herra að veita íslenska járnblendi- félaginu heimild til stækkunar verk- smiðjunnar á Grundartanga án und- angengins mats á umhverfisáhrif- um. Auk þess mun SÓL senda stjórnsýslukæru til umhverfisráðu- neytisins vegna málsins, segir í frétt frá samtökunum. I fréttatilkynningu frá samtökun- um segir að með þessari ákvörðun umhverfisráðherra frá 1. desember 1995 hafi hann brotið lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 1993. Akvæði til bráðabirgða eigi ekki við í þessu sambandi, þar sem í 6. grein laga nr. 18 frá 1997 sé aðeins gefið starfsleyfi fyrir tveimur ofnum í verksmiðjunni. Ákvæði til bráða- birgða gildi aðeins um þær fram- kvæmdir sem þegar hafi fengið leyfi og því sé ákvörðun ráðherrans í fulh'i andstöðu við lög um mat á um- hverfisáhrifum. --------------- Símabilun í Sjúkrahúsi Reykjavíkur EKKI náðist símasamband við Sjúkrahús Reykjavíkur í um fimm- tán mínútur skömmu fyrir hádegi í gær og er þetta í annað skiptið á þremur vikum sem símasambands- laust hefur verið við sjúkrahúsið. Sigurður Angantýsson, forstöðu- maður tæknideildar sjúkrahússins, segir að hægt hafi verið að hringja út úr sjúkrahúsinu og símkerfið inn- anhúss hafi sömuleiðis verið í lagi. Hann segir ekki fullljóst hverjar skýringar eru á biluninni í gær, en þegar símasambandslaust var við sjúkrahúsið í um klukkutíma fyi'ú’ þremur vikum, hafi starfsmenn Landssímans rakið það til bilunar í fjölsímatengingum við sjúki-ahúsið. Hann telji ástæðuna ekki vera að finna innan veggja spítalans. „Við teljum að þessi bilun hafi ekki komið að sök og við vitum ekki til þess að nokkur hafi þurft nauð- synlega að ná sambandi við sjúkra- húsið á þeim tíma sem um ræðir. Þá eru samtöl á milli t.d. Neyðarlínu og sjúkrabifreiða SHR beinlínutengd og fara ekki um það kerfi sem við teljum að hafi farið úr skorðum,“ segir Sigurður. Hann segir að málið sé í rannsókn en eftir að bilunar varð vart fyi'ir þremur vikum hafi menn talið sig hafa komist fyrir meinið. --------------- Heitt vatn af Mosfellsbæ HEITT vatn fór af stórum hluta Mosfellsbæjar um klukkan 18.30 í gærkvöld þegar vatnslögn fór í sundur skammt austan við vegamót Vesturlandsvegar og Reykjavegar. Búist var við að vatn kæmist aftur á að nýju um klukkan 22 í gærkvöld. Um var að ræða óeinangraða bráðabirgðalögn í tengslum við vegaframkvæmdir hjá Mosfellsbæ, að sögn Ai-nórs Einarssonar, svæð- isstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur. „Þetta er ber stálpípa og þegar mokað var ofan á hana til að reisa hljóðmön við veginn, gaf hún sig undan þunganum á samskeytum eft- ir rafsuðu,“ segir Arnór. Vinnuhópur frá Hitaveitunni ásamt verktökum á svæðinu vann að viðgerðum í gærkvöld og var stefnt að því að ljúka störfum um mið- nætti, en vatn átti að komast á um tveimm' tímum fýrr eins og áður sagði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.