Morgunblaðið - 26.03.1998, Page 27

Morgunblaðið - 26.03.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 27 Aukin tengsl menn- ingar og atvinnulífs Verslunarráð efndi í gærmorgun til fundar um hlutverk atvinnulífsins í menningu og listum. Orri Páll Ormarsson sat fundinn og hermir það helsta sem fram kom. MORGUNVERÐARFUNDUR Verslunarráðs íslands í Sunnusal Hótels Sögu var prýðilega sóttur. Engu að síður sáu nokkrir fundar- menn ástæðu til að lýsa vonbrigðum sínum með hlutföllin - yfirgnæfandi meirihluti viðstaddra kom úr listalíf- inu. „Þeir sem eiga peningana sitja heima,“ heyrðist sagt og þótti mörg- um það dæmigert fyrir þá staðreynd að íslensk fyrirtæki hafa til þessa ekki verið þekkt fyrir að styðja við bakið á menningar- og liststarfsemi - að minnsta kosti ekki af miklum þunga. Á máli framsögumanna og þátttakenda í pallborðsumræðum var þó að skilja að þetta gæti verið að breytast. „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman,“ sagði Sigurður Gísli Pálma- son, framkvæmdastjóri Hofs sf., annar framsögumanna á fundinum í upphafi máls síns. Út frá þessari skoðun talaði hann. Að áliti Sigurðar eru gildi þjóðar metin á grundvelli menningar og lista sem ná að þrífast á hverjum tíma. Það hljóti því að vera markmið þeirra sem stuðla vilja að öflugu at- vinnulífi, yfirvalda og einkaaðila, að hlúa að menningunni. Engu að síður hafa íslendingar lengst af ekki haft af miklu að státa í þessu tilliti - tengsl menningar og atvinnulífs hafa verið veik í gegnum aldirnar. Sagði Sigurður hluta skýr- ingarinnar liggja í því að hefðin hefði einfaldlega ekki náð að festa rætur. Tók hann myndlistina sem dæmi. Lengi fram eftir öldinni hafi verið erfitt fyrh’ myndlistarmenn að finna sér markað. Jóhannes Kjarval sló til að mynda ekki í gegn fyrr en hann var orðinn fimmtugur, framan af ferli saug hann sultarhramminn. Að dómi Sigurðar hafa íslensk fyr- irtæki í heild ekki staðið sig sem skyldi, þegar stuðningur við menn- ingu og listir eru annars vegar, þótt einstaka fyrirtæki og einstaklingar hafi haft djörfung til að styðja við bakið á listamönnum í gegnum tíð- ina. „Og sagan hefur sýnt að þessir aðilar höfðu oftar en ekki rétt fyrir sér. Gallinn er bara sá að þeir eru, því miður, sjaldgæf undantekning.“ Sigurður sagði það jafnframt merkilegt hve oft djarfir athafna- menn breytist í afturhaldssama sporgöngumenn þegar kemur að kaupum á listaverkum. Forráða- menn fyrirtækja virðist hræddir við samtímalist og ef þeir á annað borð sýni áhuga á því að festa kaup á listaverkum vilja þeir helst verk eft- ir viðurkennda meistara - helst látna! Að mati Sigurðar kemur þetta við- horf ekki síst til af þekkingarleysi. íslendingar hafi ekki nógu mikla þjálfun í að njóta listarinnar. I þessu tilliti hafi skólakerfið brugðist - upp- eldisþátturinn sé ekki í lagi. Hornsteinn siðmenningarinnar Sigurður lýsti þeirri skoðun sinni að eðlilegt væri að fyrirtæki leituðu ráða um kaup á listaverkum, eins og í öðrum viðskiptum. Á sviði mynd- listar hefur undanfarin ár verið starfræktur sjóður, Listasjóður at- vinnulífsins, sem er eins konar bandalag fyrirtækja sem skuldbinda sig til að kaupa listaverk með vissu millibili. Bar Sigurður lof á sjóð þennan, framtakið væri vh’ðingar- vert, en gildi hans fælist ekki síður í því að hann veitir „leiðsögn um lend- ur samtímalistarinnar". Sjóðurinn er með öðrum orðum til þess fallinn að vega upp á móti hinu almenna þekk- ingarleysi á list. Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri, hinn framsögumaðurinn á fundinum, sagði það sannfæringu sína að atvinnulífið hefði hlutverki að gegna í menningunni og öfugt, enda „er menningin hornsteinn sið- menningar í þjóðfélaginu“. Að áliti Stefáns ber ríkinu að skapa listinni ákveðinn grundvöll, þannig að allir geti notið hennar, án tillits til efnahags. „Það er lífsnauð- synlegt að ríkið bjóði þegnum sínum aðgang að leikhúsum, listasöfnum, bókasöfnum o.s.frv. í mínum huga er leikhús nefnilega jafn nauðsyn- legt og sjúkrahús eða háskóli." Stefán lagði aftur á móti áherslu á, að framlög ríkis og sveitarfélaga væru hvergi nærri nóg til að halda úti metnaðarfullri liststarfsemi. Listamenn hafi því löngum orðið að leita á önnur mið eftir fjármagni. Sagði Þjóðleikhússtjóri hlut fyrir- tækja hafa aukist á síðustu misser- um enda væru augu manna smám saman að opnast fyrir því að kostun listviðburða gæti verið góð auglýs- ing. Benti hann meðal annars á, að stærstu og auðugustu fyrirtæki Bretlands legðu sífellt meira upp úr þvi að tengjast menningu og listum. „Kostun listviðburða er orðin viður- kennd aðferð.“ Stefán viðurkenndi að listamönn- um hafi lengi staðið stuggur af kost- un - fundist þeir vera að selja sál sína. Kvaðst hann halda að sá ótti væri ástæðulaus, að minnsta kosti ef gæði listamannanna og fyrirtækj- anna era mikil. „Lykilorðið er gæði. Að tengja gæði á einu sviði gæðum á öðru sviði hefur gagnkvæm áhrif til álitsauka!" Stefán tók þó fram að hann væri ekki þeirrar skoðunar að kostun gæti alfarið komið í stað opinberra styrkja, allra síst í eins litlu samfé- lagi og við búum í. Við þau skilyrði yrði kostnaðurinn alltof hár fyrir þau fáu fyrirtæki sem eru aflögufær sem einhverju nemui’. Frumvarp um skattaívilnanir Ágúst Einarsson alþingismaður tók þátt í pallborðsumræðum að framsögu lokinni. Gerði hann hlut- verk atvinnulífsins í menningu þjóð- arinnar einnig að umtalsefni og greindi fundinum meðal annars frá frumvarpi sem liggur nú fyrir Al- þingi. Gengur það út á skattaívilnan- fr fyrir fyrirtæki sem leggja fé til lista, vísindastarfsemi eða kvik- myndagerðar, sem skilgreind er sér- staklega vegna mikilla sóknarfæra á því sviði. Ivilnanh’ þessar fela í sér tvöfaldan frádrátt frá skatti sem þýðir í reynd að fyrirtæki sem gefur 100.000 krónur til lista, vísindastarf- semi eða kvikmyndagerðar má draga 200.000 krónur frá sínum skattbæru tekjum. Sagðist þingmað- urinn sannfærður um að þetta ákvæði gæti skilað umtalsverðum fjármunum inn í listumhverfið. Kvaðst Ágúst ekki óttast tekjutap fyrir ríkissjóð, næði framvarpið fram að ganga. Þetta ákvæði myndi virka sem vítamínsprauta í þetta umhverfi og efla samstarf aðila á sviði menningar- og atvinnulífs. Pen- ingarnir myndu því skila sér til baka - og vel það. Ágúst sagðist ekki heldur hrædd- ur um að ákvæðið yrði misnotað. Al- menn reglugerð yrði vitaskuld gefin út og hefðbundið eftirlit innt af hendi. „I langflestum tilvikum myndi ákvæðið leiða til framlaga í hefðbundna list- og menningarstarf- semi, þó svo einn og einn svartur sauður eigi eflaust eftir að fara fram hjá þessari löggjöf eins og öðrum löggjöfum." Byggir hann þetta mat ekki síst á þeirri skoðun sinni að íslenska fyrir- tækjaumhverfið sé að breytast. Menn séu farnir að taka hlutverk sitt gagnvart menningu og listum al- varlegar en áður. „Þetta eru tveir heimar sem til þessa hafa ekki náð almennilega saman. Nú era tengslin aftur á móti að aukast enda eru við- skiptamöguleikarnir, ekki síst í kvik- myndagerð, mjög miklir. Nú þarf safnaumhverfið bara að komast í samband við fyrirtækin líka.“ Friðrik Þór Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Islensku kvikmynda- samsteypunnar, sem einnig átti sæti við pallborðið, lýsti því yfir að ís- lensk kvikmyndagerð hefði ekki enn náð þroska í viðskiptalegu sam- hengi, einkum vegna þess að aðilar í atvinnulífinu hafi ekki enn komið auga á sóknarfærin á þessum vett- vangi. Að hans mati geta fyrirtæki haft augljósan hag af því að verja fé til framleiðslu kvikmynda enda eigi fáar, ef nokkrar, iðngreinar jafn mikla útþenslumöguleika og kvik- myndagerð, auk þess sem hún geti haft jákvæð áhrif á aðra framleiðslu í landinu og verið fyrirtaks land- kynning. +80 aurar á bensínlitra inn á Safnkortiö Stórageröi @ Olíufélagið hf Morgunblaðið/Árai Sæberg ÞÁTTTAKENDUR í pallborðsumræðum og framsögumenn á fundin- um. Friðrik Þór Friðriksson, framkvæmdastjóri íslensku kvikmynda- samsteypunnar, Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, Edda Jónsdóttir, framkvæmdasljóri Gallerís Ingólfs- stræti 8, Ágúst Einarsson alþingismaður, Stefán Baldursson, Þjóðleik- hússtjóri, og Sigurður Gísli Pálmason, framkvæmdastjóri Hofs sf. GIMLIGIMLI FASTEIGNASALA ÞÓRSGÖTU 26, RVÍK, FAX 5520421 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 11-14 SÍMI 5525099 jf NETFANG WWW.MBL.IS/GIMLI FANNAFOLD-ENDARAÐHÚS Vorum að fá í sölu einkar qlæsileat 175 fm endaraðhús á einni hæð, Allt sérsmíðað. Arkitekt Vifill Maanússon. Garðurinn hinn olæsileosti með skjólveaaium. verðndum OQ heitum potti. Ahv. Byqqsi. rík. 5.6 millj. í SMÍnVM BREIÐAVÍK-RAÐHÚS Giæsiieg vel hönnuð 165 fm raðhús á útsýnisstað. 3-4 svefnherb. 30 fm innb. bílskúr. Afhendast fullbúin að utan, fokheld innan eða lengra komin. 5485 BRÚNASTAÐIR V/KORP- ÚLFSSTAÐI Gllæsileg raðhús 165 fm á einni hæð á frábærum stað, stutt I falleg útivistarsvæði. 3 svefnherb. 24 fm bílskúr. AFHENT FULLBÚIN AÐ UTAN OG TILB. TIL INNR. Verð 10,6-10,8 millj. 5803 KROSSALIND - PARHÚS. Falleg 171 fm parhús áfrábærum útsýnis- stað í LINDUM III. Húsin afh. fullb. að utan og tilb. til málunar. Lóð grófjöfnuð. Að innan afh. húsin fokheld og einangruð. Verð 10,2 millj. Teikn á skrifstofu Gimli 5868 VÆI IABORGIR. Glæsilegt og ný stárlega hannað 189 fm parhús á 2 hæðum. 4 rúmgóð svefnherb. Fallegt út- sýni. Afhendist fokhelt að innan, fullbúið að utan og steinað vorið '98. Verð 9,2 millj. SÉRHÆÐ1R BORGARHOLTSBRAUT Góð 78,4 fm efri sérhæð I nýi. gegnumteknu þríbýli. 3 svefnherb. Rúmgóð stofa. Sér- inngangur. Áhv. byggsj. og lífsj. samtals kr. 1,4 millj. Verð 6,2 millj. 4RA HERBERGJA KAPLASKJÓLSVEGUR Vorum að fá inn mjög góða 4ra herb. 94 fm endaibúð á 2. hæð rétt við KR- svæðið. Suðursvalir, mjög gott skipulag. Áhv. fasteignalán 25 ár 4,3 millj. Verð 7,6 miiij. Ekkert greiðslumat. BRÆÐRABORGARSTÍGUR Vorum að fá inn 4ra herb. góða 84 fm (búð á jarðhæð (lítið niðurgr.) Gott skipulag, rúmgóð herbergi og góð stofa. Sérinng. Verð 6,5 millj. Ahv. húsbréf 2,8 millj. 5940 EFSTALAND Glæsileg 4ra herb. ibúð á 2. hæð (litlu fjölbýli. Stórar suður- svalir. Parket og flísar. Fallegt útsýni. Mjög góð sameign. Áhv. 4,5 millj. Verð 7,6 millj. 5838 FIFUSEL Góð 4ra herb. 97 fm enda- íbúð á 3. hæð í nýstandsettu húsi ásamt stæði í bílahúsi. Þvottahús í íbúð, gott skipulag. Verð 7,7 millj. GRETTISGATA - HÆÐ+RIS Falleg og töluvert standsett 4ra herb. 89 fm ibúð á 2. hæð ásamt risi. Húsið allt standsett utan I upphaflegt útlit. Tvennar svalir, suður og vestur, glæsilegt útsýni. Áhv. 2,0 millj. byggsj. og 600 þús. Iffs. Verð 7,8 millj. MOSGERÐI + BÍLSKÚR 4ra herb. íbúð 76 fm á miðhæð i þribýli ásamt 26 fm bilskúr. Nýtt eldhús. 2 svefnherb. Stofa og borðstofa Hús klætt að utan. SKIPTI Á 2-3JA HERB. IBÚÐ í FOSSVOGI. Verð 7,6 millj 5852. .iJA HERB. ÞORFINNSGATA Vorum að fá f sölu snyrtilega 3ja herb. 87,5 fm íbúð á 1. hæð með 18 fm aukaherb. í kjallara. Endurn. þak, gler og fl. Suðurgarður. Verð 7,3 millj. 5945 EYJABAKKI STÓR Björt og óvenjustór 3ja herb 97 fm ibúð á 2. hæð. Stór og rúmgóð herb. Stórt eldhús. Fataherb. Parket og dúkur. Áhv. 3,2 millj. byggsj. Verð FLYÐRUGRANDI Góð 3ja herb. 81 fm ibúð á jarðh. með sérinnoanai á þessum eftirs. stað. Björt og góð stofa. Áhv. húsbr. 4 millj. Verð 7,2 millj. HLÍÐARHJALLI Stór og falleg 3ja herb. 93 fm íbúð ásamt bilskúr. Fallegt útsýni. Áhv. 5,1 millj. byggsj. Verð 8,8 millj. GOTT 2JA HÆÐA FJÖLB. Björt og rúmgóð 3ja herb íbúð á góðum stað í Hraunbænum. Parket og flisar. Vestursvalir. Sameign góð. Stutt í alla þjónustu. Tilvalið fyrir barnafólk. Áhv 3,1 millj. Verð 6,1 millj. 5790 MARÍUBAKKI Mjög snyrtileg og björt 3ja herb. 81 fm íbúð á 3. hæð (efstu) i standsettu fjölbýlí. Parket á flestum gólf- um, suður svalir. Gott hverfi. Áhv. Byggsj. rík. 1,6 míllj. Verð 6,3 millj. 5879 RÁNARGATA Vorum að fá inn skemmtilega 3ja herb. 58 fm íbúð á 1. hæð í steinhúsi. Suðurgarður. Áhv. húsbréf 2,9 millj. Verð 5,5 millj. 5939 SOGAVEGUR Skemmtileg 2ja-3ja herb. 61 fm endaíbúð uppi lóð með sér- bílastæði og sérgarði með verönd í suður. Skjólgóður staður. Áhv. ca. 3,2 millj. Verð 5,2 millj. Lvklar á skrifstofu 5067 VÍÐIMELUR f nágrenni við Háskólann er björt og rúmgóð 2ja herb. 66,3 fm íbúð í kjallara. Gluggar, gler og rafm nýtt. Pak yfirfarið. Áhv. 3,2 millj. Verð 5,2 millj. 5961 ÆGISÍÐA - RISÍBÚÐ. Mjög falleg og sérstök 2ja herb. íbúð ásamt baðstofu- lofti. Mikil lofthæð, allar innréttingar sér- smíðaðar f stfl. Endum. allar lagnir, franskir gluggar og parket á gólfum. Áhv. Byggsj. rik. 3,0 millj. Verð 7,2 millj.5895 FLÚÐASEL-RÚMGÓÐ. Vorum að fá í sölu óvenju rúmgóða og mjög fallega 70 fm íbúð á jarðhæð ásamt stæði I bílskýli. Parket á gólfum. Húsið veröur allt nýklætt utan fljótlega. Verð 5,6 millj. 5936 FLYÐRUGRANDl Mjög snyrtileg 2ja herb. 65 fm íbúö á 1. hæð með sérsuðurgarði afgirtum. Góð geymsla í íbúð. Áhv. 4,0 millj. Verð 5,9 millj. HRÍSRIMI - RIS - ÚTSÝNI Vorum að fá inn sérstaklega skemmtilega risibúð með vönduðum innréttingum. Stæði i bilgeymslu fylgir. Glæsilegt útsýni. EIGN FYRIR UNGA FÓLKIÐ. Áhv. 4,0 millj. húsbr. Verð 6,8 millj. 5897 LANGHOLTSVEGUR Mjög snyrtileg og rúmgóð 75 fm 2ja herb. ibúð ( kjallara í steinhúsi. Parket á gólfum, suðurgarður. Áhv. 3,5 millj. húsbréf. Verð 5,2 millj.5919 STÓRAGERÐI Góð 65 fm ibúð i kjallara ( enda í góðu fjölb. Baðherbergi nýtt. Stór og rúmgóð stofa. Verð 5,2 millj. áhv. 2, 8millj.5914 VINDÁS Falleg og björt 2ja herbergja 59 fm ibúð á 2. hæð ásamt stæði i bilskýll. Austursvalir. Parket og fllsar. Sameign mjög góð. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,6 millj. 5933

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.