Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 44
* 44 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SVIPMYND frá spilatnennsku á Flúðum, en þar stendur nú yfir sveita- keppni. Það eru Jóhann A. Arnarson og Margrét Oskarsdóttir sem spila gegn Elínu Kristmundsdóttur og Guðmundi Böðvarssyni. BRIPS Umsjón Arnót' G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Nú eru aðeins þrjár umferðir eft- ir af Stefánsmótinu og enn verða töluverðar sviptingar á toppnum milli umferða. I augnablikinu er staða efstu para nú þessi: Guðbr. Sigurbergsson - Friðþjófur Einarsson +97 Guðm. Magnússon - Jón Bjaríd Stefánsson +67 Sævin Bjamason - Guðmundur Baldursson +55 HalldórEinarsson-GunnlaugurOskarsson +45 Hæstu skor síðasta spilakvöld náðu eftirtaldir: Guðbr. Sigurbergsson - Friðþj. Einarsson +57 Jón N. Gíslason - Snjólfúr Olafsson +40 Erla Sigurjónsd. - Guðni S. Ingvarsson +28 Mótinu lýkur mánudaginn 30. mars, en nk. laugardag, þ.e. 28. mars, er von á félögum úr Bridsfé- lagi Akraness í heimsókn og fer þá fram hin árlega keppni milli félag- anna, en þessi félög hafa att kappi saman nær óslitið síðan 1948. Víst er að ýmsir munu vera famir að j hlakka til keppninnar þetta árið. Fréttir úr Hreppunum Úrslit í aðaltvímenningskeppni í brids á Flúðum, sem fram fór ný- lega. Nú stendur yfir sveitakeppni en spilað er á mánudagskvöldum, þátttakendur er úr Hreppum og ná- grannsveitum. Fimm efstu pörin urðu: Karl Gunnlaugss. - Jóhannes Sigm.sson 513 ViðarGunngeirsson-GunnarMarteinsson 512 Ari Einarsson - Knútur Jóhannesson 494 Magnús Gunnl.sson - Pétur Skarphéðinss. 475 GuðmundurBöðvarsson-ÁsgeirGestsson 459 Félag eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 16. mars spiluðu 15 pör í einum riðli, úrslit urðu þessi: Viggó Nordquist - Tómas Jóhannsson 240 Þórólfur Meyvantss. - Eyjólfur Halldórss. 236 Júlíus Guðmundsson - Margrét Þórðard. 235 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 224 Meðalskor 210 Fimmtudaginn 19. mars spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning. N/S Guðm. Samúelsson - Bjöm Kristjánsson 266 Ingunn Bemburg - Vigdís Guðjónsdóttir 242 Oliver Kristófersson - Sigurleifur Guðjónsson 237 A/V Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson 252 Sæmundur Bjömsson - Magnús Halldórsson 241 Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 230 Meðalskor 216 Bridsfélag Kópavogs FIMMTUDAGINN 19. mars byrj- aði Catalínumótið með þátttöku 22 para, staðan eftir 5 umferðir er þessi. Friðrik Egilsson - Stefán R. Jónsson 58 ErlaSigurjónsdóttir-GuðniIngarsson 44 Helgi Víborg - Oddur Jakobsson 42 Bemódus Kristinsson - Georg Sverrisson 33 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið 5 kvölda Barómeter- tvímenningi. Spilaðar voru 35 um- ferðir, 36 pör spiluðu. Sigurvegarar urðu: Friðjón Margeirss. - Valdimar Sveinss. 330 Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 323 Guðlaugur Sveinss. - Júlíus Snorras. 279 Bjöm Amórsson - Hannes Sigurðsson 227 María Asmundsd. - Steind. Ingimundars. 189 Besta skor 23. mars sl. Bjöm Amórss. - Hannes Sigurðss. 151 Jón Stefánss. - Kristinn Kristinss. 117 Helgi Hermannss. - Kjartan Jóhannss. 109 Stefán Garðarss. - Skafti Ottesen 92 Júlíana Isebam - Öm Isebam 71 Mánudaginn 30. mars nk. verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Rauðvín í verðlaun. Allir vel- komnir. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BJÖRNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 30, Reykjavík, andaðist á kvennadeild Landspítalans aðfara- nótt miðvikudagsins 25. mars. Hjördís Björnsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Ragnar J. Kristinsson, Ásgeir S. Sigurðsson, Sigrún Ögmundsdóttir, Árni R. Sigurðsson, Lovísa Jónsdóttir og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR N. JÓNSSON, vélvirki, Lauganesvegi 112, lést þriðjudaginn 24. mars. Jóhanna Sveinsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Baldvin Reynisson, Lára I. Ólafsdóttir og barnabörn. yiNNLENT Ráðstefna um byggða- stefnu og nýsköpun RÁÐSTEFNA um byggðastefnu og nýsköpun verður haldin fimmtudaginn 26. mars kl. 14 á Hótel Örk, Hveragerði. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpar fund- argesti. Egill Jónsson, alþingis- maður og formaður stjórnar Byggðastofnunar, fjallar um breytta tíma í byggðamálum, Haraldur L. Haraldsson, hag- fræðingur hjá Rekstri og ráðgjöf ehf., fjallar um skiptingu útgjalda og stöðugilda hjá ríkissjóði í meirihlutaeigu ríkisins á kjör- dæmi og Örn D. Jónsson, verk- efnastjóri í RITTS, flytur erindi um niðurstöðu RITTS-verkefnis- ins og forsendur nýsköpunar. Að loknu kaffihléi fjallar Óli Rúnar Ástþórsson, framkvædma- stjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suð- urlands, um atvinnuþróunarfélög í nýju umhverfi, Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins, talar um ný- sköpun á landsbyggðinni með framtaksfé, tækifæri og ógnanir. Málþinginu lýkur með pall- borðsumræðum. Fundarstjóri verður Fannar Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Tískusýning á Kaffi Reykjavík TÍSKUSÝNING verður á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 26. mars kl. 21. Sýndur verður fatnaður frá Sissu tískuhúsi, en verslunin á um þessar mundir 2 ára afmæli og býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt af öllum vönim. Sissa tískuhús flytur inn breska merkið Ariella ásamt fatn- aði frá danska hönnuðinum Mille- K. Sýndur verður vorfatnaður, þar á meðal dragtir og kjólar. Filodoro verður með kynningu á sokkabuxum og einnig verður kynnt snyi-tivörumerkið René Guinot. Módelsamtökin sýna fatnaðinn og kynnir er Heiðar Jónsson. Á eftir sýningu skemmta hol- lensku stelpumar Eclipse til kl. 1. Boðið er upp á fordrykk fyrir matargesti. Ljósmyndasýning Minjasafns Raf- magnsveitunnar Frá vindorku til vatnsorku Nýlega var opnuð ljósmyndasýn- ing Minjasafns Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Rekur hún þróun raforkunnar, frá vindorku til vatnsorku. Á sýningunni má sjá myndir af götuljóskerum Reykjavíkur fyrir daga rafmagnsins, vindmyllunni í Bankastræti sem rifin var 1902, gasstöðinni sem opnuð var 1910 og sá bæjarbúum fyrir gaslýs- ingu, og Elliðaárstöðinni sem opnuð var á þriðja áratugnum og færði þeim rafmagnið. Myndunum fylgir ítarlegur texti þeim til skýringar. Með sýn- ingunni vilja aðstandendur minna á sögu orkunnar og að tæknin í dag hafi ekki alltaf verið til stað- ar. Sýningin er í anddyri höfuð- stöðva Rafmagnsveitunnar á Suð- urlandsbraut 34 og er öllum opin á skrifstofutíma. Hún mun standa fram á mitt sumar. Fræðslufundur lungnasjúkra SAMTÖK lungnasjúklinga halda félagsfund vetrarins í kvöld, fimmtudag 26. mars, í safnaðar- heimili Hallgrímskirkju í Reykja- vík kl. 20.30. Á fundinum mun Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, alþingis- maður, halda fyrirlestur um rétt- indi sjúklinga hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Það hefur margoft komið í ljós að fjölda sjúklinga er alls ekki ljóst hver réttur þeirra er gagnvart hinu op- inbera, segir í fréttatilkynningu. Með erindi Ástu Ragnheiðar verður vonandi ýtt úr vör um- ræðu um nytsemi og þátt samtak- anna í aðstoð við þá sem þess þurfa. Félagsfundurinn er öllum op- inn, jafnt félagsmönnum sem velunnurum Samtakanna. Málfundur um A stöðu Islands gagnvart ESB ÞÁTTTAKA íslands í Evrópu- samstarfinu og þjóðréttarleg staða Islands gagnvart ESB er umræðuefni málfundar sem Al- þjóðafélag stjómmálafræðinema stendur fyrir fimmtudaginn 26. mars. Fundurinn hefst kl. 20:30 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvai’panum, Vesturgötu 3b, og er öllum opinn. Frramsögumenn verða Ágúst Þór Árnason, lögfræðingur og forstöðumaður Mannréttinda- skrifstofu íslands, Ólafur Steph- ensen og Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingar og blaða- menn. Fundarstjóri verðm- Magnea Marinósdóttir stjórn- málafræðingur. Páskaskreyt- ingar í Garð- yrkjuskólanum GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, býður upp á nokkur páskaskreytinganámskeið á næstunni íyrir áhugafólk og byrjendur í blómabúðum. F yrsta námskeiðið verður hald- ið þriðjudaginn 31. mars frá kl. 10-16 fyrir byrjendur í blóma- búðum. Leiðbeinandi verður Hulda Rúnarsdóttir blómaskreyt- ir og eigandi verslunarinnar Iðnu-Lísu í Grafarvogi. Verði þátttaka góð verður boðið upp á samskonar námskeið miðvikudag- inn 11. apríl. Laugardaginn 4. aprfl og sunnudaginn 5. apiTl kl. 10-16 gefst áhugafólki kostur á að koma á páskaskreytinganámskeið. Leið- beinandi verður Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir, blómaskreytir. Þátttakendur á námskeiðinu út- búa 2-3 páskaskreytingar sem þeir taka með sér heim. Ski'áning og nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu Garðyrkju- skólans alla virka daga kl. 8-16. Aðeins komast 12 einstaklingar á hvert námskeið. Islandsmót grunnskóla- sveita í skák ÍSLANDSMÓT grunnskólasveita í skák 1998 er fram dagana 27.-29. mars í Faxafeni 12, Reykjavík. Sigurvegari í þessari keppni öðlast rétt til að tefla á Norður- landamóti grunnskólasveita sem haldið verður í Noregi í haust. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Skáksambands Is- lands og þar fer fram skráning. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9-10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund með lestri Passíusálma kl. 12. Org- eltónlist. Léttur hádegisverður á eftir. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur: Gunnar Gunn- arsson. Altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu á eftir. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Óháði söfnuðurinn. Fræðslu- og umræðufundur kl. 20 um sjálfsvíg. Viðhorf í samfélaginu. Skömm og fordómar. Umsjón: Jóhann Björnsson heimspekingur. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur kl. 16.30-17.30 í Ártúnsskóla. Æsku- lýðsfundur eldri deildar kl. 20.30- 22. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. Kl. 10 mömmumorgunn. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyiá kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest eða kirkjuvörð. Fella- og Hólakirlqa. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumoi'g- unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestr- ar, bænastund o.fl. Kaffiveitingar og djús fyrir börnin. Æskulýðsfé- lag, eldri deild fyrir 9. og 10. bekk, kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfund- ur kl. 20-22. Hafnar fj ar ðarkirkj a. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar- höfn, Strandbergi. Opið hús í Von- arhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunnar á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fræðslustund kl. 17.30. Sigríður Þorgeirsdóttir, lektor í heimspeki, flytur erindi: Fjölskyldan í órétt- látum heimi. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Bæna- stund í dag kl. 18. Lesið úr Passíu- sálmum Hallgríms og leikið á org- el. Spilakvöld aldraðra í kvöld kl. 20. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11 kyrrðarstund á dvalarheim- ili aldraðra að Hraunbúðum. Kl. 17 TTT starf fyrir 10-12 ára börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.