Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 29 LISTIR Stríðsfangelsi KVIKMYMPIR Iláskólabfú THE BOXER Leikstjóri: Jim Sheridan. Handrits- hðfundar: Jim Sheridan og Terry Ge- orge. Aðalhlutverk: Daniel Day Lew- is, Emily Watson, Brian Cox, Ken Stott, Kenneth Cranham og Ciarnan Fitzgerald. Hellls Kitchen 1997. HIÐ ömurlega stríð milli kaþ- ólski’a og mótmælenda á Irlandi hefur hvað eftir annað farið í hring, og valdið mörgum óbærilegum þjáningum. Jim Sheridan er sá Iri sem mest hefur fjallað um þessa at- burði, og gerir það hér aftur á ein- staklega næman og mannlegan hátt. Hann kynnir okkur fyrir dæmigerðu samfélagi í Belfast þar sem flestir eiginmannanna sitja í fangelsi. Eiginkonur og börn eru hins vegar í fangelsi aðstæðnanna. Þetta fólk getur ekki lifað eðlilegu lífi á neinn hátt, og getur ekki haft frjálsar skoðanir, vilja eða tilfinn- ingar án þess að vera ógnað af um- hverfinu og meðbræðrum. Af ör- væntingu og þjóðarást grípa ungir sem aldnir til vopna þegar þeim sýnist það eina leiðin til að stöðva hörmungarnar í kringum sig. Daniel Day Lewis leikur Danny Flynn sem 32ja ára losnar úr fang- elsi eftir 14 ára dóm fyrir stríðs- glæpi. Flestir ráðleggja honum að fara til Englands en hann vill vera meðal landa sinna, því hann hefur ekki gefist upp þótt stríðsglæpi leysi engin vandamál. Æskuástin hans, Maggie, sem hann skildi eftir í sárum þegar hann var fangelsað- ur, er nú gift besta vini hans og elur upp 10 ára gamlan son sinn. A ung- lingsárunum stundaði Flynn hnefa- leika í félagi sem bæði kaþólskir og mótmælendur voru meðlimir i. Flynn er ákveðinn í því ásamt gamla þjálfaranum (Brian Cox) að endurreisa æfingaaðstöðuna og blása lífi í gamla félagið, þótt marg- ir séu á móti því. Einn félagi hans segir þó: „Flynn ætti að fá friðar- verðlaun Nóbels fyrir box,“ og segir það mikið um hve mikið fólki þykir til koma til þeirra sem reyna að hafa áhrif með öðrum hætti en vopnum. Hnefaleikaatriðið sem ger- ist í London er sérlega táknrænt fyrir það sem Flynn var að reyna að koma til skila með boxinu, og segir allt sem segja þarf um hans innri líðan. Þetta er margslungin mynd sem er ádeila og ekki ádeila. Hún deilir á að fólki skuli boðið upp á að lifa við slíkt ástand, en deilir ekki á fólkið fyrir að breyta ekki alltaf rétt gagn- vart náunganum því öll erum við misjöfn og mannleg og ættum í fyrsta lagi ekki að þurfa að vera undir slíku álagi. Vel úthugsuð, raunsæ og falleg persónusköpun kemur þessum tilfinningaruglingi vel til skila. Útlit myndarinnar túlk- ar líf fólksins einnig vel; það er hrátt, litlaust en samt fallegt. Myndin er heldur hæg af stað, en átök og dramatík aukast þétt og ör- ugglega eftir það. Höfundamir hafa samt ekki náð að skapa jafnmikið Ritlistarhópur Kópavogs Þorsteins vaka Valdimarssonar RITLISTARHÓPUR Kópavogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópa- vogs, fimmtudag- inn 26. mars kl. 17. Að þessu sinni verður haldin Þor- steins vaka Valdi- marssonar. Ey- steinn Þorvalds- son flytur inngang um skáldið. Aðgangur er ókeypis. Þorsteinn Valdimarsson persónudrama og í þar seinustu mynd þeirra „I nafni föðurins“ sem var einstaklega áhrifarík. Þeir setja ástandið, baráttuna og aðstæður um of í forgrunninn en það var einmitt það sem gerði að seinasta mynd þeirra „Some Mother’s Son“ naut ekki mikilla vinsælda. Frábærir leikarar eru í öllum hlutverkum. Day-Lewis og Watson eru auðvitað best og tekst vel að tjá okkur þær tilfinningar sem þau geyma innra með sér og mega ekki láta í ljós. Þau tengja við áhorfend- ur og tekst þannig að lyfta mann- legu hlið myndarinnar aðeins upp. Vel gerð, sorgleg og áhrifarík mynd sem vekur áhorfendur til um- hugsunar, en er ekki sérstakt skemmtiefni. Hildur Loftsdóttir Horöstofw SSlLliásgagnadagajij borðstofuhúsgognum a. L Kynningarverd í örféa daga Val húsqöqn Ármúla 8 - 108 Reykjavik A Verðdæmi: Borð og 6 stólar Verð frá kr. 78.000.- Sími581-2275 568-5375 ‘ Fax568-5275 ---------------1 Hjá okkur eru Visa- og Euroraösamningar ávisun á staögreiöslu I lífsnauösynleg heimilistæki? Það finnst okkur ekki. En tölvur eru mikilvægar ungu fólki sem stefnir hátt í lífmu. Þær verða sífellt stærri hluti af lífi okkar í námi og starfi. Til að ná árangri þarf góðan og vandaðan búnað. Slíkan búnað færðu hjá okkur. Kíktu í Mörkina - Það gæti borgað sig. Fermingartilboð 1 MORE SP97 233MMX ASUS SP97-V Super TX móðurborð 233 MHz MMX örgjörvi 32MB vinnsluminni 512K flýtiminni 4.3GB harður diskur UDMA 34X geisladrif UDMA 15" ViewSonic skjár (3ja ára ábyrgð) 33.6 bás mótald 4 mánuðir á interneti Win95 lyklaborð Mús Win95 á geisladiski Leikir, MPEG2 hugbúnaður og margt fleirá góðgæti. Fermingartilboð 2 Tölvan i tílboðí 1 með Microsoft Office Pro 97 134.900 stgr Fermingartilboð 3 Tölvan í tílboði 1 með Microsoft Office Pro 97 og HP690C+ litaprentara 153.800 stgr 114.900 stgr Fermingartilboð 4, 5, 6.... Það þarf ekki alltaf að kaupa nýja tölvu. Það má auðveldlega hressa uppá gömlu vélína. Komdu til okkar og fáðu ráð. Það gaeti leynst líf í gömlu vélínní. Sjáðu til dæmis þessar viðbætur: % k °o ASUS 3DexPlorer hljóðkort ^ Frábært 32 bita hljóðkort með 64 röddum og þremur stór- skemmtilegum hugbúnaðar- pökkum. Hljómgæðin eru frábær <? ATl GT-PRO 3D skjákort # Skjákort fyrir þá sem gera ^ kröfur. Allt að 8MB og með vídeó inn- og úttengjum. <9, Or. ASUS 34 hraða geisladrif ^ Ef þú hefur verið að bíða eftir geisiadrifinu, þá er það komið. Það hraðasta á Styður OpenGL. Tilvalið leikja- markaðnum í dag, með Play og vídeó kort. og skíp rofimi og tengi fyrir heymartói. Til hamingju, ungafólk. ViewSonics BOÐEIND Tölvuverslun - Þjónusta Mörkin 6-108 Reykjavík - Sími 588 2061 www.bodeind.is T ölvubúnaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.