Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Smásagna- og ljóðasamkeppni I minningu Halldórs Laxness í TILEFNI af Degi bókarinnar 23. apríl standa nokkur almennings- bókasöfn að smásagna- og ljóðasam- keppni fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára. Þessi söfn eru Amtsbókasafnið á Akureyri, Borg- arbókasafn Reykjavikur, Bókasafn Kópavogs, Bókasafn Reykjanesbæj- ar, Bókasafn Seltjamarness, Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi og Héraðsbókasafn Kjósarsýslu í Mos- fellsbæ. Löng hefð er fyrir lestrarhvetj- andi verkefnum af ýmsu tagi á bóka- söfnum hér á landi. Að þessu sinni vilja söfnin hvetja börnin sjálf til að spreyta sig við skapandi skrif, enda er eitt af meginmarkmiðum almenn- ingsbókasafna að styðja við og efla íslenska tungu. Dagur bókarinnar er einnig fæð- ingardagur Halldórs Laxness og er samkeppnin því tileinkuð minningu hans. Skilafrestur til 3. apríl Þessi dagur, 23. apríl, er einnig sumardagurinn fyrsti og heldur Bamabókaráðið, íslandsdeild IBBY, sína árlegu sumardagsgleði í Nor- ræna húsinu þennan dag þar sem m.a. era veittar viðurkenningar íyr- ir gott starf í þágu barna. IBBY hef- ur boðið söfnunum að taka þátt í gleðinni og mun verðlaunaafhending í smásagna- og ljóðasamkeppninni fara fram þar. Þátttakendum keppninnar verður skipt í þrjá aldurshópa, 6-9 ára, 10- 12 ára og 13-16 ára. Ritverkum verður safnað saman í hefti sem verða til útláns og sýnis í söfnunum og veittar verða viðurkenningar fyr- ir þátttökuna á hverjum stað. Valin ritverk frá hverju safni verða síðan send áfram í samkeppnina og mun dómnefnd verðlauna nokkur þeirra sérstaklega. Formaður dómnefndar er Iðunn Steinsdóttir rithöfundur, en aðrir nefndarmenn era Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Kristín Birgisdóttir bókmennta- fræðingur og barnabókavörður og Kristín Viðarsdóttir bókmennta- fræðingur og bókavörður. Urvalinu verður safnað í hefti sem verða að- gengileg í öllum söfnunum og mun dómnefnd rita inngang að þeim. Ritverkum má skila til allra þátt- tökusafnanna og er öllum börnum og unglingum á þessum aldri heimil þátttaka. Skilafrestur er 3. apríl. HLJÓMSVEITIN Krókódfllinn leikur á Múlanum í kvöld. Djass-funk með Krókó- dflnum á Múlanum DJASS-FUNK hljómsveitin Krókó- díllinn leikur á djassklúbbnum Múl- anum í Sölvasal Sólons íslandusar í kvöld kl. 21. Hljómsveitin leikur tónlist sem kalla mætti „forn-funk“ eða „fram-fusion“. Efnisskráin er að miklu leyti samansett af lögum sem saxófónleikarinn Lou Donald- son gerði þekkt skömmu fyrir 1970. Tónlistin er gott dæmi um fyrstu formblöndun jass- og rokktónlistar með sterkum rytma- og blúsáhrif- um. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Sigurður Flosason, alt saxófónn og slagverk; Hilmir Jensson, gítar; Kjartan Valdimarsson, rafmagns- píanó og orgel; Eiður Arnarson, raf- bassi; og Jóhann Hjörleifsson, trommur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson KÁRI Friðriksson stjórnar æfingu samsöngs kóranna. Benedikt Egilsson leikur á harmoniku. Þrír kórar í Grensás- og Njarðvíkurkirkju KVENNAKÓR Hreyfils, Kór Kvennaskólans í Reykjavík og Slökkviliðskórinn halda söng- skemmtun í Grensáskirkju í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Laugardaginn 28. mars halda kóramir tónleika í Njarðvíkurkirkju kl. 16. Kóramir syngja sitt í hvora lagi og saman erlend og innlend lög. Einsöng með samkór syngur Krist- ín Sædal Sigtryggsdóttir. Ein- söngvarar með Slökkviliðskórnum era Þorbergur Skagfjörð og Kári Friðriksson. Undirleikari á píanó er Jónas Sen. Benedikt Egilsson leik- ur á harmoniku. Stjómendur kór- anna era Sigurður Bragason, Kvennakór Hreyfils og Kór Kvennaskólans og Kári Friðriks- son, stjórnandi Slökkviliðskórsins. SKÖPUNIN eftir Önnu Gunnlaugsdóttur. Kristur og lærimeyj arnar MYNPLIST Gallerf svartfugl MÁLVERK Verk Önnu Gunnlaugsdóttur. Opið kl. 14-18. Sýningin stendur til 29. mars. ANNA Gunnlaugsdóttir hefur haldið nokkuð tíðar sýningar í Reykjavík, en nú sýnir hún athygl- isverðar myndir á Akureyri í Gall- eríi svartfugli í Listagilinu. Á sýn- ingunni er sterkur heildarsvipur og málverkin era öll unnin með akrýllitum, kísli og fínmuldu gleri á masónítplötur. En það sem tengir þau er ekki bara myndvinnslan heldur samfelld hugmynd eða leik- ur sem þær era allar unnar út frá. Þegar komið er í salinn sést strax að öll málverkin eru konu- myndir. En þegar betur er að gáð kemur í Ijós að þetta era allt per- sónur úr biblíunni, en ekki þó þær kvenpersónur sem fólk er vant að sjá málaðar á biblíumyndir. Stærsta verkið er tvímynd sem máluð er með hliðsjón af túlkun Michelangelos af sköpuninni í lofti Sixtínsku kapellunnar. Svört mjaðmastór skona liggur vinstra megin og teygir höndina letilega til hægri þar sem önnur kona svífur og réttir styrka hönd sína á móti hinni fyrri. Hjá Michelangelo eru þetta Adam og Guð, en hér er eins og Eva hafí tekið yfir hlutverk manns síns, enda er guðinn líka sýndur sem kona. Þetta grann- þema endurtekur sig um alla sýn- ingun, að þar eru alls staðar konur þar sem venjan er að hafa karla. Þarna getur að líta myndir af frú Pontíus Pílatus, af erkienglunum Gabriellu, Mikaellu og Rafaellu, auk myndar af krossfestri konu sem tekið hefur við hlutverki hins karlkyns Jesú og loks myndir af öll- um lærimeyjunum tólf. Hér er á ferðinni einfóld en nokkuð áhrifamikil hugmynd. Anna virðist ekki vera að þessu til þess eins að setja fram pólitíska afstöðu - einhvers konar kvennaguðfræði- lega stefnuskrá - heldur er hér frekar um leik eða tilraun að ræða. Eins og Anna segir sjálf í sýningar- skrá þá vakti það fyrir henni að „sjá konuna fæðast inn í þau karla- hlutverk sem eru dýrkuð í biblíunni ... það er sérlega notalegt og gaman að upplifa þessar helgu persónur í konulíki“. Og þetta eru einmitt heildaráhrifín af sýningu Önnu: Hún er sérstaklega notaleg þótt hún komi vissulega á óvart við fyrstu skoðun. Konurnar í myndun- um virðast gæða persónurnar ein- hverjum kvenlegum styrk sem er býsna ólíkur því sem við eigum að venjast í biblíumyndum af körlum. Anna gerir sér far um að mála kon- ur sínar afslappaðar og jafnvel dá- lítið hversdagslegar, að erkienglun- um undanskildum, og þetta gerir hverja persónu áhugaverða og raunveralega. Sýning Önnu er áhugaverð tilraun sem gengur upp einmitt vegna þess að hún tekur á verkinu af einlægni og án ofstopa. Karolfna KLIPPIMYNDIR Verk Höllu Einarsdóttur. Sýningin stendur til 4. apríl. Á kaffihúsinu Karolínu í Listagil- inu á Akureyrir sýnir Halla Einars- dóttir tuttugu og tvær litlar klippi- myndir. Myndirnar era unnar í lit- aðan pappír, stundum jafnvel með áprentuðum myndbútum eða munsturflötum, sem Halla hefur rifið í snifsi og raðað svo saman, líkt og um mósaíkflísar væri að ræða, í myndir. Myndimar eru all- ar hefðbundin kyrralífsmótíf, ávextir, grænmeti, bjúga og hnífur, könnur, bollar og glös. Á myndun- um sést alls staðar í hvítt sárið þar sem pappírinn hefur verið rifinn, svo vel sést hvernig flötunum hefur verið raðað saman. Áhrifin af þessu eru ekki ósvipuð því þegar horft er í gegnum hamrað gler. Sýning Höllu lætur ekki mikið yfir sér og jafnvel mætti segja að hér sé fremur um eins konar stúdí- ur að ræða en fullmótaðar myndir, en vinnubrögðin eru vönduð og grenilegt að hér er á ferðinni hæfi- leikarík manneskja með gott auga fyrir myndbyggingu og blæbrigð- um í litasamsetningu. Vonandi eig- um við eftir að sjá fleiri og stærri sýningar frá Höllu á næstunni. Jón Proppé Fyrirlestur um Kúbu KÚBVERSKA ljóðskáldið Nor- berto Codina Boeras heldur opin- beran fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands föstudag- inn 27. mars kl. 12 í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Cultura y sociedad en Cuba“ og fjallar um Kúbu í dag. Norberto Codina Boeras er skáld og ritstjóri bókmenntatímaritsins La Gaceta. Helstu verk Codina era: A este tiempo llamarán antiguo (1975), Un poema de amor segun datos demográficos (1976), Árbol de la vida (1985), Los raidos humanos (1985), Lugares comunes (1987, og Poesía (1988). Árið 1996 fékk Cod- ina menningarverðlaun Kúbu, sem menningarráðuneytið veitir. Hann hefur fengið fleiri verðlaun og við- urkenningar (David-verðlaun ljóð- skálda 1974, heiðursútnefningu UNEAC 1976 og 1983, Varaderos- verðlaun fyrir ástarljóð 1982, og stjörnu frá gagnrýnendum 1987). Norberto Codina hefur ferðast víða sem skáld og ritstjóri. Hann hefur verið fulltrúi Kúbu á menn- ingarráðstefnum á Spáni og í Mexíkó. Hann var gestur á ljóða- dögum í Malmö í Svíþjóð í fyrra og er nú á leið til Svíþjóðar til að sitja hliðarráðstefnu við menningarráð- stefnu UNESCO í Stokkhólmi. Fyrirlesturinn verður fluttur á spænsku. ÚT ER komin ný ljóða- bók eftir spænska skáld- ið Raúl Herrero „Claudio“ sem nefnist La voz de su amo. Þetta er veglega út gefin bók með teikningum eftir fjölda listamanna, meðal þeirra er leikritahöfundurinn kunni, Fernando Arra- bal, höfundur Bílakirkju- garðsins. Formála bókarinnar skrifar Jóhann Hjálm- arsson. Hann leggur í formálanum áherslu á mikilvægi spænskrar nú- tímaljóðlistar og hinn sérstæða spænska súr- realisma í ljóðlist sem Herrero hafi tamið sér, en áhrif þeirrar stefnu spænskra skálda telur hann hafa náð til margra landa. Raúl Herrero „Claudio“ er fæddur í Zaragoza á Spáni 1973. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1991, en síðan hefur hann sent frá sér ljóðabækur og fleiri rit, m. a. Stefnuskrá algjörr- ar listar, þar sem hann lýsir hug- myndum sínum um takmark listar og skáldskapar. Hann hefur verið í forystu hreyfingarinnar Framvarða- sveit ungra skálda og ritstýrt mörg- um söfnum með ljóðum eftir skáld frá ýmsum löndum. Hann situr í stjóm bókaútgáfunnar E1 último Parnaso og er formaður samtakanna Golpe de dados. Hann er einnig einn af rit- stjórum tímaritsins E1 pelo de la rana, en þar munu á næstunni birt- ast ljóð og greinar eftir íslenska höfunda. Með- al þeirra sem hafa skrifað í ritið og birt eftir sig ljóð þar era Nóbelsverðlaunahöf- undurinn José Camilo Cela og rithöfundurinn kunni Antonio Fernández-Molina. Skáldið Herrero er mjög áberandi í listalífi Zaragoza-borgar, flytur oft ljóð sín opinberlega þar í borg og tek- ur virkan þátt í leiklistar- og gjörn- ingadagskrám sem þykja hafa auðgað listalífið í borginni og era styrktar af menningarnefnd borgarinnar. La voz de su amo er 125 síður, prentuð í Gráficas Olimar og er sem fyrr segir prýdd fjölda mynda. Út- gefandi er E1 último Parnaso C/Compromiso de Caspe, 113, Zara- goza. Rödd skálds frá Zaragoza RAÚL Herrero „Claudio".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.