Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 21
HVAÐ KOSTAR SÍMTAL?
Kostnaður við fimm mínútna símtal
'V eftir hádegi á virkum degi. sagk
Hringt í heimilissíma Hringt í GSM-A síma Hringt í GSM-B síma
Hringt úr heimilissíma 11,12 kr. 112,82 kr. 112,82 kr.
Hringt úr GSM-A síma 109,50 kr. 99,50 kr. 99,50 kr.
Hringt úr GSM-B síma 87,50 kr. 79,50 kr. 79,50 kr.
Frá áramótum
Tæplega 4.000
nýir notendur
með GSM-síma
„NOTENDUM í GSM-farsíma-
kerfinu hefur fjölgað um tæplega
4.000 írá síðustu áramótum,“ segir
Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá upp-
lýsingadeild Landssímans. Undan-
farið hafa raftækjaverslanir
keppst um að bjóða hagstætt verð
á GSM-símum og alls eru nú
um 44.800 notendur með
slíkan búnað.
En hvað kostar að
hringja úr GSM-síma
annarsvegar og hins-
vegar úr venjulegum
heimilissíma? Eins og
sést í meðfylgjandi töflu
er munurinn töluverðin-.
„Tvær áskriftarleiðir
eru í boði í GSM-far-
símakerfinu en frá og
með 1. mars síðast-
liðnum var byrjað
að bjóða upp á svo-
kallaða B-áskriftar-
leið,“ segir Guðbjörg.
„Hún hentar þeim
sem nota GSM-síma
mikið eða sem nem-
ur að minnsta kosti 2
klukkustundum á
mánuði á dagtaxta.
Munurinn á A- og B-áskriftar-
leiðum felst í að fastagjaldið er
lægra í leið A og kostar 633 krónur
á mánuði. í áskriftarleið B er
fastagjaldið 1.530 krónur. Á móti
kemur að símtöl úr GSM-síma sem
er með B-áskrift eru
ódýrari en ef
hringt er úr
GSM-síma
með A-
áskrift."
veiau þægilegustu
leiðina ut á völl
að er bæði ódýrt og þægilegt að leigja
bílaleigubíl til að aka á út á Keflavíkurflugvöll.
Pú færð bílinn daginn fyrir brottför og notar
hann í öllum snúningunum sem fylgja
utanlandsferðinni - ná í gjaldeyri, vegabréf ...
Bílnum skilar þú síðan á flugvellinum
og nýtur þess að fljúga áhyggjulaus út í heim.
Það kostar aðeins 3.100 kr.
að leigja bílaleigubíl í minnsta
flokki í einn sólarhring.
Innifalið 100 km akstur
ogVSK.
FLUGLEIÐIR
Bílaleiga
Sími: 50 50 600 - Fax: 50 50 650
Nýtt
Barnafata-
verslun
f dag, fimmtudag, verður verslunin
Du pareil au meme opnuð á fyrstu
hæð Kringlunnar þar sem verslun-
in Joe’s var áður til húsa.
Búðin verður rekin með svipuðu
sniði og sú sem fyrir er á Lauga-
veginum en þó verður aukið við
vöruvalið og fást nú í versluninni í
Kringlunni auk hefðbundins fatn-
aðar, handklæði, leikfóng, bangsar,
ný lína af ungbarnafötum og
leikteppi.
Pítsubotnar
frá Danmörku
KOMNIR eru á markað pítsubotn-
ar frá Jacob’s pita í Danmörku. í
fréttatilkyninngu frá O. Johnson &
Kaaber segir að pítsubotnamir séu
seldir í tveimur stærðum, önnur
tegundin er 13,5 cm í þvermál og
sex stykki í pakka og hin tegundin
er 19 cm að þvermáli og þrjár sam-
an í pakka. Þegar búið er að setja á
botnana það sem vill er best að hita
pítsumar í ofni í nokkrar mínútur
en einnig má hita þær í örbylgju-
ofni.
U mh verfís vænni
tjöruhreinsir
en áður
OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO hefur
tekið í notkun nýja tegund tjöra-
hreinsis á öllum sjálfvirkum
þvottastöðvum félagsins. í frétta-
tilkynningu frá Olíufélaginu hf.
kemur fram að þessi tjörahreinsir
er mun umhverfisvænni en sá sem
áður var notaður. Tjörahreinsirinn
sem um ræðir er lyktarlaus, með
lágt innihald
aromatiskra
kolvetna og er
í samræmi við
leiðbeiningar
Hollustuvemd-
ar ríkisins um
olíu- og tjöru-
hreinsiefni fyrir olíuskiljur. Þá
kemur ennfremur fram í fréttatil-
kynningunni að tjöruhreinsirinn
verði innan skamms fáanlegur í
neytendaumbúðum.
Nan brauð
NÝLEGA setti Myllan-brauð hf. á
markað svokölluð Nan brauð,
hefðbundin, með hvítlaukskryddi
og með hvítlauk og kóríander.
Nanbrauðin eru tvö saman í pakka
og era í loftskiptum umbúðum sem
eykur geymsluþol vörannar.
Aðeins þarf að hita brauðið í 2-4
mínútur í venjulegum ofni og í um
eina mínútu í örbylgjuofni.
Blað allra landsmanna!
fUrcgtmitlafeffe
- kjarni málsins!
Hver er dð
■■ hringjd?
3-78i,Zs,
Verslanir Símans:
Ármúla 27, sími 550 7800 • Kringlunni, sími 550 6690
Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000
Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt
Númerabirtir
Nú getur þú séð númer þess
sem er að hringja, áður en þú
lyftir símtólinu.
Skjárinn sýnir dagsetningu,
tíma hvers símtals og íjölda
símtala sem hafa borist.
Tækið geymir síðustu 50
símanúmer og virkar þannig
sem símboði, ef þú nærð ekki
að svara.
LANDSSÍMINN
|