Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Fundur menntamálaráðherra um nýja skólastefnu á Sauðárkróki
Samræmdu prófín
verða inntökupróf
í auknum mæli
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
FRÁ fundi menntamálaráðherra.
AÐ loknu framsöguerindi
menntamálaráðhen’a um
hina nýju skólastefnu sem
ráðuneytið boðar hófust ái-
mennar umræður og fyrirspurnir. I
almennu umræðunum reið Jón Fr.
Hjartarson skólameistari á vaðið og
lýsti þeirri skoðun sinni að með hinni
nýju stefnu yrðu tengsl skólastig-
anna betri og fagnaði hann því, en á
hinn bóginn kvaðst hann óttast að
þegar til kastanna kæmi mundi hið
almenna nám verða sundurgreint og
þá á þann veg að erfitt yrði fyrir hina
smærri skóla að gangast undir þær
kvaðir vegna smæðar sinnar.
Þá taldi ræðumaður mikilvægt að
halda árlegum starfstíma skólanna
eins og nú er, en leysa mætti með
„sumarskóla" vandamál þeiiTa sem
vildu hraðar fara og ef til vill hafa
tvö kerfi í gangi. Taldi skólameistari
það oftar en ekki hafa komið í ljós að
þau „skapalón" sem féllu vel að því
skólakerfi sem tíðkaðist á Reykja-
víkursvæðinu hentuðu ekki þegar
komið væri upp fyrir Elliðaár og
varaði hann við því að slíkar
mælistikur væru notaðar.
Þá benti ræðumaður á að innan
síns skóla væri á hverju hausti sett á
nemendur próf vegna lestrargetu og
þeir sem ekki hefðu lestur nægilega
á valdi sínu fengju aðstoð til að vinna
úr þeim vandamálum, hins vegar
hefði skólinn ekki notið fyrirgreiðslu
til þess að sinna þessum þætti sem
óskað hefði verið eftir.
í svari ráðherra kom fram að gert
væri ráð fyrir því að leggja aukið
fjármagn í fjarkennslu og þróun
hennar á þann veg að þeir skólar
sem væru utan hins þéttbýla suð-
vesturhorns ættu enn frekar að geta
náð til bestu sérfræðinga sem völ
væri á og gætu á þann hátt nýtt þá
bestu kennslukrafta í þeim greinum
sem þeir ekki gætu sjálfir annast og
á þann hátt boðið upp á mun fleiri
möguleika en nú væri. Þá benti hann
á að ráðuneytið hefði yfir tveim sjóð-
um að segja sem væru Þróunarsjóð-
ur Grunnskóla og Þróunarsjóður
Framhaldsskóla og taldi hann að
þessir sjóðir ættu einmitt að geta
komið til móts við þarfir skólanna
vegna átaks í lesgreiningu nemenda.
Valfrelsi erfitt úrlausnar fyrir
minni grunnskóla
Páli Dagbjartssyni skólastjóra í
Varmahlíð þótti og skólastefnan
helst til mikið stúdentsprófsmiðuð,
og benti hann á að alltaf þegar menn
vildu auka vægi verkgreina fælist
það í aðgerðunum að auka bóklega
þáttinn og þyngja námskröfurnar
þar, og ætti þetta tvímælalaust stór-
an þátt í auknu brottfalli nemenda af
þessum brautum.
Þá fjallaði Páll um hina nýju grein
Lífsleikni, sem ætlað væri að koma
inn í nám grunnskólans. Benti Páll á
að hann hefði viljað sjá innan þess
námsefnis sem nefnt hefði verið í
þessum flokki uppeldisfræði og
fræðslu um meðferð ungbarna, þar
sem oft væri til þess vitnað að upp-
eldi bama og umönnun á heimilum
færi hrakandi og því vildi hann að
þeir nemendur sem lykju grunn-
skólaprófi hefðu fengið grundvallar-
þekkingu á meðferð og
uppeldi ungbama.
Þá benti Páll á þá erf-
iðleika sem minni
grunnskólar stæðu
frammi fyrir þegar
kæmi að valfrelsi því
sem nemendum ætti að standa til
boða og taldi að það kerfi sem nú er í
gangi gæti reynst fullerfitt þar sem
bjóða þyrfti upp á hægferð og hrað-
ferð og fæli slíkt raunar í sér tvöfalt
kennslukerfi, sem hann taldi mun
léttara að yfirstíga í stærri skólum.
Þá ræddi Páll um sveigjanlegan
skólatíma á árinu, og taldi ekki rétt
að ganga á sumartímann. Svar ráð-
herra fjallaði nær eingöngu um
skólatímann en einnig benti hann á
að stefnan væri sú að hafa öll mark-
mið miklum mun skýrari en nú væri,
þannig að skólarnir þyrftu ekki að
velkjast í vafa um hvað það væri sem
ætlast væri til af þeim, en síðan benti
hann á að fram kæmi einmitt að
skólarnir hefðu mun sveigjanlegri
starfstíma en áður var. Ekki væri nú
ætlast til þess að skólar hæfust 1.
Víða var komið við á
fundi um nýja skóla-
stefnu á Sauðárkróki
nýlega. Fjölmargir
skólamenn sátu fund-
inn og ræddu málin
við Björn Bjarnason
menntamálaráðherra
og hlýddu á útskýr-
ingar hans. Meðal
viðstaddra var
Björn Björnsson
fréttaritari og skóla-
stjóri grunnskólans á
Sauðárkróki.
september og þeim lyki 31. maí,
heldur hefðu einstök sveitarfélög og
skólastjórnir þetta í hendi sér til
þess að móta að þörfum sínum og
áherslum, og innan ráðuneytis væri
mun meira litið til innra starfs og ár-
angurs heldur en til skólatímans.
Skólarnir þyrftu að eiga kost á
betri kennslugögnum
Pálmi Jónsson, vélsmiður, tók
næstur til máls og taldi að með
kynningu á nýrri skólastefnu væri
brotið blað, og að í ráðuneyti
menntamála hefði verið unnið frá-
bært starf. Hann sagði hins vegar að
lítið mundi vinnast þrátt fyrir góða
skólastefnu og mikinn metnað ef
kennurum yrði áfram haldið sem
láglaunastétt þannig að þeir sem vel
væru hæfir til að annast kennslu á
hinum ýmsu skólastigum fengju ætíð
betri laun fyrii- aðra og ef til vill auð-
veldari vinnu. Ur þessu taldi Pálmi
að þyrfti að bæta auk þess að stór-
bæta kennaramenntunina, og einnig
þyrftu skólarnir að eiga kost á mun
betri kennslugögnum en nú væri, og
leggja þyrfti sérstaka áherslu á ís-
lensku. Á hverju atriði var síðan
hnykkt með vísu.
Þá taldi ræðumaður að ekki mætti
aðeins huga að sérúrræðum fyrir
hægfara nemendur heldur einnig
hina sem fram úr sköruðu, og þannig
þyrftu að vera undanþáguúrræði í
báðar áttir, og gæti slíkt í
mörgum tilvikum bjargað
nemendum frá námsleiða.
í svari ráðherra kom
fram, að líklega hefði verið
snjallt að setja þessa nýju
skólastefnu fram í bundnu
máli, en hins vegar tók hann undir
margt það sem fram kom í máli
ræðumanns og upplýsti að gert yrði
ráð fyrir undanþáguúrræðum í báð-
ar áttir.
Aukið fjármagn í endurmenntun
og námsefnisgerð
Bergþóra Gísladóttir, forstöðu-
maður skólaskrifstofunnar á Blöndu-
ósi, lagði þunga áherslu á mikilvægi
þess að sinna endurmenntunarmál-
um og námsefnisgerð með mjög
auknu fjármagni. Þá benti Bergþóra
á þá einföldu staðreynd að þeir sem
njóta ættu þjónustu skólanna, til
dæmis á þessu svæði, settu aðeins
fram þá kröfu að skólar dreifbýlisins
stæðust samanburð við það sem best
gerðist í þéttbýlinu, og við þeirri
kröfu yrði að bregðast. Ræðumaður
benti á að litlir skólar væru oftar en
ekki viðkvæmir fyrir öllum breyting-
um, oft væri erfítt að manna þá og
lítið mætti út af bera til þess að
starfið færi úr skorðum. Þá væri
erfitt með sérhæfingu í hinum ýmsu
greinum þar sem um lítinn kennara-
hóp væri að ræða, og þess vegna
væri þörfín á sí- og endurmenntun
mjög brýn. Þá spurði Bergþóra
hvert yrði hlutverk skólaskrifstof-
anna, sem hefðu til þessa sérstak-
lega annast endurmenntunarmál,
nemendamat og sérkennslumál og
spurði hvort þessir málaflokkar
mundu ef til vill flytjast inn í skólana
og einnig ræddi hún um undanþágu-
leiðir bæði fyrir seinfæra og hina
sem hraðast komast.
I svari ráðheira kom fram að
Kennaraháskóli íslands, sem nú hef-
ur innan sinna vébanda menntun
allra þeirra sem koma að uppeldis-
og fræðslumálum, væri þannig orð-
inn aðal-starfsmenntunarskóli sveit-
arfélaganna, og í samvinnu við hann
hlytu þessi mál að vinnast. Hann
sagði hins vegar að innan ráðuneyt-
isins hefði mikið verið um það rætt
hvemig að þessum málum yrði stað-
ið, sérstaklega hvað varðaði endur-
menntunina og vildi ráðuneytið fá
viðræður og hefði óskað eftir þeim
við aðila, til þess að finna út á hvem
hátt best yrði að þessu staðið. Þá
ræddi ráðherrann um það hvernig
sveitarfélög hefðu sameinast beinlín-
is til þess að geta betur tekið á
vandamálum sem tengdust skólum,
og tók um það dæmi.
Þá ítrekaði hann það að komið
yrði til móts við nemendur í báðar
áttir, og í því tilviki benti hann á að
vel væri hugsanlegt að nemendur
grunnskólans gætu tekið byrjunará-
fanga í framhaldsskólanum og
þannig flýtt fór sinni í áframhaldandi
námi.
Kostnaður við nýju
skólastefnuna óljós
Þorkell Þorkelsson, kennari, tók
til máls og taldi að nýja skólastefnan
kostaði mun meira en núverandi
skólakerfi og spurði hvort gerð hefði
verið kostnaðarúttekt á pakkanum,
taldi hann að oftar en ekki hefðu
góðar hugmyndir menntamálaráð-
herra undangenginna stjórna
strandað í fjármálaráðuneytinu og
dagað þar uppi. Þá benti Þorkell á
erfiðleikana á því að fá til starfa
hæfa kennara í stærðfræði og raun-
greinum, þar sem starfskraftar
þeirra væru yfirleitt mun hærra
metnir til launa annars staðar en í
skólunum.
Ræðumaður benti á að stundum
vildi gleymast að í skólunum væru
menn að meðhöndla lifandi fólk en
ekki dauða hluti og því færi nú í raun
allveruleg kennsla fram í lífsleikni,
því að hann taldi að eftir venjulega
skólagöngu hefðu menn náð veru-
legaum þroska í þeim greinum sem
undir lífsleikninámið féllu. Hinu
mætti svo ekki gleyma að bæði í
efstu bekkjum grunnskóla og í fram-
haldsskóla væri þörf á stóraukinni
námsráðgjöf, sem gæti bætt mikið
stöðuna hvað varðaði brotthvai-f
nemenda frá skólagöngu.
Ráðherra svaraði Þorkeli á þann
veg að ekki hefði verið gerð kostnað-
aráætlun vegna nýju skólastefnunn-
ar, enda væri það erfitt, því að þó að
vitað væri að ýmislegt væri mun
drýgra þá væri annað sem sparað-
ist, og taldi hann auðveldara fyrir
sig að mæla með auknu fjármagni til
menntamála eftir að ný skólastefna
hefði litið dagsins Ijós. Ekki sagði
hann sanngjarnt að ræða við sig um
það að kenna fjármálaráðuneyti um
það sem aflaga færi, enda hefði hann
ekki varpað sökinni á það ráðuneyti,
vegna þess sem ekki hefði náðst að
koma áfram.
Viggó Jónsson, formaður For-
eldrafélags Gagnfræðaskólans, tók
til máls og kynnti eina
spurningu í fjölmörgum
liðum sem hann afhenti
ráðherra og óskaði skrif-
legs svars við.
Þakkaði ráðherra
spurningarnar og benti á
í framhaldi af einu af mörgum atrið-
um spurninganna að hann hefði lagt
til, vegna mikillar fækkunar þeirra
sem legðu fyrir sig sérnám til
kennslu, að vægi uppeldis- og
kennslufræðinnar yrði minnkað úr
þrjátíu einingum í fimmtán, og þá
yrði mun frekar unnt að fá fagmenn
til kennslu sem réttindakennara í
hinum ýmsu greinum.
Ársæll Guðmundsson, aðstoðar-
skólameistari, tók til máls og taldi að
umfjöllun vantaði um menntun kenn-
ara. Hann taldi ekki leiðina að slaka
á kröfum í uppeldis- og kennslu-
fræði, hins vegar væri unnt að leysa
málið með eðlilegum launagreiðslum.
Þá ræddi Arsæll um námsmat og
það sem fram kæmi um vel skil-
greint mat inn á hverja námsbraut,
og hvort samræmdu prófín í grunn-
skólanum væru þá ekki hrein inn-
tökupróf í framhaldsskólann.
I svari ráðherra kom fram að auk-
ið valfrelsi vísaði mönnum á ákveðn-
ar námsbrautir og vissulega- væru
samræmdu prófin þannig inntöku-
próf. Einnig væri gert ráð fyrir því
að nemendur gætu hvenær sem væri
óskað eftir því að taka stöðupróf og
auka þannig við möguleika sína til
frekara náms, en einnig væri gert
ráð fyrir framhaldsskólaprófi af
styttri brautum.
Áfangakerfí eða bekkjakerfi í
efstu bekkjum grunnskóla
Guðmundur Guðmundsson, sveit-
arstjóri á Hvammstanga, spurði
hvort menn væru að negla sig niður
á dönsku, sem Norðurlandamálið í
grunnskólanum, en áður hefði verið
rætt um dönsku eða annað Norður-
landamál, og einnig spurði hann
hvort verið væri að þoka efstu bekkj-
um grunnskólans frá bekkjarkerfinu
í átt að áfangakerfi.
Þessu svaraði ráðherra á þann veg
að danskan yi-ði áfram skilgreind
sem aðalmál, en annars yrði val eins
og verið hefði, einnig mætti vel sjá
fyrir sér valkerfi efstu bekkja grunn-
skólans sem einhvers konar áfanga-
kerfi.
Kristján Kristjánsson, skólastjóri
Steinsstaðaskóla, spurðist fyrir um
möguleika þeirra sem næðu ekki til-
skilinni einkunn til áframhaldandi
náms og hvort smuga yrði fyrir
þessa nemendur, þar sem hér væri
oft um að ræða gott verkfólk.
Ráðherra svaraði á þann veg að
gert væri ráð fyrir almennum starfs-
námsbrautum, en þær ætti eftir að
skilgreina endanlega og einnig væri
rætt um þrepaskipt iðnnám.
Ingibergur Guðmundsson, skóla-
stjóri á Skagaströnd, gerði að um-
talsefni þær upplýsingar sem komið
hefðu fram um fjárvöntun til endur-
menntunar kennara og það misræmi
sem fram hefði komið í þeim upp-
hæðum sem ætlaðar væru til endur-
menntunar annars vegar á fjórða
þúsund grunnskólakennaraa og hins
vegar eitt þúsund framhaldsskóla-
kennara. Til þessa málaflokks taldi
hann 30 milljónir til grunnskóla-
kennara langt í frá nægjanlegt.
Ottast að draga eigi úr náttúru-
fræðikennslu á unglingastigi
I framhaldi af þessu tók til máls
Allison McDonald, forstöðumaður
skólaskrifstofunnar á Sauðárkróki.
Sagði hún eins og fyrri ræðumaður
að fjármagn til endurmenntunar
grunnskólakennara væri allt of lítið
og hvatti ráðherra til þess að afia sér
betri upplýsinga en hann hefði. Taldi
Allison að allt að 90 milljónir þyrfti
til þess að uppfylla þau ákvæði sem í
gildi væru varðandi rétt kennara til
endurmenntunar.
Þá ræddi Allison um náttúrufræði-
kennslu og taldi að það sem um væri
rætt í skólastefnu ráðuneytis sem
nýjung væri verið að kenna í um það
bil helmingi allra skóla á íslandi.
Hins vegar óttaðist hún þá breytingu
að draga ætti úr náttúrufræði-
kennslu á unglingastigi, og einnig
það að inn á félagsfræðibrautir
kæmust menn samkvæmt
þessu nánast með enga
náttúrufræði- eða stærð-
fræðiþekkingu.
í svari ráðherra kom
fram að varðandi kennslu
einstakra greina yrði að
skoða nákvæmlega og meta tíma-
magn í samræmi við þær forsendur
sem menn gæfu sér, og einnig tók
hann undir þær athugasemdir að
endurmenntun og fjármagn til henn-
ar yrði að fylgja ákvæðum nýrrar
námsskrár. Hjálmar Jónsson, al-
þingismaður, var síðastur á mæl-
endaskrá og þakkaði ráðherra og
fundai-mönnum fyrir ágætan fund,
og gerði að umtalsefni aukið vægi í
stefnu stjórnvalda í málaflokkum
mennta, heilbrigðis og málefnum
fatlaðra. Taldi hann mikilvægt að
góðum málum undir góðri verkstjórn
yrði haldi áfram. Björn Bjamason
menntamálaráðherra þakkaði að lok-
um fyrir fundinn, og taldi sér mikil-
vægt að fá að heyra skoðanir sem
flestra áður en lokavinnan hæfist við
gerð nýrrar skólanámsskrár.
Þörf á stór-
aukinni náms-
ráðgjöf í fram-
haldsskóla
Mikilvægt
að heyra
skoðanir sem
flestra