Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 11
FRETTIR
Næsta endurskoðun
barnalaga
Réttur karla
skoðaður
ÁKVEÐIÐ hefur verið í dómsmála-
ráðuneytinu að við næstu endur-
skoðun barnalaga verði skoðað
hvort rétt sé að setja sérstakt
ákvæði um málshöfðunarrétt karl:
manna sem telja sig feður barna. I
Danmörku er nú unnið að frum-
varpi í þessa veru eins og skýrt var
frá í Morgunblaðinu í gær.
Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að það væru
ekki einungis Danir sem nú ræddu
þessi mál heldur einnig Norðmenn
og þess mætti vænta að Svíar
fylgdu í kjölfarið. Hún sagði að hér
á landi hefði karlanefnd jafnréttis-
ráðs nýverið bent á að eðlilegt væri
að karlar á íslandi hefðu rétt til að
höfða barnsfaðemismál og í fram-
haldi var ákveðið að athuga þetta
mál við næstu heildarendurskoðun
barnalaga sem væntanlega á sér
stað seinna á þessu ári.
Óvíst hversu langt
er gengið
I Danmörku er rætt um að karlar
geti jafnvel höfðað mál á hendur
giftum konum til að láta skera úr
um faðerni barna þeirra og telja
ýmsir aðilar þar harla langt gengið.
Lögmannaráðið danska bendir t.d.
á að afbrýðisamir elskhugar giftra
mæðra geti nú dregið þær fyrir
dóm til að fá skorið úr um faðerni
barns þeirra. I slíkum tilvikum sé
ekki öruggt að sannleikurinn sé
sagna bestur því ekki er öruggt að
það sé í þágu bamsins að fá hið líf-
fræðilega faðerni upplýst. Á móti
segja menn að barn hljóti að eiga
rétt á því að vera rétt feðrað.
Drífa sagði alveg óvíst hversu
langt verður gengið í þessa átt hér á
íslandi ef ákveðið verður að taka
upp málshöfðunarrétt karla. Mörg
sjónarmið væru í málinu sem taka
yrði tillit til.
FÉLAG íslenskra leikskólakenn-
ara kynnti í gær starfsemi
„karlanefndar" félagsins, sem
komið var á laggirnar með það
að markmiði að fjölga körlum
innan stéttarinnar. Félagið
kynnti einnig ráðstefnuna „Hefð-
ir og hugsjónir" sem fram fer nú
um helgina.
„Karlanefnd“ félagsins, sem
starfað hefur undanfarna mán-
uði, hefur gefið út bækling og
veggspjald undir yfirskriftinni
„Verður þú ímynd karlmennsk-
unnar á næstu öld?“ og dreift
verður meðal framhaldsskóla-
nema. Félagið mun einnig standa
fyrir sérstökum kynningarfund-
um í framhaldsskólum.
Rúmlega 1% leikskóla-
kennara karlar
Á blaðamannafundinum í gær
kom fram að markmið félagsins
með starfi nefndarinnar væri að
gera ungum körlum grein fyrir
því að starf leikskólakennarans
Vilja fleiri
karlmenn í
störf leik-
skólakennara
væri raunhæfur starfsmöguleiki.
Auk þess var bent á að börn á
leikskólaaldri hefðu þörf fyrir
bæði karlkyns og kvenkyns fyrir-
myndir. Fulltrúar félagsins
sögðu að mikilvæg félagsmótun
ætti sér stað í leikskóla og að
nauðsynlegt væri fyrir börn að
kynnast uppeldissjónarmiði
beggja kynja.
Aðeins rúmlega 1% leikskóla- __
kennara hér á landi eru karlar. I
samanburði við önnur Norður-
lönd er hlutfallið mjög lágt en
um 15% leikskólakennara í Nor-
egi eru karlar og yfir 20% í Dan-
mörku. Víða á Norðurlöndunum
hefur þegar verið gripið til ráð-
stafana til að fjölga körlum í
stétt leikskólakennara.
I dreifibréfi frá félaginu kem-
ur fram að ýmsir aðilar hafi
styrkt félagið vegna verkefnis-
ins, m.a. Dagvist barna í Reykja-
vík, menntamálaráðuneytið, fé-
lagsmálaráðuneytið, jafnréttis-
nefnd Reykjavíkur, Kópavogs-
kaupstaður og Akureyrarbær.
Ráðstefna á vegum
FÍL um helgina
540 leikskólakennarar taka
þátt í ráðstefnu undir yfírskrift-
inni „Hefðir og hugsjónir" sem
fram fer á vegum Félags ís-
lenskra leikskólakennara á Hótel
Sögu um helgina. Á dagskránni
eru sextán fyrirlestrar sem
haldnir eru af ýmiss konar sér-
fræðingum, og má þar nefna lög-
fræðing, sálfræðinga, leikskóla-
kennara og siðfræðing. Skrán-
ingu á ráðstefnuna er lokið og
eru aðstandendur hennar mjög
ánægðir með góða þátttöku.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
ÓSKAR Ásgeir Ástþórsson leikskólakennari, Þröstur Brynjarsson, varaformaður FIL, og Björg Bjarna-
dóttir, formaður FÍL, kynntu starfsemi „karlanefndar" félagsins í gær.
vegna deilna um greiðslu skólakostnaðar
árið, og ég hef grun um að þarna sé
einfaldlega undirliggjandi deila um
peninga," sagði Bragi.
Hægt væri að koma á fót
úrskurðarnefnd
Hann sagði að þetta mál sýndi
glögglega ákveðna glompu sem í
Ijós hefði komið eftir að grunnskól-
inn fluttist til sveitarfélaganna, en
það hefði hreinlega gleymst að
gera ráð fyrir þvi að einhver aðili
leysti ágreiningsmál af þessu tagi.
Sjálfur teldi hann að ýmsar leiðir
væri hægt að fara í því, til dæmis
þá að koma á úrskurðamefnd á
vegum menntamálaráðuneytisins,
eða þá að ráðuneytið sjálft úr-
skurðaði í svona ágreiningsmálum
um greiðslur. Slíkur ágreiningur
ætti hins vegar alls ekki að geta
hindrað það að börn nytu lögboð-
innar skólagöngu.
„Það sem gerist hins vegar er að
menntamálaráðuneytið vísar þessu
tiltekna máli alveg frá sér og bend-
ir á að það sé Reykjavíkurborg
sem beri ábyrgð á því-að drengur-
inn njóti lögbundinnar skólagöngu.
Vandinn er hins vegar sá að dreng-
urinn getur ekki átt heimili í
Reykjavík og heimili hans núna er
þarna fyrir austan," sagði Bragi.
Aðspurður sagði Bragi að ein
leið í þessu máli væri að flytja lög-
heimili drengsins, en síðastliðið
haust hefði það verið mat manna
að það myndi setja málið í stóran
hnút.
„Þá gerðist það að viðkomandi
sveitarfélag þar sem hann býr
núna þyrfti ekki einungis að leysa
skólamál hans heldur greiða allan
þann mikla viðbótarkostnað sem
fylgir skólagöngu hans. Það var
ekki síst af tillitssemi við þá að
Reykjavíkurborg vildi gjarnan axla
þá ábyrgð að greiða af þessu
kostnaðinn, og mönnum fannst það
ekki sanngjamt að vera að breyta
lögheimilinu til að koma kostnaðin-
um yfir á fámennt sveitarfélag.
Þetta er hins vegar heimilt lögum
samkvæmt og kannski er málið
núna komið í þá stöðu að ekki sé
um annað að ræða,“ sagði Bragi.
Ráðuneytið treystir sér ekki
til að taka á málinu
Hann sagði að þegar upp væri
staðið væri þarna um að ræða
dæmi þar sem barn nyti ekki
þeirra mannréttinda að fá að ganga
í skóla, og nánast væri verið að
brjóta á drengnum öll ákvæði
grunnskólalaga, stjórnarskrárinn-
ar og barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
„Það er í rauninni alveg óþolandi
að þessi drengur skuli ekki eiga
kost á að fara í skóla. Satt best að
segja hélt ég að þetta mál hefði
verið leyst um jólin, en við höfðum
þá fengið prest á Selfossi til að
ganga í þetta mál sem eins konar
sáttasemjara því það var komin svo
mikil kergja í alla aðila. Honum
tókst að fá skólanefndina og sveit-
arstjórnirnar inn á ákveðna lausn,
sem fólst í því að drengurinn yrði
hluta dagsins í skóla, og það virtist
allt ætla að smella saman. Það sem
gerist þá er að íbúarnir í hreppnum
tilkynna að þeir neiti að senda
börnin sín í skólann og það hef ég
fengið staðfest. Þá fór málið í einn
allsherjarhnút á nýjan leik,“ sagði
Bragi.
Hann sagði að fósturmóðir og
faðir drengsins hefðu í kjölfar
þessa ritað menntamálaráðherra
bréf og leitað ásjár hans, en
menntamálaráðuneytið hefði vísað
málinu frá sér.
„Það sem vekur sérstaka athygli
mína er að menntamálaráðuneytið
treystir sér ekki til að taka á þessu
máli og höggva á hnútinn. Það er
minn skilningur á þessum lögum
að menntamálaráðuneytið, sem
æðsti stjórnandi skólamála, eigi að
geta gert það. Það hefur hins vegar
tilhneigingu til að segja að vanda-
málið sé barnavemdamefndin sem
velur baminu heimili á stað þar
sem fullnægjandi skólaaðstaða er
ekki fyrir hendi fyrir það. Þetta
sjónarmið er að mínu viti ekki rétt,
því ég held að þegar sveitarfélögin
eru búin að taka á sig þessar skyld-
ur verði þau að skapa þannig skóla-
aðstæður að öll börn í viðkomandi
sveitarfélagi geti notið þessa
lögvarða réttar síns. Það breytir
engu hvort um er að ræða fóstur-
barn eða bam sem er fætt og upp-
alið í viðkomandi sveitarfélagi. Það
geta öll sveitarfélög á landinu átt
von á því að einn góðan veðurdag
fæðist þar fatlað barn sem þarf á
sérkennslu að halda og sérumönn-
un, og þá verða þessi sveitarfélög
einfaldlega að mæta því. Þá er eng-
um öðrum til að dreifa, og í þessu
tiltekna dæmi er meira að segja
kostnaðurinn greiddur af öðm
sveitarfélagi. Menn verða því ein-
faldlega að leysa svona mál því við
svo búið má ekki standa. Ef ekki
tekst að finna einhverja leið innan
núverandi laga og reglna þá verður
einfaldlega að gera þær breytingar
á lögum sem fela í sér einhvern
þann aðila sem getur úrskurðað í
svona málum,“ sagði Bragi.
Vinnumálastofnun
3,7%
atvinnu-
leysi í
febrúar-
mánuði
ATVINNULEYSI á landinu
öllu í síðastliðnum mánuði var
3,7% af mannafla á vinnu-
markaði samanborið við 4%
atvinnuleysi í janúar sl. og
4,4% atvinnuleysi í febrúar á
síðasta ári.
Fjöldi skráðra atvinnuleys-
isdaga í seinasta mánuði jafn-
gilda því að 4.883 manns hafi
að meðaltali verið á atvinnu-
leysisskrá í mánuðinum. Þar
af eru 1.969 karlar og 2.914
konur. Þetta kemur fram á yf-
irliti Vinnumálastofnunar yfir
atvinnuástandið.
Atvinnulausum hefur fækk-
að í heild að meðaltali um
6,4% frá janúarmánuði en um
14,6% frá febrúar í fyrra.
Spáð er 3,6%-4% atvinnu-
leysi í mars
Undanfarin tíu ár hefur at-
vinnuleysi minnkað um 16,8%
að meðaltali frá janúar til
febrúar en árstíðarsveiflan nú
er því talsvert minni en með-
altalssveiflan á undanförnum
áratug. Sérfræðingar Vinnu-
málastofnunar telja helstu
skýringuna vera stöðuna í
sjávarútveginum í seinasta
mánuði, þar sem saman fóru
verkföll og lítill fískafli.
Spáð er að atvinnuleysi
aukist lítið eitt í mars og geti
orðið á bilinu 3,6% til 4%.
Samkeppnisráð
bannar sölu um-
búða frá Ispakki
SAMKEPPNISRAÐ hefur ákvarð-
að að umbúðafyrirtækið íspakk ehf.
hafi brotið samkeppnislög með inn-
flutningi, dreifingu og sölu á um-
búðum merktum þýska fyrirtækinu
RESY og viðskiptamannsnúmeri
Kassagerðar Reykjavíkur hf. Hefur
samkeppnisráð bannað Ispakki ehf.
að dreifa þessum umbúðum og
selja, en verði banninu ekki fram-
fylgt mun samkeppnisráð beita við-
urlögum samkeppnislaga.
Kassagerð Reykjavíkur hf. er
með samning við þýska endur-
vinnslufyrirtækið RESY, sem tekur
við umbúðum Kassagerðarinnar í
Þýskalandi til endurvinnslu, en
samningurinn á að tryggja við-
skiptavinum Kassagerðarinnar
förgun umbúðanna án kostnaðar. í
samningnum er kveðið á um að um-
búðirnar þurfí að vera auðkenndar
með merki þýska fyrirtækisins og
viðskiptamannsnúmeri Kassagerð-
arinnar, en án merkinganna
fengjust vörur í umbúðum frá
Kassagerðinni ekki tollafgreiddar í
Þýskalandi.
Kassagerðin kvartaði til Sam-
keppnisstofnunar yfir því að íspakk
ehf. hefði látið framleiða umbúðir
með þessum merkingum og selt
Sjólastöðinni, sem hafði áður keypt
samskonar umbúðir hjá Kassagerð-
inni. Ispakk lét framleiða umbúð-
irnar í Bandaríkjunum þar sem þær
voru merktar á framangreindan
hátt.
I ákvörðun samkeppnisráðs kem-
ur fram að íspakki hafi verið ljóst
þegar það tók við umbúðunum frá
bandaríska framleiðandanum að
þau mistök hefðu orðið í framleiðsl-
unni að merki RESY og viðskipta-
númer Kassagerðarinnar voru
prentuð á umbúðirnar, en engu að
síður hafi fyrirtækið ákveðið að
selja umbúðirnar til Sjólastöðvar-
innar. Að mati Samkeppnisstofnun-
ar er sú ákvörðun ámælisverð og
ekki í samræmi við góða viðskipta-
hætti og ósanngjörn gagnvart
keppinauti og þar af leiðandi ekki í
samræmi við 20. grein samkeppn-
islaga.
Villandi upplýsingar
um eignarrétt
Þá segir í ákvörðuninni að í gögn-
um málsins hafi komið fram að um-
ræddar umbúðir séu að mestu upp-
urnar og því haldið fram að þær
hafi allar farið til Bandaríkjanna, en
engu að síður megi ætla að sá
möguleiki sé fyrir hendi að sala og
dreifing umbúðanna geti leitt til
þess að hluti þeirra endi hjá RESY í
Þýskalandi, sem kunni að leiða til
þess að fyrirtækið geri fjárkröfur á
Kassagerðina fyrir endurvinnslu.
Með sölu og dreifingu umbúða
með umræddri merkingu telur
Samkeppnisstofnun að íspakk hafi
gefið villandi upplýsingar um eign-
arrétt eða ábyrgð atvinnurekanda
og jafnframt þykir ljóst að Ispakk
hafi notað auðkenni RESY án heim-
ildar. Að mati samkeppnisráðs felur
þessi háttsemi í sér brot á 25. grein
samkeppnislaga.